Leitaði í viskubrunn Óla Þórðar eftir áhuga Breiðabliks og Vals Sindri Sverrisson skrifar 21. janúar 2021 19:16 Davíð Örn mun leika í grænu næsta sumar. Breiðablik „Ég kom tíu ára gamall í Víking og fannst þetta góður tími til að prófa eitthvað nýtt,“ segir Davíð Örn Atlason, nýjasti leikmaður Breiðabliks í fótbolta. Honum stóð einnig til boða að fara til Íslandsmeistara Vals en tók endanlega ákvörðun eftir að hafa heyrt í sínum gamla lærimeistara, Ólafi Þórðarsyni. Davíð á að baki sex tímabil með Víkingum í efstu deild og varð bikarmeistari með liðinu árið 2019. Hann hefur verið einn besti bakvörður landsins síðustu ár og því ekki að undra að bæði Breiðablik og Valur skyldu sækjast eftir honum í vetur. „Það er ekkert leyndarmál að ég hitti bæði þessi lið. Ég tók bara ákvörðun snemma í morgun. Ég leitaði í viskubrunn Óla Þórðar – hringdi í hann í morgun – og mér fannst gott að tala við hann. Ég var farinn að hallast að því að velja Breiðablik. Ég talaði við hann í góðan tíma og eftir það var ég sannfærður um ákvörðunina, það létti á manni og ég er mjög ánægður með þessa ákvörðun,“ sagði Davíð við Vísi. Ólafur þjálfaði Davíð snemma á ferli þessa 26 ára gamla leikmanns og er í miklum metum hjá honum: „Ég hef nú ekki mikið heyrt í honum eftir að hann hætti hjá Víkingum á sínum tíma en þegar maður tekur svona stóra ákvörðun þá langaði mig að heyra í honum. Maður leitar til fyrri þjálfara og ég hef alltaf metið Óla mikils. Aðrir þjálfarar sem ég hef haft eru líka í þannig störfum að það kannski hentaði ekki. Það hefði ekki verið viðeigandi að heyra í Loga Ólafs [þjálfara FH] um þetta,“ sagði Davíð léttur. En það hefði líklega þurft talsvert til fyrir Ólaf að telja Davíð hughvarft. Davíð segir að sér lítist alla vega mjög vel á allt græna hluta Kópavogsins: „Ég var í raun ákveðinn í að fara í Breiðablik eftir að ég hitti þjálfarann. Mér leist vel á það sem er í gangi hjá félaginu og það hlutverk sem mér er ætlað. Ég held að ég passi vel þarna inn í hópinn,“ sagði Davíð. Verið tilbúinn að prófa eitthvað nýtt síðustu ár En hvað kom til að hann yfirgaf Víkinga? „Ég átti ár eftir af samningi við Víking en svo kom þessi áhugi upp á mér. Ég hafði hugsað með mér að ég myndi færa mig um set næsta haust þegar samningurinn væri búinn en þegar þessi áhugi kom upp þá fann ég að ég vildi breyta til. Ég hef verið tilbúinn að prófa eitthvað nýtt í 2-3 ár en aldrei látið verða af því fyrr en nú. En ég er mjög sáttur við það og þessa ákvörðun. Það hefur alls ekkert vantað upp á metnaðinn í Víkinni. Ég er klárlega að fara í Breiðablik til þess að berjast um titla en svo snýst þetta líka um það að ég var búinn að vera lengi í Víkingi. Ég kom tíu ára gamall í Víking og fannst þetta góður tími til að prófa eitthvað nýtt,“ segir Davíð sem ber sínum gömlu vinnuveitendum vel söguna: „Ég er mjög ánægður með hvernig Víkingarnir tækluðu þetta. Það skiptir mig miklu máli að skilja við félagið á góðum nótum, og sá skilningur sem ég hef mætt og hvernig þetta mál hefur verið unnið er til fyrirmyndar.“ Stend mig í grænu og þá er aldrei að vita hvað gerist Davíð er sem fyrr segir orðinn 26 ára en með hæfileika til að spila sem atvinnumaður og draumurinn um það lifir: „Það er alveg eitthvað sem að ég horfi enn til en ég geri mér alveg grein fyrir því að ég er ekkert að yngjast. Ég held enn í von og ef það kemur eitthvað skemmtilegt upp þá er ég alltaf tilbúinn að skoða það, en til þess að það gerist þarf maður að standa sig. Ég ætla að standa mig í grænu treyjunni og þá er aldrei að vita hvað gerist.“ Breiðablik hefur fest kaup a bakverðinum o fluga Davi ð Erni Atlasyni fra Vi kingi Reykjavi k. Davi ð O rn er 26...Posted by Knattspyrnudeild Breiðabliks on Thursday, January 21, 2021 Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Fótbolti McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf Fleiri fréttir „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Sjá meira
Davíð á að baki sex tímabil með Víkingum í efstu deild og varð bikarmeistari með liðinu árið 2019. Hann hefur verið einn besti bakvörður landsins síðustu ár og því ekki að undra að bæði Breiðablik og Valur skyldu sækjast eftir honum í vetur. „Það er ekkert leyndarmál að ég hitti bæði þessi lið. Ég tók bara ákvörðun snemma í morgun. Ég leitaði í viskubrunn Óla Þórðar – hringdi í hann í morgun – og mér fannst gott að tala við hann. Ég var farinn að hallast að því að velja Breiðablik. Ég talaði við hann í góðan tíma og eftir það var ég sannfærður um ákvörðunina, það létti á manni og ég er mjög ánægður með þessa ákvörðun,“ sagði Davíð við Vísi. Ólafur þjálfaði Davíð snemma á ferli þessa 26 ára gamla leikmanns og er í miklum metum hjá honum: „Ég hef nú ekki mikið heyrt í honum eftir að hann hætti hjá Víkingum á sínum tíma en þegar maður tekur svona stóra ákvörðun þá langaði mig að heyra í honum. Maður leitar til fyrri þjálfara og ég hef alltaf metið Óla mikils. Aðrir þjálfarar sem ég hef haft eru líka í þannig störfum að það kannski hentaði ekki. Það hefði ekki verið viðeigandi að heyra í Loga Ólafs [þjálfara FH] um þetta,“ sagði Davíð léttur. En það hefði líklega þurft talsvert til fyrir Ólaf að telja Davíð hughvarft. Davíð segir að sér lítist alla vega mjög vel á allt græna hluta Kópavogsins: „Ég var í raun ákveðinn í að fara í Breiðablik eftir að ég hitti þjálfarann. Mér leist vel á það sem er í gangi hjá félaginu og það hlutverk sem mér er ætlað. Ég held að ég passi vel þarna inn í hópinn,“ sagði Davíð. Verið tilbúinn að prófa eitthvað nýtt síðustu ár En hvað kom til að hann yfirgaf Víkinga? „Ég átti ár eftir af samningi við Víking en svo kom þessi áhugi upp á mér. Ég hafði hugsað með mér að ég myndi færa mig um set næsta haust þegar samningurinn væri búinn en þegar þessi áhugi kom upp þá fann ég að ég vildi breyta til. Ég hef verið tilbúinn að prófa eitthvað nýtt í 2-3 ár en aldrei látið verða af því fyrr en nú. En ég er mjög sáttur við það og þessa ákvörðun. Það hefur alls ekkert vantað upp á metnaðinn í Víkinni. Ég er klárlega að fara í Breiðablik til þess að berjast um titla en svo snýst þetta líka um það að ég var búinn að vera lengi í Víkingi. Ég kom tíu ára gamall í Víking og fannst þetta góður tími til að prófa eitthvað nýtt,“ segir Davíð sem ber sínum gömlu vinnuveitendum vel söguna: „Ég er mjög ánægður með hvernig Víkingarnir tækluðu þetta. Það skiptir mig miklu máli að skilja við félagið á góðum nótum, og sá skilningur sem ég hef mætt og hvernig þetta mál hefur verið unnið er til fyrirmyndar.“ Stend mig í grænu og þá er aldrei að vita hvað gerist Davíð er sem fyrr segir orðinn 26 ára en með hæfileika til að spila sem atvinnumaður og draumurinn um það lifir: „Það er alveg eitthvað sem að ég horfi enn til en ég geri mér alveg grein fyrir því að ég er ekkert að yngjast. Ég held enn í von og ef það kemur eitthvað skemmtilegt upp þá er ég alltaf tilbúinn að skoða það, en til þess að það gerist þarf maður að standa sig. Ég ætla að standa mig í grænu treyjunni og þá er aldrei að vita hvað gerist.“ Breiðablik hefur fest kaup a bakverðinum o fluga Davi ð Erni Atlasyni fra Vi kingi Reykjavi k. Davi ð O rn er 26...Posted by Knattspyrnudeild Breiðabliks on Thursday, January 21, 2021
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Fótbolti McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf Fleiri fréttir „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti