Finninn fljúgandi og félagar áttu svar við stórleik Doncic Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2021 07:00 Luka Doncic gengur niðurlútur af velli í tapinu á móti Chicago Bulls. AP/Ron Jenkins Chicago Bulls, New York Knicks og New Orleans Pelicans tókst öllum að enda langa taphrinu í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Luka Doncic átti stórleik en það var langt frá því að duga Dallas Mavericks á heimavelli á móti Chicago Bulls. Doncic var ekki sá eini í NBA deildinni í nótt þar sem stórleikur dugði liði þeirra skammt. Luka Doncic skoraði 30 stig í fyrri hálfleik og endaði með 36 stig, 16 fráköst og 15 stoðsendingar þegar Dallas Mavericks tapaði 117-101 á móti Chicago Bulls. 36 points.16 rebounds.15 assists.@luka7doncic puts up the 4th 35+ PT, 15+ REB, 15+ AST game in NBA history. pic.twitter.com/PrCmf8Lsge— NBA (@NBA) January 17, 2021 Finninn Lauri Markkanen átti mjög góðan leik og var með 29 stig og 10 fráköst og þá skoraði Garrett Temple 15 af 21 stigi sínum í öðrum leikhlutanum. Chicago tókst að enda fjögurra leikja taphrinu með þessum sigri. Lauri Markkanen missti af sjö leikjum vegna kórónuveirunnar en átti sinn besta leik á tímabilinu. Doncic fékk litla hjálp frá félögum sínum en liðið var með fimm leikmenn í sóttkví og Tim Hardaway Jr. fór að auki meiddur af velli. Kristaps Porzingis var þó með og skoraði 20 stig en hann klikkaði á öllum sjö þriggja stiga skotum sínum. Lauri goes for 29 PTS, 10 REB @MarkkanenLauri's double-double powers the @chicagobulls to victory in Dallas. #BullsNation pic.twitter.com/iTyL96DsqP— NBA (@NBA) January 17, 2021 Julius Randle var með 20 stig og 12 fráköst og RJ Barrett var með 19 stig og 11 fráköst þegar New York Knicks endaði fimm leikja taphrinu með 105-74 stórsigri á Boston Celtics. Jaylen Brown skoraði 25 stig fyrir Boston og Kemba Walker (9 stig á 20 mínútum) lék sinn fyrsta leik á tímabilinu eftir að hafa misst af 11 fyrstu leikjunum. Jayson Tatum er með kórónuveiruna og missti af öðrum leiknum í röð. Það voru fleiri en Luka Doncic sem þurfti að sætta sig við tap á heimavelli þrátt fyrir að eiga stórleik. Nikola Jokic var með 35 stig, 14 fráköst og 9 stoðsendingar en Denver Nuggets tapaði samt fyrir Utah Jazz. De'Aaron Fox var líka magnaður með 43 stig og 13 stoðsendingar en Sacramento Kings tapaði engu að síður fyrir New Orleans Pelicans. Career-high 43 points 13 assists 4 stealsHUGE game for @swipathefox. pic.twitter.com/YqzJN9zahQ— NBA (@NBA) January 18, 2021 Zion Williamson var með 31 stig, Brandon Ingram skoraði 22 stig og Eric Bledsoe var með 21 stig þegar New Orleans Pelicans vann 128-123 sigur á Sacramento Kings og endaði með því fimm leikja taphrinu. Umræddur De'Aaron Fox átti sinn besta leik á ferlinum og því svekkjandi fyrir hann að tapa leiknum. ZION goes 13-15 @Zionwilliamson's 31 PTS power the @PelicansNBA to victory. #WontBowDown pic.twitter.com/mnEo2nsNq7— NBA (@NBA) January 18, 2021 Jordan Clarkson skoraði 23 stig fyrir Utah Jazz og Donovan Mitchell var með 18 stig þegar Utah Jazz vann 109-105 sigur á Denver Nuggets. Auk stórleiks hjá Jokic þá var Jamal Murray með 30 stig þar af 24 í fyrri hálfleiknum. Paul George, Luke Kennard og Marcus Morris voru allir með 20 stig í öruggum 129-96 sigri Los Angeles Clippers á Indiana Pacers en Kawhi Leonard var með 17 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar. Doug McDermott skoraði 23 stig fyrir Indiana og Domantas Sabonis var með 19 stig, 14 fráköst og 6 stoðsendingar. Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Clippers - Indiana Pacers 129-96 Dallas Mavericks - Chicago Bulls 101-117 Boston Celtics - New York Knicks 75-105 Denver Nuggets - Utah Jazz 105-109 Sacramento Kings - New Orleans Pelicans 123-128 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Dagskráin: Úrslitakeppni NFL af stað og þrír leikir í enska bikarnum Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira
Luka Doncic átti stórleik en það var langt frá því að duga Dallas Mavericks á heimavelli á móti Chicago Bulls. Doncic var ekki sá eini í NBA deildinni í nótt þar sem stórleikur dugði liði þeirra skammt. Luka Doncic skoraði 30 stig í fyrri hálfleik og endaði með 36 stig, 16 fráköst og 15 stoðsendingar þegar Dallas Mavericks tapaði 117-101 á móti Chicago Bulls. 36 points.16 rebounds.15 assists.@luka7doncic puts up the 4th 35+ PT, 15+ REB, 15+ AST game in NBA history. pic.twitter.com/PrCmf8Lsge— NBA (@NBA) January 17, 2021 Finninn Lauri Markkanen átti mjög góðan leik og var með 29 stig og 10 fráköst og þá skoraði Garrett Temple 15 af 21 stigi sínum í öðrum leikhlutanum. Chicago tókst að enda fjögurra leikja taphrinu með þessum sigri. Lauri Markkanen missti af sjö leikjum vegna kórónuveirunnar en átti sinn besta leik á tímabilinu. Doncic fékk litla hjálp frá félögum sínum en liðið var með fimm leikmenn í sóttkví og Tim Hardaway Jr. fór að auki meiddur af velli. Kristaps Porzingis var þó með og skoraði 20 stig en hann klikkaði á öllum sjö þriggja stiga skotum sínum. Lauri goes for 29 PTS, 10 REB @MarkkanenLauri's double-double powers the @chicagobulls to victory in Dallas. #BullsNation pic.twitter.com/iTyL96DsqP— NBA (@NBA) January 17, 2021 Julius Randle var með 20 stig og 12 fráköst og RJ Barrett var með 19 stig og 11 fráköst þegar New York Knicks endaði fimm leikja taphrinu með 105-74 stórsigri á Boston Celtics. Jaylen Brown skoraði 25 stig fyrir Boston og Kemba Walker (9 stig á 20 mínútum) lék sinn fyrsta leik á tímabilinu eftir að hafa misst af 11 fyrstu leikjunum. Jayson Tatum er með kórónuveiruna og missti af öðrum leiknum í röð. Það voru fleiri en Luka Doncic sem þurfti að sætta sig við tap á heimavelli þrátt fyrir að eiga stórleik. Nikola Jokic var með 35 stig, 14 fráköst og 9 stoðsendingar en Denver Nuggets tapaði samt fyrir Utah Jazz. De'Aaron Fox var líka magnaður með 43 stig og 13 stoðsendingar en Sacramento Kings tapaði engu að síður fyrir New Orleans Pelicans. Career-high 43 points 13 assists 4 stealsHUGE game for @swipathefox. pic.twitter.com/YqzJN9zahQ— NBA (@NBA) January 18, 2021 Zion Williamson var með 31 stig, Brandon Ingram skoraði 22 stig og Eric Bledsoe var með 21 stig þegar New Orleans Pelicans vann 128-123 sigur á Sacramento Kings og endaði með því fimm leikja taphrinu. Umræddur De'Aaron Fox átti sinn besta leik á ferlinum og því svekkjandi fyrir hann að tapa leiknum. ZION goes 13-15 @Zionwilliamson's 31 PTS power the @PelicansNBA to victory. #WontBowDown pic.twitter.com/mnEo2nsNq7— NBA (@NBA) January 18, 2021 Jordan Clarkson skoraði 23 stig fyrir Utah Jazz og Donovan Mitchell var með 18 stig þegar Utah Jazz vann 109-105 sigur á Denver Nuggets. Auk stórleiks hjá Jokic þá var Jamal Murray með 30 stig þar af 24 í fyrri hálfleiknum. Paul George, Luke Kennard og Marcus Morris voru allir með 20 stig í öruggum 129-96 sigri Los Angeles Clippers á Indiana Pacers en Kawhi Leonard var með 17 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar. Doug McDermott skoraði 23 stig fyrir Indiana og Domantas Sabonis var með 19 stig, 14 fráköst og 6 stoðsendingar. Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Clippers - Indiana Pacers 129-96 Dallas Mavericks - Chicago Bulls 101-117 Boston Celtics - New York Knicks 75-105 Denver Nuggets - Utah Jazz 105-109 Sacramento Kings - New Orleans Pelicans 123-128 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Clippers - Indiana Pacers 129-96 Dallas Mavericks - Chicago Bulls 101-117 Boston Celtics - New York Knicks 75-105 Denver Nuggets - Utah Jazz 105-109 Sacramento Kings - New Orleans Pelicans 123-128
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Dagskráin: Úrslitakeppni NFL af stað og þrír leikir í enska bikarnum Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira