Sluppu síðast með skrekkinn gegn Alsír eftir martraðarbyrjun Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. janúar 2021 11:00 Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur gegn Alsír á HM 2005 og 2015. getty/Lars Baron Strákarnir í íslenska handboltalandsliðinu mæta Alsír í öðrum leik sínum í F-riðli heimsmeistaramótsins í Egyptalandi í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Ísland verður að vinna leikinn til að taka með sér tvö stig inn í milliriðla, að því gefnu að íslenska liðið vinni Marokkó á mánudaginn sem yfirgnæfandi líkur eru á. Alsír vann Marokkó á fimmtudaginn, 24-23, eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik, 8-15. Ísland tapaði hins vegar fyrir Portúgal, 25-23. Ísland og Alsír hafa fimm sinnum áður mæst á stórmótum; þrisvar sinnum á heimsmeistaramótum og tvisvar sinnum á Ólympíuleikum. Ísland vann fjóra þessara leikja og einu sinni varð jafntefli. Þá hafa liðin þrisvar sinnum mæst í vináttulandsleikjum. Þess má geta að fyrsti sigur Íslands undir stjórn Bogdans Kowalczyk var gegn Alsír, 29-22, í desember 1983. Ísland 19-15 Alsír, ÓL 1984 Á fyrsta stórmóti Íslands undir stjórns Bogdans, Ólympíuleikunum 1984, var Ísland í riðli með Alsír. Íslenska liðið átti í vandræðum með óhefðbundinn maður á mann varnarleik Alsíringa og sigurinn var torsóttur. Staðan í hálfleik var jöfn, 7-7, en Ísland komst í fyrsta sinn yfir, 14-13, þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum. Á endanum hafðist fjögurra marka sigur, 19-15. Íslendingar fylgdu því eftir með því að vinna Sviss í næsta leik. Ísland endaði að lokum í 6. sæti Ólympíuleikanna. Mörk Íslands: Sigurður Gunnarsson 6/3, Guðmundur Guðmundsson 4, Jakob Sigurðsson 3, Atli Hilmarsson 3, Kristján Arason 2/1, Þorgils Óttar Mathiesen 1, Alfreð Gíslason 1. Ísland 22-16 Alsír, ÓL 1988 Miklar væntingar voru gerðar til íslenska liðsins á Ólympíuleikunum í Seúl 1988 og mótið byrjaði vel hjá okkar mönnum, allavega hvað úrslitin varðaði. Ísland vann Bandaríkin, 22-15, í fyrsta leik og sigraði svo Alsír í öðrum leik sínum, 22-16. Íslenska liðið byrjaði illa og lenti 1-5 undir en vann sig síðan inn í leikinn og leiddi með þremur mörkum í hálfleik, 11-8. Ísland vann seinni hálfleikinn með sömu markatölu og leikinn með sex marka mun, 22-16. Kristján Arason skoraði átta mörk í leiknum. Hann var fjórði markahæsti leikmaður Ólympíuleikanna með 33 mörk. Sigurinn á Alsír var síðasti sigur Íslands á Ólympíuleikunum 1988 og strákarnir enduðu að lokum í 8. sæti. Nokkrum mánuðum síðar unnu þeir svo B-keppnina í Frakklandi og bjuggu þar að stífum undirbúningi fyrir Ólympíuleikana. Mörk Íslands: Kristján Arason 8/5, Sigurður Gunnarsson 5, Atli Hilmarsson 3, Þorgils Óttar Mathiesen 3, Bjarki Sigurðsson 3. Ísland 27-27 Alsír, HM 1997 Íslendingar náðu sínum besta árangri á heimsmeistaramóti þegar þeir enduðu í 5. sæti á HM í Kumamoto í Japan 1997. Ísland lék níu leiki á mótinu, vann sjö, tapaði einum og gerði eitt jafntefli, við Alsír í 2. umferð riðlakeppninnar. Útlitið var dökkt þegar fimm mínútur voru eftir og Ísland þremur mörkum undir, 22-25. Íslendingar gáfust þó ekki upp og Valdimar Grímsson kom þeim yfir, 27-26, með sínu níunda marki. Alsíringar áttu hins vegar síðasta orðið og jöfnuðu í 27-27. Patrekur Jóhannesson skoraði reyndar af löngu færi í blálokin eftir það en leiktíminn reyndist runninn út og markið taldi því ekki. Mörk Íslands: Valdimar Grímsson 9/4, Gústaf Bjarnason 5, Patrekur Jóhannesson 5, Konráð Olavson 3, Ólafur Stefánsson 3, Júlíus Jónasson 2. Ísland 34-25 Alsír, HM 2005 Ísland mætti með mikið breytt lið til leiks á HM í Túnis 2005 og komst ekki áfram í millriðil. Niðurstaðan varð 15. sæti eftir tvo sigra, tvö töp og eitt jafntefli. Annar sigurinn kom gegn Alsír í lokaleik riðlakeppinnar, 34-25, en fyrir hann var ljóst að möguleikinn á að komast í milliriðil væri ekki lengur fyrir hendi. Íslenska liðið var mun sterkara í leiknum og var átta mörkum yfir í hálfleik, 14-11. Mestur varð munurinn tíu mörk en á endanum skildu níu mörk liðin að, 34-25. Birkir Ívar Guðmundsson varði átján skot og Íslendingar skoruðu fjölda marka úr hraðaupphlaupum þar sem Guðjón Valur Sigurðsson naut sín vel. Hann skoraði níu mörk og var markahæstur í íslenska liðinu. Ísland vann næstu fjóra leiki sína á HM en féll svo á grátlegan hátt út fyrir Ungverjalandi í átta liða úrslitum. Íslendingar unnu síðustu tvo leiki sína á mótinu og tryggði sér 5. sætið. Mörk Íslands: Guðjón Valur Sigurðsson 9, Róbert Gunnarsson 7/1, Ólafur Stefánsson 5/2, Alexander Petersson 3, Vilhjálmur Halldórsson 2, Arnór Atlason 2, Einar Hólmgeirsson 2, Logi Geirsson 1, Dagur Sigurðsson 1, Markús Máni Michaelsson 1, Vignir Svavarsson 1. Ísland 32-24 Alsír, HM 2015 Íslendingar steinlágu fyrir Svíum, 24-16, í fyrsta leik sínum á HM í Katar 2015 og næsti leikur, gegn Alsíringum, byrjaði eins illa og mögulegt var. Alsír komst í 0-6 og fjórum mörkum yfir, 8-12, þegar fjórar mínútur voru til hálfleiks. Ísland skoraði fjögur af síðustu fimm mörkum fyrri hálfleiks og því var munurinn bara eitt mark að honum loknum, 12-13. Í seinni hálfleik var allt að sjá til íslenska liðsins sem keyrði yfir það alsírska. Ísland vann seinni hálfleikinn, 20-11, og leikinn með átta marka mun, 32-24. „Við vorum bara að grínast með þessa byrjun. Hún var bara djók til að hlaða smá spennu í þetta," sagði markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson léttur í bragði í samtali við Vísi eftir sigurinn á Alsír. Ísland gerði jafntefli við Frakkland í næsta leik, 26-26, en fékk svo skell gegn Tékklandi, 36-25, í leiknum þar á eftir. Ísland tryggði sér svo sæti í sextán liða úrslitum með sigri á Egyptalandi, 28-25, í lokaleik riðlakeppninnar. Í sextán liða úrslitunum stöðvuðu Danirnir hans Guðmundar Guðmundssonar síðan frekari för Íslendinga með 30-25 sigri. Mörk Íslands: Guðjón Valur Sigurðsson 8, Aron Pálmarsson 7, Alexander Petersson 6, Róbert Gunnarsson 4, Arnór Þór Gunnarsson 2, Vignir Svavarsson 2, Snorri Steinn Guðjónsson 2, Ásgeir Örn Hallgrímsson 1. HM 2021 í handbolta Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Sjá meira
Ísland verður að vinna leikinn til að taka með sér tvö stig inn í milliriðla, að því gefnu að íslenska liðið vinni Marokkó á mánudaginn sem yfirgnæfandi líkur eru á. Alsír vann Marokkó á fimmtudaginn, 24-23, eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik, 8-15. Ísland tapaði hins vegar fyrir Portúgal, 25-23. Ísland og Alsír hafa fimm sinnum áður mæst á stórmótum; þrisvar sinnum á heimsmeistaramótum og tvisvar sinnum á Ólympíuleikum. Ísland vann fjóra þessara leikja og einu sinni varð jafntefli. Þá hafa liðin þrisvar sinnum mæst í vináttulandsleikjum. Þess má geta að fyrsti sigur Íslands undir stjórn Bogdans Kowalczyk var gegn Alsír, 29-22, í desember 1983. Ísland 19-15 Alsír, ÓL 1984 Á fyrsta stórmóti Íslands undir stjórns Bogdans, Ólympíuleikunum 1984, var Ísland í riðli með Alsír. Íslenska liðið átti í vandræðum með óhefðbundinn maður á mann varnarleik Alsíringa og sigurinn var torsóttur. Staðan í hálfleik var jöfn, 7-7, en Ísland komst í fyrsta sinn yfir, 14-13, þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum. Á endanum hafðist fjögurra marka sigur, 19-15. Íslendingar fylgdu því eftir með því að vinna Sviss í næsta leik. Ísland endaði að lokum í 6. sæti Ólympíuleikanna. Mörk Íslands: Sigurður Gunnarsson 6/3, Guðmundur Guðmundsson 4, Jakob Sigurðsson 3, Atli Hilmarsson 3, Kristján Arason 2/1, Þorgils Óttar Mathiesen 1, Alfreð Gíslason 1. Ísland 22-16 Alsír, ÓL 1988 Miklar væntingar voru gerðar til íslenska liðsins á Ólympíuleikunum í Seúl 1988 og mótið byrjaði vel hjá okkar mönnum, allavega hvað úrslitin varðaði. Ísland vann Bandaríkin, 22-15, í fyrsta leik og sigraði svo Alsír í öðrum leik sínum, 22-16. Íslenska liðið byrjaði illa og lenti 1-5 undir en vann sig síðan inn í leikinn og leiddi með þremur mörkum í hálfleik, 11-8. Ísland vann seinni hálfleikinn með sömu markatölu og leikinn með sex marka mun, 22-16. Kristján Arason skoraði átta mörk í leiknum. Hann var fjórði markahæsti leikmaður Ólympíuleikanna með 33 mörk. Sigurinn á Alsír var síðasti sigur Íslands á Ólympíuleikunum 1988 og strákarnir enduðu að lokum í 8. sæti. Nokkrum mánuðum síðar unnu þeir svo B-keppnina í Frakklandi og bjuggu þar að stífum undirbúningi fyrir Ólympíuleikana. Mörk Íslands: Kristján Arason 8/5, Sigurður Gunnarsson 5, Atli Hilmarsson 3, Þorgils Óttar Mathiesen 3, Bjarki Sigurðsson 3. Ísland 27-27 Alsír, HM 1997 Íslendingar náðu sínum besta árangri á heimsmeistaramóti þegar þeir enduðu í 5. sæti á HM í Kumamoto í Japan 1997. Ísland lék níu leiki á mótinu, vann sjö, tapaði einum og gerði eitt jafntefli, við Alsír í 2. umferð riðlakeppninnar. Útlitið var dökkt þegar fimm mínútur voru eftir og Ísland þremur mörkum undir, 22-25. Íslendingar gáfust þó ekki upp og Valdimar Grímsson kom þeim yfir, 27-26, með sínu níunda marki. Alsíringar áttu hins vegar síðasta orðið og jöfnuðu í 27-27. Patrekur Jóhannesson skoraði reyndar af löngu færi í blálokin eftir það en leiktíminn reyndist runninn út og markið taldi því ekki. Mörk Íslands: Valdimar Grímsson 9/4, Gústaf Bjarnason 5, Patrekur Jóhannesson 5, Konráð Olavson 3, Ólafur Stefánsson 3, Júlíus Jónasson 2. Ísland 34-25 Alsír, HM 2005 Ísland mætti með mikið breytt lið til leiks á HM í Túnis 2005 og komst ekki áfram í millriðil. Niðurstaðan varð 15. sæti eftir tvo sigra, tvö töp og eitt jafntefli. Annar sigurinn kom gegn Alsír í lokaleik riðlakeppinnar, 34-25, en fyrir hann var ljóst að möguleikinn á að komast í milliriðil væri ekki lengur fyrir hendi. Íslenska liðið var mun sterkara í leiknum og var átta mörkum yfir í hálfleik, 14-11. Mestur varð munurinn tíu mörk en á endanum skildu níu mörk liðin að, 34-25. Birkir Ívar Guðmundsson varði átján skot og Íslendingar skoruðu fjölda marka úr hraðaupphlaupum þar sem Guðjón Valur Sigurðsson naut sín vel. Hann skoraði níu mörk og var markahæstur í íslenska liðinu. Ísland vann næstu fjóra leiki sína á HM en féll svo á grátlegan hátt út fyrir Ungverjalandi í átta liða úrslitum. Íslendingar unnu síðustu tvo leiki sína á mótinu og tryggði sér 5. sætið. Mörk Íslands: Guðjón Valur Sigurðsson 9, Róbert Gunnarsson 7/1, Ólafur Stefánsson 5/2, Alexander Petersson 3, Vilhjálmur Halldórsson 2, Arnór Atlason 2, Einar Hólmgeirsson 2, Logi Geirsson 1, Dagur Sigurðsson 1, Markús Máni Michaelsson 1, Vignir Svavarsson 1. Ísland 32-24 Alsír, HM 2015 Íslendingar steinlágu fyrir Svíum, 24-16, í fyrsta leik sínum á HM í Katar 2015 og næsti leikur, gegn Alsíringum, byrjaði eins illa og mögulegt var. Alsír komst í 0-6 og fjórum mörkum yfir, 8-12, þegar fjórar mínútur voru til hálfleiks. Ísland skoraði fjögur af síðustu fimm mörkum fyrri hálfleiks og því var munurinn bara eitt mark að honum loknum, 12-13. Í seinni hálfleik var allt að sjá til íslenska liðsins sem keyrði yfir það alsírska. Ísland vann seinni hálfleikinn, 20-11, og leikinn með átta marka mun, 32-24. „Við vorum bara að grínast með þessa byrjun. Hún var bara djók til að hlaða smá spennu í þetta," sagði markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson léttur í bragði í samtali við Vísi eftir sigurinn á Alsír. Ísland gerði jafntefli við Frakkland í næsta leik, 26-26, en fékk svo skell gegn Tékklandi, 36-25, í leiknum þar á eftir. Ísland tryggði sér svo sæti í sextán liða úrslitum með sigri á Egyptalandi, 28-25, í lokaleik riðlakeppninnar. Í sextán liða úrslitunum stöðvuðu Danirnir hans Guðmundar Guðmundssonar síðan frekari för Íslendinga með 30-25 sigri. Mörk Íslands: Guðjón Valur Sigurðsson 8, Aron Pálmarsson 7, Alexander Petersson 6, Róbert Gunnarsson 4, Arnór Þór Gunnarsson 2, Vignir Svavarsson 2, Snorri Steinn Guðjónsson 2, Ásgeir Örn Hallgrímsson 1.
HM 2021 í handbolta Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Sjá meira