Af hverju er Orka náttúrunnar í orkuskiptum? Hafrún Þorvaldsdóttir skrifar 19. janúar 2021 15:25 Orka náttúrunnar (ON) framleiðir og selur rafmagn á landsvísu. Framtíðarsýn fyrirtækisins er sú að auka lífsgæði og skapa verðmæti á sjálfbæran hátt og vera leiðandi afl í nýsköpun og þróun endurnýjanlegrar orku, en rafmagn er innlend endurnýjanleg orka. Það er því afar spennandi að taka þátt í því þjóðþrifaverkefni að koma rafmagninu í aukna umferð. Sem Íslendingur þá finnst mér orkuskipti í samgöngum vera eitt það mikilvægasta verkefni sem við stöndum í þessi misserin. Með ábyrgri nýtingu auðlindanna getum við orðið okkar eigin herrar með okkar eigin sjálfbæru og umhverfisvænu auðlindir sem knýja samgöngur. Er Ísland kjörið fyrir rafbíla? Stutta svarið er já. Það er passlega stórt á þann hátt að hér hefur tekist að koma upp innviðum fyrir rafbíla allan hringinn. En betur má ef duga skal og nú stendur ON einmitt í stórræðum við að efla og bæta hleðslunetið víða um land, en sú uppbyggingin hófst einmitt árið 2014. Þá tók ON að sér að leiða þetta stóra verkefni með það að leiðarljósi að efla nýtingu innlendrar endurnýjanlegrar orku, þ.e. raforkunnar og einnig selja meira rafmagn. Aukin drægni kallar á öðruvísi uppbyggingu ON hóf innviðauppbyggingu hleðslunetsins við höfuðstöðvar félagsins í mars 2014 og hefur síðan þá komið upp um 46 hraðhleðslum vítt og breitt um landið. Við opnuðum einmitt hringinn við Mývatn á vordögum árið 2018 þar sem markmiðið var að vekja máls á því að rafbílar væru komnir til að vera fyrir alla landsmenn hvar sem þeir búa. Hraðhleðslur ON hafa til þessa verið settar upp með um 100km millibili á hringveginum og reyndar víða utan hans, með það að leiðarljósi að fólk komist leiðar sinnar á alla helstu áfangastaði landsins þar sem margir af fyrstu rafbílunum höfðu ekki nema rúmlega eða í kringum 100km drægni. Verkefnið var og er ærið því það er þetta með hænuna og eggið, það þarf fyrst og fremst hraðhleðslur til þess að fólk fái sér rafbíla. Fólk þarf að hafa trú á því að það komist hringinn í kringum landið á rafbílnum sínum jafnvel þó að það fari ekki nema eina til tvær ferðir út á land á ári. Markaðurinn hefur samt þroskast mikið. Áður var áherslan á að setja hleðslur niður með stuttu millibili og tryggja uppitíma þeirra. Með nýjustu gerðum rafbíla getum við auðveldlega keyrt alla leið til Akureyrar án þess að stoppa þar sem drægnin er orðin það mikil. Þetta gerir það að verkum að hleðslunetið getur þróast í takt við markaðinn. Nýjar og bættar hleðslur í farvatninu ON fékk úthlutað tveimur styrkjum frá Orkusjóði síðla árs 2019 til að halda vegferðinni áfram. Hleðslunetið verður því eflt enn frekar með nýjustu og öflugustu gerð hraðhleðsla með enn hraðari hleðslutíma. Styrkirnir tveir sem ON fékk frá Orkusjóði voru báðir ætlaðir til að efla núverandi hleðslunet ON og auka áreiðanleika þess, aðgengi og stytta biðtíma með því að fjölga tengimöguleikum fyrir rafbíla um allt land. Styrkurinn fólst annars vegar í 17 nýjum hraðhleðslum á 10 staðsetningum og einnig í 20 minni hleðslum við hótel og gististaði víða um land. Áætlaður uppsetningartími var rúmlega tvö ár. Árið 2020 byrjaði vel og voru settar upp 6 nýjar hraðhleðslur, þrjár í Reykjavík, ein á Akureyri, ein í Varmahlíð og nú síðast ein í Víðigerði, en stefnt er að því að klára allar nýju staðsetningarnar á árinu 2021. Í þessu ferli munum við endurskoða núverandi kerfi og bæta samnýtingu fyrri 50kW hraðhleðsla og sameina með nýjum uppsetningum. Sum staðar verður tengjum fjölgað, og/eða aflið aukið, en annars staðar munum við setja upp nýjar hraðhleðslur á nýjum stöðum. Bless brunabíll Markaðurinn er að breytast hratt og fjölmargir nýir rafbílar eru væntanlegir á árinu 2021. Við fundum það í kringum opinn viðburð sem Orkuveita Reykjavíkur hélt í síðustu viku undir slagorðinu, Hljóðláta byltingin er hafin, að áhugi fólks á rafbílavæðingunni og orkuskiptunum er mikill. ON ætlar að nýta þekkingu sína og reynslu í að gera fólki auðveldara að taka skrefið – kveðja brunabílinn og skipta yfir í rafmagn. Höfundur er verkefnastjóri hleðslunets ON Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Bílar Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Orka náttúrunnar (ON) framleiðir og selur rafmagn á landsvísu. Framtíðarsýn fyrirtækisins er sú að auka lífsgæði og skapa verðmæti á sjálfbæran hátt og vera leiðandi afl í nýsköpun og þróun endurnýjanlegrar orku, en rafmagn er innlend endurnýjanleg orka. Það er því afar spennandi að taka þátt í því þjóðþrifaverkefni að koma rafmagninu í aukna umferð. Sem Íslendingur þá finnst mér orkuskipti í samgöngum vera eitt það mikilvægasta verkefni sem við stöndum í þessi misserin. Með ábyrgri nýtingu auðlindanna getum við orðið okkar eigin herrar með okkar eigin sjálfbæru og umhverfisvænu auðlindir sem knýja samgöngur. Er Ísland kjörið fyrir rafbíla? Stutta svarið er já. Það er passlega stórt á þann hátt að hér hefur tekist að koma upp innviðum fyrir rafbíla allan hringinn. En betur má ef duga skal og nú stendur ON einmitt í stórræðum við að efla og bæta hleðslunetið víða um land, en sú uppbyggingin hófst einmitt árið 2014. Þá tók ON að sér að leiða þetta stóra verkefni með það að leiðarljósi að efla nýtingu innlendrar endurnýjanlegrar orku, þ.e. raforkunnar og einnig selja meira rafmagn. Aukin drægni kallar á öðruvísi uppbyggingu ON hóf innviðauppbyggingu hleðslunetsins við höfuðstöðvar félagsins í mars 2014 og hefur síðan þá komið upp um 46 hraðhleðslum vítt og breitt um landið. Við opnuðum einmitt hringinn við Mývatn á vordögum árið 2018 þar sem markmiðið var að vekja máls á því að rafbílar væru komnir til að vera fyrir alla landsmenn hvar sem þeir búa. Hraðhleðslur ON hafa til þessa verið settar upp með um 100km millibili á hringveginum og reyndar víða utan hans, með það að leiðarljósi að fólk komist leiðar sinnar á alla helstu áfangastaði landsins þar sem margir af fyrstu rafbílunum höfðu ekki nema rúmlega eða í kringum 100km drægni. Verkefnið var og er ærið því það er þetta með hænuna og eggið, það þarf fyrst og fremst hraðhleðslur til þess að fólk fái sér rafbíla. Fólk þarf að hafa trú á því að það komist hringinn í kringum landið á rafbílnum sínum jafnvel þó að það fari ekki nema eina til tvær ferðir út á land á ári. Markaðurinn hefur samt þroskast mikið. Áður var áherslan á að setja hleðslur niður með stuttu millibili og tryggja uppitíma þeirra. Með nýjustu gerðum rafbíla getum við auðveldlega keyrt alla leið til Akureyrar án þess að stoppa þar sem drægnin er orðin það mikil. Þetta gerir það að verkum að hleðslunetið getur þróast í takt við markaðinn. Nýjar og bættar hleðslur í farvatninu ON fékk úthlutað tveimur styrkjum frá Orkusjóði síðla árs 2019 til að halda vegferðinni áfram. Hleðslunetið verður því eflt enn frekar með nýjustu og öflugustu gerð hraðhleðsla með enn hraðari hleðslutíma. Styrkirnir tveir sem ON fékk frá Orkusjóði voru báðir ætlaðir til að efla núverandi hleðslunet ON og auka áreiðanleika þess, aðgengi og stytta biðtíma með því að fjölga tengimöguleikum fyrir rafbíla um allt land. Styrkurinn fólst annars vegar í 17 nýjum hraðhleðslum á 10 staðsetningum og einnig í 20 minni hleðslum við hótel og gististaði víða um land. Áætlaður uppsetningartími var rúmlega tvö ár. Árið 2020 byrjaði vel og voru settar upp 6 nýjar hraðhleðslur, þrjár í Reykjavík, ein á Akureyri, ein í Varmahlíð og nú síðast ein í Víðigerði, en stefnt er að því að klára allar nýju staðsetningarnar á árinu 2021. Í þessu ferli munum við endurskoða núverandi kerfi og bæta samnýtingu fyrri 50kW hraðhleðsla og sameina með nýjum uppsetningum. Sum staðar verður tengjum fjölgað, og/eða aflið aukið, en annars staðar munum við setja upp nýjar hraðhleðslur á nýjum stöðum. Bless brunabíll Markaðurinn er að breytast hratt og fjölmargir nýir rafbílar eru væntanlegir á árinu 2021. Við fundum það í kringum opinn viðburð sem Orkuveita Reykjavíkur hélt í síðustu viku undir slagorðinu, Hljóðláta byltingin er hafin, að áhugi fólks á rafbílavæðingunni og orkuskiptunum er mikill. ON ætlar að nýta þekkingu sína og reynslu í að gera fólki auðveldara að taka skrefið – kveðja brunabílinn og skipta yfir í rafmagn. Höfundur er verkefnastjóri hleðslunets ON
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar