Innlent

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Frettir-hadegis_1080x720

Aðeins tveir greindust innanlands með Covid-19 í gær og báðir voru þeir í sóttkví. Í hádegisfréttum okkar fjöllum við um skipulag bólusetningar á höfuðborgarsvæðinu þessa vikuna.

Við heyrum einnig í borgarfulltrúa Sósíalista sem vill að Reykjavíkurborg beiti sér fyrir móttöku fórnarlamba mansals í leit að vernd hér á landi. Sérstök umræða um mansal fer fram í borgarstjórn í dag.

Þá segjum við frá fyrirhugaðri sölu Iceland Travel og fjöllum um gagnrýni læknis á Ísafirði sem telur ótækt að ferðalöngum, sem búsettir eru á landsbyggðinni, sé gert að koma sér tafarlaust á skráðan sóttkvíarstað við komu til landsins.

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu tólf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×