Hannes Þór í viðtali við Variety: „Skemmtilegra en að verja víti frá Messi á HM“ Stefán Árni Pálsson skrifar 21. janúar 2021 10:30 Tökur á kvikmyndinni hófust á síðasta ári og er þeim nú lokið. @pegsus Kvikmyndamiðillinn þekkti Variety fjallar um kvikmyndina Leynilögga sem verður frumsýnd á þessu ári í kvikmyndahúsum hér á landi. Forsaga kvikmyndarinnar er sú að árið 2011 tóku þeir Auðunn Blöndal og Sverrir Þór Sverrisson þátt í Trailer-keppni í sjónvarpsþáttunum Auddi og Sveppi og gáfu í kjölfarið út stiklu úr kvikmynd sem þeir kölluðu Leynilöggan. Stiklan hjá Auðunni vakti mikla athygli og tíu árum seinna mun kvikmynd í fullri lengd koma út. Auðunn Blöndal, Egill Einarsson, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Björn Hlynur Haraldsson fara með hlutverk í kvikmyndinni og fjölmargir fleiri. Landsliðsmaðurinn Hannes Þór Halldórsson leikstýrir Leynilöggunni en hann gerði slíkt hið sama á sínum tíma þegar stiklan kom út fyrir um tíu árum. Variety lýsir Hannesi sem manninum sem varði vítaspyrnu frá Lionel Messi á HM í Rússlandi árið 2018. Í grein Variety kemur fram að Leynilöggan verði til sýnis á kvikmyndahátíðinni Göteborg Nordic Film Market í Svíþjóð. „Áhugi minn og metnaður hefur alltaf verið að færa mig í áttina að kvikmyndagerð,“ segir Hannes Þór í samtali við Variety. „Ég er enn knattspyrnumaður en þegar tækifærið kom að gera Leynilögguna varð ég að finna tíma og stökkva í djúpu laugina og ráðast í verkefnið.“ Hannes segir að það hafi staðið til að gera þessa kvikmynd í mörg ár. „Ég er mjög spenntur að ljúka við þetta verkefni og ég held að frumsýningarkvöldið verði skemmtilegra en að verja víti frá Messi á HM,“ segir Hannes en Pegasus framleiðir kvikmyndina Leynilögga. Bíó og sjónvarp Mest lesið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Fleiri fréttir Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Sjá meira
Forsaga kvikmyndarinnar er sú að árið 2011 tóku þeir Auðunn Blöndal og Sverrir Þór Sverrisson þátt í Trailer-keppni í sjónvarpsþáttunum Auddi og Sveppi og gáfu í kjölfarið út stiklu úr kvikmynd sem þeir kölluðu Leynilöggan. Stiklan hjá Auðunni vakti mikla athygli og tíu árum seinna mun kvikmynd í fullri lengd koma út. Auðunn Blöndal, Egill Einarsson, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Björn Hlynur Haraldsson fara með hlutverk í kvikmyndinni og fjölmargir fleiri. Landsliðsmaðurinn Hannes Þór Halldórsson leikstýrir Leynilöggunni en hann gerði slíkt hið sama á sínum tíma þegar stiklan kom út fyrir um tíu árum. Variety lýsir Hannesi sem manninum sem varði vítaspyrnu frá Lionel Messi á HM í Rússlandi árið 2018. Í grein Variety kemur fram að Leynilöggan verði til sýnis á kvikmyndahátíðinni Göteborg Nordic Film Market í Svíþjóð. „Áhugi minn og metnaður hefur alltaf verið að færa mig í áttina að kvikmyndagerð,“ segir Hannes Þór í samtali við Variety. „Ég er enn knattspyrnumaður en þegar tækifærið kom að gera Leynilögguna varð ég að finna tíma og stökkva í djúpu laugina og ráðast í verkefnið.“ Hannes segir að það hafi staðið til að gera þessa kvikmynd í mörg ár. „Ég er mjög spenntur að ljúka við þetta verkefni og ég held að frumsýningarkvöldið verði skemmtilegra en að verja víti frá Messi á HM,“ segir Hannes en Pegasus framleiðir kvikmyndina Leynilögga.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Fleiri fréttir Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Sjá meira