Ingibjörg Sólrún segist spennt fyrir nýju starfi hjá SÞ í Írak Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. janúar 2021 21:00 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir mun hefja störf, sem staðgengill fulltrúa aðalritara Sameinuðu þjóðanna í Írak, í mars. Vísir/Vilhelm Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi ráðherra og Alþingismaður, hefur verið skipuð sem staðgengill fulltrúa António Guterres, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, í Írak. Hún segist spennt fyrir starfinu og verkefnunum sem því fylgja. „Ég er mjög spennt fyrir starfinu. Ég var nú ekkert að hugsa mér til hreyfings og hélt ég væri bara komin heim. Svo bauðst mér þetta og mér finnst þetta spennandi, þetta er á mínu áhugasviði og þar af leiðandi ákvað ég að slá til,“ segir Ingibjörg Sólrún í samtali við Vísi. Starfið felst einna helst í því að aðstoða stjórnvöld við undirbúning og framkvæmd kosninga og eftirlit með mannréttindamálum, sem er sama svið og Ingibjörg starfaði við hjá ÖSE sem yfirmaður Lýðræðis- og mannréttindastofnunar hennar. „Þetta er mjög skylt því starfi að ýmsu leyti sem að ég gegndi hjá ÖSE. Ég var sem yfirmaður lýðræðis- og mannréttindastofnunarinnar hjá ÖSE yfir kosningadeildinni og hafði með lýðræðismálin að gera og það er á því sviði sem þetta starf er. Ég verð aðallega með pólitísku málin og kosningar, þannig að þetta er skylt því sem ég hef verið að gera.,“ segir Ingibjörg. „En þetta er auðvitað alltaf til aðstoðar þeim, þau ráða för. Starfið felst líka í mannréttindamálum, þau koma þarna líka inn.“ „Eins lengi og maður getur lært eitthvað er það gaman“ Ingibjörg verður búsett í Bagdad, höfuðborg Írak, og flytur hún þangað í mars þegar hún hefur störf. Hún segist undirbúin fyrir það að flytja til Írak, en hún starfaði áður í Afganistan hjá UN Women. „Ég hef verið í Afganistan, ég veit hvernig það er að vera í landi þar sem átök hafa átt sér stað. Ég geri ráð fyrir, og mér sýnist Írak vera betra en Afganistan. Ég veit alveg hvað ég er að fara út í,“ segir Ingibjörg. „Mér finnst þetta mjög spennandi heimshluti. Ég hef alltaf haft mjög mikinn áhuga á Mið-Austurlöndum. Mér finnst heimshlutinn spennandi, mér finnst verkefnin spennandi og ég er viss um að þetta er tækifæri til þess að læra margt nýtt. Eins lengi og maður getur lært eitthvað er það gaman,“ segir Ingibjörg Sólrún. Sameinuðu þjóðirnar Íslendingar erlendis Tengdar fréttir „Þau vita það fullvel að það verður ekki auðvelt að finna eftirmann“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fráfarandi forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE, segir að það felist í því ákveðin yfirlýsing að hafna áframhaldandi setu hennar í starfi. Lýðræðis- og mannréttindahluta ÖSE sé sett í ákveðið uppnám. 14. júlí 2020 13:27 Ingibjörg Sólrún verður ekki forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunarinnar áfram Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, mun láta af störfum sem forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE en hún hefur gengt starfinu undanfarin þrjú ár. 13. júlí 2020 18:02 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
„Ég er mjög spennt fyrir starfinu. Ég var nú ekkert að hugsa mér til hreyfings og hélt ég væri bara komin heim. Svo bauðst mér þetta og mér finnst þetta spennandi, þetta er á mínu áhugasviði og þar af leiðandi ákvað ég að slá til,“ segir Ingibjörg Sólrún í samtali við Vísi. Starfið felst einna helst í því að aðstoða stjórnvöld við undirbúning og framkvæmd kosninga og eftirlit með mannréttindamálum, sem er sama svið og Ingibjörg starfaði við hjá ÖSE sem yfirmaður Lýðræðis- og mannréttindastofnunar hennar. „Þetta er mjög skylt því starfi að ýmsu leyti sem að ég gegndi hjá ÖSE. Ég var sem yfirmaður lýðræðis- og mannréttindastofnunarinnar hjá ÖSE yfir kosningadeildinni og hafði með lýðræðismálin að gera og það er á því sviði sem þetta starf er. Ég verð aðallega með pólitísku málin og kosningar, þannig að þetta er skylt því sem ég hef verið að gera.,“ segir Ingibjörg. „En þetta er auðvitað alltaf til aðstoðar þeim, þau ráða för. Starfið felst líka í mannréttindamálum, þau koma þarna líka inn.“ „Eins lengi og maður getur lært eitthvað er það gaman“ Ingibjörg verður búsett í Bagdad, höfuðborg Írak, og flytur hún þangað í mars þegar hún hefur störf. Hún segist undirbúin fyrir það að flytja til Írak, en hún starfaði áður í Afganistan hjá UN Women. „Ég hef verið í Afganistan, ég veit hvernig það er að vera í landi þar sem átök hafa átt sér stað. Ég geri ráð fyrir, og mér sýnist Írak vera betra en Afganistan. Ég veit alveg hvað ég er að fara út í,“ segir Ingibjörg. „Mér finnst þetta mjög spennandi heimshluti. Ég hef alltaf haft mjög mikinn áhuga á Mið-Austurlöndum. Mér finnst heimshlutinn spennandi, mér finnst verkefnin spennandi og ég er viss um að þetta er tækifæri til þess að læra margt nýtt. Eins lengi og maður getur lært eitthvað er það gaman,“ segir Ingibjörg Sólrún.
Sameinuðu þjóðirnar Íslendingar erlendis Tengdar fréttir „Þau vita það fullvel að það verður ekki auðvelt að finna eftirmann“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fráfarandi forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE, segir að það felist í því ákveðin yfirlýsing að hafna áframhaldandi setu hennar í starfi. Lýðræðis- og mannréttindahluta ÖSE sé sett í ákveðið uppnám. 14. júlí 2020 13:27 Ingibjörg Sólrún verður ekki forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunarinnar áfram Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, mun láta af störfum sem forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE en hún hefur gengt starfinu undanfarin þrjú ár. 13. júlí 2020 18:02 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
„Þau vita það fullvel að það verður ekki auðvelt að finna eftirmann“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fráfarandi forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE, segir að það felist í því ákveðin yfirlýsing að hafna áframhaldandi setu hennar í starfi. Lýðræðis- og mannréttindahluta ÖSE sé sett í ákveðið uppnám. 14. júlí 2020 13:27
Ingibjörg Sólrún verður ekki forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunarinnar áfram Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, mun láta af störfum sem forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE en hún hefur gengt starfinu undanfarin þrjú ár. 13. júlí 2020 18:02