Kolbeinn vill leiða lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi Atli Ísleifsson skrifar 20. janúar 2021 07:47 Kolbeinn Óttarsson Proppé hefur setið á þingi frá árinu 2016. Vísir/Vilhelm Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, hefur tilkynnt að hann gefi kost á sér til að leiða lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi í forvali flokksins sem sé framundan. Kolbeinn hefur setið á þingi frá árinu 2016 fyrir Reykjavíkurkjördæmi suður. Ari Trausti Guðmundsson leiddi lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi í síðustu þingkosningum, en hann hefur þegar tilkynnt að hann gefi ekki kost á sér til endurkjörs. Athygli vakti að Kolbeinn fjárfesti í íbúð á Siglufirði fyrr í vetur og sköpuðust í kjölfarið nokkrar umræður um hvort hann hygðist sækjast eftir sæti á lista flokksins í Norðausturkjördæmi í komandi kosningum. Nú má hins vegar ljóst vera að svo sé ekki. Í tilkynningunni segir Kolbeinn að eftir að hafa verið þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður, stefni hugurinn nú í Suðurkjördæmi. Kolbeinn var efstur á lista flokksins í Suðurkjördæmi fyrir kosningarnar 2003, en framboðið þá skilaði ekki þingsæti. Kolbeinn segir að í Suðurkjördæmi liggi ættir hans, fyrst og fremst í uppsveitum Árnessýslu. Hafi hann átt ófáar stundir í Þjórsárdal þar sem ætt hans hefur búið í um eina og hálfa öld, fyrst hjá ömmu og afa og síðan í sumarbústað fjölskyldunnar. Þá segir hann ekki skemma fyrir að vera barnabarnabarn Gests á Hæli þegar kíkt sé í Skaftholtsréttir. „Ég tel gríðarlega mikilvægt að stórt landsvæði eins og undir er í Suðurkjördæmi eigi fulltrúa Vinstri grænna á þingi. Ari Trausti Guðmundsson hefur gegnt því hlutverki af sóma og það væri mér heiður að fá að halda áfram því góða starfi. Ég vil leggja mitt af mörkum til að Vinstri græn hljóti sem besta kosningu í haust,“ segir Kolbeinn í tilkynningunni. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Suðurkjördæmi Vinstri græn Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Sjá meira
Kolbeinn hefur setið á þingi frá árinu 2016 fyrir Reykjavíkurkjördæmi suður. Ari Trausti Guðmundsson leiddi lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi í síðustu þingkosningum, en hann hefur þegar tilkynnt að hann gefi ekki kost á sér til endurkjörs. Athygli vakti að Kolbeinn fjárfesti í íbúð á Siglufirði fyrr í vetur og sköpuðust í kjölfarið nokkrar umræður um hvort hann hygðist sækjast eftir sæti á lista flokksins í Norðausturkjördæmi í komandi kosningum. Nú má hins vegar ljóst vera að svo sé ekki. Í tilkynningunni segir Kolbeinn að eftir að hafa verið þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður, stefni hugurinn nú í Suðurkjördæmi. Kolbeinn var efstur á lista flokksins í Suðurkjördæmi fyrir kosningarnar 2003, en framboðið þá skilaði ekki þingsæti. Kolbeinn segir að í Suðurkjördæmi liggi ættir hans, fyrst og fremst í uppsveitum Árnessýslu. Hafi hann átt ófáar stundir í Þjórsárdal þar sem ætt hans hefur búið í um eina og hálfa öld, fyrst hjá ömmu og afa og síðan í sumarbústað fjölskyldunnar. Þá segir hann ekki skemma fyrir að vera barnabarnabarn Gests á Hæli þegar kíkt sé í Skaftholtsréttir. „Ég tel gríðarlega mikilvægt að stórt landsvæði eins og undir er í Suðurkjördæmi eigi fulltrúa Vinstri grænna á þingi. Ari Trausti Guðmundsson hefur gegnt því hlutverki af sóma og það væri mér heiður að fá að halda áfram því góða starfi. Ég vil leggja mitt af mörkum til að Vinstri græn hljóti sem besta kosningu í haust,“ segir Kolbeinn í tilkynningunni.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Suðurkjördæmi Vinstri græn Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Sjá meira