„Þetta stríð er orðið hættulegt heilsu kvenna“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. janúar 2021 11:58 Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, ræddi skimanir fyrir leghálskrabbameini í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Vísir/Vilhelm Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, er afar gagnrýnin á þá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, að færa skimun fyrir krabbameini í brjóstum kvenna og skimun fyrir leghálskrabbameini frá Krabbameinsfélagi Íslands og yfir til ríkisins. Fréttastofa greindi frá því á föstudag að tvö þúsund leghálssýni hefðu legið vikum saman óhreyfð í pappakössum vegna skorts á samningum. Kom fram að vonir stæðu til þess að hægt yrði að senda sýnin í greiningu fljótlega í þessari viku en heilsugæslan tók við skimununum fyrir leghálskrabbameini um áramót. Ástæðan fyrir því að sýnin hafa ekki verið greind síðan í byrjun nóvember er skortur á samningum við rannsóknarstofu í Danmörku sem mun halda utan um greininguna. Ákveðið var að leita út fyrir landsteinana þegar ljóst var að Landspítali hefði ekki burði til að sinna greiningunum. Kristján Oddsson, svæðisstjóri og fagstjóri lækninga hjá heilsugæslunni í Hamraborg, sagði við fréttastofu á föstudag að samningar hefðu tekist við rannsóknarstofuna akkúrat þann dag. Vonir stæðu til að samningar yrðu undirritaðir í þessari viku. Aðalbjörg Björgvinsdóttir, formaður Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna, sagði í samtali við RÚV um helgina að þessi langa bið væri ógn við heilsu kvenna. Hanna Katrín furðar sig á málinu og setur spurningamerki við það hvers vegna verið sé að senda sýnin til útlanda þegar bæði tæki og mannskapur séu til staðar hér á landi. Þá segist hún til að mynda ganga út frá því að skimunin verði nú dýrari þar sem flytja eigi sýnin til útlanda. Hún segir málið illskiljanlegt. „Það er þannig og svo ég segi það bara hreint út að það sem af er þessu kjörtímabili þá hefur átt sér stað atlaga af hálfu stjórnarflokkanna þriggja gegn sjálfstætt starfandi sérfræðingum og frjálsum félagasamtökum í heilbrigðiskerfinu. Nú er komin upp á yfirborðið ákveðin birtingarmynd þess að þetta stríð er orðið hættulegt heilsu kvenna. Það er þannig að snemma árs 2019 tók heilbrigðisráðherra þá ákvörðun að flytja greiningar frá Krabbameinsfélaginu, annars vegar hvað varðar brjóstakrabbamein og hins vegar leghálsakrabbamein til ríkisins. Auðvitað er það þannig að það sem skiptir máli hér er að þessi þjónusta sé í boði, hún sé góð og hún sé aðgengileg öllum konum og öllu fólki. Meðan svo er þá skiptir náttúrlega ekki máli hvort það er ríkið sem að framkvæmir þetta eða aðrir aðilar í gegnum þjónustusamninga við ríkið,“ sagði Hanna Katrín í Bítinu í morgun þar sem hún ræddi þessi mál. Hún sagði það ekkert launungarmál að svo virtist sem það hefði legið gríðarlega mikið á að koma skimunum fyrir leghálskrabbameini frá Krabbameinsfélaginu. „Svo mikið að það var ekki hugað að því hvað tæki við á hinum endanum. Það er að koma upp á yfirborðið núna þegar það kemur í ljós að 2000 konur sem hafa farið í sýnatöku og strok í góðri trú og haldið að það væri verið að vinna við þeirra mál, þá hefur þetta legið í kössum núna í á þriðja mánuð. Ennþá er verið að huga að af hálfu ríkisins, af hálfu heilsugæslunnar, að einhverjum samningaviðræðum við erlenda aðila til að greina þessi sýni.“ Hún sagði almenna skynsemi segja manni að auðvitað væri ódýrara að greina sýnin hér fyrst bæði væru til tæki og mannskapur. „Fyrir utan að það hlýtur að vera ákveðin áhætta í því að flytja svona viðkvæm sýni á milli landa, það eru fleiri milliliðir og það getur allur fjárinn gerst,“ sagði Hanna Katrín. Rætt var við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, um málið í fréttum RÚV á laugardag. Hún sagði það fyrirkomulag sem verið væri að koma á laggirnar verða mjög gott. Hún treysti því að greiningar á leghálssýnum verði komnar í viðunandi horf innan tíðar og kvaðst telja að heilsugæslan væri algjörlega tilbúin til þess að taka við skimununum. Heilbrigðismál Alþingi Skimun fyrir krabbameini Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Sjá meira
Fréttastofa greindi frá því á föstudag að tvö þúsund leghálssýni hefðu legið vikum saman óhreyfð í pappakössum vegna skorts á samningum. Kom fram að vonir stæðu til þess að hægt yrði að senda sýnin í greiningu fljótlega í þessari viku en heilsugæslan tók við skimununum fyrir leghálskrabbameini um áramót. Ástæðan fyrir því að sýnin hafa ekki verið greind síðan í byrjun nóvember er skortur á samningum við rannsóknarstofu í Danmörku sem mun halda utan um greininguna. Ákveðið var að leita út fyrir landsteinana þegar ljóst var að Landspítali hefði ekki burði til að sinna greiningunum. Kristján Oddsson, svæðisstjóri og fagstjóri lækninga hjá heilsugæslunni í Hamraborg, sagði við fréttastofu á föstudag að samningar hefðu tekist við rannsóknarstofuna akkúrat þann dag. Vonir stæðu til að samningar yrðu undirritaðir í þessari viku. Aðalbjörg Björgvinsdóttir, formaður Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna, sagði í samtali við RÚV um helgina að þessi langa bið væri ógn við heilsu kvenna. Hanna Katrín furðar sig á málinu og setur spurningamerki við það hvers vegna verið sé að senda sýnin til útlanda þegar bæði tæki og mannskapur séu til staðar hér á landi. Þá segist hún til að mynda ganga út frá því að skimunin verði nú dýrari þar sem flytja eigi sýnin til útlanda. Hún segir málið illskiljanlegt. „Það er þannig og svo ég segi það bara hreint út að það sem af er þessu kjörtímabili þá hefur átt sér stað atlaga af hálfu stjórnarflokkanna þriggja gegn sjálfstætt starfandi sérfræðingum og frjálsum félagasamtökum í heilbrigðiskerfinu. Nú er komin upp á yfirborðið ákveðin birtingarmynd þess að þetta stríð er orðið hættulegt heilsu kvenna. Það er þannig að snemma árs 2019 tók heilbrigðisráðherra þá ákvörðun að flytja greiningar frá Krabbameinsfélaginu, annars vegar hvað varðar brjóstakrabbamein og hins vegar leghálsakrabbamein til ríkisins. Auðvitað er það þannig að það sem skiptir máli hér er að þessi þjónusta sé í boði, hún sé góð og hún sé aðgengileg öllum konum og öllu fólki. Meðan svo er þá skiptir náttúrlega ekki máli hvort það er ríkið sem að framkvæmir þetta eða aðrir aðilar í gegnum þjónustusamninga við ríkið,“ sagði Hanna Katrín í Bítinu í morgun þar sem hún ræddi þessi mál. Hún sagði það ekkert launungarmál að svo virtist sem það hefði legið gríðarlega mikið á að koma skimunum fyrir leghálskrabbameini frá Krabbameinsfélaginu. „Svo mikið að það var ekki hugað að því hvað tæki við á hinum endanum. Það er að koma upp á yfirborðið núna þegar það kemur í ljós að 2000 konur sem hafa farið í sýnatöku og strok í góðri trú og haldið að það væri verið að vinna við þeirra mál, þá hefur þetta legið í kössum núna í á þriðja mánuð. Ennþá er verið að huga að af hálfu ríkisins, af hálfu heilsugæslunnar, að einhverjum samningaviðræðum við erlenda aðila til að greina þessi sýni.“ Hún sagði almenna skynsemi segja manni að auðvitað væri ódýrara að greina sýnin hér fyrst bæði væru til tæki og mannskapur. „Fyrir utan að það hlýtur að vera ákveðin áhætta í því að flytja svona viðkvæm sýni á milli landa, það eru fleiri milliliðir og það getur allur fjárinn gerst,“ sagði Hanna Katrín. Rætt var við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, um málið í fréttum RÚV á laugardag. Hún sagði það fyrirkomulag sem verið væri að koma á laggirnar verða mjög gott. Hún treysti því að greiningar á leghálssýnum verði komnar í viðunandi horf innan tíðar og kvaðst telja að heilsugæslan væri algjörlega tilbúin til þess að taka við skimununum.
Heilbrigðismál Alþingi Skimun fyrir krabbameini Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Sjá meira