Kópavogsbúa óheimilt að vakta lóð fjölbýlishúss og birta efnið á YouTube Atli Ísleifsson skrifar 20. janúar 2021 09:25 Maðurinn sagði að kannabisreykjandi „skríll“ á vegum konunnar fyrir framan fjöleignarhúsið sem hafi vakið hjá honum óöryggi. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Íbúa í fjölbýlishúsi í Kópavogi var óheimilt að setja upp myndavélar sem beindust meðal annars að stéttinni fyrir framan útihurð hússins, sameiginlegum garði og innkeyrslu. Þá var manninum sömuleiðis óheimilt að birta efni úr umræddum myndavélunum á YouTube án samþykkis nágranna. Þetta kemur fram í nýjum úrskurði Persónuverndar sem birtur var í gær. Þar segir að kona sem býr í húsinu hafi í október 2018 kvartað til Persónuverndar vegna rafrænnar vöktunar umrædds nágranna síns og birtingu upptekins efnis á vefmiðlum. Sagði hún í bréfinu að vélarnar hafi meðal annars beinst að bílastæði hennar í séreign og svefnherbergisglugga íbúðar hennar. Sá sem setti upp vélarnar segist hafa upphaflega sett upp vélarnar vegna meintrar ólöglegrar heimagistingar sem rekin var af fyrri eigendum íbúðar konunnar og þá hafi síðar verið kannabisreykjandi „skríll“ á vegum konunnar fyrir framan fjöleignarhúsið sem hafi vakið hjá honum óöryggi. Konan hafnar ásökunum um kannabisreykingar. Fjöldi myndavéla Í úrskurðinum kemur fram að myndavélarnar hafi verið staðsettar í gluggum íbúðar mannsins, bæði á húsinu framanverðu og aftanverðu. Segir konan sem kvartaði að vélunum meðal annars verið beint að tröppum að inngangi íbúðar sinnar. Einnig hafi myndavélum verið beint að stæði fyrir framan bílskúr, og að íbúð á efri hæð í bakhúsi, sem hvort tveggja sé séreign konunnar. Konan segir að myndavélarnar í gluggum mannsins hafi verið faldar með skrauti og að enginn nágrannanna hafi vitað um vöktunina, sem aldrei hafi verið borin upp á húsfundi. Maðurinn hafi síðar sett upp límmiða um vöktuna, en sömuleiðis án samráðs við aðra íbúa. Sagði hún að óásættanlegt væri að maðurinn fylgist með íbúum hússins í óþökk þeirra. „Ekki verði séð hvaða hag hann hafi, þrátt fyrir sjúkdóm sinn, af því að fylgjast með mannaferðum framan við húsið, þar sem inngangur að íbúð hans sé á húsinu aftanverðu.“ Maðurinn setti upp eftirlitsmyndavélar í gluggum sínum. Myndin er úr safni.Getty/seksan Mongkhonkhamsao Kannabisreykjandi „skríll“ Maðurinn, sem kvörtunin beindist að, segir að hann hafi komið upp vélunum í gluggum sínum árið 2015. Upphaflega hafi það komið til vegna meintrar ólöglegrar heimagistingar sem hann taldi rekna í húsinu af fyrri eigendum. Að nokkrum tíma liðnum hafi honum þótt fyrirkomulagið þægilegt til að sjá hverjir væru fyrir utan húsið. Maðurinn sagðist eiga erfitt með gang og væri því seinn til dyra. Einnig segir í tölvupósti hans til Persónuverndar að kvartandi, konan, væri með ólöglega útleigu á geymslu og bílskúr. „Þá segir að það sé „skríll“ á vegum hennar sem reyki kannabis fyrir framan húsið og það veki hjá honum óöryggi,“ að því er fram kemur í úrskurðinum. Taldi konuna vita af vöktuninni við kaup á íbúðinni Maðurinn sagðist hafa talið að konan hafi vel vitað af eftirlitsmyndavélunum þegar hún flutti í húsið sumarið 2017, enda hafi vélarnar þá þegar verið komnar upp. Sagði hann hið vaktaða svæði vera vel merkt og að ákvörðunin um vöktun hafi ekki verið tekin á formlegum húsfundi, enda hafi slíkur ekki verið haldinn síðan 2014. „Varðandi eftirlitsmyndavél í bifreið kveðst [maðurinn] hafa sett upp myndavél í mælaborði bifreiðar sinnar eftir að hafa lent í tjóni. Eftirlitsmyndavélin fari í gang þegar bíllinn sé ræstur. Honum sé því fyrirmunað að skilja hvernig myndavélin eigi að geta tekið myndir inn um svefnherbergisglugga kvartanda sem sé á annarri hæð hússins.“ Samrýmist ekki persónuverndarlögum Niðurstaða Persónuverndar er að þessi rafræn vöktun mannsins samrýmist ekki ákvæðum persónuverndarlaga og skuli hann láta af vöktuninni án tafar og sömuleiðis eyða því vöktunarefni sem safnast hafi til þessa. Þá skuli hann jafnframt eyða uppteknu efni sem hann hafi deilt á YouTube. Verði ekki farið að fyrirmælunum skuli maðurinn sæta dagsektum, sem geta numið allt að 200 þúsund krónum á hvern dag. Persónuvernd Kópavogur Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Sjá meira
Þetta kemur fram í nýjum úrskurði Persónuverndar sem birtur var í gær. Þar segir að kona sem býr í húsinu hafi í október 2018 kvartað til Persónuverndar vegna rafrænnar vöktunar umrædds nágranna síns og birtingu upptekins efnis á vefmiðlum. Sagði hún í bréfinu að vélarnar hafi meðal annars beinst að bílastæði hennar í séreign og svefnherbergisglugga íbúðar hennar. Sá sem setti upp vélarnar segist hafa upphaflega sett upp vélarnar vegna meintrar ólöglegrar heimagistingar sem rekin var af fyrri eigendum íbúðar konunnar og þá hafi síðar verið kannabisreykjandi „skríll“ á vegum konunnar fyrir framan fjöleignarhúsið sem hafi vakið hjá honum óöryggi. Konan hafnar ásökunum um kannabisreykingar. Fjöldi myndavéla Í úrskurðinum kemur fram að myndavélarnar hafi verið staðsettar í gluggum íbúðar mannsins, bæði á húsinu framanverðu og aftanverðu. Segir konan sem kvartaði að vélunum meðal annars verið beint að tröppum að inngangi íbúðar sinnar. Einnig hafi myndavélum verið beint að stæði fyrir framan bílskúr, og að íbúð á efri hæð í bakhúsi, sem hvort tveggja sé séreign konunnar. Konan segir að myndavélarnar í gluggum mannsins hafi verið faldar með skrauti og að enginn nágrannanna hafi vitað um vöktunina, sem aldrei hafi verið borin upp á húsfundi. Maðurinn hafi síðar sett upp límmiða um vöktuna, en sömuleiðis án samráðs við aðra íbúa. Sagði hún að óásættanlegt væri að maðurinn fylgist með íbúum hússins í óþökk þeirra. „Ekki verði séð hvaða hag hann hafi, þrátt fyrir sjúkdóm sinn, af því að fylgjast með mannaferðum framan við húsið, þar sem inngangur að íbúð hans sé á húsinu aftanverðu.“ Maðurinn setti upp eftirlitsmyndavélar í gluggum sínum. Myndin er úr safni.Getty/seksan Mongkhonkhamsao Kannabisreykjandi „skríll“ Maðurinn, sem kvörtunin beindist að, segir að hann hafi komið upp vélunum í gluggum sínum árið 2015. Upphaflega hafi það komið til vegna meintrar ólöglegrar heimagistingar sem hann taldi rekna í húsinu af fyrri eigendum. Að nokkrum tíma liðnum hafi honum þótt fyrirkomulagið þægilegt til að sjá hverjir væru fyrir utan húsið. Maðurinn sagðist eiga erfitt með gang og væri því seinn til dyra. Einnig segir í tölvupósti hans til Persónuverndar að kvartandi, konan, væri með ólöglega útleigu á geymslu og bílskúr. „Þá segir að það sé „skríll“ á vegum hennar sem reyki kannabis fyrir framan húsið og það veki hjá honum óöryggi,“ að því er fram kemur í úrskurðinum. Taldi konuna vita af vöktuninni við kaup á íbúðinni Maðurinn sagðist hafa talið að konan hafi vel vitað af eftirlitsmyndavélunum þegar hún flutti í húsið sumarið 2017, enda hafi vélarnar þá þegar verið komnar upp. Sagði hann hið vaktaða svæði vera vel merkt og að ákvörðunin um vöktun hafi ekki verið tekin á formlegum húsfundi, enda hafi slíkur ekki verið haldinn síðan 2014. „Varðandi eftirlitsmyndavél í bifreið kveðst [maðurinn] hafa sett upp myndavél í mælaborði bifreiðar sinnar eftir að hafa lent í tjóni. Eftirlitsmyndavélin fari í gang þegar bíllinn sé ræstur. Honum sé því fyrirmunað að skilja hvernig myndavélin eigi að geta tekið myndir inn um svefnherbergisglugga kvartanda sem sé á annarri hæð hússins.“ Samrýmist ekki persónuverndarlögum Niðurstaða Persónuverndar er að þessi rafræn vöktun mannsins samrýmist ekki ákvæðum persónuverndarlaga og skuli hann láta af vöktuninni án tafar og sömuleiðis eyða því vöktunarefni sem safnast hafi til þessa. Þá skuli hann jafnframt eyða uppteknu efni sem hann hafi deilt á YouTube. Verði ekki farið að fyrirmælunum skuli maðurinn sæta dagsektum, sem geta numið allt að 200 þúsund krónum á hvern dag.
Persónuvernd Kópavogur Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Sjá meira