„Erfitt fyrir fólk að koma aftur í vinnuna eftir langa fjarveru“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 22. janúar 2021 19:41 Sigrún Arnardóttir sálfræðingur segir það reynast mörgum erfitt að mæta aftur á vinnustaði sína eftir að hafa unnið að heiman í marga mánuði. Vísir/Einar Sóttvarnalæknir telur aðgerðir á landamærum hafa skipt sköpum í baráttunni við kórónuveiruna. Hann er bjartsýnn á að það takist að slaka á sóttvarnaraðgerðum fyrr en til stóð en segir þó mikilvægt að flýta sér hægt. Sálfræðingur segir erfitt fyrir marga að mæta aftur til vinnu eftir langa fjarveru nú þegar vinnustaðir eru farnir að bjóða fleirum að mæta aftur á skrifstofurnar. Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í dag en þeim hefur fækkað jafnt og þétt undanfarið sem greinst hafa með veiruna. „Þetta er búið náttúrulega að ganga ótrúlega vel með jól og áramót þegar við sjáum að aðrar þjóðir eru að fá mikið bakslag í sína faraldra í kringum þessar hátíðir en við höfum ekki gert það,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Sú reglugerð um sóttvarnaraðgerðir sem nú er í gildi gildir til 17. febrúar. Þórólfur er bjartsýnn á að ef fáir greinast áfram verði hægt að létta fyrr á aðgerðunum. „Ef þetta heldur svona áfram þá getum við virkilega farið að hugsa um hvort við eigum að fara að slaka meira á. En ég minni á að það er varla nema rúm vika liðin síðan síðustu afléttingar tóku gildi. Við þurfum að flýta okkur hægt.“ Á meðan þeim fækkar sem greinast með veiruna innanlands hafa eitt hundrað þrjátíu og sex greinst með virkt smit á landamærum frá áramótum. Þórólfur segir eftirlit á landamærunum hafa skipt sköpum í baráttunni við veiruna. „Menn eru að grípa til núna aðgerða á landamærum, þessi lönd, sem að við erum búin að vera að nota núna alveg frá því síðastliðið sumar og ég fullyrði það að það hafi að mörgum leyti skipt sköpum fyrir okkur að við höfum náð tökum á þessu. Plús náttúrulega aðgerðir sem að hafa verið innanlands. Ég held að menn séu að sjá það núna annars staðar hversu mikilvægt er að halda landamærunum hreinum. Ég held að það sé bara í mörgum löndum full seint í rassinn gripið með það.“ Getur reynst erfitt að mæta aftur á vinnustaðinn Reglugerðin um núgildandi sóttvarnaraðgerðir tók gildi í síðustu viku. Hún hefur það meðal annars haft það í för með sér að tuttugu manns mega koma saman í stað tíu. Þetta hefur haft áhrif á marga vinnustaði þar sem starfsfólk er í auknu mæli farið að mæta aftur til vinnu. Sálfræðingar hafa fundið fyrir því að sumir sem hafa lengi unnið að heima kvíða því að mæta aftur á vinnustaðinn. „Ég held að fólk sé búið að koma sér svolítið þægilega fyrir heima og það er alltaf smá fyrirhöfn að fara úr þessum þægindaramma aftur af stað og rútína hjá mörgum búin að raskast mikið sem hefur svo góð áhrif á okkar andlegu líðan. Svona minni virkni og einnig kannski svolítið frammistöðukvíði líka. Það er erfitt fyrir fólk að koma aftur í vinnuna eftir langa fjarveru og það fer jafnvel að hafa efasemdir um sjálft sig. Bý ég yfir sömu getu og áður og hvað með samskipti við vinnufélaga og fleira,“ segir Sigrún Arnardóttir sálfræðingur hjá Mín líðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Tengdar fréttir Sjáðu heimavinnuaðstöðu Íslendinga í þriðju bylgjunni Íslendingar vinna margir heima um þessar mundir, samkvæmt vinsamlegum tilmælum frá sóttvarnalækni nú þegar þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins hrellir landann. 7. október 2020 23:14 Þeim sem eru í fjarvinnu heima fjölgar mikið milli ára Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs fjölgaði þeim verulega sem unnu sitt aðalstarf venjulega eð stundum í fjarvinnu heima sé miðað við síðasta ár. 7. maí 2020 10:24 Mest lesið Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Fleiri fréttir Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Sjá meira
Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í dag en þeim hefur fækkað jafnt og þétt undanfarið sem greinst hafa með veiruna. „Þetta er búið náttúrulega að ganga ótrúlega vel með jól og áramót þegar við sjáum að aðrar þjóðir eru að fá mikið bakslag í sína faraldra í kringum þessar hátíðir en við höfum ekki gert það,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Sú reglugerð um sóttvarnaraðgerðir sem nú er í gildi gildir til 17. febrúar. Þórólfur er bjartsýnn á að ef fáir greinast áfram verði hægt að létta fyrr á aðgerðunum. „Ef þetta heldur svona áfram þá getum við virkilega farið að hugsa um hvort við eigum að fara að slaka meira á. En ég minni á að það er varla nema rúm vika liðin síðan síðustu afléttingar tóku gildi. Við þurfum að flýta okkur hægt.“ Á meðan þeim fækkar sem greinast með veiruna innanlands hafa eitt hundrað þrjátíu og sex greinst með virkt smit á landamærum frá áramótum. Þórólfur segir eftirlit á landamærunum hafa skipt sköpum í baráttunni við veiruna. „Menn eru að grípa til núna aðgerða á landamærum, þessi lönd, sem að við erum búin að vera að nota núna alveg frá því síðastliðið sumar og ég fullyrði það að það hafi að mörgum leyti skipt sköpum fyrir okkur að við höfum náð tökum á þessu. Plús náttúrulega aðgerðir sem að hafa verið innanlands. Ég held að menn séu að sjá það núna annars staðar hversu mikilvægt er að halda landamærunum hreinum. Ég held að það sé bara í mörgum löndum full seint í rassinn gripið með það.“ Getur reynst erfitt að mæta aftur á vinnustaðinn Reglugerðin um núgildandi sóttvarnaraðgerðir tók gildi í síðustu viku. Hún hefur það meðal annars haft það í för með sér að tuttugu manns mega koma saman í stað tíu. Þetta hefur haft áhrif á marga vinnustaði þar sem starfsfólk er í auknu mæli farið að mæta aftur til vinnu. Sálfræðingar hafa fundið fyrir því að sumir sem hafa lengi unnið að heima kvíða því að mæta aftur á vinnustaðinn. „Ég held að fólk sé búið að koma sér svolítið þægilega fyrir heima og það er alltaf smá fyrirhöfn að fara úr þessum þægindaramma aftur af stað og rútína hjá mörgum búin að raskast mikið sem hefur svo góð áhrif á okkar andlegu líðan. Svona minni virkni og einnig kannski svolítið frammistöðukvíði líka. Það er erfitt fyrir fólk að koma aftur í vinnuna eftir langa fjarveru og það fer jafnvel að hafa efasemdir um sjálft sig. Bý ég yfir sömu getu og áður og hvað með samskipti við vinnufélaga og fleira,“ segir Sigrún Arnardóttir sálfræðingur hjá Mín líðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Tengdar fréttir Sjáðu heimavinnuaðstöðu Íslendinga í þriðju bylgjunni Íslendingar vinna margir heima um þessar mundir, samkvæmt vinsamlegum tilmælum frá sóttvarnalækni nú þegar þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins hrellir landann. 7. október 2020 23:14 Þeim sem eru í fjarvinnu heima fjölgar mikið milli ára Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs fjölgaði þeim verulega sem unnu sitt aðalstarf venjulega eð stundum í fjarvinnu heima sé miðað við síðasta ár. 7. maí 2020 10:24 Mest lesið Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Fleiri fréttir Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Sjá meira
Sjáðu heimavinnuaðstöðu Íslendinga í þriðju bylgjunni Íslendingar vinna margir heima um þessar mundir, samkvæmt vinsamlegum tilmælum frá sóttvarnalækni nú þegar þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins hrellir landann. 7. október 2020 23:14
Þeim sem eru í fjarvinnu heima fjölgar mikið milli ára Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs fjölgaði þeim verulega sem unnu sitt aðalstarf venjulega eð stundum í fjarvinnu heima sé miðað við síðasta ár. 7. maí 2020 10:24