Dæmd í 43 ára fangelsi fyrir að móðga konungsfjölskylduna Samúel Karl Ólason skrifar 19. janúar 2021 11:20 Anchan Preelerd var dæmd í 87 ára fangelsi fyrir að móðga konungsfjölskyldu Taílands með því að dreifa myndböndum á Facebook og Youtube. Dómur hennar var helmingaður þar sem hún játaði brot sín. EPA/NARONG SANGNAK Tælensk kona hefur verið dæmd í 43 ára fangelsi fyrir að móðga konungsfjölskyldu landsins. Er það lengsti dómur sem hefur verið veittur varðandi brot sem þetta í landinu. Lögin í kringum konungsfjölskyldu Taílands þykja einkar ströng og hefur ákærum á grundvelli þeirra farið fjölgandi. Undanfarna mánuði hafa umfangsmikil mótmæli átt sér stað í Taílandi sem hafa að miklu leyti snúist að lýðræðisendurbótum og konungsfjölskyldunni. Mótmælendurnir hafa krafist þess að forsætisráðherrann segi af sér, að stjórnarskrá landsins verði breytt og breytingar verði gerðar á konungdæminu. Þeir vilja aukið lýðræði í Taílandi og að dregið verði úr valdi konungsins. Samhliða því hefur þeim fjölgað töluvert sem hafa verið dæmdir fyrir að móðga konungsfjölskylduna. Frá því í sumar hafa rúmlega fjörutíu verið ákærðir á grundvelli þessara laga. Niðurfelling þeirra er meðal þess sem mótmælendur hafa krafist. Sjá einnig: Vilja ríkidæmi konungsins í ríkissjóð AFP fréttaveitan segir að lögunum um konungsfjölskylduna sé ætlað að vernda hana gegn níði, ógnunum og ófrægingu. Þau séu hins vegar reglulega notuð til gegn fólki sem hefur gagnrýnt konungsfjölskylduna. Konan, sem heitir Anchan Preelerd, var handtekin árið 2015 og var hún tengd við stjórnanda hlaðvarps sem hefur lengi verið harður gagnrýnandi konungsfjölskyldunnar. Anchan var upprunalega í haldi í þrjú ár áður en henni var sleppt gegn tryggingu. Samkvæmt frétt Reuters snúast brot hennar um það að dreifa myndböndum á Facebook og Youtube. Í morgun var hún svo sakfelld í 29 ákæruliðum og var hún dæmd til 87 ára fangelsisvistar. Refsing hennar var þó helminguð vegna þess að hún ku hafa játað brot sín og var niðurstaðan 43 ár. Fyrra metið var 35 ára dómur frá 2017. Sérfræðingur sem blaðamaður AFP ræddi við segir mögulegt að dómnum sé ætlað að draga kjarkinn úr tælenskum mótmælendum. Taíland Kóngafólk Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Sátu um höfuðstöðvar lögreglunnar í Bangkok Mótmæli gegn stjórnvöldum halda áfram í Taílandi og í gærkvöldi hópuðust þúsundir mótmælenda fyrir framan höfuðstöðvar lögreglunnar í höfuðborginni Bangkok. 19. nóvember 2020 09:04 Forsætisráðherra Taílands ætlar ekki að segja af sér Prayuth Chan-ocha, forsætisráðherra Taílands, hefur hafnað því að segja af sér vegna mótmæla sem eiga sér stað í Bangkok, höfuðborg landsins. Lögreglan hefur brugðist hart við mótmælunum og beitt kylfum og háþrýstidælum gegn mótmælendum. 16. október 2020 14:22 Aftur gerð að konunglegri frillu Taílandskonungs Sineenat Wongvajirapakdi hefur aftur hlotið titilinn „konungleg frilla“ Taílandskonungs, nærri ári eftir að hafa verið svipt titlunum í kjölfar þess að það kastaðist í kekki milli þeirra. 2. september 2020 10:35 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Sjá meira
Undanfarna mánuði hafa umfangsmikil mótmæli átt sér stað í Taílandi sem hafa að miklu leyti snúist að lýðræðisendurbótum og konungsfjölskyldunni. Mótmælendurnir hafa krafist þess að forsætisráðherrann segi af sér, að stjórnarskrá landsins verði breytt og breytingar verði gerðar á konungdæminu. Þeir vilja aukið lýðræði í Taílandi og að dregið verði úr valdi konungsins. Samhliða því hefur þeim fjölgað töluvert sem hafa verið dæmdir fyrir að móðga konungsfjölskylduna. Frá því í sumar hafa rúmlega fjörutíu verið ákærðir á grundvelli þessara laga. Niðurfelling þeirra er meðal þess sem mótmælendur hafa krafist. Sjá einnig: Vilja ríkidæmi konungsins í ríkissjóð AFP fréttaveitan segir að lögunum um konungsfjölskylduna sé ætlað að vernda hana gegn níði, ógnunum og ófrægingu. Þau séu hins vegar reglulega notuð til gegn fólki sem hefur gagnrýnt konungsfjölskylduna. Konan, sem heitir Anchan Preelerd, var handtekin árið 2015 og var hún tengd við stjórnanda hlaðvarps sem hefur lengi verið harður gagnrýnandi konungsfjölskyldunnar. Anchan var upprunalega í haldi í þrjú ár áður en henni var sleppt gegn tryggingu. Samkvæmt frétt Reuters snúast brot hennar um það að dreifa myndböndum á Facebook og Youtube. Í morgun var hún svo sakfelld í 29 ákæruliðum og var hún dæmd til 87 ára fangelsisvistar. Refsing hennar var þó helminguð vegna þess að hún ku hafa játað brot sín og var niðurstaðan 43 ár. Fyrra metið var 35 ára dómur frá 2017. Sérfræðingur sem blaðamaður AFP ræddi við segir mögulegt að dómnum sé ætlað að draga kjarkinn úr tælenskum mótmælendum.
Taíland Kóngafólk Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Sátu um höfuðstöðvar lögreglunnar í Bangkok Mótmæli gegn stjórnvöldum halda áfram í Taílandi og í gærkvöldi hópuðust þúsundir mótmælenda fyrir framan höfuðstöðvar lögreglunnar í höfuðborginni Bangkok. 19. nóvember 2020 09:04 Forsætisráðherra Taílands ætlar ekki að segja af sér Prayuth Chan-ocha, forsætisráðherra Taílands, hefur hafnað því að segja af sér vegna mótmæla sem eiga sér stað í Bangkok, höfuðborg landsins. Lögreglan hefur brugðist hart við mótmælunum og beitt kylfum og háþrýstidælum gegn mótmælendum. 16. október 2020 14:22 Aftur gerð að konunglegri frillu Taílandskonungs Sineenat Wongvajirapakdi hefur aftur hlotið titilinn „konungleg frilla“ Taílandskonungs, nærri ári eftir að hafa verið svipt titlunum í kjölfar þess að það kastaðist í kekki milli þeirra. 2. september 2020 10:35 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Sjá meira
Sátu um höfuðstöðvar lögreglunnar í Bangkok Mótmæli gegn stjórnvöldum halda áfram í Taílandi og í gærkvöldi hópuðust þúsundir mótmælenda fyrir framan höfuðstöðvar lögreglunnar í höfuðborginni Bangkok. 19. nóvember 2020 09:04
Forsætisráðherra Taílands ætlar ekki að segja af sér Prayuth Chan-ocha, forsætisráðherra Taílands, hefur hafnað því að segja af sér vegna mótmæla sem eiga sér stað í Bangkok, höfuðborg landsins. Lögreglan hefur brugðist hart við mótmælunum og beitt kylfum og háþrýstidælum gegn mótmælendum. 16. október 2020 14:22
Aftur gerð að konunglegri frillu Taílandskonungs Sineenat Wongvajirapakdi hefur aftur hlotið titilinn „konungleg frilla“ Taílandskonungs, nærri ári eftir að hafa verið svipt titlunum í kjölfar þess að það kastaðist í kekki milli þeirra. 2. september 2020 10:35