Brennd af ferðamönnum sem flökkuðu um landið í sóttkví Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. janúar 2021 13:52 Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum. Vísir/vilhelm Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að ef til vill þurfi að hnykkja betur á því að farþegar hafi heimild til að gista nálægt landamærastöð áður en haldið er heim í sóttkví. Hann segir ábendingu ísfirsks læknis, sem gagnrýndi fyrirkomulagið í gær, réttmæta. Þó beri að nefna að starfsfólk á landamærum sé svolítið brennt af ferðamönnum sem flakkað hafa um landið í sóttkví eftir komu til landsins. Jóhann Sigurjónsson læknir á Ísafirði kom því á framfæri í færslu á Facebook-síðu sinni í gær að sér þætti ótækt að halda því að ferðalöngum, sem búsettir eru á landsbyggðinni og koma frá útlöndum, að koma sér tafarlaust á skráðan sóttkvíarstað, jafnvel þótt þeir eigi langt ferðalag fyrir höndum. Leggja ætti áherslu á að fólk gæti hvílt sig í grennd við flugvöllinn, frekar en að „etja þreyttum ferðalöngum út í að keyra um landið þvert og endilangt“, oft við erfið skilyrði. Jóhann birti vangaveltur sínar í kjölfar banaslyss sem varð í Skötufirði á laugardag. Kona á þrítugsaldri lést þegar bíll sem hún var í ásamt manni sínum og barni hafnaði úti í sjó. Fjölskyldan átti langt ferðalag að baki; kom frá Póllandi seint um nóttina og hélt heim til Flateyrar strax í kjölfarið. Þurfa ef til vill að hnykkja á möguleikanum Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir ábendinguna réttmæta og að hún sé til skoðunar hjá almannavörnum. Hann bendir þó á að hugsað hafi verið fyrir undanþágu í leiðbeiningum almannavarna, sem heimila ferðalöngum í sóttkví að gista nálægt landamærastöð ef brýna nauðsyn beri til. „Og það á alltaf við þessi almenna regla ökumanna, alveg burtséð frá þessu, að ef fólk finnur fyrir þreytu á að leggja úti í kanti og hvíla sig eða bíða með að fara af stað eða þess háttar. En þetta hefur alltaf verið til staðar þessi heimild og við þurfum kannski að hnykkja á því við þá sem spurðir eru álits og leiðbeininga [á Keflavíkurflugvelli] að benda á þennan möguleika,“ segir Rögnvaldur í samtali við Vísi. „Þessi heimild er til staðar en það er kannski túlkunaratriði hvað fólk metur sem brýna nauðsyn. En hún er alveg klár ef það er þreyta, flugþreyta eða veður og færð að trufla. Það var í rauninni það sem við höfðum í huga á sínum tíma þegar þetta var gert, því við búum á Íslandi þar sem er allra veðra von og maður þarf að vera stundum sveigjanlegur í plönum.“ Ferðamenn svo gott sem í hringferð í sóttkvínni Gagnrýni Jóhanns sneri einkum að því að þrátt fyrir að reglur gerðu ráð fyrir umræddri undantekningu virtust landamæraverðir á Keflavíkurflugvelli ekki umburðarlyndir fyrir slíku. Jóhann vísaði til eigin reynslu í þeim efnum. „[Ég] bar fyrir mig umferðaröryggi og spurði líka hvernig væri ef veður væri vont og færð á vegum slæm. Mér var tjáð skýrt og afdráttarlaust að veður og færð á vegum teldist ekki nauðsynleg ástæða til að tefja för, nema ef vegir væru beinlínis lokaðir,“ sagði Jóhann í færslu sinni. Farþegar nýkomnir gegnum landamærin á Keflavíkurflugvelli.Vísir/vilhelm Rögnvaldur bendir á í því samhengi að starfsfólk á landamærunum sé brennt af reynslu sinni af ferðamönnum, sem ekki hafi virt reglur um sóttkví. „En þau eru væntanlega svolítið brennd af því að það bar á því fyrst þegar við settum þessar reglur að fólk túlkaði þær þannig, sérstaklega ferðamenn, að það gæti komið til landsins og ferðast í sóttkvínni. Það voru brögð að því. Við vorum að hafa afskipti af fólki sem kom til landsins og fór síðan bara á milli hótela og var í rauninni bara í hringferð um landið. Og var líka í „sight-seeing“ og að fara á ferðamannastaði yfir daginn. Við höfum alveg dæmi um það og það er náttúrulega alls ekki það sem við ætlumst til.“ En verður þessu haldið betur að fólki, að það skuli hvíla sig ef það á langt ferðalag fyrir höndum? „Þetta er allt í höndum hvers og eins. Og maður veit að fyrir marga skipta peningar máli í þessu eins og öllu öðru. Það gildir bara nú eins og alltaf, að fólk á ekki að vera í umferðinni ef það treysti sér ekki til. Og það breytist ekkert þó að við séum í Covid.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Hitta reglulega ferðamenn sem ætla ekki að virða sóttkví eftir skimun Yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli segir talsvert um það að ferðamenn komi hingað til lands, fari í skimun á flugvellinum en hyggist greinilega ekki virða sóttkví að henni lokinni. Það segi sig sjálft þegar aðeins sé bókuð nokkurra daga ferð. 16. janúar 2021 12:30 Ráðast í endurbætur á símasambandi á slysstað í næstu viku Framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar segir það sjaldgæft að fólk nái ekki sambandi í neyð vegna slæms símasambands og að þeim stöðum fari mjög fækkandi. Til stendur að ráðast í endurbætur á símasambandi í Skötufirði í næstu viku þar sem banaslys átti sér stað á laugardag. 18. janúar 2021 20:46 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Jóhann Sigurjónsson læknir á Ísafirði kom því á framfæri í færslu á Facebook-síðu sinni í gær að sér þætti ótækt að halda því að ferðalöngum, sem búsettir eru á landsbyggðinni og koma frá útlöndum, að koma sér tafarlaust á skráðan sóttkvíarstað, jafnvel þótt þeir eigi langt ferðalag fyrir höndum. Leggja ætti áherslu á að fólk gæti hvílt sig í grennd við flugvöllinn, frekar en að „etja þreyttum ferðalöngum út í að keyra um landið þvert og endilangt“, oft við erfið skilyrði. Jóhann birti vangaveltur sínar í kjölfar banaslyss sem varð í Skötufirði á laugardag. Kona á þrítugsaldri lést þegar bíll sem hún var í ásamt manni sínum og barni hafnaði úti í sjó. Fjölskyldan átti langt ferðalag að baki; kom frá Póllandi seint um nóttina og hélt heim til Flateyrar strax í kjölfarið. Þurfa ef til vill að hnykkja á möguleikanum Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir ábendinguna réttmæta og að hún sé til skoðunar hjá almannavörnum. Hann bendir þó á að hugsað hafi verið fyrir undanþágu í leiðbeiningum almannavarna, sem heimila ferðalöngum í sóttkví að gista nálægt landamærastöð ef brýna nauðsyn beri til. „Og það á alltaf við þessi almenna regla ökumanna, alveg burtséð frá þessu, að ef fólk finnur fyrir þreytu á að leggja úti í kanti og hvíla sig eða bíða með að fara af stað eða þess háttar. En þetta hefur alltaf verið til staðar þessi heimild og við þurfum kannski að hnykkja á því við þá sem spurðir eru álits og leiðbeininga [á Keflavíkurflugvelli] að benda á þennan möguleika,“ segir Rögnvaldur í samtali við Vísi. „Þessi heimild er til staðar en það er kannski túlkunaratriði hvað fólk metur sem brýna nauðsyn. En hún er alveg klár ef það er þreyta, flugþreyta eða veður og færð að trufla. Það var í rauninni það sem við höfðum í huga á sínum tíma þegar þetta var gert, því við búum á Íslandi þar sem er allra veðra von og maður þarf að vera stundum sveigjanlegur í plönum.“ Ferðamenn svo gott sem í hringferð í sóttkvínni Gagnrýni Jóhanns sneri einkum að því að þrátt fyrir að reglur gerðu ráð fyrir umræddri undantekningu virtust landamæraverðir á Keflavíkurflugvelli ekki umburðarlyndir fyrir slíku. Jóhann vísaði til eigin reynslu í þeim efnum. „[Ég] bar fyrir mig umferðaröryggi og spurði líka hvernig væri ef veður væri vont og færð á vegum slæm. Mér var tjáð skýrt og afdráttarlaust að veður og færð á vegum teldist ekki nauðsynleg ástæða til að tefja för, nema ef vegir væru beinlínis lokaðir,“ sagði Jóhann í færslu sinni. Farþegar nýkomnir gegnum landamærin á Keflavíkurflugvelli.Vísir/vilhelm Rögnvaldur bendir á í því samhengi að starfsfólk á landamærunum sé brennt af reynslu sinni af ferðamönnum, sem ekki hafi virt reglur um sóttkví. „En þau eru væntanlega svolítið brennd af því að það bar á því fyrst þegar við settum þessar reglur að fólk túlkaði þær þannig, sérstaklega ferðamenn, að það gæti komið til landsins og ferðast í sóttkvínni. Það voru brögð að því. Við vorum að hafa afskipti af fólki sem kom til landsins og fór síðan bara á milli hótela og var í rauninni bara í hringferð um landið. Og var líka í „sight-seeing“ og að fara á ferðamannastaði yfir daginn. Við höfum alveg dæmi um það og það er náttúrulega alls ekki það sem við ætlumst til.“ En verður þessu haldið betur að fólki, að það skuli hvíla sig ef það á langt ferðalag fyrir höndum? „Þetta er allt í höndum hvers og eins. Og maður veit að fyrir marga skipta peningar máli í þessu eins og öllu öðru. Það gildir bara nú eins og alltaf, að fólk á ekki að vera í umferðinni ef það treysti sér ekki til. Og það breytist ekkert þó að við séum í Covid.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Hitta reglulega ferðamenn sem ætla ekki að virða sóttkví eftir skimun Yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli segir talsvert um það að ferðamenn komi hingað til lands, fari í skimun á flugvellinum en hyggist greinilega ekki virða sóttkví að henni lokinni. Það segi sig sjálft þegar aðeins sé bókuð nokkurra daga ferð. 16. janúar 2021 12:30 Ráðast í endurbætur á símasambandi á slysstað í næstu viku Framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar segir það sjaldgæft að fólk nái ekki sambandi í neyð vegna slæms símasambands og að þeim stöðum fari mjög fækkandi. Til stendur að ráðast í endurbætur á símasambandi í Skötufirði í næstu viku þar sem banaslys átti sér stað á laugardag. 18. janúar 2021 20:46 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Hitta reglulega ferðamenn sem ætla ekki að virða sóttkví eftir skimun Yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli segir talsvert um það að ferðamenn komi hingað til lands, fari í skimun á flugvellinum en hyggist greinilega ekki virða sóttkví að henni lokinni. Það segi sig sjálft þegar aðeins sé bókuð nokkurra daga ferð. 16. janúar 2021 12:30
Ráðast í endurbætur á símasambandi á slysstað í næstu viku Framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar segir það sjaldgæft að fólk nái ekki sambandi í neyð vegna slæms símasambands og að þeim stöðum fari mjög fækkandi. Til stendur að ráðast í endurbætur á símasambandi í Skötufirði í næstu viku þar sem banaslys átti sér stað á laugardag. 18. janúar 2021 20:46