Segir leitt að missa 4×4 og hafnar ásökunum um harðlínustefnu Atli Ísleifsson skrifar 15. janúar 2021 14:24 Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, segir að á síðustu misserum hafi Bændasamtökin og Skógræktarfélag Íslands sagt sig úr Landvernd. Önnur samtök hafi hins vegar bæst í hópinn. Getty/Mayall/ullstein/Vísir/Egill „Okkur finnst mjög leiðinlegt að missa 4×4. Það eru mjög mörg mál sem við eigum sameiginleg og hagsmunir sem við eigum sameiginlega.“ Þetta segir Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, um ákvörðun Ferðaklúbbsins 4×4 að segja sig úr Landvernd. Hún hafnar ásökunum klubbsins um að Landvernd hafi rekið stefnu undanfarin ár sem hafi verið öfgakennd og markast af harðlínu. Auður segir málið leiðinlegt og að Landvernd og Ferðaklúbburinn 4×4 hafi lengi unnið að mörgum málum saman, til dæmis málefnum sem varða Hálendisþjóðgarð. Líkt og sagði í frétt Vísis í morgun hefur Ferðaklúbburinn 4×4 ákveðið að hætta öllum stuðningi við Landvernd. Þá munu allir fulltrúar 4×4 segja sig úr öllum nefndum á vegum samtakanna. Hún segist að sjálfsögðu hafna því að Landvernd reki einhverja harðlínustefnu. „Við viljum bara að farið sé að náttúruverndarlögum. Náttúruvernd er skilgreind í náttúruverndarlögum og það er stefnan sem við vinnum eftir. Við höfum ítrekað reynt að funda með 4x4, en það hefur verið erfitt að fá fund með þeim síðustu tvö ár eða svo. En okkur finnst þetta mjög leiðinlegt,“ segir Auður. Fleiri sagt sig úr, önnur komið inn Auður segir fleiri dæmi um að samtök hafi sagt sig úr Landvernd á síðustu misserum – Skógræktarfélag Íslands og Bændasamtökin. Önnur samtök hafi hins vegar bæst í hópinn á þeim tíma sem hún hafi gegnt stöðu framkvæmdastjóra – Vistfræðifélag Íslands, SEEDS Iceland og SUNN, Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi. Vinna áfram saman að hagsmunamálum Auður segir að Skógræktarfélag Íslands hafi sagt sig úr Landvernd fyrir um ári og þá borið fyrir sig fjárhagsástæður. „Það var mjög þröngt um reksturinn hjá þeim og höfðu ekki tök að vera með okkur lengur. Það er náttúrulega mjög leiðinlegt en við vinnum áfram með Skógræktarfélaginu að ýmsum verkefnum, meðal annars Kolviði. Við erum svo að vinna að öðrum málefnum núna sem eru sameiginleg hagsmunamál Landverndar og Skógræktarfélags Íslands.“ Hún segir að Skógræktin og Landvernd eigi í góðu samstarfi og samtali, en að það sé þó ekkert leyndarmál að þar séu líka málefni sem ekki sé samstaða um. „Við vonumst að sjálfsögðu til að við getum áfram unnið að sameiginlegum hagsmunamálum með 4x4, mál sem við erum sammála um, alveg eins og hefur átt við um Skógræktarfélagið.“ Sex þúsund einstaklingar félagar Landvernd voru einu sinn eingöngu regnhlífasamtök, en Auður segir að frá 2005 hafi samtökin verið að færa sig í að vera samtök með bæði samtök og einstaklinga sem félaga. Nú séu um fjörutíu samtök aðilar að Landvernd og um sex þúsund einstaklingar. Félagasamtök Umhverfismál Bílar Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Auður segir málið leiðinlegt og að Landvernd og Ferðaklúbburinn 4×4 hafi lengi unnið að mörgum málum saman, til dæmis málefnum sem varða Hálendisþjóðgarð. Líkt og sagði í frétt Vísis í morgun hefur Ferðaklúbburinn 4×4 ákveðið að hætta öllum stuðningi við Landvernd. Þá munu allir fulltrúar 4×4 segja sig úr öllum nefndum á vegum samtakanna. Hún segist að sjálfsögðu hafna því að Landvernd reki einhverja harðlínustefnu. „Við viljum bara að farið sé að náttúruverndarlögum. Náttúruvernd er skilgreind í náttúruverndarlögum og það er stefnan sem við vinnum eftir. Við höfum ítrekað reynt að funda með 4x4, en það hefur verið erfitt að fá fund með þeim síðustu tvö ár eða svo. En okkur finnst þetta mjög leiðinlegt,“ segir Auður. Fleiri sagt sig úr, önnur komið inn Auður segir fleiri dæmi um að samtök hafi sagt sig úr Landvernd á síðustu misserum – Skógræktarfélag Íslands og Bændasamtökin. Önnur samtök hafi hins vegar bæst í hópinn á þeim tíma sem hún hafi gegnt stöðu framkvæmdastjóra – Vistfræðifélag Íslands, SEEDS Iceland og SUNN, Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi. Vinna áfram saman að hagsmunamálum Auður segir að Skógræktarfélag Íslands hafi sagt sig úr Landvernd fyrir um ári og þá borið fyrir sig fjárhagsástæður. „Það var mjög þröngt um reksturinn hjá þeim og höfðu ekki tök að vera með okkur lengur. Það er náttúrulega mjög leiðinlegt en við vinnum áfram með Skógræktarfélaginu að ýmsum verkefnum, meðal annars Kolviði. Við erum svo að vinna að öðrum málefnum núna sem eru sameiginleg hagsmunamál Landverndar og Skógræktarfélags Íslands.“ Hún segir að Skógræktin og Landvernd eigi í góðu samstarfi og samtali, en að það sé þó ekkert leyndarmál að þar séu líka málefni sem ekki sé samstaða um. „Við vonumst að sjálfsögðu til að við getum áfram unnið að sameiginlegum hagsmunamálum með 4x4, mál sem við erum sammála um, alveg eins og hefur átt við um Skógræktarfélagið.“ Sex þúsund einstaklingar félagar Landvernd voru einu sinn eingöngu regnhlífasamtök, en Auður segir að frá 2005 hafi samtökin verið að færa sig í að vera samtök með bæði samtök og einstaklinga sem félaga. Nú séu um fjörutíu samtök aðilar að Landvernd og um sex þúsund einstaklingar.
Félagasamtök Umhverfismál Bílar Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir