Dæmd í 43 ára fangelsi fyrir að móðga konungsfjölskylduna Samúel Karl Ólason skrifar 19. janúar 2021 11:20 Anchan Preelerd var dæmd í 87 ára fangelsi fyrir að móðga konungsfjölskyldu Taílands með því að dreifa myndböndum á Facebook og Youtube. Dómur hennar var helmingaður þar sem hún játaði brot sín. EPA/NARONG SANGNAK Tælensk kona hefur verið dæmd í 43 ára fangelsi fyrir að móðga konungsfjölskyldu landsins. Er það lengsti dómur sem hefur verið veittur varðandi brot sem þetta í landinu. Lögin í kringum konungsfjölskyldu Taílands þykja einkar ströng og hefur ákærum á grundvelli þeirra farið fjölgandi. Undanfarna mánuði hafa umfangsmikil mótmæli átt sér stað í Taílandi sem hafa að miklu leyti snúist að lýðræðisendurbótum og konungsfjölskyldunni. Mótmælendurnir hafa krafist þess að forsætisráðherrann segi af sér, að stjórnarskrá landsins verði breytt og breytingar verði gerðar á konungdæminu. Þeir vilja aukið lýðræði í Taílandi og að dregið verði úr valdi konungsins. Samhliða því hefur þeim fjölgað töluvert sem hafa verið dæmdir fyrir að móðga konungsfjölskylduna. Frá því í sumar hafa rúmlega fjörutíu verið ákærðir á grundvelli þessara laga. Niðurfelling þeirra er meðal þess sem mótmælendur hafa krafist. Sjá einnig: Vilja ríkidæmi konungsins í ríkissjóð AFP fréttaveitan segir að lögunum um konungsfjölskylduna sé ætlað að vernda hana gegn níði, ógnunum og ófrægingu. Þau séu hins vegar reglulega notuð til gegn fólki sem hefur gagnrýnt konungsfjölskylduna. Konan, sem heitir Anchan Preelerd, var handtekin árið 2015 og var hún tengd við stjórnanda hlaðvarps sem hefur lengi verið harður gagnrýnandi konungsfjölskyldunnar. Anchan var upprunalega í haldi í þrjú ár áður en henni var sleppt gegn tryggingu. Samkvæmt frétt Reuters snúast brot hennar um það að dreifa myndböndum á Facebook og Youtube. Í morgun var hún svo sakfelld í 29 ákæruliðum og var hún dæmd til 87 ára fangelsisvistar. Refsing hennar var þó helminguð vegna þess að hún ku hafa játað brot sín og var niðurstaðan 43 ár. Fyrra metið var 35 ára dómur frá 2017. Sérfræðingur sem blaðamaður AFP ræddi við segir mögulegt að dómnum sé ætlað að draga kjarkinn úr tælenskum mótmælendum. Taíland Kóngafólk Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Sátu um höfuðstöðvar lögreglunnar í Bangkok Mótmæli gegn stjórnvöldum halda áfram í Taílandi og í gærkvöldi hópuðust þúsundir mótmælenda fyrir framan höfuðstöðvar lögreglunnar í höfuðborginni Bangkok. 19. nóvember 2020 09:04 Forsætisráðherra Taílands ætlar ekki að segja af sér Prayuth Chan-ocha, forsætisráðherra Taílands, hefur hafnað því að segja af sér vegna mótmæla sem eiga sér stað í Bangkok, höfuðborg landsins. Lögreglan hefur brugðist hart við mótmælunum og beitt kylfum og háþrýstidælum gegn mótmælendum. 16. október 2020 14:22 Aftur gerð að konunglegri frillu Taílandskonungs Sineenat Wongvajirapakdi hefur aftur hlotið titilinn „konungleg frilla“ Taílandskonungs, nærri ári eftir að hafa verið svipt titlunum í kjölfar þess að það kastaðist í kekki milli þeirra. 2. september 2020 10:35 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Undanfarna mánuði hafa umfangsmikil mótmæli átt sér stað í Taílandi sem hafa að miklu leyti snúist að lýðræðisendurbótum og konungsfjölskyldunni. Mótmælendurnir hafa krafist þess að forsætisráðherrann segi af sér, að stjórnarskrá landsins verði breytt og breytingar verði gerðar á konungdæminu. Þeir vilja aukið lýðræði í Taílandi og að dregið verði úr valdi konungsins. Samhliða því hefur þeim fjölgað töluvert sem hafa verið dæmdir fyrir að móðga konungsfjölskylduna. Frá því í sumar hafa rúmlega fjörutíu verið ákærðir á grundvelli þessara laga. Niðurfelling þeirra er meðal þess sem mótmælendur hafa krafist. Sjá einnig: Vilja ríkidæmi konungsins í ríkissjóð AFP fréttaveitan segir að lögunum um konungsfjölskylduna sé ætlað að vernda hana gegn níði, ógnunum og ófrægingu. Þau séu hins vegar reglulega notuð til gegn fólki sem hefur gagnrýnt konungsfjölskylduna. Konan, sem heitir Anchan Preelerd, var handtekin árið 2015 og var hún tengd við stjórnanda hlaðvarps sem hefur lengi verið harður gagnrýnandi konungsfjölskyldunnar. Anchan var upprunalega í haldi í þrjú ár áður en henni var sleppt gegn tryggingu. Samkvæmt frétt Reuters snúast brot hennar um það að dreifa myndböndum á Facebook og Youtube. Í morgun var hún svo sakfelld í 29 ákæruliðum og var hún dæmd til 87 ára fangelsisvistar. Refsing hennar var þó helminguð vegna þess að hún ku hafa játað brot sín og var niðurstaðan 43 ár. Fyrra metið var 35 ára dómur frá 2017. Sérfræðingur sem blaðamaður AFP ræddi við segir mögulegt að dómnum sé ætlað að draga kjarkinn úr tælenskum mótmælendum.
Taíland Kóngafólk Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Sátu um höfuðstöðvar lögreglunnar í Bangkok Mótmæli gegn stjórnvöldum halda áfram í Taílandi og í gærkvöldi hópuðust þúsundir mótmælenda fyrir framan höfuðstöðvar lögreglunnar í höfuðborginni Bangkok. 19. nóvember 2020 09:04 Forsætisráðherra Taílands ætlar ekki að segja af sér Prayuth Chan-ocha, forsætisráðherra Taílands, hefur hafnað því að segja af sér vegna mótmæla sem eiga sér stað í Bangkok, höfuðborg landsins. Lögreglan hefur brugðist hart við mótmælunum og beitt kylfum og háþrýstidælum gegn mótmælendum. 16. október 2020 14:22 Aftur gerð að konunglegri frillu Taílandskonungs Sineenat Wongvajirapakdi hefur aftur hlotið titilinn „konungleg frilla“ Taílandskonungs, nærri ári eftir að hafa verið svipt titlunum í kjölfar þess að það kastaðist í kekki milli þeirra. 2. september 2020 10:35 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Sátu um höfuðstöðvar lögreglunnar í Bangkok Mótmæli gegn stjórnvöldum halda áfram í Taílandi og í gærkvöldi hópuðust þúsundir mótmælenda fyrir framan höfuðstöðvar lögreglunnar í höfuðborginni Bangkok. 19. nóvember 2020 09:04
Forsætisráðherra Taílands ætlar ekki að segja af sér Prayuth Chan-ocha, forsætisráðherra Taílands, hefur hafnað því að segja af sér vegna mótmæla sem eiga sér stað í Bangkok, höfuðborg landsins. Lögreglan hefur brugðist hart við mótmælunum og beitt kylfum og háþrýstidælum gegn mótmælendum. 16. október 2020 14:22
Aftur gerð að konunglegri frillu Taílandskonungs Sineenat Wongvajirapakdi hefur aftur hlotið titilinn „konungleg frilla“ Taílandskonungs, nærri ári eftir að hafa verið svipt titlunum í kjölfar þess að það kastaðist í kekki milli þeirra. 2. september 2020 10:35