Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sunna Sæmundsdóttir skrifar 19. nóvember 2024 15:00 Gísli Freyr Valdórsson heldur úti hlaðvarpinu Þjóðmálum. vísir/Vilhelm Óheppilegt var að koma Jóni Gunnarssyni fyrir í matvælaráðuneytinu að mati Gísla Freys Valdórssonar, stjórnanda hlaðvarpsins Þjóðmála. Þetta kom fram í Pallborðinu á Vísi í gær. Hæðir og lægðir kosningabaráttunnar voru til umræðu í þættinum þar sem kafað var ofan í skandala, rýnt í kosningaslagorð og rætt um frambjóðendur og fylgi flokkanna. Jón Gunnarsson hóf störf í matvælaráðuneytinu í lok október sem aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar. Líkt og fram hefur komið barst umsókn frá Hval hf. um hvalveiðileyfi degi áður en hann hóf þar störf. Frá þeim tíma hefur leyniupptaka litið dagsins ljós, þar sem sonur Jóns lýsir því að faðir sinn hafi tekið fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins gegn því að fara í ráðuneytið til þess að stuðla að afgreiðslu hvalveiðileyfis. „Mér finnst bara mjög óheppilegt að Jón Gunnarsson er í þessu ráðuneyti. Verð bara segja það eins og er,“ sagði Gísli Freyr í Pallborðinu. Einfaldara hefði verið fyrir Bjarna Benediktsson að klára málið sjálfur. Hlaðvarpsstjórnendur mættu í Pallborðið í gær: Kristín Gunnarsdóttir hjá Komið gott, Þórarinn Hjartarson hjá Einni Pælingu, Þórhallur Gunnarsson hjá Bakherberginu og Gísli Freyr Valdórsson hjá Þjóðmálum.vísir/Vilhelm „Bjarni er starfandi matvælaráðherra, og hann getur sett reglugerð ef hann vill. Og það er í rauninni á skjön við lög ef hann myndi ekki gera það. Eins og Svandís gerði og fór á svig við lög, líkt og umboðsmaður alþingis komst að niðurstöðu um. Það að Jón, sem er mjög mætur maður að mínu mati, skuli fara þarna inn skyggir á þetta og gerir málið tortryggilegra. Það hefði verið mun einfaldara ef Bjarni hefði bara klárað þetta mál sjálfur,“ sagði Gísli. Þórhallur Gunnarsson, annar stjórnenda hlaðvarpsins Bakherbergisins, sagðist sammála því. Með þessu væri einungis verið að búa til læti. „Ég skil þetta ekki hjá jafn reyndum stjórnmálamanni og Bjarna. Af hverju er hann að gera þetta?“ Gísli Freyr taldi þó ólíklegt að málið komi til með að hafa mikil áhrif á fylgi Sjálfstæðisflokksins en Þórhallur benti á að útgáfa hvalveiðileyfis gæti möguleika aukið fylgið. „Mögulega væri það að tala beint inn í hans hóp út frá atvinnumálum og slíku. Eða þá að menn láti þetta veltast yfir til næstu ríkisstjórnar þar sem það liggur ekki beint á því að afgreiða það núna. En þetta gæti alveg orðið að kosningamáli og menn farið að meta taktískt hvað er best. “ Hægt er að horfa á Pallborðið í heild sinni hér fyrir neðan. Pallborðið Hvalveiðar Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Sjá meira
Hæðir og lægðir kosningabaráttunnar voru til umræðu í þættinum þar sem kafað var ofan í skandala, rýnt í kosningaslagorð og rætt um frambjóðendur og fylgi flokkanna. Jón Gunnarsson hóf störf í matvælaráðuneytinu í lok október sem aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar. Líkt og fram hefur komið barst umsókn frá Hval hf. um hvalveiðileyfi degi áður en hann hóf þar störf. Frá þeim tíma hefur leyniupptaka litið dagsins ljós, þar sem sonur Jóns lýsir því að faðir sinn hafi tekið fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins gegn því að fara í ráðuneytið til þess að stuðla að afgreiðslu hvalveiðileyfis. „Mér finnst bara mjög óheppilegt að Jón Gunnarsson er í þessu ráðuneyti. Verð bara segja það eins og er,“ sagði Gísli Freyr í Pallborðinu. Einfaldara hefði verið fyrir Bjarna Benediktsson að klára málið sjálfur. Hlaðvarpsstjórnendur mættu í Pallborðið í gær: Kristín Gunnarsdóttir hjá Komið gott, Þórarinn Hjartarson hjá Einni Pælingu, Þórhallur Gunnarsson hjá Bakherberginu og Gísli Freyr Valdórsson hjá Þjóðmálum.vísir/Vilhelm „Bjarni er starfandi matvælaráðherra, og hann getur sett reglugerð ef hann vill. Og það er í rauninni á skjön við lög ef hann myndi ekki gera það. Eins og Svandís gerði og fór á svig við lög, líkt og umboðsmaður alþingis komst að niðurstöðu um. Það að Jón, sem er mjög mætur maður að mínu mati, skuli fara þarna inn skyggir á þetta og gerir málið tortryggilegra. Það hefði verið mun einfaldara ef Bjarni hefði bara klárað þetta mál sjálfur,“ sagði Gísli. Þórhallur Gunnarsson, annar stjórnenda hlaðvarpsins Bakherbergisins, sagðist sammála því. Með þessu væri einungis verið að búa til læti. „Ég skil þetta ekki hjá jafn reyndum stjórnmálamanni og Bjarna. Af hverju er hann að gera þetta?“ Gísli Freyr taldi þó ólíklegt að málið komi til með að hafa mikil áhrif á fylgi Sjálfstæðisflokksins en Þórhallur benti á að útgáfa hvalveiðileyfis gæti möguleika aukið fylgið. „Mögulega væri það að tala beint inn í hans hóp út frá atvinnumálum og slíku. Eða þá að menn láti þetta veltast yfir til næstu ríkisstjórnar þar sem það liggur ekki beint á því að afgreiða það núna. En þetta gæti alveg orðið að kosningamáli og menn farið að meta taktískt hvað er best. “ Hægt er að horfa á Pallborðið í heild sinni hér fyrir neðan.
Pallborðið Hvalveiðar Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Sjá meira