Meiðslalisti toppliðsins lengdist en hvalreki á fjörur meistaranna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. janúar 2021 10:11 Þrátt fyrir mikil meiðsli er Afturelding á toppi Olís-deildar karla. vísir/hulda margrét Keppni hefst að nýju í Olís-deild karla á sunnudaginn, 114 dögum eftir að síðustu leikirnir í deildinni fóru fram. Fjórum umferðum var lokið þegar keppni var hætt fyrir rúmum þremur mánuðum vegna kórónuveirufaraldursins. Afturelding er á toppi Olís-deildarinnar og er eina ósigraða lið deildarinnar. ÍR er á botninum og er eina liðið sem hefur ekki enn náð í stig. Fimmta umferðin hefst með þremur leikjum á sunnudaginn. ÍBV tekur á móti Fram, Þór sækir Val heim og FH og Grótta eigast við í Kaplakrika. Staðan í Olís-deild karla eftir fjórar umferðir. Ekki hafa orðið miklar breytingar á liðunum í Olís-deildinni og þau tefla flest fram svipuðum leikmannahópum og þegar tímabilið hófst. Stærstu félagaskiptin síðan keppni var hætt voru án vafa þegar Ragnar Jóhannsson gekk í raðir Selfoss frá Bergischer í Þýskalandi. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við Selfyssinga. Ragnar, sem er þrítugur, hefur ekki leikið með Selfossi frá tímabilinu 2010-11 þegar hann var markahæsti leikmaður efstu deildar. Hann gekk í kjölfarið í raðir FH og lék með liðinu til 2015 þegar hann fór til Þýskalands. Ljóst er að Ragnar er hvalreki fyrir Selfyssinga sem eiga enn Íslandsmeistaratitilinn sem þeir unnu 2019 að verja. Fram fékk einnig liðsstyrk í hléinu þegar hornamennirnir Ólafur Jóhann Magnússon og Kristófer Dagur Sigurðsson gengu í raðir liðsins. Ólafur Jóhann þekkir vel til hjá Fram en hann varð Íslandsmeistari með liðinu 2013. Kristófer Dagur kemur frá Þýskalandi. Hann þótti afar efnilegur en meiðsli hafa gert honum erfitt fyrir á undanförnum árum. Fram veitti ekki af styrkingu því liðið er aðeins með þrjú stig og hafði bara unnið botnlið ÍR í síðustu umferðinni áður en keppni var hætt. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, verður án Hafþórs Vignissonar næstu vikurnar.vísir/hulda margrét Stjarnan varð fyrir áfalli þegar Hafþór Vignisson handarbrotnaði í æfingaleik gegn KA. Skyttan öfluga verður því frá keppni í tvo til þrjá mánuði. Handbolti.is greindi frá. Stjörnumenn fóru rólega af stað á tímabilinu en unnu KA-menn í síðasta leik sínum fyrir hléið, 25-24. ÍR var spáð botnsætinu í Olís-deildinni og gerði lítið í fyrstu fjórum umferðunum til að afsanna þær hrakspár. ÍR-ingar töpuðu fyrstu fjórum leikjunum sínum með samtals 34 marka mun. ÍR fékk markvörðinn Ólaf Rafn Gíslason frá Stjörnunni í hléinu og hann á að hjálpa liðinu í botnbaráttunni. Nýliðar Þórs Ak. hafa kvatt rúmensku skyttuna Viorel Bosca. Hann lék aðeins einn leik með Þórsurum áður en hann meiddist á nára. Fyrir tímabilið samdi Þór við aðra örvhenta skyttu, Vuk Perovic frá Serbíu, en hann kom hins vegar aldrei til landsins þar sem lið mega aðeins hafa tvo leikmenn frá löndum utan evrópska efnahagssvæðisins í leikmannahópi sínum og Þórsarar voru þegar búnir að fylla þann kvóta. Sveinn Andri Sveinsson er úr leik.vísir/hulda margrét Eins og áður sagði er Afturelding á toppi Olís-deildarinnar og hefur ekki enn tapað leik. Mikil meiðsli voru í leikmannahópi Mosfellinga í haust og meiðslalistinn lengdist í hléinu. Sveinn Andri Sveinsson verður ekki meira með á tímabilinu og Bergvin Þór Gíslason er einnig meiddur. Þeir komu báðir til Aftureldingar frá ÍR fyrir tímabilið. Það er þó bót í máli fyrir Mosfellinga að Blær Hinriksson er klár í slaginn eftir meiðsli. FH, sem er í 6. sæti Olís-deildarinnar, missti spón úr aski sínum þegar Bjarni Ófeigur Valdimarsson samdi við Skövde í Svíþjóð. Mislangt er þar til liðin í Olís-deildinni leika sína fyrstu leiki eftir hléið langa. Haukar leika til að mynda ekki fyrr en 30. janúar og Selfoss ekki fyrr en 3. febrúar. Þjálfari Selfoss, Halldór Sigfússon, stýrir Barein á HM í Egyptalandi. Tveir leikir í Olís-deildinni verða sýndir beint á Stöð 2 Sport á sunnudaginn; leikur ÍBV og Fram klukkan 13:30 og leikur FH og Gróttu klukkan 15:00. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Afturelding Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Sjá meira
Fjórum umferðum var lokið þegar keppni var hætt fyrir rúmum þremur mánuðum vegna kórónuveirufaraldursins. Afturelding er á toppi Olís-deildarinnar og er eina ósigraða lið deildarinnar. ÍR er á botninum og er eina liðið sem hefur ekki enn náð í stig. Fimmta umferðin hefst með þremur leikjum á sunnudaginn. ÍBV tekur á móti Fram, Þór sækir Val heim og FH og Grótta eigast við í Kaplakrika. Staðan í Olís-deild karla eftir fjórar umferðir. Ekki hafa orðið miklar breytingar á liðunum í Olís-deildinni og þau tefla flest fram svipuðum leikmannahópum og þegar tímabilið hófst. Stærstu félagaskiptin síðan keppni var hætt voru án vafa þegar Ragnar Jóhannsson gekk í raðir Selfoss frá Bergischer í Þýskalandi. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við Selfyssinga. Ragnar, sem er þrítugur, hefur ekki leikið með Selfossi frá tímabilinu 2010-11 þegar hann var markahæsti leikmaður efstu deildar. Hann gekk í kjölfarið í raðir FH og lék með liðinu til 2015 þegar hann fór til Þýskalands. Ljóst er að Ragnar er hvalreki fyrir Selfyssinga sem eiga enn Íslandsmeistaratitilinn sem þeir unnu 2019 að verja. Fram fékk einnig liðsstyrk í hléinu þegar hornamennirnir Ólafur Jóhann Magnússon og Kristófer Dagur Sigurðsson gengu í raðir liðsins. Ólafur Jóhann þekkir vel til hjá Fram en hann varð Íslandsmeistari með liðinu 2013. Kristófer Dagur kemur frá Þýskalandi. Hann þótti afar efnilegur en meiðsli hafa gert honum erfitt fyrir á undanförnum árum. Fram veitti ekki af styrkingu því liðið er aðeins með þrjú stig og hafði bara unnið botnlið ÍR í síðustu umferðinni áður en keppni var hætt. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, verður án Hafþórs Vignissonar næstu vikurnar.vísir/hulda margrét Stjarnan varð fyrir áfalli þegar Hafþór Vignisson handarbrotnaði í æfingaleik gegn KA. Skyttan öfluga verður því frá keppni í tvo til þrjá mánuði. Handbolti.is greindi frá. Stjörnumenn fóru rólega af stað á tímabilinu en unnu KA-menn í síðasta leik sínum fyrir hléið, 25-24. ÍR var spáð botnsætinu í Olís-deildinni og gerði lítið í fyrstu fjórum umferðunum til að afsanna þær hrakspár. ÍR-ingar töpuðu fyrstu fjórum leikjunum sínum með samtals 34 marka mun. ÍR fékk markvörðinn Ólaf Rafn Gíslason frá Stjörnunni í hléinu og hann á að hjálpa liðinu í botnbaráttunni. Nýliðar Þórs Ak. hafa kvatt rúmensku skyttuna Viorel Bosca. Hann lék aðeins einn leik með Þórsurum áður en hann meiddist á nára. Fyrir tímabilið samdi Þór við aðra örvhenta skyttu, Vuk Perovic frá Serbíu, en hann kom hins vegar aldrei til landsins þar sem lið mega aðeins hafa tvo leikmenn frá löndum utan evrópska efnahagssvæðisins í leikmannahópi sínum og Þórsarar voru þegar búnir að fylla þann kvóta. Sveinn Andri Sveinsson er úr leik.vísir/hulda margrét Eins og áður sagði er Afturelding á toppi Olís-deildarinnar og hefur ekki enn tapað leik. Mikil meiðsli voru í leikmannahópi Mosfellinga í haust og meiðslalistinn lengdist í hléinu. Sveinn Andri Sveinsson verður ekki meira með á tímabilinu og Bergvin Þór Gíslason er einnig meiddur. Þeir komu báðir til Aftureldingar frá ÍR fyrir tímabilið. Það er þó bót í máli fyrir Mosfellinga að Blær Hinriksson er klár í slaginn eftir meiðsli. FH, sem er í 6. sæti Olís-deildarinnar, missti spón úr aski sínum þegar Bjarni Ófeigur Valdimarsson samdi við Skövde í Svíþjóð. Mislangt er þar til liðin í Olís-deildinni leika sína fyrstu leiki eftir hléið langa. Haukar leika til að mynda ekki fyrr en 30. janúar og Selfoss ekki fyrr en 3. febrúar. Þjálfari Selfoss, Halldór Sigfússon, stýrir Barein á HM í Egyptalandi. Tveir leikir í Olís-deildinni verða sýndir beint á Stöð 2 Sport á sunnudaginn; leikur ÍBV og Fram klukkan 13:30 og leikur FH og Gróttu klukkan 15:00. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Afturelding Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Sjá meira