Múgurinn réðst inn í þingsalinn um mínútu eftir að Pence var komið út Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. janúar 2021 22:00 Mike Pence. GEtty/Saul Loeb Litlu munaði að múgurinn, sem réðst inn í þinghús Bandaríkjanna í síðustu viku, hafi náð til Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna. Margir áhlaupamannanna heyrðust hrópa að Pence væri svikari á meðan þeir gengu í átt að þingsalnum. Samkvæmt nýjum upplýsingum, sem Washington Post greinir frá, liðu fjórtán mínútur frá því að múgurinn gerði fyrstu tilraun til að ráðast inn í þinghúsið þar til öryggisverðir leiddu Pence út úr þingsal og á öruggan stað. Lífferðir Pence leiddu hann að lokum inn í herbergi skammt frá þingsalnum, þar sem Pence hélt til ásamt eiginkonu sinni og dóttur. Um mínútu eftir að Pence var komið úr þingsalnum tókst áhlaupamönnum að ráðast inn á aðra hæð salsins. Samkvæmt heimildamönnum Washington Post var herbergið sem Pence hélt til um þrjátíu metrum frá annarri hæð þingsalsins. Þeir segja að hefðu áhlaupamennirnir komist á staðinn nokkrum sekúndum fyrr hefðu þeir séð Pence hlaupa yfir í herbergið og þá vitað hvar hann væri niðurkominn. Lögreglan hafnaði aðstoð þjóðvarðliðsins Spurningar hafa vaknað um það hvers vegna lífverðir Pence, sem eru meðlimir Bandarísku leyniþjónustunnar (e. Secret Service), fylgdu honum ekki úr þingsal fyrr. Mikil hætta hafi steðjað að varaforsetanum og mikið forgangsmál að koma honum í öruggt skjól. Talsmaður leyniþjónustunnar sagði í samtali við Washington Post að varaforsetinn hafi ekki á neinum tímapunkti verið í lífshættu. Lögregla þingsins hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir viðbrögð hennar vegna áhlaupsins. Gagnrýnendur hafa bent á að löggæsla hafi ekki verið nógu góð, ekki nógu margir lögreglumenn á staðnum og hafa myndbönd og myndir litið dagsins ljós þar sem lögreglumenn þingsins sjást opna dyr fyrir áhlaupsmönnum og stilla sér upp fyrir myndatökur. Þá hafnaði lögregla þingsins boði varnarmálaráðuneytisins um aðstoð þjóðvarðliðs Washington DC við að halda aftur mótmælendum. Mótmælendur höfðu skipulagt mótmælin opinberlega á samfélagsmiðlum og margir sagst ætla að ráðast inn í þinghúsið. Þrátt fyrir það afþakkaði lögreglan aðstoð. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Búið að handtaka áberandi þátttakendur í óeirðunum Alríkissaksóknarar hafa ákært tvo einstaklinga til viðbótar í tengslum við óeirðirnar í bandaríska þinghúsinu sem fram fóru á miðvikudag. Um er að ræða tvo karlmenn sem vakið hafa mikla athygli fyrir þátt sinn í atburðunum en ljósmyndir af þeim á göngum þinghússins komust fljótt í mikla dreifingu um allan heim. 9. janúar 2021 20:42 „Á þessum tímapunkti hélt ég að ég yrði drepin“ Fjöldi blaðamanna og ljósmyndara var í og við bandaríska þinghúsið á miðvikudag og upplifði þá ótrúlegu atburðarás þegar æstur múgur, stuðningsmenn Donalds Trump fráfarandi Bandaríkjaforseta, réðst inn í húsið. 9. janúar 2021 19:31 Maðurinn sem kom sér fyrir í stól Pelosi handtekinn Maðurinn sem kom sér fyrir í stól Pelosi þegar múgur réðst inn í þinghúsið hefur verið handekinn og ákærður fyrir brot á alríkislögum. 8. janúar 2021 19:38 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Fleiri fréttir Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Sjá meira
Samkvæmt nýjum upplýsingum, sem Washington Post greinir frá, liðu fjórtán mínútur frá því að múgurinn gerði fyrstu tilraun til að ráðast inn í þinghúsið þar til öryggisverðir leiddu Pence út úr þingsal og á öruggan stað. Lífferðir Pence leiddu hann að lokum inn í herbergi skammt frá þingsalnum, þar sem Pence hélt til ásamt eiginkonu sinni og dóttur. Um mínútu eftir að Pence var komið úr þingsalnum tókst áhlaupamönnum að ráðast inn á aðra hæð salsins. Samkvæmt heimildamönnum Washington Post var herbergið sem Pence hélt til um þrjátíu metrum frá annarri hæð þingsalsins. Þeir segja að hefðu áhlaupamennirnir komist á staðinn nokkrum sekúndum fyrr hefðu þeir séð Pence hlaupa yfir í herbergið og þá vitað hvar hann væri niðurkominn. Lögreglan hafnaði aðstoð þjóðvarðliðsins Spurningar hafa vaknað um það hvers vegna lífverðir Pence, sem eru meðlimir Bandarísku leyniþjónustunnar (e. Secret Service), fylgdu honum ekki úr þingsal fyrr. Mikil hætta hafi steðjað að varaforsetanum og mikið forgangsmál að koma honum í öruggt skjól. Talsmaður leyniþjónustunnar sagði í samtali við Washington Post að varaforsetinn hafi ekki á neinum tímapunkti verið í lífshættu. Lögregla þingsins hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir viðbrögð hennar vegna áhlaupsins. Gagnrýnendur hafa bent á að löggæsla hafi ekki verið nógu góð, ekki nógu margir lögreglumenn á staðnum og hafa myndbönd og myndir litið dagsins ljós þar sem lögreglumenn þingsins sjást opna dyr fyrir áhlaupsmönnum og stilla sér upp fyrir myndatökur. Þá hafnaði lögregla þingsins boði varnarmálaráðuneytisins um aðstoð þjóðvarðliðs Washington DC við að halda aftur mótmælendum. Mótmælendur höfðu skipulagt mótmælin opinberlega á samfélagsmiðlum og margir sagst ætla að ráðast inn í þinghúsið. Þrátt fyrir það afþakkaði lögreglan aðstoð.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Búið að handtaka áberandi þátttakendur í óeirðunum Alríkissaksóknarar hafa ákært tvo einstaklinga til viðbótar í tengslum við óeirðirnar í bandaríska þinghúsinu sem fram fóru á miðvikudag. Um er að ræða tvo karlmenn sem vakið hafa mikla athygli fyrir þátt sinn í atburðunum en ljósmyndir af þeim á göngum þinghússins komust fljótt í mikla dreifingu um allan heim. 9. janúar 2021 20:42 „Á þessum tímapunkti hélt ég að ég yrði drepin“ Fjöldi blaðamanna og ljósmyndara var í og við bandaríska þinghúsið á miðvikudag og upplifði þá ótrúlegu atburðarás þegar æstur múgur, stuðningsmenn Donalds Trump fráfarandi Bandaríkjaforseta, réðst inn í húsið. 9. janúar 2021 19:31 Maðurinn sem kom sér fyrir í stól Pelosi handtekinn Maðurinn sem kom sér fyrir í stól Pelosi þegar múgur réðst inn í þinghúsið hefur verið handekinn og ákærður fyrir brot á alríkislögum. 8. janúar 2021 19:38 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Fleiri fréttir Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Sjá meira
Búið að handtaka áberandi þátttakendur í óeirðunum Alríkissaksóknarar hafa ákært tvo einstaklinga til viðbótar í tengslum við óeirðirnar í bandaríska þinghúsinu sem fram fóru á miðvikudag. Um er að ræða tvo karlmenn sem vakið hafa mikla athygli fyrir þátt sinn í atburðunum en ljósmyndir af þeim á göngum þinghússins komust fljótt í mikla dreifingu um allan heim. 9. janúar 2021 20:42
„Á þessum tímapunkti hélt ég að ég yrði drepin“ Fjöldi blaðamanna og ljósmyndara var í og við bandaríska þinghúsið á miðvikudag og upplifði þá ótrúlegu atburðarás þegar æstur múgur, stuðningsmenn Donalds Trump fráfarandi Bandaríkjaforseta, réðst inn í húsið. 9. janúar 2021 19:31
Maðurinn sem kom sér fyrir í stól Pelosi handtekinn Maðurinn sem kom sér fyrir í stól Pelosi þegar múgur réðst inn í þinghúsið hefur verið handekinn og ákærður fyrir brot á alríkislögum. 8. janúar 2021 19:38