Facebook bannar vopnaauglýsingar í Bandaríkjunum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. janúar 2021 23:30 Auglýsingar á aukahlutum fyrir vopn, til dæmis hljóðdeyfum, skotheldum vestum og byssuslíðrum, hafa verið bannaðar á Facebook í Bandaríkjunum. Getty/John Rudoff/ Facebook hefur ákveðið að banna auglýsingar sem auglýsa aukahluti fyrir vopn og hlífðarbúnað í Bandaríkjunum. Bannið tekur þegar gildi og mun gilda að minnsta kosti þar til á föstudag, tveimur dögum eftir að Joe Biden, verðandi forseti, sver embættiseið sinn þann 20. janúar. Fyrirtækið sagði í tilkynningu að í kjölfar atburðanna þann 6. janúar, þegar stuðningsmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta réðust inn í þinghúsið í Washington DC, hafi það ákveðið að banna auglýsingar um sölu vopnaaukahluta í Bandaríkjunum. Það á meðal annars við byssuskápa, skotheld vesti og skotvopnaslíður. „Við bönnum nú þegar auglýsingar á vopnum, skotfærum og aukahlutum sem uppfæra vopn eins og til dæmis hljóðdeyfa. Nú munum við einnig banna auglýsingar á aukahlutum,“ sagði Facebook í tilkynningu. Þrír öldungadeildarþingmenn sendu Mark Zuckerberg, forstjóra Facebook, bréf á föstudag þar sem þeir báðu hann um að loka fyrir auglýsingar á slíkum hlutum, sem eru greinilega hannaðir til þess að vera notaðir í vopnuðum átökum, til frambúðar. Öldungadeildarþingmennirnir, sem allir eru Demókratar, sögðu fyrirtækið verða að taka þetta og fleiri skref til þess að axla ábyrgðina sem það bera á herðum sínum. Þeir sögðu fyrirtækið þurfa að viðurkenna það að óvinir Bandaríkjanna, innan ríkisins, hafi notað vörur fyrirtækisins og vettvanginn sem það býður upp á til þess að koma ólögmætum markmiðum sínum á framfæri. Facebook lokaði í gær fyrir þann möguleika að fólk geti búið til viðburði á samfélagsmiðlinum sem fara eiga fram á stöðum eins og þinghúsinu í Washington DC og Hvíta húsinu. Þá hefur einnig verið lokað fyrir möguleikann að búa til viðburði sem fara fram í höfuðborgum ríkjanna 50. Þetta verður í gildi til og með 20. janúar. Alríkislögreglan, FBI, hefur varað við því að búið sé að skipuleggja vopnuð mótmæli í Washington, og öllum 50 höfuðborgum ríkjanna í Bandaríkjunum, á næstu dögum. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Joe Biden Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna búa sig undir óeirðir Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna auk Washington DC eru viðbúin vegna mótmæla sem búast má við um helgina. Talið er að óeirðir geti brotist út en andstæðingar Joe Bidens verðandi Bandaríkjaforseta stefna á götur út til að mótmæla embættistöku forsetans verðandi. 16. janúar 2021 19:43 Reiður yfir því að enginn komi honum til varnar Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er sagður vera reiður út í starfsmenn sína og bandamenn á lokadögum forsetatíðar sinnar. Hann er sérstaklega reiður yfir því hve fáir hafa komið honum til varnar í tengslum við það að í gær var hann í annað sinn ákærður fyrir embættisbrot. 14. janúar 2021 21:10 FBI varar við mótmælum og ofbeldi víða um Bandaríkin Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna hafa áhyggjur af því að hópar vopnaðra manna ætli sér að mótmæla embættistöku Joe Bidens, verðandi forseta Bandaríkjanna, þann 20 janúar. Mótmælin eru sögð eiga að hefjast seinna í þessari viku og standa yfir þar til Biden tekur við embætti og jafnvel lengur. 11. janúar 2021 22:30 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira
Fyrirtækið sagði í tilkynningu að í kjölfar atburðanna þann 6. janúar, þegar stuðningsmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta réðust inn í þinghúsið í Washington DC, hafi það ákveðið að banna auglýsingar um sölu vopnaaukahluta í Bandaríkjunum. Það á meðal annars við byssuskápa, skotheld vesti og skotvopnaslíður. „Við bönnum nú þegar auglýsingar á vopnum, skotfærum og aukahlutum sem uppfæra vopn eins og til dæmis hljóðdeyfa. Nú munum við einnig banna auglýsingar á aukahlutum,“ sagði Facebook í tilkynningu. Þrír öldungadeildarþingmenn sendu Mark Zuckerberg, forstjóra Facebook, bréf á föstudag þar sem þeir báðu hann um að loka fyrir auglýsingar á slíkum hlutum, sem eru greinilega hannaðir til þess að vera notaðir í vopnuðum átökum, til frambúðar. Öldungadeildarþingmennirnir, sem allir eru Demókratar, sögðu fyrirtækið verða að taka þetta og fleiri skref til þess að axla ábyrgðina sem það bera á herðum sínum. Þeir sögðu fyrirtækið þurfa að viðurkenna það að óvinir Bandaríkjanna, innan ríkisins, hafi notað vörur fyrirtækisins og vettvanginn sem það býður upp á til þess að koma ólögmætum markmiðum sínum á framfæri. Facebook lokaði í gær fyrir þann möguleika að fólk geti búið til viðburði á samfélagsmiðlinum sem fara eiga fram á stöðum eins og þinghúsinu í Washington DC og Hvíta húsinu. Þá hefur einnig verið lokað fyrir möguleikann að búa til viðburði sem fara fram í höfuðborgum ríkjanna 50. Þetta verður í gildi til og með 20. janúar. Alríkislögreglan, FBI, hefur varað við því að búið sé að skipuleggja vopnuð mótmæli í Washington, og öllum 50 höfuðborgum ríkjanna í Bandaríkjunum, á næstu dögum.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Joe Biden Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna búa sig undir óeirðir Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna auk Washington DC eru viðbúin vegna mótmæla sem búast má við um helgina. Talið er að óeirðir geti brotist út en andstæðingar Joe Bidens verðandi Bandaríkjaforseta stefna á götur út til að mótmæla embættistöku forsetans verðandi. 16. janúar 2021 19:43 Reiður yfir því að enginn komi honum til varnar Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er sagður vera reiður út í starfsmenn sína og bandamenn á lokadögum forsetatíðar sinnar. Hann er sérstaklega reiður yfir því hve fáir hafa komið honum til varnar í tengslum við það að í gær var hann í annað sinn ákærður fyrir embættisbrot. 14. janúar 2021 21:10 FBI varar við mótmælum og ofbeldi víða um Bandaríkin Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna hafa áhyggjur af því að hópar vopnaðra manna ætli sér að mótmæla embættistöku Joe Bidens, verðandi forseta Bandaríkjanna, þann 20 janúar. Mótmælin eru sögð eiga að hefjast seinna í þessari viku og standa yfir þar til Biden tekur við embætti og jafnvel lengur. 11. janúar 2021 22:30 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira
Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna búa sig undir óeirðir Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna auk Washington DC eru viðbúin vegna mótmæla sem búast má við um helgina. Talið er að óeirðir geti brotist út en andstæðingar Joe Bidens verðandi Bandaríkjaforseta stefna á götur út til að mótmæla embættistöku forsetans verðandi. 16. janúar 2021 19:43
Reiður yfir því að enginn komi honum til varnar Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er sagður vera reiður út í starfsmenn sína og bandamenn á lokadögum forsetatíðar sinnar. Hann er sérstaklega reiður yfir því hve fáir hafa komið honum til varnar í tengslum við það að í gær var hann í annað sinn ákærður fyrir embættisbrot. 14. janúar 2021 21:10
FBI varar við mótmælum og ofbeldi víða um Bandaríkin Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna hafa áhyggjur af því að hópar vopnaðra manna ætli sér að mótmæla embættistöku Joe Bidens, verðandi forseta Bandaríkjanna, þann 20 janúar. Mótmælin eru sögð eiga að hefjast seinna í þessari viku og standa yfir þar til Biden tekur við embætti og jafnvel lengur. 11. janúar 2021 22:30