Enn einn harmleikurinn við K2 Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. janúar 2021 09:07 Alex Goldfarb fannst látinn eftir umfangsmikla leit í hlíðum Pastore Peak í gær. Alex Goldfarb, Bandaríkjamaður sem hugðist klífa fjallið Broad Peak í grennd við K2 nú í janúar, fannst látinn í gær eftir umfangsmikla leit. Íslendingurinn John Snorri Sigurjónsson var á meðal þeirra sem tóku þátt í leitinni. Greint er frá andláti Goldfarbs í tilkynningu frá talsmanni leiðangursins. Goldfarb hugðist gera atlögu að Broad Peak, hvers tindur er 8051 metra yfir sjávarmáli, ásamt félaga sínum, Ungverjanum Zoltan Szlanko. Þeir komu í grunnbúðir fjallsins 8. janúar og nokkrum dögum síðar lögðu þeir af stað upp á Pastore Peak, lægra fjall á svæðinu sem þeir hugðust klífa til hæðaraðlögunar. Szlanko treysti sér að endingu ekki til að ljúka göngunni en Goldfarb afréð að halda áfram. Þyrlur voru fengnar til leitarinnar eftir að sá síðarnefndi skilaði sér ekki til baka af fjallinu á umsömdum tíma, 16. janúar. Hann fannst loks látinn í hlíðum Pastore Peak í gær. Talið er að hann hafi hrapað á göngu sinni. Á kortinu hér fyrir neðan sjást fjöllin Broad Peak, rauðmerkt, og K2 í Karakoram-fjallgarðinum við landamæri Pakistan og Kína. Á meðal þeirra sem tóku þátt í leitinni voru íslenski fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson og samferðamaður hans, hinn pakistanski Sajid Sadpara. Þeir hyggjast klífa fjallið K2 en voru sóttir á þyrlu í grunnbúðir K2 um helgina til að taka þátt í leitinni að Goldfarb. „Við erum harmi slegin yfir fréttunum. Félagi Alexar, Zoltan er augljóslega eyðilagður og í losti vegna þessara atburða. Við erum þakklát fyrir aðstoð Johns Snorra Sigurjónssonar, Muhammad Ali Sadpara, Sajid Sadpara, Ashgar Ali Porik og allra þeirra sem komu að leitinni,“ segir í tilkynningu leiðangursins. John Snorri lýsti andrúmsloftinu meðal hópanna á svæðinu sem harmþrungnu í samtali við Vísi á sunnudag, þar sem hann var staddur í grunnbúðum Broad Peak við leit að Goldfarb. Sergi Mingote, spænskur fjallagarpur, fórst á K2 um helgina. „Hann [Mingote] var rétt á eftir mér í gær og hrapaði niður 600 metra og lést. Svo erum við núna niðri í grunnbúðunum og höfum verið að leita hérna með dróna að manni frá Bandaríkjunum. Svo kemur þyrla í fyrramálið, sem við förum með að leita áfram. Þannig að það er sorg hérna í Broad Peak-grunnbúðunum og á K2. Fólk er að velta fyrir sér hvort það eigi að halda áfram eða hætta. Það kemur í ljós næstu daga.“ Fjallamennska Pakistan Íslendingar erlendis John Snorri á K2 Tengdar fréttir John Snorri minnist fjallagarpsins sem fórst á K2 „Kæri vinur, þú skilur eftir þig mikil afrek í heimi fjallamennskunnar. Þín verður minnst fyrir anda þinn og afrek,“ skrifar íslenski fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson á Facebook-síðu sinni til minningar um spænska fjallgöngumanninn Sergi Mingote sem lést um helgina á fjallinu K2. 16. janúar 2021 23:25 Spænskur fjallgöngumaður fórst á K2 Spænski fjallagarpurinn Sergi Mingote fórst á leiðinni á tind K2, næsthæsta fjalls í heimi. Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, tilkynnti þetta á Twitter í dag. 16. janúar 2021 17:42 Varð á undan John Snorra á toppinn Nepalski fjallgöngumaðurinn Mingma Gyalje kveðst í dag hafa náð tindi K2, næsthæsta fjalls í heimi. Hann og íslenski fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson ætlaði sér að verða fyrstur, en Gyalje virðist hafa orðið fyrri til. 16. janúar 2021 13:12 Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Fleiri fréttir Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Sjá meira
Greint er frá andláti Goldfarbs í tilkynningu frá talsmanni leiðangursins. Goldfarb hugðist gera atlögu að Broad Peak, hvers tindur er 8051 metra yfir sjávarmáli, ásamt félaga sínum, Ungverjanum Zoltan Szlanko. Þeir komu í grunnbúðir fjallsins 8. janúar og nokkrum dögum síðar lögðu þeir af stað upp á Pastore Peak, lægra fjall á svæðinu sem þeir hugðust klífa til hæðaraðlögunar. Szlanko treysti sér að endingu ekki til að ljúka göngunni en Goldfarb afréð að halda áfram. Þyrlur voru fengnar til leitarinnar eftir að sá síðarnefndi skilaði sér ekki til baka af fjallinu á umsömdum tíma, 16. janúar. Hann fannst loks látinn í hlíðum Pastore Peak í gær. Talið er að hann hafi hrapað á göngu sinni. Á kortinu hér fyrir neðan sjást fjöllin Broad Peak, rauðmerkt, og K2 í Karakoram-fjallgarðinum við landamæri Pakistan og Kína. Á meðal þeirra sem tóku þátt í leitinni voru íslenski fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson og samferðamaður hans, hinn pakistanski Sajid Sadpara. Þeir hyggjast klífa fjallið K2 en voru sóttir á þyrlu í grunnbúðir K2 um helgina til að taka þátt í leitinni að Goldfarb. „Við erum harmi slegin yfir fréttunum. Félagi Alexar, Zoltan er augljóslega eyðilagður og í losti vegna þessara atburða. Við erum þakklát fyrir aðstoð Johns Snorra Sigurjónssonar, Muhammad Ali Sadpara, Sajid Sadpara, Ashgar Ali Porik og allra þeirra sem komu að leitinni,“ segir í tilkynningu leiðangursins. John Snorri lýsti andrúmsloftinu meðal hópanna á svæðinu sem harmþrungnu í samtali við Vísi á sunnudag, þar sem hann var staddur í grunnbúðum Broad Peak við leit að Goldfarb. Sergi Mingote, spænskur fjallagarpur, fórst á K2 um helgina. „Hann [Mingote] var rétt á eftir mér í gær og hrapaði niður 600 metra og lést. Svo erum við núna niðri í grunnbúðunum og höfum verið að leita hérna með dróna að manni frá Bandaríkjunum. Svo kemur þyrla í fyrramálið, sem við förum með að leita áfram. Þannig að það er sorg hérna í Broad Peak-grunnbúðunum og á K2. Fólk er að velta fyrir sér hvort það eigi að halda áfram eða hætta. Það kemur í ljós næstu daga.“
Fjallamennska Pakistan Íslendingar erlendis John Snorri á K2 Tengdar fréttir John Snorri minnist fjallagarpsins sem fórst á K2 „Kæri vinur, þú skilur eftir þig mikil afrek í heimi fjallamennskunnar. Þín verður minnst fyrir anda þinn og afrek,“ skrifar íslenski fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson á Facebook-síðu sinni til minningar um spænska fjallgöngumanninn Sergi Mingote sem lést um helgina á fjallinu K2. 16. janúar 2021 23:25 Spænskur fjallgöngumaður fórst á K2 Spænski fjallagarpurinn Sergi Mingote fórst á leiðinni á tind K2, næsthæsta fjalls í heimi. Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, tilkynnti þetta á Twitter í dag. 16. janúar 2021 17:42 Varð á undan John Snorra á toppinn Nepalski fjallgöngumaðurinn Mingma Gyalje kveðst í dag hafa náð tindi K2, næsthæsta fjalls í heimi. Hann og íslenski fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson ætlaði sér að verða fyrstur, en Gyalje virðist hafa orðið fyrri til. 16. janúar 2021 13:12 Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Fleiri fréttir Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Sjá meira
John Snorri minnist fjallagarpsins sem fórst á K2 „Kæri vinur, þú skilur eftir þig mikil afrek í heimi fjallamennskunnar. Þín verður minnst fyrir anda þinn og afrek,“ skrifar íslenski fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson á Facebook-síðu sinni til minningar um spænska fjallgöngumanninn Sergi Mingote sem lést um helgina á fjallinu K2. 16. janúar 2021 23:25
Spænskur fjallgöngumaður fórst á K2 Spænski fjallagarpurinn Sergi Mingote fórst á leiðinni á tind K2, næsthæsta fjalls í heimi. Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, tilkynnti þetta á Twitter í dag. 16. janúar 2021 17:42
Varð á undan John Snorra á toppinn Nepalski fjallgöngumaðurinn Mingma Gyalje kveðst í dag hafa náð tindi K2, næsthæsta fjalls í heimi. Hann og íslenski fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson ætlaði sér að verða fyrstur, en Gyalje virðist hafa orðið fyrri til. 16. janúar 2021 13:12