Tillögu um móttöku flóttabarna drepið á dreif – „Á meðan deyja börn á Lesbos“ Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar 19. janúar 2021 18:00 Á bæjarstjórnarfundi í Hafnarfirði þann 30. september lagði ég fyrst fram svohljóðandi tillögu: „Bæjarstjórn Hafnarfjarðar lýsir því yfir að Hafnarfjarðarbær er reiðubúinn til þess að taka á móti fylgdarlausum börnum sem búið hafa við hræðilegar aðstæður á eyjunni Lesbos í Grikklandi. Nú þegar verði hafnar viðræður við ríkið um móttöku þessara fylgdarlausu barna.“ Í rökstuðningi tillögunnar sagði að með yfirlýsingunni væri Hafnarfjörður að bregðast við ákalli Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna og taka ábyrgð sem Barnvænt samfélag. Þá hafi í Hafnarfirði byggst upp mikil þekking á móttöku flóttamanna enda hafi bæjarfélagið tekið samfélagslega ábyrgð sína á alþjóðavísu alvarlega. Að lokum sagði þar að aðstæður í flóttamannabúðum á Lesbos séu skelfilegar og þar búi börn við aðstæður sem við eigum erfitt með að skilja og því sé mikilvægt að bregðast hratt við og aðstoða þessi börn í þeirra miklu neyð. Ráðaleysi á bæjarstjórnarfundi og málinu drepið á dreif Það leit allt út fyrir að tillagan yrði samþykkt á þessum fundi bæjarstjórnar þann 30. september, enda hafði atkvæðagreiðsla farið fram um málið. En þá var henni á einhvern undarlegan hátt frestað til næsta fundar og í raun ríkti hálfgert ráðaleysi meirihlutans um stund í málinu á þessum fundi. Á næsta fundi bæjarstjórnar sem haldinn var miðvikudaginn 14. október lagði ég aftur fram sömu tillögu og bjóst við því að hún yrði samþykkt samhljóða. En því miður gátu meirihlutaflokkarnir ekki fellt sig við það og báru fram tillögu þess efnis að henni yrði vísað til fjölskylduráðs og fulltrúi Miðflokksins hoppaði á þann vagn. Og á meðan var málinu með þessum hætti drepið á dreif þrátt fyrir gríðarlega mikla neyð barna á Lesbos. Fleiri pólitískir tafaleikir og vandræðagangur í boði meirihlutans Afgreiðsla fjölskylduráðs þann 23. október ýtti enn frekar undir þá tilfinningu að meirihlutinn hefði bara alls engan áhuga á því að sýna frumkvæði í málinu og svara ákalli Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna um að koma börnum í neyð til hjálpar eins fljótt og yrði viðkomið. Þannig voru áfram leiknir tafaleikir af hálfu meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í fjölskylduráði. Og enn á ný tók fulltrúi Miðflokksins undir afgreiðsluna. Og kemur það engum á óvart miðað við stefnu þess flokks í þessum málum á landsvísu.Þann 4. desember síðastliðinn lá niðurstaða fjölskylduráðs svo loks fyrir. Meira en tveimur mánuðum eftir að tillagan var fyrst lögð fram á fundi bæjarstjórnar.Og niðurstaðan var þessi: Ef ráðuneytið óskar eftir því við Hafnarfjarðarbæ að taka á móti flóttamönnum frá eyjunni Lesbos í Grikklandi þá verður það að sjálfsögðu skoðað með hliðsjón af þeim samningi sem verður gerður. Hér er um að ræða niðurstöðu með mörgum fyrirvörum. Því gat meirihlutinn ekki lýst því yfir að börn á flótta sem dvelja í flóttamannabúðum á eyjunni Lesbos væru velkomin strax og án fyrirvara?Hvers vegna var meirihlutinn ekki tilbúinn til að taka frumkvæði í málinu? Og hvers vegna í ósköpunum fór málið í þennan undarlega farveg tafapólitíkur? – Það leitar á huga manns að mannslífin séu kannski ekki þegar allt kemur til alls jafnmikils virði þar og hér. Í grunninn er þetta mjög einfalt mál! Í grunninn er þetta mjög einfalt mál. Vill bæjarstjórn Hafnarfjarðar hafa frumkvæði að því og lýsa því yfir að við séum tilbúin til að taka á móti fylgdarlausum börnum á flótta strax, af því að ástandið á Lesbos er slíkt hörmungarástand að það þolir ekki bið. Þetta eru hamfarir og þegar þær almennt ríða yfir þá þurfa yfirvöld að bregðast fljótt við og bjarga börnum í mikilli neyð sem búa við hræðilegar aðstæður. Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna sendi út neyðarkall vegna ástandsins í september og mikilvægt var að ríki og sveitarfélög myndu svara því kalli eins fljótt og hægt væri. Í allri Norður-Evrópu brugðust fjölmörg sveitarfélög strax við og lýstu sig reiðbúin til að svara þessu ákalli. Þar á meðal voru mörg sveitarfélög í Noregi. Niðurstaða meirihlutans í málinu eru mikil vonbrigði Niðurstaða meirihlutans í málinu voru mér gríðarleg vonbrigði. Og ekki síður sú staðreynd að það tók meirihlutann meira en 2 mánuði að komast að þessari niðurstöðu. Og niðurstaðan er ekki eindregin lýsing á skýrum vilja til að ganga fram fyrir skjöldu, taka frumkvæði og láta ekki óþarfa málavafstur þvælast fyrir ákvörðun sem þoldi enga bið. Það er enginn kjarkur í þessari ákvörðun, engin óskilyrt manngæska, engin dirfska. Bara pólitísk flatneskja og vandræðagangur sem ekki er meirihlutanum til sóma. Og á meðan á öllu þessu stóð dóu fylgdarlaus börn á Lesbos og gera enn. Friðþjófur Helgi Karlsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Hælisleitendur Mest lesið Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Á bæjarstjórnarfundi í Hafnarfirði þann 30. september lagði ég fyrst fram svohljóðandi tillögu: „Bæjarstjórn Hafnarfjarðar lýsir því yfir að Hafnarfjarðarbær er reiðubúinn til þess að taka á móti fylgdarlausum börnum sem búið hafa við hræðilegar aðstæður á eyjunni Lesbos í Grikklandi. Nú þegar verði hafnar viðræður við ríkið um móttöku þessara fylgdarlausu barna.“ Í rökstuðningi tillögunnar sagði að með yfirlýsingunni væri Hafnarfjörður að bregðast við ákalli Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna og taka ábyrgð sem Barnvænt samfélag. Þá hafi í Hafnarfirði byggst upp mikil þekking á móttöku flóttamanna enda hafi bæjarfélagið tekið samfélagslega ábyrgð sína á alþjóðavísu alvarlega. Að lokum sagði þar að aðstæður í flóttamannabúðum á Lesbos séu skelfilegar og þar búi börn við aðstæður sem við eigum erfitt með að skilja og því sé mikilvægt að bregðast hratt við og aðstoða þessi börn í þeirra miklu neyð. Ráðaleysi á bæjarstjórnarfundi og málinu drepið á dreif Það leit allt út fyrir að tillagan yrði samþykkt á þessum fundi bæjarstjórnar þann 30. september, enda hafði atkvæðagreiðsla farið fram um málið. En þá var henni á einhvern undarlegan hátt frestað til næsta fundar og í raun ríkti hálfgert ráðaleysi meirihlutans um stund í málinu á þessum fundi. Á næsta fundi bæjarstjórnar sem haldinn var miðvikudaginn 14. október lagði ég aftur fram sömu tillögu og bjóst við því að hún yrði samþykkt samhljóða. En því miður gátu meirihlutaflokkarnir ekki fellt sig við það og báru fram tillögu þess efnis að henni yrði vísað til fjölskylduráðs og fulltrúi Miðflokksins hoppaði á þann vagn. Og á meðan var málinu með þessum hætti drepið á dreif þrátt fyrir gríðarlega mikla neyð barna á Lesbos. Fleiri pólitískir tafaleikir og vandræðagangur í boði meirihlutans Afgreiðsla fjölskylduráðs þann 23. október ýtti enn frekar undir þá tilfinningu að meirihlutinn hefði bara alls engan áhuga á því að sýna frumkvæði í málinu og svara ákalli Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna um að koma börnum í neyð til hjálpar eins fljótt og yrði viðkomið. Þannig voru áfram leiknir tafaleikir af hálfu meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í fjölskylduráði. Og enn á ný tók fulltrúi Miðflokksins undir afgreiðsluna. Og kemur það engum á óvart miðað við stefnu þess flokks í þessum málum á landsvísu.Þann 4. desember síðastliðinn lá niðurstaða fjölskylduráðs svo loks fyrir. Meira en tveimur mánuðum eftir að tillagan var fyrst lögð fram á fundi bæjarstjórnar.Og niðurstaðan var þessi: Ef ráðuneytið óskar eftir því við Hafnarfjarðarbæ að taka á móti flóttamönnum frá eyjunni Lesbos í Grikklandi þá verður það að sjálfsögðu skoðað með hliðsjón af þeim samningi sem verður gerður. Hér er um að ræða niðurstöðu með mörgum fyrirvörum. Því gat meirihlutinn ekki lýst því yfir að börn á flótta sem dvelja í flóttamannabúðum á eyjunni Lesbos væru velkomin strax og án fyrirvara?Hvers vegna var meirihlutinn ekki tilbúinn til að taka frumkvæði í málinu? Og hvers vegna í ósköpunum fór málið í þennan undarlega farveg tafapólitíkur? – Það leitar á huga manns að mannslífin séu kannski ekki þegar allt kemur til alls jafnmikils virði þar og hér. Í grunninn er þetta mjög einfalt mál! Í grunninn er þetta mjög einfalt mál. Vill bæjarstjórn Hafnarfjarðar hafa frumkvæði að því og lýsa því yfir að við séum tilbúin til að taka á móti fylgdarlausum börnum á flótta strax, af því að ástandið á Lesbos er slíkt hörmungarástand að það þolir ekki bið. Þetta eru hamfarir og þegar þær almennt ríða yfir þá þurfa yfirvöld að bregðast fljótt við og bjarga börnum í mikilli neyð sem búa við hræðilegar aðstæður. Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna sendi út neyðarkall vegna ástandsins í september og mikilvægt var að ríki og sveitarfélög myndu svara því kalli eins fljótt og hægt væri. Í allri Norður-Evrópu brugðust fjölmörg sveitarfélög strax við og lýstu sig reiðbúin til að svara þessu ákalli. Þar á meðal voru mörg sveitarfélög í Noregi. Niðurstaða meirihlutans í málinu eru mikil vonbrigði Niðurstaða meirihlutans í málinu voru mér gríðarleg vonbrigði. Og ekki síður sú staðreynd að það tók meirihlutann meira en 2 mánuði að komast að þessari niðurstöðu. Og niðurstaðan er ekki eindregin lýsing á skýrum vilja til að ganga fram fyrir skjöldu, taka frumkvæði og láta ekki óþarfa málavafstur þvælast fyrir ákvörðun sem þoldi enga bið. Það er enginn kjarkur í þessari ákvörðun, engin óskilyrt manngæska, engin dirfska. Bara pólitísk flatneskja og vandræðagangur sem ekki er meirihlutanum til sóma. Og á meðan á öllu þessu stóð dóu fylgdarlaus börn á Lesbos og gera enn. Friðþjófur Helgi Karlsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar