Fyrsti leikur Brady á móti Rodgers í úrslitakeppni stendur á milli hans og Super Bowl númer tíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2021 13:00 Tom Brady og Aaron Rodgers eftir einn af fáum leikjum þeirra. Getty/Maddie Meyer Tom Brady á möguleika á að komast í sinn tíunda Super Bowl í kvöld en fjögur lið keppa um tvö laus sæti í tveimur athyglisverðum og spennandi leikjum. Í kvöld kemur í ljós hvaða lið munu spila til úrslita um NFL titilinn í Super Bowl leiknum í byrjun febrúar. Úrsltaleikur deildanna fara fram í dag og þeir verða báðir í beinni á Stöð 2 Sport 2. Tom Brady getur komist í tíunda Super Bowl leikinn á ferlinum í kvöld þegar liðs hans Tampa Bay Buccaneers heimsækir Green Bay Packers í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar. Það er fyrri leikur kvöldsins en í þeim síðari fá NFL-meistarar Kansas City Chiefs Buffalo Bills í heimsókn. Í leik Green Bay Packers og Tampa Bay Buccaneers eru að mætast tveir leikstjórnendur sem eru jafnan í umræðunni um þá bestu í sögunni. Það er hins vegar mikill munur á titlasöfnun Aaron Rodgers og Tom Brady. Tom Brady er á eftir sínum sjöunda titli og er löngu búinn að eigna sér það met en það er liðinn meira en áratugur síðan að Rodgers vann sinn eina titil. Before their first #NFLPlayoffs meeting...Let's throw it back to @TomBrady & @AaronRodgers12 first meeting ever. (via @nflthrowback) : #TBvsGB -- Sunday 3:05pm ET on FOX : NFL app // Yahoo Sports app pic.twitter.com/D9wktRR3xL— NFL (@NFL) January 22, 2021 Tampa Bay Buccaneers vann sannfærandi 38-10 sigur þegar liðin mættust í október en sá leikur fór fram í Tampa í góða verðinu á Florida. Leikurinn í kvöld fer fram í kulda og mögulega snjókomu í Green Bay. Það gæti skipt máli. Brady er þó ekki „uppalinn“ í góða veðrinu á Flórída og þekkir kuldann vel frá New England. Brady og Rodgers hafa verið í fararbroddi leikstjórnanda deildarinnar í langan tíma en þetta verður í fyrsta skiptið sem þeir mætast í úrslitakeppni og aðeins þriðji innbyrðis leikur þeirra í sögunni. „Ég man þegar ég heyrði fréttirnar fyrst að hann væri að koma í Þjóðardeildina þá sá ég þennan möguleika fyrir mér. Ég er spenntur að fá tækifæri til að mæta honum einu sinni enn,“ sagði Aaron Rodgers. Championships are nothing new to @TomBrady. : #TBvsGB -- Sunday 3:05pm ET on FOX : NFL app // Yahoo Sports app pic.twitter.com/xk3vEOgdCM— NFL (@NFL) January 21, 2021 Tom Brady er líka spenntur fyrir leik þar sem hann getur komið Tampa Bay Buccaneers alla leið í Super Bowl leikinn á fyrsta tímabili. „Þetta er einn af svalasti leikvöngunum til að spila á. Ég veit að þeir eru spenntir en við erum líka spenntir og þetta verður frábær fótboltaleikur,“ sagði Brady. Toma Brady getur komist í hóp með þeim Kurt Warner, Peyton Manning og Craig Morton sem eru þeir einu sem hafa komið tveimur félögum í Super Bowl leikinn. The top plays that took the @Buccaneers to the NFC Championship for the first time in 18 years! #GoBucs : #TBvsGB -- Sunday 3:05pm ET on FOX : NFL app // Yahoo Sports app pic.twitter.com/xo3iXwaPkz— NFL (@NFL) January 21, 2021 Brady hefur komist í Super Bowl fjórum sinnum á síðustu sex árum en þá lék hann með New England Patriots. Aaron Rodgers hefur ekki komist í Super Bowl síðan árið 2010. Hann hefur tapað þrisvar sinnum í þessari stöðu síðan eða 2015, 2016 og svo síðast á móti San Francisco 49ers í fyrra. Stóra spurningin í seinni leiknum á milli Kansas City Chiefs og Buffalo Bills er staðan á Patrick Mahomes, leikstjórnenda NFL-meistara Kansas City Chiefs. Hann fékk slæmt höfuðhögg í undanúrslitum Ameríkudeildarinnar um síðustu helgi og fékk ekki að klára leikinn. Mahomes þarf að tryggja sér öll leyfi til að fá að spila en til að svo verði þá þarf hann að ná sér alveg heilum af heilahristingnum. Það er því mikið stress í gangi í Kansas City því þarna erum við að tala um einn besta leikmann deildarinnar og algjöran lykilmann að velgengni liðsins. .@stefondiggs & @cheetah both weren't drafted until the fifth round.Now they're two of the top WRs in the league. #NFLPlayoffs : #BUFvsKC | Sunday 6:40pm ET on CBS : NFL app // Yahoo Sports app pic.twitter.com/SD3BLOTkZo— NFL (@NFL) January 20, 2021 Leikstjórnandi Buffalo Bills er hinn kraftmikli Josh Allen sem hefur bætt sig mikið milli tímabili og er nú bæði mikil ógn í hlaupaleiknum sem og í senda boltann fram á útherja eins og Stefon Diggs. Það er mjög erfitt að verja titilinn í NFL-deildinni og meiðsli leikmanna geta breytt miklu snögglega. Kansas City Chiefs tókst að klára Cleveland Browns án Mahomes en komast örugglega ekki í Super Bowl nema að hann sé spili og spili vel í kvöld. Útsending frá leik Green Bay Packers og Tampa Bay Buccaneers hefst klukkan 20.00 á Stöð 2 Sport 2 og útsendingin frá leik Kansas City Chiefs og Buffalo Bills hefst klukkan 23.00, líka á Stöð 2 Sport 2. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði. NFL Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Sjá meira
Í kvöld kemur í ljós hvaða lið munu spila til úrslita um NFL titilinn í Super Bowl leiknum í byrjun febrúar. Úrsltaleikur deildanna fara fram í dag og þeir verða báðir í beinni á Stöð 2 Sport 2. Tom Brady getur komist í tíunda Super Bowl leikinn á ferlinum í kvöld þegar liðs hans Tampa Bay Buccaneers heimsækir Green Bay Packers í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar. Það er fyrri leikur kvöldsins en í þeim síðari fá NFL-meistarar Kansas City Chiefs Buffalo Bills í heimsókn. Í leik Green Bay Packers og Tampa Bay Buccaneers eru að mætast tveir leikstjórnendur sem eru jafnan í umræðunni um þá bestu í sögunni. Það er hins vegar mikill munur á titlasöfnun Aaron Rodgers og Tom Brady. Tom Brady er á eftir sínum sjöunda titli og er löngu búinn að eigna sér það met en það er liðinn meira en áratugur síðan að Rodgers vann sinn eina titil. Before their first #NFLPlayoffs meeting...Let's throw it back to @TomBrady & @AaronRodgers12 first meeting ever. (via @nflthrowback) : #TBvsGB -- Sunday 3:05pm ET on FOX : NFL app // Yahoo Sports app pic.twitter.com/D9wktRR3xL— NFL (@NFL) January 22, 2021 Tampa Bay Buccaneers vann sannfærandi 38-10 sigur þegar liðin mættust í október en sá leikur fór fram í Tampa í góða verðinu á Florida. Leikurinn í kvöld fer fram í kulda og mögulega snjókomu í Green Bay. Það gæti skipt máli. Brady er þó ekki „uppalinn“ í góða veðrinu á Flórída og þekkir kuldann vel frá New England. Brady og Rodgers hafa verið í fararbroddi leikstjórnanda deildarinnar í langan tíma en þetta verður í fyrsta skiptið sem þeir mætast í úrslitakeppni og aðeins þriðji innbyrðis leikur þeirra í sögunni. „Ég man þegar ég heyrði fréttirnar fyrst að hann væri að koma í Þjóðardeildina þá sá ég þennan möguleika fyrir mér. Ég er spenntur að fá tækifæri til að mæta honum einu sinni enn,“ sagði Aaron Rodgers. Championships are nothing new to @TomBrady. : #TBvsGB -- Sunday 3:05pm ET on FOX : NFL app // Yahoo Sports app pic.twitter.com/xk3vEOgdCM— NFL (@NFL) January 21, 2021 Tom Brady er líka spenntur fyrir leik þar sem hann getur komið Tampa Bay Buccaneers alla leið í Super Bowl leikinn á fyrsta tímabili. „Þetta er einn af svalasti leikvöngunum til að spila á. Ég veit að þeir eru spenntir en við erum líka spenntir og þetta verður frábær fótboltaleikur,“ sagði Brady. Toma Brady getur komist í hóp með þeim Kurt Warner, Peyton Manning og Craig Morton sem eru þeir einu sem hafa komið tveimur félögum í Super Bowl leikinn. The top plays that took the @Buccaneers to the NFC Championship for the first time in 18 years! #GoBucs : #TBvsGB -- Sunday 3:05pm ET on FOX : NFL app // Yahoo Sports app pic.twitter.com/xo3iXwaPkz— NFL (@NFL) January 21, 2021 Brady hefur komist í Super Bowl fjórum sinnum á síðustu sex árum en þá lék hann með New England Patriots. Aaron Rodgers hefur ekki komist í Super Bowl síðan árið 2010. Hann hefur tapað þrisvar sinnum í þessari stöðu síðan eða 2015, 2016 og svo síðast á móti San Francisco 49ers í fyrra. Stóra spurningin í seinni leiknum á milli Kansas City Chiefs og Buffalo Bills er staðan á Patrick Mahomes, leikstjórnenda NFL-meistara Kansas City Chiefs. Hann fékk slæmt höfuðhögg í undanúrslitum Ameríkudeildarinnar um síðustu helgi og fékk ekki að klára leikinn. Mahomes þarf að tryggja sér öll leyfi til að fá að spila en til að svo verði þá þarf hann að ná sér alveg heilum af heilahristingnum. Það er því mikið stress í gangi í Kansas City því þarna erum við að tala um einn besta leikmann deildarinnar og algjöran lykilmann að velgengni liðsins. .@stefondiggs & @cheetah both weren't drafted until the fifth round.Now they're two of the top WRs in the league. #NFLPlayoffs : #BUFvsKC | Sunday 6:40pm ET on CBS : NFL app // Yahoo Sports app pic.twitter.com/SD3BLOTkZo— NFL (@NFL) January 20, 2021 Leikstjórnandi Buffalo Bills er hinn kraftmikli Josh Allen sem hefur bætt sig mikið milli tímabili og er nú bæði mikil ógn í hlaupaleiknum sem og í senda boltann fram á útherja eins og Stefon Diggs. Það er mjög erfitt að verja titilinn í NFL-deildinni og meiðsli leikmanna geta breytt miklu snögglega. Kansas City Chiefs tókst að klára Cleveland Browns án Mahomes en komast örugglega ekki í Super Bowl nema að hann sé spili og spili vel í kvöld. Útsending frá leik Green Bay Packers og Tampa Bay Buccaneers hefst klukkan 20.00 á Stöð 2 Sport 2 og útsendingin frá leik Kansas City Chiefs og Buffalo Bills hefst klukkan 23.00, líka á Stöð 2 Sport 2. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Sjá meira