Að minnsta kosti 54 af 63 þingmönnum hyggjast þiggja bólusetningu gegn Covid-19 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. janúar 2021 08:27 Yfirgnæfandi meirihluti þingmanna hyggst þiggja bólusetningu gegn Covid-19, samkvæmt svörum við fyrirspurn Vísis. 54 segja annað hvort já eða hefðu sagt já ef þeir hefðu ekki þegar fengið sjúkdóminn. Athygli vekur að enginn þingmaður svaraði neitandi en einn gaf það svar að um persónulega ákvörðun væri að ræða og tveir að þeir myndu taka afstöðu þegar að þeim kæmi í röðinni. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, neitaði að svara spurningu blaðamanns. Í viðtali við Viljann í nóvember síðastliðnum sagðist hann ekki ætla að þiggja bóluefni en í Bítínu á Bylgjunni í síðustu viku sagðist hann ekki hafa gert upp hug sinn. Ekkert svar fékkst frá Kristjáni Þór Júlíussyni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra né Sigurði Inga Jóhannssyni samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, þrátt fyrir að fyrirspurnin væri ítrekuð í samtölum við aðstoðarmenn þeirra. Þá náðist ekki í Bergþór Ólason og Sigmund Davíð Gunnlaugsson, þingmenn Miðflokksins, né Ara Trausta Guðmundsson, þingmann Vinstri grænna, og Sigríði Á. Andersen, þingmann Sjálfstæðisflokksins. Já!.. þegar að mér kemur „Auðvitað myndi ég þiggja slíkt ef það stæði mér til boða,“ svaraði Smári McCarthy, þingmaður Pírata. „Hins vegar er, að mér skilst, ekki gert ráð fyrir að ég þurfi bólusetningu þar sem ég hef þegar fengið Covid-19. Ég treysti heilbrigðisyfirvöldum til að meta það rétt.“ Í sama streng tók flokksbróðir hans Helgi Hrafn Gunnarsson. „KEMUR EKKI TIL GREINA! En engar áhyggjur, ég er með mótefni!“ svaraði þingmaðurinn og bætti við að ef hann væri ekki með mótefni myndi hann að sjálfsögðu þiggja bólusetningu. Langflestir þingmanna svöruðu með einföldu já-i eða „Að sjálfsögðu!“ en nokkrir ítrekuðu að þeir myndu þiggja bólusetninguna „þegar að þeim kæmi“. Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins, tók ekki illa í fyrirspurnina en sagðist ekki vilja svara á þeim forsendum að um persónulega spurningu væri að ræða. Samflokksmaður hans Þorsteinn Sæmundsson sagðist myndu taka ákvörðun þegar að því kæmi. Jón Þór Ólafsson pírati tók í sama streng og sagðist ekki hafa gert upp hug sinn; það myndi velta á því hvaða bóluefni yrði í boði og hver staðan yrði á faraldrinum. „Eins og er líst mér best á Pfizer,“ sagði Jón Þór en bætti við að hann væri til dæmis lítt spenntur fyrir því að láta sprauta sig með bóluefninu rússneska. Þess ber að geta að meðal svarenda voru tveir varaþingmenn; Sara Elísa Þórðardóttir, sem vermir sæti Halldóru Mogensen, og Þórarinn Ingi Pétursson, sem hefur tekið sæti Þórunnar Egilsdóttur. Óvíst hvort fólk mun geta valið milli bóluefna Samkvæmt skoðanakönnunum Gallup hefur stuðningur Íslendinga við bólusetningar gegn Covid-19 aukist síðustu mánuði. Í haust sögðust til dæmis 90 prósent að þeir myndu líklega þiggja bólusetningu en 92 prósent í desember. Þá sögðu 65 prósent að þeir myndu örugglega þiggja bólusetningu, 29 prósent mjög líklega og 12 prósent sögðu að það væri frekar líklegt. Rétt yfir 5 prósent sögðu ólíklegt að þeir myndu láta bólusetja sig og 3 prósent að það væri hvorki líklegt né ólíklegt. Ólíklegt þykir að bólusetning þeirra sem tilheyra ekki einum af svokölluðum forgangshópum hefjist fyrir en í vor eða sumar. Ef nóg verður til af bóluefni ætti hins vegar að taka skamman tíma að bólusetja þjóðina. Það liggur hins vegar ekki fyrir hvort fólki mun bjóðast að velja milli bóluefna, jafnvel þótt virkni þeirra sé ólík og misgóð. Tvö bóluefni hafa verið notuð á Íslandi hingað til; bóluefnið frá Pfizer/BioNTech og bóluefnið frá Moderna. Bæði eru svokölluð mRNA bóluefni. Samningar hafa einnig verið undirritaðir við Astra Zeneca og Janssen og þá stendur til að ganga einnig til samninga við Sanofi. Hér má finna upplýsingar um bólusetningar og bóluefnin á Covid.is. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Alþingi Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Ofsaveður í kortunum norðvestan til og viðvaranir í gildi Veður Fleiri fréttir Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sjá meira
Athygli vekur að enginn þingmaður svaraði neitandi en einn gaf það svar að um persónulega ákvörðun væri að ræða og tveir að þeir myndu taka afstöðu þegar að þeim kæmi í röðinni. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, neitaði að svara spurningu blaðamanns. Í viðtali við Viljann í nóvember síðastliðnum sagðist hann ekki ætla að þiggja bóluefni en í Bítínu á Bylgjunni í síðustu viku sagðist hann ekki hafa gert upp hug sinn. Ekkert svar fékkst frá Kristjáni Þór Júlíussyni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra né Sigurði Inga Jóhannssyni samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, þrátt fyrir að fyrirspurnin væri ítrekuð í samtölum við aðstoðarmenn þeirra. Þá náðist ekki í Bergþór Ólason og Sigmund Davíð Gunnlaugsson, þingmenn Miðflokksins, né Ara Trausta Guðmundsson, þingmann Vinstri grænna, og Sigríði Á. Andersen, þingmann Sjálfstæðisflokksins. Já!.. þegar að mér kemur „Auðvitað myndi ég þiggja slíkt ef það stæði mér til boða,“ svaraði Smári McCarthy, þingmaður Pírata. „Hins vegar er, að mér skilst, ekki gert ráð fyrir að ég þurfi bólusetningu þar sem ég hef þegar fengið Covid-19. Ég treysti heilbrigðisyfirvöldum til að meta það rétt.“ Í sama streng tók flokksbróðir hans Helgi Hrafn Gunnarsson. „KEMUR EKKI TIL GREINA! En engar áhyggjur, ég er með mótefni!“ svaraði þingmaðurinn og bætti við að ef hann væri ekki með mótefni myndi hann að sjálfsögðu þiggja bólusetningu. Langflestir þingmanna svöruðu með einföldu já-i eða „Að sjálfsögðu!“ en nokkrir ítrekuðu að þeir myndu þiggja bólusetninguna „þegar að þeim kæmi“. Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins, tók ekki illa í fyrirspurnina en sagðist ekki vilja svara á þeim forsendum að um persónulega spurningu væri að ræða. Samflokksmaður hans Þorsteinn Sæmundsson sagðist myndu taka ákvörðun þegar að því kæmi. Jón Þór Ólafsson pírati tók í sama streng og sagðist ekki hafa gert upp hug sinn; það myndi velta á því hvaða bóluefni yrði í boði og hver staðan yrði á faraldrinum. „Eins og er líst mér best á Pfizer,“ sagði Jón Þór en bætti við að hann væri til dæmis lítt spenntur fyrir því að láta sprauta sig með bóluefninu rússneska. Þess ber að geta að meðal svarenda voru tveir varaþingmenn; Sara Elísa Þórðardóttir, sem vermir sæti Halldóru Mogensen, og Þórarinn Ingi Pétursson, sem hefur tekið sæti Þórunnar Egilsdóttur. Óvíst hvort fólk mun geta valið milli bóluefna Samkvæmt skoðanakönnunum Gallup hefur stuðningur Íslendinga við bólusetningar gegn Covid-19 aukist síðustu mánuði. Í haust sögðust til dæmis 90 prósent að þeir myndu líklega þiggja bólusetningu en 92 prósent í desember. Þá sögðu 65 prósent að þeir myndu örugglega þiggja bólusetningu, 29 prósent mjög líklega og 12 prósent sögðu að það væri frekar líklegt. Rétt yfir 5 prósent sögðu ólíklegt að þeir myndu láta bólusetja sig og 3 prósent að það væri hvorki líklegt né ólíklegt. Ólíklegt þykir að bólusetning þeirra sem tilheyra ekki einum af svokölluðum forgangshópum hefjist fyrir en í vor eða sumar. Ef nóg verður til af bóluefni ætti hins vegar að taka skamman tíma að bólusetja þjóðina. Það liggur hins vegar ekki fyrir hvort fólki mun bjóðast að velja milli bóluefna, jafnvel þótt virkni þeirra sé ólík og misgóð. Tvö bóluefni hafa verið notuð á Íslandi hingað til; bóluefnið frá Pfizer/BioNTech og bóluefnið frá Moderna. Bæði eru svokölluð mRNA bóluefni. Samningar hafa einnig verið undirritaðir við Astra Zeneca og Janssen og þá stendur til að ganga einnig til samninga við Sanofi. Hér má finna upplýsingar um bólusetningar og bóluefnin á Covid.is.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Alþingi Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Ofsaveður í kortunum norðvestan til og viðvaranir í gildi Veður Fleiri fréttir Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sjá meira