Fá reglulega ábendingar um að grímulausum farþegum sé hleypt um borð Eiður Þór Árnason skrifar 15. janúar 2021 16:08 Grímuskylda hefur verið tekin upp í Strætó. Jón Magnús segir skynsamlegt að fólk noti grímur í aðstæðum þar sem ekki er víst að hægt sé að tryggja fjarlægðarmörk. Vísir/Vilhelm Strætó hefur alls borist 151 ábending um ófullnægjandi grímunotkun vagnstjóra og farþega frá 5. október síðastliðnum. Snýr meirihluti ábendinganna að vagnstjórum eða 96 talsins og hefur fjöldi þeirra rétt rúmlega tvöföldast frá því í byrjun nóvember. Þar af hefur Strætó fengið 53 ábendingar um grímulausa vagnstjóra frá því í október og 43 vegna vagnstjóra sem eru sagðir bera grímuna vitlaust. 55 ábendingar varða grímulausa farþega um borð. Grímuskylda hefur verið í gildi í vögnum Strætó á höfuðborgarsvæðinu frá því í október í samræmi við gildandi sóttvarnareglur. Nær grímuskyldan bæði til farþega og vagnstjóra. „Við fáum reglulega einhverjar ábendingar um að það sé verið að hleypa grímulausum farþegum um borð eða þá að vagnstjórinn sé grímulaus. Við þurfum bara að halda áfram að minna fólk á að vera með grímuna og við erum reglulega að minna starfsfólk á það,“ segir Guðmundur H. Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, í samtali við Vísi. „Það er auðvitað ekki allt sem ratar þarna inn en þetta gefur okkur ágætis mynd af stöðunni.“ Erfitt fyrir vagnstjóra að fylgjast með farþegum Nýlega hefur Strætó fengið nokkrar ábendingar um farþega sem taki grímuna niður um borð í vagninum. „Við viljum árétta að fólk ber ábyrgð á sínum persónulegu sóttvörnum. Vagnstjórar eiga að fylgjast með hvort fólk sé með grímu þegar það kemur um borð en það er ómögulegt fyrir þá að fylgjast almennilega með hvað fólk gerir eftir það.“ Guðmundur segir stjórnendur hvetja farþega til að senda Strætó skilaboð á samfélagsmiðlum eða ábendingu á heimasíðu Strætó ef tilefni er til. „Við skráum allar ábendingar niður og spyrjum alltaf hvar þetta var og á hvaða leið. Þá getum við fundið út hver var að keyra og getum þá átt samtalið við viðkomandi starfsmann. Við sendum svo reglulega út ábendingar um að halda áfram að sinna sóttvörnum og nota grímuna.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Strætó Samgöngur Tengdar fréttir 45 ábendingar til meðferðar vegna grímulausra vagnstjóra Alls hafa 45 ábendingar sem borist hafa Strætó um að bílstjórar vagna á höfuðborgarsvæðinu hafi ekki með grímur eða noti þær ekki rétt, verið teknar til meðferðar frá því að grímuskylda var tekin upp í strætisvögnum 5. október síðastliðinn. 3. nóvember 2020 15:16 Allir þurfa áfram að bera grímu þrátt fyrir vottorð Viðskiptavinir í öllum verslunum Haga, sem og verslunum Krónunnar og ELKO, verða áfram skyldaðir til að bera grímu, hvort sem þeir hafa fengið Covid-19 eða ekki. 16. nóvember 2020 11:02 Grímuskylda í Strætó tekur gildi á mánudag Frá og meðan morgundeginum þurfa þeir sem ferðast með strætisvögnum að nota andlitsgrímur á meðan ferðinni stendur. 4. október 2020 22:29 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Veður Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að sviðsetja bílslys Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Sjá meira
Þar af hefur Strætó fengið 53 ábendingar um grímulausa vagnstjóra frá því í október og 43 vegna vagnstjóra sem eru sagðir bera grímuna vitlaust. 55 ábendingar varða grímulausa farþega um borð. Grímuskylda hefur verið í gildi í vögnum Strætó á höfuðborgarsvæðinu frá því í október í samræmi við gildandi sóttvarnareglur. Nær grímuskyldan bæði til farþega og vagnstjóra. „Við fáum reglulega einhverjar ábendingar um að það sé verið að hleypa grímulausum farþegum um borð eða þá að vagnstjórinn sé grímulaus. Við þurfum bara að halda áfram að minna fólk á að vera með grímuna og við erum reglulega að minna starfsfólk á það,“ segir Guðmundur H. Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, í samtali við Vísi. „Það er auðvitað ekki allt sem ratar þarna inn en þetta gefur okkur ágætis mynd af stöðunni.“ Erfitt fyrir vagnstjóra að fylgjast með farþegum Nýlega hefur Strætó fengið nokkrar ábendingar um farþega sem taki grímuna niður um borð í vagninum. „Við viljum árétta að fólk ber ábyrgð á sínum persónulegu sóttvörnum. Vagnstjórar eiga að fylgjast með hvort fólk sé með grímu þegar það kemur um borð en það er ómögulegt fyrir þá að fylgjast almennilega með hvað fólk gerir eftir það.“ Guðmundur segir stjórnendur hvetja farþega til að senda Strætó skilaboð á samfélagsmiðlum eða ábendingu á heimasíðu Strætó ef tilefni er til. „Við skráum allar ábendingar niður og spyrjum alltaf hvar þetta var og á hvaða leið. Þá getum við fundið út hver var að keyra og getum þá átt samtalið við viðkomandi starfsmann. Við sendum svo reglulega út ábendingar um að halda áfram að sinna sóttvörnum og nota grímuna.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Strætó Samgöngur Tengdar fréttir 45 ábendingar til meðferðar vegna grímulausra vagnstjóra Alls hafa 45 ábendingar sem borist hafa Strætó um að bílstjórar vagna á höfuðborgarsvæðinu hafi ekki með grímur eða noti þær ekki rétt, verið teknar til meðferðar frá því að grímuskylda var tekin upp í strætisvögnum 5. október síðastliðinn. 3. nóvember 2020 15:16 Allir þurfa áfram að bera grímu þrátt fyrir vottorð Viðskiptavinir í öllum verslunum Haga, sem og verslunum Krónunnar og ELKO, verða áfram skyldaðir til að bera grímu, hvort sem þeir hafa fengið Covid-19 eða ekki. 16. nóvember 2020 11:02 Grímuskylda í Strætó tekur gildi á mánudag Frá og meðan morgundeginum þurfa þeir sem ferðast með strætisvögnum að nota andlitsgrímur á meðan ferðinni stendur. 4. október 2020 22:29 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Veður Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að sviðsetja bílslys Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Sjá meira
45 ábendingar til meðferðar vegna grímulausra vagnstjóra Alls hafa 45 ábendingar sem borist hafa Strætó um að bílstjórar vagna á höfuðborgarsvæðinu hafi ekki með grímur eða noti þær ekki rétt, verið teknar til meðferðar frá því að grímuskylda var tekin upp í strætisvögnum 5. október síðastliðinn. 3. nóvember 2020 15:16
Allir þurfa áfram að bera grímu þrátt fyrir vottorð Viðskiptavinir í öllum verslunum Haga, sem og verslunum Krónunnar og ELKO, verða áfram skyldaðir til að bera grímu, hvort sem þeir hafa fengið Covid-19 eða ekki. 16. nóvember 2020 11:02
Grímuskylda í Strætó tekur gildi á mánudag Frá og meðan morgundeginum þurfa þeir sem ferðast með strætisvögnum að nota andlitsgrímur á meðan ferðinni stendur. 4. október 2020 22:29