Allir verða skyldaðir í tvöfalda skimun frá og með deginum í dag Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. janúar 2021 12:09 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Vísir/vilhelm Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra lagði til á ríkisstjórnarfundi í morgun að tvöföld skimun á landamærum verði skylda frá og með deginum í dag. Val um tveggja vikna sóttkví við komu til landsins verður því afnumið. Þetta kom fram í máli Svandísar eftir ríkisstjórnarfund sem lauk um hádegi. Þar kvaðst hún myndu undirrita reglugerð um að skylda alla í tvöfalda skimun við komuna til landsins með fimm til sex daga sóttkví á milli. Einu undantekningarnar sem veittar yrðu þyrftu að vera studdar læknisfræðilegum rökum. Skimunarskyldan tekur gildi strax í dag. Svandís sagði ástæðu þessarar ákvörðunar þau brot á sóttkví sem komið hefðu upp og vísaði hún til „vaxandi alvarleika“ með hverjum deginum sem líður. Óvissa hefur verið uppi um hvort heimild sé fyrir því í lögum að skylda alla ferðalanga í tvöfalda skimun en stjórnvöld hafa í tvígang farið gegn tillögu sóttvarnalækis þess efnis. Svandís sagði að stjórnvöld teldu nú að lög styðji nægilega vel við ákvörðunina vegna þeirrar alvarlegu stöðu sem komin er upp. Hún grípi því til þessa neyðarúrræðis. Þá benti Svandís á að breytingar á sóttvarnalögum væru til meðferðar á Alþingi og í afgreiðslu hjá velferðarnefnd. Hún kvaðst binda vonir við að breytingarnar næðu fram að ganga eins fljótt og hægt er. Þeim sem velja tveggja vikna sóttkví ekki fækkað nægilega Heilbrigðisráðuneytið sendi frá sér tilkynningu um skimunarskylduna skömmu eftir fundinn í dag. Þar segir að það sé mat sóttvarnalæknis að hætt sé við því að smit leki gegnum varnir á landamærum, einkum hjá þeim sem velja fjórtán daga sóttkví í stað sýnatöku. Hingað til hefur komufarþegum verið boðið upp á val þar um. „Það er sérlega brýnt nú að stemma stigu við slíku vegna þeirrar fyrirsjáanlegu og afmörkuðu hættu sem stafar af nýju afbrigði veirunnar sem ítrekað hefur greinst hjá sýktum einstaklingum á landamærum. Gjaldfrjáls skimun hefur ekki leitt til þess að fækkað hafi nægjanlega í hópi þeirra sem velja 14 daga sóttkví í stað skimunar,“ segir í tilkynningu. Komufarþegar sem geta framvísað gildu vottorði um að Covid-sýking sé afstaðin eru áfram undanþegnir sóttvarnaaðgerðum á landamærum. Það sama mun gilda um farþega sem framvísa gildu bólusetningarvottorði. Vonir standi til að á næstu vikum muni bólusetningar draga úr þeirri hættu sem af faraldrinum stafar. Þá verði fyrirkomulag á landamærum endurskoðað mánaðarlega og þá einkum til rýmkunar eftir því sem aðstæður leyfa. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Fimm greindust innanlands Fimm greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Fjórir þeirra sem greindust voru í sóttkví, en einn ekki. Sjö greindust á landamærum. 15. janúar 2021 10:56 Telur tillögu sóttvarnalæknis um aðgerðir á landamærum gríðarlega íþyngjandi Forstjóri Airport Associates telur það mjög brýnt að frumvarp um breytingar á sóttvarnalögum, sem nú liggur fyrir Alþingi, verði samþykkt. Hann segir tillögu sóttvarnalæknis um að farþegar framvísi neikvæðu prófi á landamærum hafa gríðarlega íþyngjandi afleiðingar fyrir flugið. 14. janúar 2021 21:11 „Fólk er bara að skipuleggja næstu daga á ferð og flugi“ Sigurgeir Sigmundsson yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli segir að lögreglumenn á vellinum sjái oft merki þess að fólk ætli ekki að virða sóttkví. Það ætli sér beint í vinnu eða að ferðast um landið. Þeir sem hafni skimun við landamærin beri sumir fyrir sig „stjórnarskrárbundnum rétti“ eða hugnist ekki að láta úr sér lífsýni. Almennt gangi allt þó vel á landamærunum og nær allir velja að fara í tvöfalda skimun. 14. janúar 2021 14:01 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Sjá meira
Þetta kom fram í máli Svandísar eftir ríkisstjórnarfund sem lauk um hádegi. Þar kvaðst hún myndu undirrita reglugerð um að skylda alla í tvöfalda skimun við komuna til landsins með fimm til sex daga sóttkví á milli. Einu undantekningarnar sem veittar yrðu þyrftu að vera studdar læknisfræðilegum rökum. Skimunarskyldan tekur gildi strax í dag. Svandís sagði ástæðu þessarar ákvörðunar þau brot á sóttkví sem komið hefðu upp og vísaði hún til „vaxandi alvarleika“ með hverjum deginum sem líður. Óvissa hefur verið uppi um hvort heimild sé fyrir því í lögum að skylda alla ferðalanga í tvöfalda skimun en stjórnvöld hafa í tvígang farið gegn tillögu sóttvarnalækis þess efnis. Svandís sagði að stjórnvöld teldu nú að lög styðji nægilega vel við ákvörðunina vegna þeirrar alvarlegu stöðu sem komin er upp. Hún grípi því til þessa neyðarúrræðis. Þá benti Svandís á að breytingar á sóttvarnalögum væru til meðferðar á Alþingi og í afgreiðslu hjá velferðarnefnd. Hún kvaðst binda vonir við að breytingarnar næðu fram að ganga eins fljótt og hægt er. Þeim sem velja tveggja vikna sóttkví ekki fækkað nægilega Heilbrigðisráðuneytið sendi frá sér tilkynningu um skimunarskylduna skömmu eftir fundinn í dag. Þar segir að það sé mat sóttvarnalæknis að hætt sé við því að smit leki gegnum varnir á landamærum, einkum hjá þeim sem velja fjórtán daga sóttkví í stað sýnatöku. Hingað til hefur komufarþegum verið boðið upp á val þar um. „Það er sérlega brýnt nú að stemma stigu við slíku vegna þeirrar fyrirsjáanlegu og afmörkuðu hættu sem stafar af nýju afbrigði veirunnar sem ítrekað hefur greinst hjá sýktum einstaklingum á landamærum. Gjaldfrjáls skimun hefur ekki leitt til þess að fækkað hafi nægjanlega í hópi þeirra sem velja 14 daga sóttkví í stað skimunar,“ segir í tilkynningu. Komufarþegar sem geta framvísað gildu vottorði um að Covid-sýking sé afstaðin eru áfram undanþegnir sóttvarnaaðgerðum á landamærum. Það sama mun gilda um farþega sem framvísa gildu bólusetningarvottorði. Vonir standi til að á næstu vikum muni bólusetningar draga úr þeirri hættu sem af faraldrinum stafar. Þá verði fyrirkomulag á landamærum endurskoðað mánaðarlega og þá einkum til rýmkunar eftir því sem aðstæður leyfa. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Fimm greindust innanlands Fimm greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Fjórir þeirra sem greindust voru í sóttkví, en einn ekki. Sjö greindust á landamærum. 15. janúar 2021 10:56 Telur tillögu sóttvarnalæknis um aðgerðir á landamærum gríðarlega íþyngjandi Forstjóri Airport Associates telur það mjög brýnt að frumvarp um breytingar á sóttvarnalögum, sem nú liggur fyrir Alþingi, verði samþykkt. Hann segir tillögu sóttvarnalæknis um að farþegar framvísi neikvæðu prófi á landamærum hafa gríðarlega íþyngjandi afleiðingar fyrir flugið. 14. janúar 2021 21:11 „Fólk er bara að skipuleggja næstu daga á ferð og flugi“ Sigurgeir Sigmundsson yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli segir að lögreglumenn á vellinum sjái oft merki þess að fólk ætli ekki að virða sóttkví. Það ætli sér beint í vinnu eða að ferðast um landið. Þeir sem hafni skimun við landamærin beri sumir fyrir sig „stjórnarskrárbundnum rétti“ eða hugnist ekki að láta úr sér lífsýni. Almennt gangi allt þó vel á landamærunum og nær allir velja að fara í tvöfalda skimun. 14. janúar 2021 14:01 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Sjá meira
Fimm greindust innanlands Fimm greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Fjórir þeirra sem greindust voru í sóttkví, en einn ekki. Sjö greindust á landamærum. 15. janúar 2021 10:56
Telur tillögu sóttvarnalæknis um aðgerðir á landamærum gríðarlega íþyngjandi Forstjóri Airport Associates telur það mjög brýnt að frumvarp um breytingar á sóttvarnalögum, sem nú liggur fyrir Alþingi, verði samþykkt. Hann segir tillögu sóttvarnalæknis um að farþegar framvísi neikvæðu prófi á landamærum hafa gríðarlega íþyngjandi afleiðingar fyrir flugið. 14. janúar 2021 21:11
„Fólk er bara að skipuleggja næstu daga á ferð og flugi“ Sigurgeir Sigmundsson yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli segir að lögreglumenn á vellinum sjái oft merki þess að fólk ætli ekki að virða sóttkví. Það ætli sér beint í vinnu eða að ferðast um landið. Þeir sem hafni skimun við landamærin beri sumir fyrir sig „stjórnarskrárbundnum rétti“ eða hugnist ekki að láta úr sér lífsýni. Almennt gangi allt þó vel á landamærunum og nær allir velja að fara í tvöfalda skimun. 14. janúar 2021 14:01
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent