Einkunnir á móti Frakklandi: Viggó bestur eftir stórbrotinn seinni hálfleik Íþróttadeild skrifar 22. janúar 2021 19:43 Viggó Kristjánsson fór á kostum í seinni hálfleik áður en hann meiddist á ökkla. EPA-EFE/Khaled Elfiqi Íslensku strákarnir voru klárir í slaginn á móti sterku liði Frakka sem hefur enn ekki tapað á heimsmeistaramótinu til þessa. Endaspretturinn var ekki alveg nógu góður en margir í íslenska liðinu voru að spila vel í kvöld. Íslenska handboltalandsliðið tapaði með tveggja marka mun á móti Frökkum í öðrum leik sínum í milliriðli á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi en Frakkar unnu síðustu sautján mínútu leiksins 8-4 og þar með leikinn með tveimur mörkum. Íslenska landsliðið spilaði mun betur en á móti Portúgal og Sviss en mótherji kvöldsins var eitt besta handboltalið heims. Sóknarleikurinn var miklu betri en í síðustu leikjum og íslenska liðið var að fá miklu meira úr hraðaupphlaupum og langskotum. Það var ánægjulegt enda eru þetta nauðsynlega mörk fyrir strákana okkar. Viggó Kristjánsson var besti maður íslenska liðsins í kvöld en hann átti rosalegan seinni hálfleik þar sem hann skoraði öll sjö mörkin sín í leiknum. Bjarki Már Elísson náði ekki alveg að fylgja eftir frábærum fyrri hálfleik en fær fimmu eins og varnarmaðurinn og leiðtogi liðsins Ýmir Örn Gíslason. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir. Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: - Byrjunarlið Íslands í leiknum - Björgvin Páll Gústavsson, mark - 3 (4 varin skot- 16:42 mín.) Björgvin bar fyrirliðabandið í leiknum og byrjaði á milli stanganna. Fann ekki sama takt og í síðustu leikjum en á bekknum var arftaki hans. Bjarki Már Elísson, vinstra horn - 5 (9/1 mörk - 58:59 mín.) Eftir afleita frammistöðu gegn Sviss sýndi Bjarki Már aftur sitt rétta andlit. Fyrri hálfleikurinn hjá honum var stórkostlegur. Var óheppinn að nýta færin ekki betur og var nálægt fullkomnum leik. Því miður gekk það ekki í dag. Elvar Örn Jónsson, vinstri skytta - 4 (1 mark - 49:52 mín.) Elvar var frábær í vörn íslenska liðsins. Sóknarlega voru honum hins vegar mislagðar hendur. Það er aftur á móti erfitt að leita skýringa en hann hefur einnig átt misjafna leiki í sókninni með liði sínu Skjern í Danmörku. Elvar var samt áræðinn og fer í verkefnið af hundrað prósent krafti sem er algjörlega til fyrirmyndar. Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi - 4 (2 mörk - 24:43 mín.) Var prímusmótor í sóknarleik íslenska liðsins sem gekk mun betur en í síðustu leikjum. Góða flæðið í sókninni getum við fyrst og síðast þakkað þessum snjalla leikstjórnenda. Og vitið menn, hann tók einn þrumufleyg af sjö metrum sem var skemmtileg sjón. Þetta leynist í vopnabúrinu. Viggó Kristjánsson, hægri skytta - 6 (7/1 mörk - 41:43 mín.) Átti algjörlega magnaðan leik. Takið eftir. Hann féll á prófinu gegn Portúgal og Sviss en tók það upp gegn Frökkum og sýndi svo um munaði að hann á fullt erindi á stóra sviðið með íslenska landsliðinu. Athyglisvert að hann er leikmaður sem hættir aldrei, jafnvel þótt illa gangi. Það skilaði sér í stórkostlegum seinni hálfleik í kvöld. Vonandi ekki mikið meiddur. Sigvaldi Guðjónsson, hægra horn - 4 (4 mörk - 59:11 mín.) Sigvaldi sýndi og sannaði að hann er framtíðar hornamaður í íslenska landsliðinu. Maður veltir því fyrir sér að nái íslenska liðið alvöru flæði í sóknarlega og hægt verði að koma honum í betri stöður þá er þarna algjör gullmoli á ferð. Arnar Freyr Arnarsson, lína - 3 (0 mörk - 22:09 mín.) Arnar byrjaði leikinn og var að skila sínu. Var síðan hvíldur enda hefur mikið mætt á honum í síðustu leikjum. Ljóst að þar er þreytan farin að segja til sín. Alls ekki slæm frammistaða. Ýmir Örn Gíslason, vörn - 5 (6 stopp - 38:33 mín.) Ýmir Örn er orðinn leiðtogi í íslenska landsliðinu. Varnarleikurinn par excellence, en auðvitað ekki síst í upphafi leiksins sást að þreytan er farin að segja til sín. Ennþá kemur þessi karakter og stálvilji í ljós. Óborganlegur leikmaður fyrir íslenska liðið. - Menn sem komu inn af bekknum í leiknum - Ólafur Guðmundsson, vinstri skytta - 4 (3 mörk - 19:41 mín.) Ólafur hefur átt afbragðsmót. Því miður fyrir hann kom hann ekki nógu fljótt inn í leikinn. Hefði að ósekju mátt spila meira. Áræðinn og óhræddur og er að spila eins og við viljum sjá Ólaf Guðmundsson. Eitt hans besta mót til þessa. Viktor Gísli Hallgrímsson, mark - 4 (10 varin skot - 38:34 mín.) Loksins fékk Viktor Gísli tækifæri til að sýna sig og sanna. Hann gerði það að stakri snilld. Einn efnilegasti markvörður Evrópu og á honum eru mörg augu. Með fleiri leikjum á hann eftir að verða einn af lykilmönnum íslenska landsliðsins á komandi árum. Elliði Snær Viðarsson, lína - 4 (4 stopp, rautt spjald - 25:28 mín.) Átti í raun frábæran leik. Það er unun að sjá samvinnu hans og Ýmis. Þeir eru að mynda framtíðarþristapar í íslenska landsliðinu. Elliði eins og villidýr í jákvæðum skilningi en stundum mætti kappið vera ögn minna og skynsemin þar af leiðandi aðeins meiri. Það kemur með meiri reynslu. Kári Kristjánsson, lína - 2 (0 mörk - 11:20 mín.) Það hefur verið ákall um að Kári Kristján fengi tækifæri. Það er ekki hægt að segja það að hann hafi gripið það í þessum leik. Kára til varnar skal það haft í huga að hann hefur ekki leikið handbolta í þrjá mánuði. Virkaði vel ryðgaður. Kári er hins vegar skemmtikraftur af guðs náð. Vonandi hefur hann ekki sagt sitt síðasta orð með íslenska landsliðinu. Ómar Ingi Magnússon, hægri skytta - 2 (0 mörk - 13:05 mín.) Ómar kom inn í íslenska liðið eftir að Alexander hvarf á braut. Kom inn í leikinn í erfiðum stöðum og verður ekki sakaður um að hafa ekki reynt. Með íslenska landsliðinu virkar hann því miður hægur og fyrirséður. Við skulum rétt vona að hann eigi meira inni en hann hefur sýnt. Kristján Örn Kristjánsson, hægri skytta - spilaði ekki Oddur Grétarsson, vinstra horn - spilaði ekki Magnús Óli Magnússon, leikstjórnandi - spilaði ekki Guðmundur Guðmundsson, þjálfari - 4 Guðmundur tók fjölmiðlamenn á teppið og gerði árás. Hann bað um fagmennsku. Sama krafa var frá fjölmiðlamönnum. Guðmundur svaraði kalli. Hraðaupphlaup íslenska liðsins voru til fyrirmyndar, varnarleikurinn vel út færður og sóknarleikurinn alls ekki slæmur langt fram eftir leik. Landsliðsþjálfarinn þarf hins vegar að þola gagnrýni og geta tekið hana á kassann. Hún er til góðs, bæði jákvæð og neikvæð. Áfram með smjörið. Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Einkunnir strákanna okkar á móti Sviss: Ýmir í heimsklassa og var langbestur Ýmir Örn Gíslason sýndi heimsklassa frammistöðu í miðri vörn íslenska liðsins á móti Sviss en það dugði ekki liðinu að fá bara tuttugu mörk á sig, því sóknin kolféll á prófinu. 20. janúar 2021 17:20 Einkunnir strákanna okkar á móti Marokkó: Viggó og Ólafur bestir Bestu menn íslenska liðsins í kvöld eiga það sameiginlegt að hafa unnið sér inn meiri spilatíma með flotti frammistöðu á HM í handbolta í leikjum íslenska liðsins í riðlakeppninni. 18. janúar 2021 22:05 Einkunnir strákanna okkar á móti Alsír: Gísli og Bjarki bestir af mörgum góðum Það voru margir að spila vel í íslenska landsliðinu í stórsigri á Alsírbúum og tveir leikmenn fengu fullt hús í einkunnagjöf okkar. 16. janúar 2021 22:05 Einkunnir strákanna okkar á móti Portúgal: Bjarki og Ýmir bestir í kvöld Vísir fór eins og vanalega yfir frammistöðu íslensku strákanna í leiknum í kvöld. 14. janúar 2021 22:11 Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Körfubolti Fleiri fréttir Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið tapaði með tveggja marka mun á móti Frökkum í öðrum leik sínum í milliriðli á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi en Frakkar unnu síðustu sautján mínútu leiksins 8-4 og þar með leikinn með tveimur mörkum. Íslenska landsliðið spilaði mun betur en á móti Portúgal og Sviss en mótherji kvöldsins var eitt besta handboltalið heims. Sóknarleikurinn var miklu betri en í síðustu leikjum og íslenska liðið var að fá miklu meira úr hraðaupphlaupum og langskotum. Það var ánægjulegt enda eru þetta nauðsynlega mörk fyrir strákana okkar. Viggó Kristjánsson var besti maður íslenska liðsins í kvöld en hann átti rosalegan seinni hálfleik þar sem hann skoraði öll sjö mörkin sín í leiknum. Bjarki Már Elísson náði ekki alveg að fylgja eftir frábærum fyrri hálfleik en fær fimmu eins og varnarmaðurinn og leiðtogi liðsins Ýmir Örn Gíslason. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir. Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: - Byrjunarlið Íslands í leiknum - Björgvin Páll Gústavsson, mark - 3 (4 varin skot- 16:42 mín.) Björgvin bar fyrirliðabandið í leiknum og byrjaði á milli stanganna. Fann ekki sama takt og í síðustu leikjum en á bekknum var arftaki hans. Bjarki Már Elísson, vinstra horn - 5 (9/1 mörk - 58:59 mín.) Eftir afleita frammistöðu gegn Sviss sýndi Bjarki Már aftur sitt rétta andlit. Fyrri hálfleikurinn hjá honum var stórkostlegur. Var óheppinn að nýta færin ekki betur og var nálægt fullkomnum leik. Því miður gekk það ekki í dag. Elvar Örn Jónsson, vinstri skytta - 4 (1 mark - 49:52 mín.) Elvar var frábær í vörn íslenska liðsins. Sóknarlega voru honum hins vegar mislagðar hendur. Það er aftur á móti erfitt að leita skýringa en hann hefur einnig átt misjafna leiki í sókninni með liði sínu Skjern í Danmörku. Elvar var samt áræðinn og fer í verkefnið af hundrað prósent krafti sem er algjörlega til fyrirmyndar. Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi - 4 (2 mörk - 24:43 mín.) Var prímusmótor í sóknarleik íslenska liðsins sem gekk mun betur en í síðustu leikjum. Góða flæðið í sókninni getum við fyrst og síðast þakkað þessum snjalla leikstjórnenda. Og vitið menn, hann tók einn þrumufleyg af sjö metrum sem var skemmtileg sjón. Þetta leynist í vopnabúrinu. Viggó Kristjánsson, hægri skytta - 6 (7/1 mörk - 41:43 mín.) Átti algjörlega magnaðan leik. Takið eftir. Hann féll á prófinu gegn Portúgal og Sviss en tók það upp gegn Frökkum og sýndi svo um munaði að hann á fullt erindi á stóra sviðið með íslenska landsliðinu. Athyglisvert að hann er leikmaður sem hættir aldrei, jafnvel þótt illa gangi. Það skilaði sér í stórkostlegum seinni hálfleik í kvöld. Vonandi ekki mikið meiddur. Sigvaldi Guðjónsson, hægra horn - 4 (4 mörk - 59:11 mín.) Sigvaldi sýndi og sannaði að hann er framtíðar hornamaður í íslenska landsliðinu. Maður veltir því fyrir sér að nái íslenska liðið alvöru flæði í sóknarlega og hægt verði að koma honum í betri stöður þá er þarna algjör gullmoli á ferð. Arnar Freyr Arnarsson, lína - 3 (0 mörk - 22:09 mín.) Arnar byrjaði leikinn og var að skila sínu. Var síðan hvíldur enda hefur mikið mætt á honum í síðustu leikjum. Ljóst að þar er þreytan farin að segja til sín. Alls ekki slæm frammistaða. Ýmir Örn Gíslason, vörn - 5 (6 stopp - 38:33 mín.) Ýmir Örn er orðinn leiðtogi í íslenska landsliðinu. Varnarleikurinn par excellence, en auðvitað ekki síst í upphafi leiksins sást að þreytan er farin að segja til sín. Ennþá kemur þessi karakter og stálvilji í ljós. Óborganlegur leikmaður fyrir íslenska liðið. - Menn sem komu inn af bekknum í leiknum - Ólafur Guðmundsson, vinstri skytta - 4 (3 mörk - 19:41 mín.) Ólafur hefur átt afbragðsmót. Því miður fyrir hann kom hann ekki nógu fljótt inn í leikinn. Hefði að ósekju mátt spila meira. Áræðinn og óhræddur og er að spila eins og við viljum sjá Ólaf Guðmundsson. Eitt hans besta mót til þessa. Viktor Gísli Hallgrímsson, mark - 4 (10 varin skot - 38:34 mín.) Loksins fékk Viktor Gísli tækifæri til að sýna sig og sanna. Hann gerði það að stakri snilld. Einn efnilegasti markvörður Evrópu og á honum eru mörg augu. Með fleiri leikjum á hann eftir að verða einn af lykilmönnum íslenska landsliðsins á komandi árum. Elliði Snær Viðarsson, lína - 4 (4 stopp, rautt spjald - 25:28 mín.) Átti í raun frábæran leik. Það er unun að sjá samvinnu hans og Ýmis. Þeir eru að mynda framtíðarþristapar í íslenska landsliðinu. Elliði eins og villidýr í jákvæðum skilningi en stundum mætti kappið vera ögn minna og skynsemin þar af leiðandi aðeins meiri. Það kemur með meiri reynslu. Kári Kristjánsson, lína - 2 (0 mörk - 11:20 mín.) Það hefur verið ákall um að Kári Kristján fengi tækifæri. Það er ekki hægt að segja það að hann hafi gripið það í þessum leik. Kára til varnar skal það haft í huga að hann hefur ekki leikið handbolta í þrjá mánuði. Virkaði vel ryðgaður. Kári er hins vegar skemmtikraftur af guðs náð. Vonandi hefur hann ekki sagt sitt síðasta orð með íslenska landsliðinu. Ómar Ingi Magnússon, hægri skytta - 2 (0 mörk - 13:05 mín.) Ómar kom inn í íslenska liðið eftir að Alexander hvarf á braut. Kom inn í leikinn í erfiðum stöðum og verður ekki sakaður um að hafa ekki reynt. Með íslenska landsliðinu virkar hann því miður hægur og fyrirséður. Við skulum rétt vona að hann eigi meira inni en hann hefur sýnt. Kristján Örn Kristjánsson, hægri skytta - spilaði ekki Oddur Grétarsson, vinstra horn - spilaði ekki Magnús Óli Magnússon, leikstjórnandi - spilaði ekki Guðmundur Guðmundsson, þjálfari - 4 Guðmundur tók fjölmiðlamenn á teppið og gerði árás. Hann bað um fagmennsku. Sama krafa var frá fjölmiðlamönnum. Guðmundur svaraði kalli. Hraðaupphlaup íslenska liðsins voru til fyrirmyndar, varnarleikurinn vel út færður og sóknarleikurinn alls ekki slæmur langt fram eftir leik. Landsliðsþjálfarinn þarf hins vegar að þola gagnrýni og geta tekið hana á kassann. Hún er til góðs, bæði jákvæð og neikvæð. Áfram með smjörið. Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur
Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur
HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Einkunnir strákanna okkar á móti Sviss: Ýmir í heimsklassa og var langbestur Ýmir Örn Gíslason sýndi heimsklassa frammistöðu í miðri vörn íslenska liðsins á móti Sviss en það dugði ekki liðinu að fá bara tuttugu mörk á sig, því sóknin kolféll á prófinu. 20. janúar 2021 17:20 Einkunnir strákanna okkar á móti Marokkó: Viggó og Ólafur bestir Bestu menn íslenska liðsins í kvöld eiga það sameiginlegt að hafa unnið sér inn meiri spilatíma með flotti frammistöðu á HM í handbolta í leikjum íslenska liðsins í riðlakeppninni. 18. janúar 2021 22:05 Einkunnir strákanna okkar á móti Alsír: Gísli og Bjarki bestir af mörgum góðum Það voru margir að spila vel í íslenska landsliðinu í stórsigri á Alsírbúum og tveir leikmenn fengu fullt hús í einkunnagjöf okkar. 16. janúar 2021 22:05 Einkunnir strákanna okkar á móti Portúgal: Bjarki og Ýmir bestir í kvöld Vísir fór eins og vanalega yfir frammistöðu íslensku strákanna í leiknum í kvöld. 14. janúar 2021 22:11 Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Körfubolti Fleiri fréttir Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Sjá meira
Einkunnir strákanna okkar á móti Sviss: Ýmir í heimsklassa og var langbestur Ýmir Örn Gíslason sýndi heimsklassa frammistöðu í miðri vörn íslenska liðsins á móti Sviss en það dugði ekki liðinu að fá bara tuttugu mörk á sig, því sóknin kolféll á prófinu. 20. janúar 2021 17:20
Einkunnir strákanna okkar á móti Marokkó: Viggó og Ólafur bestir Bestu menn íslenska liðsins í kvöld eiga það sameiginlegt að hafa unnið sér inn meiri spilatíma með flotti frammistöðu á HM í handbolta í leikjum íslenska liðsins í riðlakeppninni. 18. janúar 2021 22:05
Einkunnir strákanna okkar á móti Alsír: Gísli og Bjarki bestir af mörgum góðum Það voru margir að spila vel í íslenska landsliðinu í stórsigri á Alsírbúum og tveir leikmenn fengu fullt hús í einkunnagjöf okkar. 16. janúar 2021 22:05
Einkunnir strákanna okkar á móti Portúgal: Bjarki og Ýmir bestir í kvöld Vísir fór eins og vanalega yfir frammistöðu íslensku strákanna í leiknum í kvöld. 14. janúar 2021 22:11