Múgurinn réðst inn í þingsalinn um mínútu eftir að Pence var komið út Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. janúar 2021 22:00 Mike Pence. GEtty/Saul Loeb Litlu munaði að múgurinn, sem réðst inn í þinghús Bandaríkjanna í síðustu viku, hafi náð til Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna. Margir áhlaupamannanna heyrðust hrópa að Pence væri svikari á meðan þeir gengu í átt að þingsalnum. Samkvæmt nýjum upplýsingum, sem Washington Post greinir frá, liðu fjórtán mínútur frá því að múgurinn gerði fyrstu tilraun til að ráðast inn í þinghúsið þar til öryggisverðir leiddu Pence út úr þingsal og á öruggan stað. Lífferðir Pence leiddu hann að lokum inn í herbergi skammt frá þingsalnum, þar sem Pence hélt til ásamt eiginkonu sinni og dóttur. Um mínútu eftir að Pence var komið úr þingsalnum tókst áhlaupamönnum að ráðast inn á aðra hæð salsins. Samkvæmt heimildamönnum Washington Post var herbergið sem Pence hélt til um þrjátíu metrum frá annarri hæð þingsalsins. Þeir segja að hefðu áhlaupamennirnir komist á staðinn nokkrum sekúndum fyrr hefðu þeir séð Pence hlaupa yfir í herbergið og þá vitað hvar hann væri niðurkominn. Lögreglan hafnaði aðstoð þjóðvarðliðsins Spurningar hafa vaknað um það hvers vegna lífverðir Pence, sem eru meðlimir Bandarísku leyniþjónustunnar (e. Secret Service), fylgdu honum ekki úr þingsal fyrr. Mikil hætta hafi steðjað að varaforsetanum og mikið forgangsmál að koma honum í öruggt skjól. Talsmaður leyniþjónustunnar sagði í samtali við Washington Post að varaforsetinn hafi ekki á neinum tímapunkti verið í lífshættu. Lögregla þingsins hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir viðbrögð hennar vegna áhlaupsins. Gagnrýnendur hafa bent á að löggæsla hafi ekki verið nógu góð, ekki nógu margir lögreglumenn á staðnum og hafa myndbönd og myndir litið dagsins ljós þar sem lögreglumenn þingsins sjást opna dyr fyrir áhlaupsmönnum og stilla sér upp fyrir myndatökur. Þá hafnaði lögregla þingsins boði varnarmálaráðuneytisins um aðstoð þjóðvarðliðs Washington DC við að halda aftur mótmælendum. Mótmælendur höfðu skipulagt mótmælin opinberlega á samfélagsmiðlum og margir sagst ætla að ráðast inn í þinghúsið. Þrátt fyrir það afþakkaði lögreglan aðstoð. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Búið að handtaka áberandi þátttakendur í óeirðunum Alríkissaksóknarar hafa ákært tvo einstaklinga til viðbótar í tengslum við óeirðirnar í bandaríska þinghúsinu sem fram fóru á miðvikudag. Um er að ræða tvo karlmenn sem vakið hafa mikla athygli fyrir þátt sinn í atburðunum en ljósmyndir af þeim á göngum þinghússins komust fljótt í mikla dreifingu um allan heim. 9. janúar 2021 20:42 „Á þessum tímapunkti hélt ég að ég yrði drepin“ Fjöldi blaðamanna og ljósmyndara var í og við bandaríska þinghúsið á miðvikudag og upplifði þá ótrúlegu atburðarás þegar æstur múgur, stuðningsmenn Donalds Trump fráfarandi Bandaríkjaforseta, réðst inn í húsið. 9. janúar 2021 19:31 Maðurinn sem kom sér fyrir í stól Pelosi handtekinn Maðurinn sem kom sér fyrir í stól Pelosi þegar múgur réðst inn í þinghúsið hefur verið handekinn og ákærður fyrir brot á alríkislögum. 8. janúar 2021 19:38 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira
Samkvæmt nýjum upplýsingum, sem Washington Post greinir frá, liðu fjórtán mínútur frá því að múgurinn gerði fyrstu tilraun til að ráðast inn í þinghúsið þar til öryggisverðir leiddu Pence út úr þingsal og á öruggan stað. Lífferðir Pence leiddu hann að lokum inn í herbergi skammt frá þingsalnum, þar sem Pence hélt til ásamt eiginkonu sinni og dóttur. Um mínútu eftir að Pence var komið úr þingsalnum tókst áhlaupamönnum að ráðast inn á aðra hæð salsins. Samkvæmt heimildamönnum Washington Post var herbergið sem Pence hélt til um þrjátíu metrum frá annarri hæð þingsalsins. Þeir segja að hefðu áhlaupamennirnir komist á staðinn nokkrum sekúndum fyrr hefðu þeir séð Pence hlaupa yfir í herbergið og þá vitað hvar hann væri niðurkominn. Lögreglan hafnaði aðstoð þjóðvarðliðsins Spurningar hafa vaknað um það hvers vegna lífverðir Pence, sem eru meðlimir Bandarísku leyniþjónustunnar (e. Secret Service), fylgdu honum ekki úr þingsal fyrr. Mikil hætta hafi steðjað að varaforsetanum og mikið forgangsmál að koma honum í öruggt skjól. Talsmaður leyniþjónustunnar sagði í samtali við Washington Post að varaforsetinn hafi ekki á neinum tímapunkti verið í lífshættu. Lögregla þingsins hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir viðbrögð hennar vegna áhlaupsins. Gagnrýnendur hafa bent á að löggæsla hafi ekki verið nógu góð, ekki nógu margir lögreglumenn á staðnum og hafa myndbönd og myndir litið dagsins ljós þar sem lögreglumenn þingsins sjást opna dyr fyrir áhlaupsmönnum og stilla sér upp fyrir myndatökur. Þá hafnaði lögregla þingsins boði varnarmálaráðuneytisins um aðstoð þjóðvarðliðs Washington DC við að halda aftur mótmælendum. Mótmælendur höfðu skipulagt mótmælin opinberlega á samfélagsmiðlum og margir sagst ætla að ráðast inn í þinghúsið. Þrátt fyrir það afþakkaði lögreglan aðstoð.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Búið að handtaka áberandi þátttakendur í óeirðunum Alríkissaksóknarar hafa ákært tvo einstaklinga til viðbótar í tengslum við óeirðirnar í bandaríska þinghúsinu sem fram fóru á miðvikudag. Um er að ræða tvo karlmenn sem vakið hafa mikla athygli fyrir þátt sinn í atburðunum en ljósmyndir af þeim á göngum þinghússins komust fljótt í mikla dreifingu um allan heim. 9. janúar 2021 20:42 „Á þessum tímapunkti hélt ég að ég yrði drepin“ Fjöldi blaðamanna og ljósmyndara var í og við bandaríska þinghúsið á miðvikudag og upplifði þá ótrúlegu atburðarás þegar æstur múgur, stuðningsmenn Donalds Trump fráfarandi Bandaríkjaforseta, réðst inn í húsið. 9. janúar 2021 19:31 Maðurinn sem kom sér fyrir í stól Pelosi handtekinn Maðurinn sem kom sér fyrir í stól Pelosi þegar múgur réðst inn í þinghúsið hefur verið handekinn og ákærður fyrir brot á alríkislögum. 8. janúar 2021 19:38 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira
Búið að handtaka áberandi þátttakendur í óeirðunum Alríkissaksóknarar hafa ákært tvo einstaklinga til viðbótar í tengslum við óeirðirnar í bandaríska þinghúsinu sem fram fóru á miðvikudag. Um er að ræða tvo karlmenn sem vakið hafa mikla athygli fyrir þátt sinn í atburðunum en ljósmyndir af þeim á göngum þinghússins komust fljótt í mikla dreifingu um allan heim. 9. janúar 2021 20:42
„Á þessum tímapunkti hélt ég að ég yrði drepin“ Fjöldi blaðamanna og ljósmyndara var í og við bandaríska þinghúsið á miðvikudag og upplifði þá ótrúlegu atburðarás þegar æstur múgur, stuðningsmenn Donalds Trump fráfarandi Bandaríkjaforseta, réðst inn í húsið. 9. janúar 2021 19:31
Maðurinn sem kom sér fyrir í stól Pelosi handtekinn Maðurinn sem kom sér fyrir í stól Pelosi þegar múgur réðst inn í þinghúsið hefur verið handekinn og ákærður fyrir brot á alríkislögum. 8. janúar 2021 19:38