Fjölskylda flutt með þyrlu til Reykjavíkur eftir slysið Sylvía Hall skrifar 16. janúar 2021 13:05 Fólkið var flutt með þyrlum Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur á sjúkrahús. Vísir/Vilhelm Þau þrjú sem voru í bílnum sem fór í sjóinn í Skötufirði voru flutt á sjúkrahús í Reykjavík með þyrlum Landhelgisgæslunnar nú eftir hádegi. Komið var með fólkið á Borgarspítalann á öðrum tímanum. Tilkynning um slysið barst klukkan 10:16 í dag en vegfarendur náðu fólkinu upp úr sjónum og hlúðu að fólkinu þar til viðbragðsaðilar komu á vettvang um klukkutíma síðar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var fjölskylda í bílnum; karl, barn og kona. Ekki er unnt að greina frá líðan þeirra sem voru í bílnum að svo stöddu en rannsókn á tildrögum slyssins er hafin á vettvangi. Samkvæmt tilkynningu lögreglu er flughálka á veginum, lágskýjað og hægur vindur. Samhæfingarstöð almannavarna var virkjuð vegna slyssins. Aðkoman erfið Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir vegfarendurna hafa unnið mikið þrekvirki, enda hafi það hlúað að farþegum bílsins við erfiðar aðstæður og veitt fyrstu hjálp. Hann hafði þó ekki upplýsingar um líðan þeirra. „Það er eflaust ekki auðvelt. Þetta var erfið aðkoma og erfitt verkefni sem þeir þurftu að sinna fyrsta klukkutímann áður en aðstoð kom,“ segir Rögnvaldur. Aðstæður gerðu viðbragðsaðilum erfitt fyrir. „Það var gríðarlega mikil hálka og lágskýjað, rigning og slydda. Það gerði viðbragðsaðilum erfitt fyrir, þeir komust ekki eins hratt yfir út af hálkunni.“ Fyrstu viðbragðsaðilar komu á svæðið um klukkan ellefu. Rétt fyrir klukkan tólf lentu svo þyrlur Landhelgisgæslunnar með lækna og kafara. Þær fluttu svo fjölskylduna til Reykjavíkur á sjúkrahús. Fréttin hefur verið uppfærð. Samgönguslys Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Lögreglumál Banaslys í Skötufirði Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Vegfarendur náðu fólki úr bíl sem fór í sjóinn í Skötufirði Viðbragðsaðilar voru kallaðir út vegna slyss í Skötufirði í Ísafjarðardjúpi á Vestfjörðum vegna tilkynningar um bíl sem fór í sjóinn á ellefta tímanum í morgun. Þrír voru í bílnum. 16. janúar 2021 11:06 Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Fleiri fréttir Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Sjá meira
Tilkynning um slysið barst klukkan 10:16 í dag en vegfarendur náðu fólkinu upp úr sjónum og hlúðu að fólkinu þar til viðbragðsaðilar komu á vettvang um klukkutíma síðar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var fjölskylda í bílnum; karl, barn og kona. Ekki er unnt að greina frá líðan þeirra sem voru í bílnum að svo stöddu en rannsókn á tildrögum slyssins er hafin á vettvangi. Samkvæmt tilkynningu lögreglu er flughálka á veginum, lágskýjað og hægur vindur. Samhæfingarstöð almannavarna var virkjuð vegna slyssins. Aðkoman erfið Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir vegfarendurna hafa unnið mikið þrekvirki, enda hafi það hlúað að farþegum bílsins við erfiðar aðstæður og veitt fyrstu hjálp. Hann hafði þó ekki upplýsingar um líðan þeirra. „Það er eflaust ekki auðvelt. Þetta var erfið aðkoma og erfitt verkefni sem þeir þurftu að sinna fyrsta klukkutímann áður en aðstoð kom,“ segir Rögnvaldur. Aðstæður gerðu viðbragðsaðilum erfitt fyrir. „Það var gríðarlega mikil hálka og lágskýjað, rigning og slydda. Það gerði viðbragðsaðilum erfitt fyrir, þeir komust ekki eins hratt yfir út af hálkunni.“ Fyrstu viðbragðsaðilar komu á svæðið um klukkan ellefu. Rétt fyrir klukkan tólf lentu svo þyrlur Landhelgisgæslunnar með lækna og kafara. Þær fluttu svo fjölskylduna til Reykjavíkur á sjúkrahús. Fréttin hefur verið uppfærð.
Samgönguslys Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Lögreglumál Banaslys í Skötufirði Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Vegfarendur náðu fólki úr bíl sem fór í sjóinn í Skötufirði Viðbragðsaðilar voru kallaðir út vegna slyss í Skötufirði í Ísafjarðardjúpi á Vestfjörðum vegna tilkynningar um bíl sem fór í sjóinn á ellefta tímanum í morgun. Þrír voru í bílnum. 16. janúar 2021 11:06 Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Fleiri fréttir Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Sjá meira
Vegfarendur náðu fólki úr bíl sem fór í sjóinn í Skötufirði Viðbragðsaðilar voru kallaðir út vegna slyss í Skötufirði í Ísafjarðardjúpi á Vestfjörðum vegna tilkynningar um bíl sem fór í sjóinn á ellefta tímanum í morgun. Þrír voru í bílnum. 16. janúar 2021 11:06