„Hélt við værum örugg undir snjóflóðavarnargarðinum“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. janúar 2021 19:00 Íbúi sem þurfti ásamt fjölskyldu sinni að yfirgefa heimili sitt á Siglufirði í gær vegna snjóflóðahættu segist undrandi því snjóflóðagarður sé við húsið. Greinilegt sé að verið sé að endurmeta snjóflóðavarnir á svæðinu. Talið er að altjón hafi orðið á skíðasvæði Siglfirðinga í snjóflóði í gær en lyftan virðist hafa sloppið. Það féll flóð í Héðinsfirði í dag og fleira bendir til þess að snjóflóðahætta sé yfirvofandi enn þá. Enn er því í gildi rýming syðst í bænum síðan í gærvegna snjóflóðahættu frá Ytrastrengsgili. Dagný Sif Stefánsdóttir sem er borin og barnsfædd á Siglufirði hefur ekki áður lent í því. Dagný Sif Stefánsdóttir þurfti að fara frá heimili sínu ásamt þremur börnum og eiginmanni í gær vegna snjóflóðahættu. Hún veit ekki hvenær þau fá að fara heim.Vísir „Ég var mjög hissa þegar við fjölskyldan vorum beðin um að rýma húsið vegna snjóflóðahættu, þetta hefur alltaf verið talið öruggasta svæðið út snjóflóðavarnargarðinum hér rétt fyrir ofan okkur og ég hélt við værum örugg undir honum. Það getur verið að eftir snjóflóðin á Flateyri í fyrra þar sem þau fóru yfir snjóflóðavarnargarð hafi viðmiðum verið breytt alls staðar á landinu. Við fengum tvo tíma til að pakka niður en við erum hjón með þrjú börn þannig að þetta var svolítið stress. Við erum heppin og fórum yfir til mömmu og pabba sem búa í bænum og aðrir íbúar fengu líka inni hjá fólki í bænum. Við vitum ekki hvað rýmingin muni standa lengi en það er vond spá framyfir helgi,“ segir Dagný. Talið er að snjóflóðið sem féll á skíðasvæði Siglfirðinga í gær hafi fallið annað hvort frá Illviðrishnjúk eða Grashólabrúnum. „Við höfum vegna ekki komist á staðinn vegna veðurs og færðar en af myndum að sjá þá virðist þetta vera altjón á skíðaskála og mannvirkjum í kring. Þá er snjótroðarinn örugglega líka skemmdur. Skíðalyftan virðist hins vegar hafa sloppið,“ segir Elías Pétursson bæjarstjóri á Siglufirði. Bæjarstjórinn segir að sveitastjórnin hafi lengi óskað eftir því frá Ofanflóðasjóði að skíðasvæðið yrði fært af núverandi hættusvæði en ekkert gengið. Búið sé að teikna nýtt skíðasvæði á öruggu svæði þannig að sveitarfélaginu hafi ekki verið neitt að vanbúnaði að byrja á framkvæmdum þar. Eins og sjá má var eyðileggingin í kjölfar flóðsins mikil.DJI Reykjavík/Sigurður Þór Helgason „Nú þegar öll mannvirki og búnaður á svæðinu virðist ónýtur er maður svekktur að ekki hafi verið byrjað á framkvæmdum á nýju svæði,“ segir Elías. Þó nokkrir hópar höfðu bókað sig í skíðaferðir á Siglufirði um helgina og pantað sér hótelgistingu en ekkert verður af því. Siglufjarðarvegur er lokaður og Ólafsfjarðarmúli sem var opnaður um stund í dag lokar í kvöld klukkan átta. Samtals lokuðust þessir vegir næstum 80 sinnum á síðasta ári. Bæjarstjórinn segir ófremdarástand í vegamálum á svæðinu. Elías Pétursson, bæjarstjóri Fjallabyggðar.Vísir „Mig grunar að þessar lokanir á vegum og einangrun og þjónustuleysi sem því fylgir séu samfélaginu hér og atvinnulífinu einna erfiðast. Við höfum til að mynda þurft að fá björgunarsveitir síðustu sólahringa til að sækja lyf og póst fyrir okkur. Þá er búið að byggja hér upp heilsársferðaþjónustu en þegar innviðirnir eru ekki fyrir hendi eins og góðar samgöngur getur það verið erfitt að halda slíkri þjónustu úti. Það er nauðsynlegt að bæta úr þessu og þá væri best að gera hér jarðgöng,“ segir Elías. Veðurspáin fyrir næsta sólahring er svipuð og verið hefur en á vef Veðurstofunnar kemur fram: Norðan 10-18 m/s og skafrenningur eða éljagangur, ekki síst á Tröllaskaga. Skyggni mjög lítið á köflum og aksturrsskilyrði erfið, einkum á fjallvegum. Náttúruhamfarir Almannavarnir Fjallabyggð Tengdar fréttir Rýming áfram í gildi og samgöngur takmarkaðar vegna snjóflóðahættu Rýming verður áfram í gildi á Siglufirði í dag og verður hún endurmetin síðdegis á morgun. Þetta staðfestir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, í samtali við fréttastofu. 21. janúar 2021 17:46 Líklega altjón á skíðasvæðinu á Siglufirði Elías Pétursson, bæjarstjóri Fjallabyggðar, fundaði með forsvarsmönnum skíðasvæðisins á Siglufirði í morgun. Snjóflóð skall á skíðaskálann í gærmorgun og hreif skálann af grunni sínum. Elías segir í samtali við fréttastofu að líklega sé um altjón á skíðasvæðinu að ræða. Skíðalyftan hafi þó sloppið fyrir horn. 21. janúar 2021 14:14 Níu fjölskyldur á Siglufirði mega ekki snúa aftur heim strax Ástandið er óbreytt á Norðurlandi hvað snjóflóðahættu varðar og því mun rýming níu húsa á Siglufirði vara áfram, í það minnsta um stundarsakir. 21. janúar 2021 12:35 Köldu norðlægu áttirnar ekkert að gefa eftir Köldu norðlægu áttirnar með ofankomu fyrir norðan og austan eru ekkert að fara að gefa eftir næstu daga. Einna helst er að sjá að hiti nái að skríða yfir frostmark syðst á landinu. 21. janúar 2021 07:41 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Sjá meira
Það féll flóð í Héðinsfirði í dag og fleira bendir til þess að snjóflóðahætta sé yfirvofandi enn þá. Enn er því í gildi rýming syðst í bænum síðan í gærvegna snjóflóðahættu frá Ytrastrengsgili. Dagný Sif Stefánsdóttir sem er borin og barnsfædd á Siglufirði hefur ekki áður lent í því. Dagný Sif Stefánsdóttir þurfti að fara frá heimili sínu ásamt þremur börnum og eiginmanni í gær vegna snjóflóðahættu. Hún veit ekki hvenær þau fá að fara heim.Vísir „Ég var mjög hissa þegar við fjölskyldan vorum beðin um að rýma húsið vegna snjóflóðahættu, þetta hefur alltaf verið talið öruggasta svæðið út snjóflóðavarnargarðinum hér rétt fyrir ofan okkur og ég hélt við værum örugg undir honum. Það getur verið að eftir snjóflóðin á Flateyri í fyrra þar sem þau fóru yfir snjóflóðavarnargarð hafi viðmiðum verið breytt alls staðar á landinu. Við fengum tvo tíma til að pakka niður en við erum hjón með þrjú börn þannig að þetta var svolítið stress. Við erum heppin og fórum yfir til mömmu og pabba sem búa í bænum og aðrir íbúar fengu líka inni hjá fólki í bænum. Við vitum ekki hvað rýmingin muni standa lengi en það er vond spá framyfir helgi,“ segir Dagný. Talið er að snjóflóðið sem féll á skíðasvæði Siglfirðinga í gær hafi fallið annað hvort frá Illviðrishnjúk eða Grashólabrúnum. „Við höfum vegna ekki komist á staðinn vegna veðurs og færðar en af myndum að sjá þá virðist þetta vera altjón á skíðaskála og mannvirkjum í kring. Þá er snjótroðarinn örugglega líka skemmdur. Skíðalyftan virðist hins vegar hafa sloppið,“ segir Elías Pétursson bæjarstjóri á Siglufirði. Bæjarstjórinn segir að sveitastjórnin hafi lengi óskað eftir því frá Ofanflóðasjóði að skíðasvæðið yrði fært af núverandi hættusvæði en ekkert gengið. Búið sé að teikna nýtt skíðasvæði á öruggu svæði þannig að sveitarfélaginu hafi ekki verið neitt að vanbúnaði að byrja á framkvæmdum þar. Eins og sjá má var eyðileggingin í kjölfar flóðsins mikil.DJI Reykjavík/Sigurður Þór Helgason „Nú þegar öll mannvirki og búnaður á svæðinu virðist ónýtur er maður svekktur að ekki hafi verið byrjað á framkvæmdum á nýju svæði,“ segir Elías. Þó nokkrir hópar höfðu bókað sig í skíðaferðir á Siglufirði um helgina og pantað sér hótelgistingu en ekkert verður af því. Siglufjarðarvegur er lokaður og Ólafsfjarðarmúli sem var opnaður um stund í dag lokar í kvöld klukkan átta. Samtals lokuðust þessir vegir næstum 80 sinnum á síðasta ári. Bæjarstjórinn segir ófremdarástand í vegamálum á svæðinu. Elías Pétursson, bæjarstjóri Fjallabyggðar.Vísir „Mig grunar að þessar lokanir á vegum og einangrun og þjónustuleysi sem því fylgir séu samfélaginu hér og atvinnulífinu einna erfiðast. Við höfum til að mynda þurft að fá björgunarsveitir síðustu sólahringa til að sækja lyf og póst fyrir okkur. Þá er búið að byggja hér upp heilsársferðaþjónustu en þegar innviðirnir eru ekki fyrir hendi eins og góðar samgöngur getur það verið erfitt að halda slíkri þjónustu úti. Það er nauðsynlegt að bæta úr þessu og þá væri best að gera hér jarðgöng,“ segir Elías. Veðurspáin fyrir næsta sólahring er svipuð og verið hefur en á vef Veðurstofunnar kemur fram: Norðan 10-18 m/s og skafrenningur eða éljagangur, ekki síst á Tröllaskaga. Skyggni mjög lítið á köflum og aksturrsskilyrði erfið, einkum á fjallvegum.
Náttúruhamfarir Almannavarnir Fjallabyggð Tengdar fréttir Rýming áfram í gildi og samgöngur takmarkaðar vegna snjóflóðahættu Rýming verður áfram í gildi á Siglufirði í dag og verður hún endurmetin síðdegis á morgun. Þetta staðfestir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, í samtali við fréttastofu. 21. janúar 2021 17:46 Líklega altjón á skíðasvæðinu á Siglufirði Elías Pétursson, bæjarstjóri Fjallabyggðar, fundaði með forsvarsmönnum skíðasvæðisins á Siglufirði í morgun. Snjóflóð skall á skíðaskálann í gærmorgun og hreif skálann af grunni sínum. Elías segir í samtali við fréttastofu að líklega sé um altjón á skíðasvæðinu að ræða. Skíðalyftan hafi þó sloppið fyrir horn. 21. janúar 2021 14:14 Níu fjölskyldur á Siglufirði mega ekki snúa aftur heim strax Ástandið er óbreytt á Norðurlandi hvað snjóflóðahættu varðar og því mun rýming níu húsa á Siglufirði vara áfram, í það minnsta um stundarsakir. 21. janúar 2021 12:35 Köldu norðlægu áttirnar ekkert að gefa eftir Köldu norðlægu áttirnar með ofankomu fyrir norðan og austan eru ekkert að fara að gefa eftir næstu daga. Einna helst er að sjá að hiti nái að skríða yfir frostmark syðst á landinu. 21. janúar 2021 07:41 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Sjá meira
Rýming áfram í gildi og samgöngur takmarkaðar vegna snjóflóðahættu Rýming verður áfram í gildi á Siglufirði í dag og verður hún endurmetin síðdegis á morgun. Þetta staðfestir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, í samtali við fréttastofu. 21. janúar 2021 17:46
Líklega altjón á skíðasvæðinu á Siglufirði Elías Pétursson, bæjarstjóri Fjallabyggðar, fundaði með forsvarsmönnum skíðasvæðisins á Siglufirði í morgun. Snjóflóð skall á skíðaskálann í gærmorgun og hreif skálann af grunni sínum. Elías segir í samtali við fréttastofu að líklega sé um altjón á skíðasvæðinu að ræða. Skíðalyftan hafi þó sloppið fyrir horn. 21. janúar 2021 14:14
Níu fjölskyldur á Siglufirði mega ekki snúa aftur heim strax Ástandið er óbreytt á Norðurlandi hvað snjóflóðahættu varðar og því mun rýming níu húsa á Siglufirði vara áfram, í það minnsta um stundarsakir. 21. janúar 2021 12:35
Köldu norðlægu áttirnar ekkert að gefa eftir Köldu norðlægu áttirnar með ofankomu fyrir norðan og austan eru ekkert að fara að gefa eftir næstu daga. Einna helst er að sjá að hiti nái að skríða yfir frostmark syðst á landinu. 21. janúar 2021 07:41