Oddvitinn gefur kost á sér í 2.-3. sæti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. janúar 2021 10:45 Helgi Héðinsson er klár í kosningaslaginn. Helgi Héðinsson, oddviti Skútustaðahrepps, hefur ákveðið að vandlega athuguðu máli í samráði við fjölskyldu og vinni að bjóða sig fram á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi og sækist þar eftir 2. til 3. sæti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Helga. „Meginástæða þess að ég gef kost á mér nú er óbilandi trú mín á þeirri vegferð sem Framsóknarflokkurinn hefur verið á, sér í lagi á líðandi kjörtímabili. Vegferð samvinnu, uppbyggingar og umbóta sem knúin er áfram af fólki með hugsjónir. Mér líður eins og ég geti lagt þeim málstað lið, en ekki síður að þar sé vettvangur góðra verka sem ég vil fylgja fast eftir,“ segir í tilkynningu Helga. „Síðustu ár hef ég unnið af krafti sem oddviti Skútustaðahrepps. Þar hef ég í góðum hópi fólks starfað eftir hugmyndafræði sem ég er ákaflega stoltur af. Hugmyndafræðin byggir á því að styrkja stoðir samfélagsins með hamingju og vellíðan fólksins að leiðarljósi. Leiðirnar að hamingjunni eru æði mismunandi og að mörgu þarf að huga sem ég tíunda ekki að fullu hér. Öll viljum við hins vegar búa við sanngjörn tækifæri til að skapa okkur lífsviðurværi. Við viljum njóta lífsgæða og lífsfyllingar. Við viljum hafa aðgengi að menntun og heilsugæslu. Við viljum hugsa vel um umhverfið okkar og njóta menningar og lista. Við viljum verja meiri tíma með vinum og fjölskyldu og við viljum að þeir sem starfa í okkar þágu geri það af heilindum og með almannahag að leiðarljósi. Við viljum fá aðstoð þegar við leitum eftir henni vegna veikinda, hvort sem þau eru líkamleg eða á andlega sviðinu. Þetta er það sem ég brenn fyrir.“ Hann segist hafa verið svo lánsamur að hafa haft tækifæri til að byggja sér traustan grunn með fjölskylduna sér við hlið. „Síðustu 15 ár hef ég byggt upp rekstur á Geiteyjarströnd í Mývatnssveit í ferðaþjónustu, fiskvinnslu og við sauðfjárbúskap. Ég hef menntað mig og lokið meistaraprófi í viðskiptafræði auk MBA gráðu frá Háskóla Íslands. Ég hef fengið tækifæri til að rækta leiðtogann á ýmsum sviðum, þar á meðal í handboltanum á Selfossi og í Mosfellsbænum, hjá Sparisjóði Suður-Þingeyinga, við kennslu í Háskóla Íslands og sem formaður veiðifélags Mývatns. Umfram allt er ég ungur, jákvæður og bjartsýnn. Fullur af krafti til góðra verka. Nú legg ég allt á borðið. Hugmyndafræðina, karakterinn og bakgrunninn og óska eftir stuðningi ykkar.“ Alþingiskosningar 2021 Skútustaðahreppur Framsóknarflokkurinn Norðausturkjördæmi Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Sjá meira
„Meginástæða þess að ég gef kost á mér nú er óbilandi trú mín á þeirri vegferð sem Framsóknarflokkurinn hefur verið á, sér í lagi á líðandi kjörtímabili. Vegferð samvinnu, uppbyggingar og umbóta sem knúin er áfram af fólki með hugsjónir. Mér líður eins og ég geti lagt þeim málstað lið, en ekki síður að þar sé vettvangur góðra verka sem ég vil fylgja fast eftir,“ segir í tilkynningu Helga. „Síðustu ár hef ég unnið af krafti sem oddviti Skútustaðahrepps. Þar hef ég í góðum hópi fólks starfað eftir hugmyndafræði sem ég er ákaflega stoltur af. Hugmyndafræðin byggir á því að styrkja stoðir samfélagsins með hamingju og vellíðan fólksins að leiðarljósi. Leiðirnar að hamingjunni eru æði mismunandi og að mörgu þarf að huga sem ég tíunda ekki að fullu hér. Öll viljum við hins vegar búa við sanngjörn tækifæri til að skapa okkur lífsviðurværi. Við viljum njóta lífsgæða og lífsfyllingar. Við viljum hafa aðgengi að menntun og heilsugæslu. Við viljum hugsa vel um umhverfið okkar og njóta menningar og lista. Við viljum verja meiri tíma með vinum og fjölskyldu og við viljum að þeir sem starfa í okkar þágu geri það af heilindum og með almannahag að leiðarljósi. Við viljum fá aðstoð þegar við leitum eftir henni vegna veikinda, hvort sem þau eru líkamleg eða á andlega sviðinu. Þetta er það sem ég brenn fyrir.“ Hann segist hafa verið svo lánsamur að hafa haft tækifæri til að byggja sér traustan grunn með fjölskylduna sér við hlið. „Síðustu 15 ár hef ég byggt upp rekstur á Geiteyjarströnd í Mývatnssveit í ferðaþjónustu, fiskvinnslu og við sauðfjárbúskap. Ég hef menntað mig og lokið meistaraprófi í viðskiptafræði auk MBA gráðu frá Háskóla Íslands. Ég hef fengið tækifæri til að rækta leiðtogann á ýmsum sviðum, þar á meðal í handboltanum á Selfossi og í Mosfellsbænum, hjá Sparisjóði Suður-Þingeyinga, við kennslu í Háskóla Íslands og sem formaður veiðifélags Mývatns. Umfram allt er ég ungur, jákvæður og bjartsýnn. Fullur af krafti til góðra verka. Nú legg ég allt á borðið. Hugmyndafræðina, karakterinn og bakgrunninn og óska eftir stuðningi ykkar.“
Alþingiskosningar 2021 Skútustaðahreppur Framsóknarflokkurinn Norðausturkjördæmi Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Sjá meira