Segir leitt að missa 4×4 og hafnar ásökunum um harðlínustefnu Atli Ísleifsson skrifar 15. janúar 2021 14:24 Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, segir að á síðustu misserum hafi Bændasamtökin og Skógræktarfélag Íslands sagt sig úr Landvernd. Önnur samtök hafi hins vegar bæst í hópinn. Getty/Mayall/ullstein/Vísir/Egill „Okkur finnst mjög leiðinlegt að missa 4×4. Það eru mjög mörg mál sem við eigum sameiginleg og hagsmunir sem við eigum sameiginlega.“ Þetta segir Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, um ákvörðun Ferðaklúbbsins 4×4 að segja sig úr Landvernd. Hún hafnar ásökunum klubbsins um að Landvernd hafi rekið stefnu undanfarin ár sem hafi verið öfgakennd og markast af harðlínu. Auður segir málið leiðinlegt og að Landvernd og Ferðaklúbburinn 4×4 hafi lengi unnið að mörgum málum saman, til dæmis málefnum sem varða Hálendisþjóðgarð. Líkt og sagði í frétt Vísis í morgun hefur Ferðaklúbburinn 4×4 ákveðið að hætta öllum stuðningi við Landvernd. Þá munu allir fulltrúar 4×4 segja sig úr öllum nefndum á vegum samtakanna. Hún segist að sjálfsögðu hafna því að Landvernd reki einhverja harðlínustefnu. „Við viljum bara að farið sé að náttúruverndarlögum. Náttúruvernd er skilgreind í náttúruverndarlögum og það er stefnan sem við vinnum eftir. Við höfum ítrekað reynt að funda með 4x4, en það hefur verið erfitt að fá fund með þeim síðustu tvö ár eða svo. En okkur finnst þetta mjög leiðinlegt,“ segir Auður. Fleiri sagt sig úr, önnur komið inn Auður segir fleiri dæmi um að samtök hafi sagt sig úr Landvernd á síðustu misserum – Skógræktarfélag Íslands og Bændasamtökin. Önnur samtök hafi hins vegar bæst í hópinn á þeim tíma sem hún hafi gegnt stöðu framkvæmdastjóra – Vistfræðifélag Íslands, SEEDS Iceland og SUNN, Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi. Vinna áfram saman að hagsmunamálum Auður segir að Skógræktarfélag Íslands hafi sagt sig úr Landvernd fyrir um ári og þá borið fyrir sig fjárhagsástæður. „Það var mjög þröngt um reksturinn hjá þeim og höfðu ekki tök að vera með okkur lengur. Það er náttúrulega mjög leiðinlegt en við vinnum áfram með Skógræktarfélaginu að ýmsum verkefnum, meðal annars Kolviði. Við erum svo að vinna að öðrum málefnum núna sem eru sameiginleg hagsmunamál Landverndar og Skógræktarfélags Íslands.“ Hún segir að Skógræktin og Landvernd eigi í góðu samstarfi og samtali, en að það sé þó ekkert leyndarmál að þar séu líka málefni sem ekki sé samstaða um. „Við vonumst að sjálfsögðu til að við getum áfram unnið að sameiginlegum hagsmunamálum með 4x4, mál sem við erum sammála um, alveg eins og hefur átt við um Skógræktarfélagið.“ Sex þúsund einstaklingar félagar Landvernd voru einu sinn eingöngu regnhlífasamtök, en Auður segir að frá 2005 hafi samtökin verið að færa sig í að vera samtök með bæði samtök og einstaklinga sem félaga. Nú séu um fjörutíu samtök aðilar að Landvernd og um sex þúsund einstaklingar. Félagasamtök Umhverfismál Bílar Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Shamsudin-bræður, mamma þeirra og fleiri grunuð í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira
Auður segir málið leiðinlegt og að Landvernd og Ferðaklúbburinn 4×4 hafi lengi unnið að mörgum málum saman, til dæmis málefnum sem varða Hálendisþjóðgarð. Líkt og sagði í frétt Vísis í morgun hefur Ferðaklúbburinn 4×4 ákveðið að hætta öllum stuðningi við Landvernd. Þá munu allir fulltrúar 4×4 segja sig úr öllum nefndum á vegum samtakanna. Hún segist að sjálfsögðu hafna því að Landvernd reki einhverja harðlínustefnu. „Við viljum bara að farið sé að náttúruverndarlögum. Náttúruvernd er skilgreind í náttúruverndarlögum og það er stefnan sem við vinnum eftir. Við höfum ítrekað reynt að funda með 4x4, en það hefur verið erfitt að fá fund með þeim síðustu tvö ár eða svo. En okkur finnst þetta mjög leiðinlegt,“ segir Auður. Fleiri sagt sig úr, önnur komið inn Auður segir fleiri dæmi um að samtök hafi sagt sig úr Landvernd á síðustu misserum – Skógræktarfélag Íslands og Bændasamtökin. Önnur samtök hafi hins vegar bæst í hópinn á þeim tíma sem hún hafi gegnt stöðu framkvæmdastjóra – Vistfræðifélag Íslands, SEEDS Iceland og SUNN, Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi. Vinna áfram saman að hagsmunamálum Auður segir að Skógræktarfélag Íslands hafi sagt sig úr Landvernd fyrir um ári og þá borið fyrir sig fjárhagsástæður. „Það var mjög þröngt um reksturinn hjá þeim og höfðu ekki tök að vera með okkur lengur. Það er náttúrulega mjög leiðinlegt en við vinnum áfram með Skógræktarfélaginu að ýmsum verkefnum, meðal annars Kolviði. Við erum svo að vinna að öðrum málefnum núna sem eru sameiginleg hagsmunamál Landverndar og Skógræktarfélags Íslands.“ Hún segir að Skógræktin og Landvernd eigi í góðu samstarfi og samtali, en að það sé þó ekkert leyndarmál að þar séu líka málefni sem ekki sé samstaða um. „Við vonumst að sjálfsögðu til að við getum áfram unnið að sameiginlegum hagsmunamálum með 4x4, mál sem við erum sammála um, alveg eins og hefur átt við um Skógræktarfélagið.“ Sex þúsund einstaklingar félagar Landvernd voru einu sinn eingöngu regnhlífasamtök, en Auður segir að frá 2005 hafi samtökin verið að færa sig í að vera samtök með bæði samtök og einstaklinga sem félaga. Nú séu um fjörutíu samtök aðilar að Landvernd og um sex þúsund einstaklingar.
Félagasamtök Umhverfismál Bílar Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Shamsudin-bræður, mamma þeirra og fleiri grunuð í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira