Þótti hann sérstaklega alþýðlegur, eins og Sanders einum er lagið. Mynd af honum sitjandi í þessum klæðnaði hefur farið eins og eldur í sinu um internetið.
Netverjar hafa haft sérstaklega gaman af því að klippa Sanders inn í aðrar myndir og jafnvel myndbönd og hafa slíkar myndir flætt yfir internetið.
Sjá einnig: Grínarar á yfirsnúningi með Bernie Sanders
Sanders var gestur Seth Meyers á dögunum og spurði hann þingmanninn út í myndirnar. Sanders sagðist bara hafa verið að reyna að halda á sér hita og fylgjast með athöfninni. Þá lofaði hann konuna sem gerði vettlingana, Jen Ellis.
Vettlingar Sanders hafa vakið gífurlega athygli en þeir eru gerðir úr ónýtum ullarpeysum, flís og endurunnu plasti úr flöskum. Jen Ellis, konan sem gerði þessa vettlinga Sanders, segist hafa fundið fyrir gífurlegum áhuga undanfarna daga en hún hafi ekki tök á því að gera fleiri.
Hér má sjá stutt viðtal sem CNN tók við hana.
Miðillinn GQ hefur bent lesendum sínum á íslenska ullarvettlinga sem hægt sé að kaupa í staðinn.