Bjó á flugvellinum í Chicago í þrjá mánuði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. janúar 2021 07:21 Að því er virðist tókst manninum að búa á flugvellinum í þrjá mánuði án þess að nokkur tæki eftir honum. Getty/Scott Olson Aditya Singh, 36 ára gamall maður frá Kaliforníu, var handtekinn um helgina á O‘Hare-alþjóðaflugvellinum í Chicago og ákærður fyrir ýmis brot, meðal annars þjófnað og að hafa farið í leyfisleysi inn á lokað svæði á vellinum. Í frétt Guardian um málið segir að maðurinn hafi búið á flugvellinum í þrjá mánuði. Hann á að hafa sagt lögreglunni að hann hafi ákveðið að halda kyrru fyrir á vellinum því hann hafi ekki þorað að fara heim til Los Angeles af ótta við Covid-19. Singh mun hafa lent á O‘Hare-flugvelli þann 19. október í fyrra og var þá að koma frá Los Angeles. Næstum þremur mánuðum seinna báðu tveir starfsmenn flugfélagsins United Airlines Singh um að sýna sér skilríki. Hann sýndi þeim þá aðgangskort að flugvellinum. Eigandi kortsins, starfsmaður á flugvellinum, hafði tilkynnt í lok október að kortinu hefði verið stolið. Kathleen Hagerty, saksóknari, sagði dómaranum í málinu, Susan Ortiz, að aðrir farþegar hefðu gefið Singh mat. Hann hefði ekki áður komist í kast við lögin. „Ertu að segja mér að maður sem hvorki er í vinnu á flugvellinum né hefur leyfi til að vera þar hafi búið á öryggissvæði vallarins í þrjá mánuði án þess að nokkur tæki eftir honum? Ég vil vera viss um að ég skilji þig rétt,“ spurði Ortiz dómari þegar málið var tekið fyrir um helgina. Hún sagði staðreyndir málsins ansi sjokkerandi enda legðu flugvellir gríðarlega áherslu á öryggi farþega. Þarna hefði hins vegar manni tekist að dvelja á öryggissvæði flugvallarins í marga mánuði með stolnum skilríkjum. Taldi dómarinn Singh ógn við almenning og úrskurðaði hann í varðhald. Flugmálayfirvöld í Chicago hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Sagði meðal annars í yfirlýsingunni að eftir því sem yfirvöld kæmust næst hefði Singh ekki stofnað neinum í hættu á meðan hann dvaldi á flugvellinum. Bandaríkin Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Fleiri fréttir Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Sjá meira
Í frétt Guardian um málið segir að maðurinn hafi búið á flugvellinum í þrjá mánuði. Hann á að hafa sagt lögreglunni að hann hafi ákveðið að halda kyrru fyrir á vellinum því hann hafi ekki þorað að fara heim til Los Angeles af ótta við Covid-19. Singh mun hafa lent á O‘Hare-flugvelli þann 19. október í fyrra og var þá að koma frá Los Angeles. Næstum þremur mánuðum seinna báðu tveir starfsmenn flugfélagsins United Airlines Singh um að sýna sér skilríki. Hann sýndi þeim þá aðgangskort að flugvellinum. Eigandi kortsins, starfsmaður á flugvellinum, hafði tilkynnt í lok október að kortinu hefði verið stolið. Kathleen Hagerty, saksóknari, sagði dómaranum í málinu, Susan Ortiz, að aðrir farþegar hefðu gefið Singh mat. Hann hefði ekki áður komist í kast við lögin. „Ertu að segja mér að maður sem hvorki er í vinnu á flugvellinum né hefur leyfi til að vera þar hafi búið á öryggissvæði vallarins í þrjá mánuði án þess að nokkur tæki eftir honum? Ég vil vera viss um að ég skilji þig rétt,“ spurði Ortiz dómari þegar málið var tekið fyrir um helgina. Hún sagði staðreyndir málsins ansi sjokkerandi enda legðu flugvellir gríðarlega áherslu á öryggi farþega. Þarna hefði hins vegar manni tekist að dvelja á öryggissvæði flugvallarins í marga mánuði með stolnum skilríkjum. Taldi dómarinn Singh ógn við almenning og úrskurðaði hann í varðhald. Flugmálayfirvöld í Chicago hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Sagði meðal annars í yfirlýsingunni að eftir því sem yfirvöld kæmust næst hefði Singh ekki stofnað neinum í hættu á meðan hann dvaldi á flugvellinum.
Bandaríkin Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Fleiri fréttir Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Sjá meira