Facebook bannar vopnaauglýsingar í Bandaríkjunum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. janúar 2021 23:30 Auglýsingar á aukahlutum fyrir vopn, til dæmis hljóðdeyfum, skotheldum vestum og byssuslíðrum, hafa verið bannaðar á Facebook í Bandaríkjunum. Getty/John Rudoff/ Facebook hefur ákveðið að banna auglýsingar sem auglýsa aukahluti fyrir vopn og hlífðarbúnað í Bandaríkjunum. Bannið tekur þegar gildi og mun gilda að minnsta kosti þar til á föstudag, tveimur dögum eftir að Joe Biden, verðandi forseti, sver embættiseið sinn þann 20. janúar. Fyrirtækið sagði í tilkynningu að í kjölfar atburðanna þann 6. janúar, þegar stuðningsmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta réðust inn í þinghúsið í Washington DC, hafi það ákveðið að banna auglýsingar um sölu vopnaaukahluta í Bandaríkjunum. Það á meðal annars við byssuskápa, skotheld vesti og skotvopnaslíður. „Við bönnum nú þegar auglýsingar á vopnum, skotfærum og aukahlutum sem uppfæra vopn eins og til dæmis hljóðdeyfa. Nú munum við einnig banna auglýsingar á aukahlutum,“ sagði Facebook í tilkynningu. Þrír öldungadeildarþingmenn sendu Mark Zuckerberg, forstjóra Facebook, bréf á föstudag þar sem þeir báðu hann um að loka fyrir auglýsingar á slíkum hlutum, sem eru greinilega hannaðir til þess að vera notaðir í vopnuðum átökum, til frambúðar. Öldungadeildarþingmennirnir, sem allir eru Demókratar, sögðu fyrirtækið verða að taka þetta og fleiri skref til þess að axla ábyrgðina sem það bera á herðum sínum. Þeir sögðu fyrirtækið þurfa að viðurkenna það að óvinir Bandaríkjanna, innan ríkisins, hafi notað vörur fyrirtækisins og vettvanginn sem það býður upp á til þess að koma ólögmætum markmiðum sínum á framfæri. Facebook lokaði í gær fyrir þann möguleika að fólk geti búið til viðburði á samfélagsmiðlinum sem fara eiga fram á stöðum eins og þinghúsinu í Washington DC og Hvíta húsinu. Þá hefur einnig verið lokað fyrir möguleikann að búa til viðburði sem fara fram í höfuðborgum ríkjanna 50. Þetta verður í gildi til og með 20. janúar. Alríkislögreglan, FBI, hefur varað við því að búið sé að skipuleggja vopnuð mótmæli í Washington, og öllum 50 höfuðborgum ríkjanna í Bandaríkjunum, á næstu dögum. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Joe Biden Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna búa sig undir óeirðir Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna auk Washington DC eru viðbúin vegna mótmæla sem búast má við um helgina. Talið er að óeirðir geti brotist út en andstæðingar Joe Bidens verðandi Bandaríkjaforseta stefna á götur út til að mótmæla embættistöku forsetans verðandi. 16. janúar 2021 19:43 Reiður yfir því að enginn komi honum til varnar Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er sagður vera reiður út í starfsmenn sína og bandamenn á lokadögum forsetatíðar sinnar. Hann er sérstaklega reiður yfir því hve fáir hafa komið honum til varnar í tengslum við það að í gær var hann í annað sinn ákærður fyrir embættisbrot. 14. janúar 2021 21:10 FBI varar við mótmælum og ofbeldi víða um Bandaríkin Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna hafa áhyggjur af því að hópar vopnaðra manna ætli sér að mótmæla embættistöku Joe Bidens, verðandi forseta Bandaríkjanna, þann 20 janúar. Mótmælin eru sögð eiga að hefjast seinna í þessari viku og standa yfir þar til Biden tekur við embætti og jafnvel lengur. 11. janúar 2021 22:30 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sjá meira
Fyrirtækið sagði í tilkynningu að í kjölfar atburðanna þann 6. janúar, þegar stuðningsmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta réðust inn í þinghúsið í Washington DC, hafi það ákveðið að banna auglýsingar um sölu vopnaaukahluta í Bandaríkjunum. Það á meðal annars við byssuskápa, skotheld vesti og skotvopnaslíður. „Við bönnum nú þegar auglýsingar á vopnum, skotfærum og aukahlutum sem uppfæra vopn eins og til dæmis hljóðdeyfa. Nú munum við einnig banna auglýsingar á aukahlutum,“ sagði Facebook í tilkynningu. Þrír öldungadeildarþingmenn sendu Mark Zuckerberg, forstjóra Facebook, bréf á föstudag þar sem þeir báðu hann um að loka fyrir auglýsingar á slíkum hlutum, sem eru greinilega hannaðir til þess að vera notaðir í vopnuðum átökum, til frambúðar. Öldungadeildarþingmennirnir, sem allir eru Demókratar, sögðu fyrirtækið verða að taka þetta og fleiri skref til þess að axla ábyrgðina sem það bera á herðum sínum. Þeir sögðu fyrirtækið þurfa að viðurkenna það að óvinir Bandaríkjanna, innan ríkisins, hafi notað vörur fyrirtækisins og vettvanginn sem það býður upp á til þess að koma ólögmætum markmiðum sínum á framfæri. Facebook lokaði í gær fyrir þann möguleika að fólk geti búið til viðburði á samfélagsmiðlinum sem fara eiga fram á stöðum eins og þinghúsinu í Washington DC og Hvíta húsinu. Þá hefur einnig verið lokað fyrir möguleikann að búa til viðburði sem fara fram í höfuðborgum ríkjanna 50. Þetta verður í gildi til og með 20. janúar. Alríkislögreglan, FBI, hefur varað við því að búið sé að skipuleggja vopnuð mótmæli í Washington, og öllum 50 höfuðborgum ríkjanna í Bandaríkjunum, á næstu dögum.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Joe Biden Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna búa sig undir óeirðir Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna auk Washington DC eru viðbúin vegna mótmæla sem búast má við um helgina. Talið er að óeirðir geti brotist út en andstæðingar Joe Bidens verðandi Bandaríkjaforseta stefna á götur út til að mótmæla embættistöku forsetans verðandi. 16. janúar 2021 19:43 Reiður yfir því að enginn komi honum til varnar Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er sagður vera reiður út í starfsmenn sína og bandamenn á lokadögum forsetatíðar sinnar. Hann er sérstaklega reiður yfir því hve fáir hafa komið honum til varnar í tengslum við það að í gær var hann í annað sinn ákærður fyrir embættisbrot. 14. janúar 2021 21:10 FBI varar við mótmælum og ofbeldi víða um Bandaríkin Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna hafa áhyggjur af því að hópar vopnaðra manna ætli sér að mótmæla embættistöku Joe Bidens, verðandi forseta Bandaríkjanna, þann 20 janúar. Mótmælin eru sögð eiga að hefjast seinna í þessari viku og standa yfir þar til Biden tekur við embætti og jafnvel lengur. 11. janúar 2021 22:30 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sjá meira
Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna búa sig undir óeirðir Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna auk Washington DC eru viðbúin vegna mótmæla sem búast má við um helgina. Talið er að óeirðir geti brotist út en andstæðingar Joe Bidens verðandi Bandaríkjaforseta stefna á götur út til að mótmæla embættistöku forsetans verðandi. 16. janúar 2021 19:43
Reiður yfir því að enginn komi honum til varnar Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er sagður vera reiður út í starfsmenn sína og bandamenn á lokadögum forsetatíðar sinnar. Hann er sérstaklega reiður yfir því hve fáir hafa komið honum til varnar í tengslum við það að í gær var hann í annað sinn ákærður fyrir embættisbrot. 14. janúar 2021 21:10
FBI varar við mótmælum og ofbeldi víða um Bandaríkin Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna hafa áhyggjur af því að hópar vopnaðra manna ætli sér að mótmæla embættistöku Joe Bidens, verðandi forseta Bandaríkjanna, þann 20 janúar. Mótmælin eru sögð eiga að hefjast seinna í þessari viku og standa yfir þar til Biden tekur við embætti og jafnvel lengur. 11. janúar 2021 22:30