Alfreð steig stríðsdans eftir besta leik landsliðsins frá upphafi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. janúar 2021 11:00 Hluti af umfjöllun Fréttablaðsins um frægan leik Íslands og Frakklands á HM 2007. Á myndinni stígur Alfreð Gíslason stríðsdans. Úr Fréttablaðinu 23. janúar 2007 Strákarnir í íslenska handboltalandsliðinu mæta Frökkum í öðrum leik sínum í milliriðli III á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi í dag. Leikurinn hefst klukkan 17:00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Ísland tapaði fyrir Sviss, 20-18, í fyrradag á meðan Frakkland sigraði Alsír, 29-26. Íslendingar eru í 4. sæti milliriðilsins með tvö stig en Frakkar eru með sex stig á toppi hans. Ísland og Frakkland hafa sextán sinnum mæst á stórmótum í gegnum tíðina. Tölfræðin er Frökkum í hag. Þeir hafa unnið níu leiki, Íslendingar fjóra og þrisvar sinnum hefur orðið jafntefli. Hér fyrir neðan má lesa um fjóra eftirminnilega leiki Íslands og Frakklands á stórmótum. Ísland 20-24 Frakkland, ÓL 1992 Íslendingar komust óvænt inn á Ólympíuleikana í Barcelona 1992 eftir að Júgóslövum var meinuð þátttaka. Ísland fór ekki alveg jafn langt og Danmörk á EM 1992 í fótbolta, þar sem Danir urðu Evrópumeistarar eftir að hafa komið inn á mótið fyrir Júgóslava, en átti samt frábært mót. Ísland endaði í 2. sæti A-riðils og komst þar með í undanúrslit þar sem andstæðingurinn var Samveldið. Eftir að hafa verið í góðri stöðu misstu Íslendingar móðinn á lokakaflanum og töpuðu, 19-23. Í leiknum um bronsið laut Ísland svo í lægra haldi fyrir Jackson Richardson og félögum í franska landsliðinu, 20-24. Fjórða sætið varð því niðurstaðan sem er næstbesti árangur Íslands á Ólympíuleikum. Mörk Íslands: Valdimar Grímsson 5/3, Gunnar Gunnarsson 4, Héðinn Gilsson 3, Júlíus Jónasson 3, Konráð Olavsson 3/1, Jakob Sigurðsson 1, Birgir Sigurðsson 1. Ísland 32-24 Frakkland, HM 2007 Eftir óvænt tap fyrir Úkraínu í öðrum leik sínum á HM 2007 þurfti Ísland að vinna Frakkland í lokaleik sínum í riðlakeppninni til að komast áfram í milliriðil. Og það gekk eftir. Íslenska liðið vann stórsigur, 32-24, í líklega besta leik þess í sögunni. Hvergi var veikan blett að finna og hver einasti leikmaður sem kom inn á spilaði eins og kóngur. Ísland var tíu mörkum yfir í hálfleik, 18-8, og gaf ekkert eftir í seinni hálfleik, nema þegar upp komst að liðið mátti ekki vinna of stóran sigur því hefði það ekki tekið stig með sér í milliriðil. Á endanum skildu átta mörk liðin að, 32-24. Alfreð Gíslason, þjálfari Íslands, steig frægan stríðsdans þegar lokaflautið gall á sínum gamla heimavelli í Magdeburg og íslensku leikmennirnir fögnuðu vel og innilega með fjölmörgum íslenskum stuðningsmönnum í keppnishöllinni. Mörk Íslands: Ólafur Stefánsson 6/4, Logi Geirsson 5, Guðjón Valur Sigurðsson 5, Snorri Steinn Guðjónsson 4, Alexander Petersson 3, Markús Máni Michaelsson 3, Sigfús Sigurðsson 2, Ásgeir Örn Hallgrímsson 2, Vignir Svavarsson 1, Ragnar Óskarsson 1/1. Ísland 23-28 Frakkland, ÓL 2008 Eftir frækinn sigur á Spáni, 36-30, komst Ísland í úrslitaleik Ólympíuleikanna í fyrsta sinn þar sem Frakkar voru andstæðingurinn. Því miður áttu Íslendingar ekki mikla möguleika í þessum stærsta leik sínum frá upphafi. Eftir jafnar upphafsmínútur náðu Frakkar undirtökunum og í hálfleik var munurinn fimm mörk, 10-15. Frakkar sigldu sigrinum svo örugglega heim í seinni hálfleik, unnu 23-28 sigur og urðu Ólympíumeistarar í fyrsta sinn. Íslendingar fengu hins vegar silfurmedalíu sem er enn einu verðlaun sem íslenskt lið hefur unnið á Ólympíuleikum. Mörk Íslands: Ólafur Stefánsson 5, Arnór Atlason 4, Snorri Steinn Guðjónsson 4/3, Logi Geirsson 3, Guðjón Valur Sigurðsson 3, Alexander Petersson 2, Sigfús Sigurðsson 1, Róbert Gunnarsson 1. Ísland 30-29 Frakkland, ÓL 2012 Íslendingar unnu alla leiki sína í riðlakeppninni á Ólympíuleikunum í London 2012, þar á meðal gegn Frökkum í miklum spennuleik, 30-29. Franska liðið var ógnarsterkt á þessum tíma og var handhafi allra stærstu titlanna, var heims-, Evrópu- og Ólympíumeistari. Íslenska liðið hefur sömuleiðis sjaldan verið jafn sterkt og það var á þessum tíma. Íslendingar voru lengst af með frumkvæðið en aðeins einu marki munaði á liðunum í hálfleik, 16-15. Spennan hélt áfram í seinni hálfleik og úrslitin réðust ekki fyrr en undir blálokin. Alexander Petersson kom Íslendingum í 30-28 með sjötta marki sínu en Frakkar minnkuðu muninn og fengu tækifæri til að jafna leikinn í lokasókn sinni. Björgvin Páll Gústavsson sá hins vegar við Daniel Narcisse og Ísland fagnaði sigri, 30-29. Mörk Íslands: Alexander Petersson 6, Aron Pálmarsson 5, Guðjón Valur Sigurðsson 5, Ólafur Stefánsson 4/1, Róbert Gunnarsson 4, Arnór Atlason 3, Kári Kristján Kristjánsson 1, Ingimundur Ingimundarson 1, Snorri Steinn Guðjónsson 1. HM 2021 í handbolta Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Sjá meira
Ísland tapaði fyrir Sviss, 20-18, í fyrradag á meðan Frakkland sigraði Alsír, 29-26. Íslendingar eru í 4. sæti milliriðilsins með tvö stig en Frakkar eru með sex stig á toppi hans. Ísland og Frakkland hafa sextán sinnum mæst á stórmótum í gegnum tíðina. Tölfræðin er Frökkum í hag. Þeir hafa unnið níu leiki, Íslendingar fjóra og þrisvar sinnum hefur orðið jafntefli. Hér fyrir neðan má lesa um fjóra eftirminnilega leiki Íslands og Frakklands á stórmótum. Ísland 20-24 Frakkland, ÓL 1992 Íslendingar komust óvænt inn á Ólympíuleikana í Barcelona 1992 eftir að Júgóslövum var meinuð þátttaka. Ísland fór ekki alveg jafn langt og Danmörk á EM 1992 í fótbolta, þar sem Danir urðu Evrópumeistarar eftir að hafa komið inn á mótið fyrir Júgóslava, en átti samt frábært mót. Ísland endaði í 2. sæti A-riðils og komst þar með í undanúrslit þar sem andstæðingurinn var Samveldið. Eftir að hafa verið í góðri stöðu misstu Íslendingar móðinn á lokakaflanum og töpuðu, 19-23. Í leiknum um bronsið laut Ísland svo í lægra haldi fyrir Jackson Richardson og félögum í franska landsliðinu, 20-24. Fjórða sætið varð því niðurstaðan sem er næstbesti árangur Íslands á Ólympíuleikum. Mörk Íslands: Valdimar Grímsson 5/3, Gunnar Gunnarsson 4, Héðinn Gilsson 3, Júlíus Jónasson 3, Konráð Olavsson 3/1, Jakob Sigurðsson 1, Birgir Sigurðsson 1. Ísland 32-24 Frakkland, HM 2007 Eftir óvænt tap fyrir Úkraínu í öðrum leik sínum á HM 2007 þurfti Ísland að vinna Frakkland í lokaleik sínum í riðlakeppninni til að komast áfram í milliriðil. Og það gekk eftir. Íslenska liðið vann stórsigur, 32-24, í líklega besta leik þess í sögunni. Hvergi var veikan blett að finna og hver einasti leikmaður sem kom inn á spilaði eins og kóngur. Ísland var tíu mörkum yfir í hálfleik, 18-8, og gaf ekkert eftir í seinni hálfleik, nema þegar upp komst að liðið mátti ekki vinna of stóran sigur því hefði það ekki tekið stig með sér í milliriðil. Á endanum skildu átta mörk liðin að, 32-24. Alfreð Gíslason, þjálfari Íslands, steig frægan stríðsdans þegar lokaflautið gall á sínum gamla heimavelli í Magdeburg og íslensku leikmennirnir fögnuðu vel og innilega með fjölmörgum íslenskum stuðningsmönnum í keppnishöllinni. Mörk Íslands: Ólafur Stefánsson 6/4, Logi Geirsson 5, Guðjón Valur Sigurðsson 5, Snorri Steinn Guðjónsson 4, Alexander Petersson 3, Markús Máni Michaelsson 3, Sigfús Sigurðsson 2, Ásgeir Örn Hallgrímsson 2, Vignir Svavarsson 1, Ragnar Óskarsson 1/1. Ísland 23-28 Frakkland, ÓL 2008 Eftir frækinn sigur á Spáni, 36-30, komst Ísland í úrslitaleik Ólympíuleikanna í fyrsta sinn þar sem Frakkar voru andstæðingurinn. Því miður áttu Íslendingar ekki mikla möguleika í þessum stærsta leik sínum frá upphafi. Eftir jafnar upphafsmínútur náðu Frakkar undirtökunum og í hálfleik var munurinn fimm mörk, 10-15. Frakkar sigldu sigrinum svo örugglega heim í seinni hálfleik, unnu 23-28 sigur og urðu Ólympíumeistarar í fyrsta sinn. Íslendingar fengu hins vegar silfurmedalíu sem er enn einu verðlaun sem íslenskt lið hefur unnið á Ólympíuleikum. Mörk Íslands: Ólafur Stefánsson 5, Arnór Atlason 4, Snorri Steinn Guðjónsson 4/3, Logi Geirsson 3, Guðjón Valur Sigurðsson 3, Alexander Petersson 2, Sigfús Sigurðsson 1, Róbert Gunnarsson 1. Ísland 30-29 Frakkland, ÓL 2012 Íslendingar unnu alla leiki sína í riðlakeppninni á Ólympíuleikunum í London 2012, þar á meðal gegn Frökkum í miklum spennuleik, 30-29. Franska liðið var ógnarsterkt á þessum tíma og var handhafi allra stærstu titlanna, var heims-, Evrópu- og Ólympíumeistari. Íslenska liðið hefur sömuleiðis sjaldan verið jafn sterkt og það var á þessum tíma. Íslendingar voru lengst af með frumkvæðið en aðeins einu marki munaði á liðunum í hálfleik, 16-15. Spennan hélt áfram í seinni hálfleik og úrslitin réðust ekki fyrr en undir blálokin. Alexander Petersson kom Íslendingum í 30-28 með sjötta marki sínu en Frakkar minnkuðu muninn og fengu tækifæri til að jafna leikinn í lokasókn sinni. Björgvin Páll Gústavsson sá hins vegar við Daniel Narcisse og Ísland fagnaði sigri, 30-29. Mörk Íslands: Alexander Petersson 6, Aron Pálmarsson 5, Guðjón Valur Sigurðsson 5, Ólafur Stefánsson 4/1, Róbert Gunnarsson 4, Arnór Atlason 3, Kári Kristján Kristjánsson 1, Ingimundur Ingimundarson 1, Snorri Steinn Guðjónsson 1.
HM 2021 í handbolta Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Sjá meira