Darri Freyr: Okkur finnst allt of hratt farið Árni Jóhannsson skrifar 14. janúar 2021 21:50 „Já þetta er ógeðslega leiðinlegt en við verðum bara að horfa í það að þetta var í rétta átt,“ sagði þjálfari KR strax eftir að hans menn töpuðu fyrir Tindastól í háspennuleik í DHL-höllinni fyrr í kvöld. Leikar enduðu 101-104 fyrir gestina. „Sérstaklega ef það er litið til þess að það er bara mánuður af æfingum frá því að við spiluðum við Njarðvík en náttúrlega mikið fleiri dagar. Ég er mjög ánægður með hlutina sem við náðum að færa í rétta átt sóknarlega og það er alveg ljóst að við munum bæta við okkur stórum leikmanni. Við ætlum ekki alveg að vera svona litlir. Við töluðum um það í hálfleik að ef að Tindastóll hittir eins og í fyrri hálfleik þá verður þetta erfitt og bara vel gert.“ Leikurinn byrjaði mjög hratt og var mikið skorað og Darri var spurður út í hvort það hafi verið erfitt að stýra spennustiginuí sínum leikmönnum sökum tilhlökkunar fyrir leiknum. „Ég held að menn hafi svo bara verið orðnir þreyttir eftir fyrstu tvær mínúturnar. Mér fannst áhugavert að sjá það og það kom okkur dálítið á óvart að Stólarnir spiluðu dálítið hratt þrátt fyrir mikla hæð í liðinu þannig að þetta varð mjög opið og skemmtilegt og okkur leið mjög vel sóknarlega. Við vorum á því að við gætum alveg lagað það sem var að varnarlega og það gerðist í seinni hálfleik og svo bara urðum við smá þreyttir og hefðum getað framkvæmt hlutina betur á köflum. Heilt yfir er ég samt þokkalega bjartur.“ Tyler Sabin skoraði 46 stig í sínum fyrsta leik hér á landi og var Darri beðinn um að segja hvernig honum leist á nýja leikmanninn sinn. „Hann var stigahæstur í Svíþjóð þannig að þetta kemur kannski ekki á óvart þó svo að við séum bara búnir að vera með honum í nokkra daga. Þetta er ágætis fyrsti leikur það er alveg klárt“, sagði Darri og brosti út í annað. Mjög sáttur við að hafa landað þessum leikmanni. Darri sagði að það væri ekkert fast í hendi varðandi nýja leikmenn og ræddi svo aðeins hvernig ástandið er að hafa áhrif á leikmannaskipti og körfuboltavertíðina í heild sinni. „Ég get ekkert staðfest en KR tók þá ákvörðun að bíða aðeins með þetta þangað til að það væri komið skýrt svar um hvort það yrði spilað. Okkur fannst náttúrulega alltof hratt farið af stað í það, við hefðum viljað spila æfingaleik og hefðum viljað hafa tíma til þess að taka ábyrga afstöðu til að koma leikmönnum til landsins. Það var ekki í boði. Ef það hefði brugðið til hins vegarins þá hefði þetta litið rosalega vel út en að sama en nú erum við dálítið að elta skottið á okkur og þurfum að hafa hraðar hendur. En á sama tíma þurfum við að taka skynsamlega ákvörðun.“ Darri kallaði eftir skýru verklagi varðandi ýmsa hluti um daginn og var spurður hvort einhver svör hefðu komið frá KKÍ. „Það voru náttúrlega gefnar út einhvejar reglur og ég ætla ekkert að dvelja við þetta lengur. Ég lýsti minni skoðun fyrir löngu síðan en ég fékk ekkert frá KKÍ varðandi þær hugmyndir en ég er bara til í að spila 22 leiki núna. Og sem betur fer er núna stutt í næsta leik. Þannig að þetta er bara gaman.“ Dominos-deild karla KR Mest lesið Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfubolti Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Enski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Sjá meira
Leikar enduðu 101-104 fyrir gestina. „Sérstaklega ef það er litið til þess að það er bara mánuður af æfingum frá því að við spiluðum við Njarðvík en náttúrlega mikið fleiri dagar. Ég er mjög ánægður með hlutina sem við náðum að færa í rétta átt sóknarlega og það er alveg ljóst að við munum bæta við okkur stórum leikmanni. Við ætlum ekki alveg að vera svona litlir. Við töluðum um það í hálfleik að ef að Tindastóll hittir eins og í fyrri hálfleik þá verður þetta erfitt og bara vel gert.“ Leikurinn byrjaði mjög hratt og var mikið skorað og Darri var spurður út í hvort það hafi verið erfitt að stýra spennustiginuí sínum leikmönnum sökum tilhlökkunar fyrir leiknum. „Ég held að menn hafi svo bara verið orðnir þreyttir eftir fyrstu tvær mínúturnar. Mér fannst áhugavert að sjá það og það kom okkur dálítið á óvart að Stólarnir spiluðu dálítið hratt þrátt fyrir mikla hæð í liðinu þannig að þetta varð mjög opið og skemmtilegt og okkur leið mjög vel sóknarlega. Við vorum á því að við gætum alveg lagað það sem var að varnarlega og það gerðist í seinni hálfleik og svo bara urðum við smá þreyttir og hefðum getað framkvæmt hlutina betur á köflum. Heilt yfir er ég samt þokkalega bjartur.“ Tyler Sabin skoraði 46 stig í sínum fyrsta leik hér á landi og var Darri beðinn um að segja hvernig honum leist á nýja leikmanninn sinn. „Hann var stigahæstur í Svíþjóð þannig að þetta kemur kannski ekki á óvart þó svo að við séum bara búnir að vera með honum í nokkra daga. Þetta er ágætis fyrsti leikur það er alveg klárt“, sagði Darri og brosti út í annað. Mjög sáttur við að hafa landað þessum leikmanni. Darri sagði að það væri ekkert fast í hendi varðandi nýja leikmenn og ræddi svo aðeins hvernig ástandið er að hafa áhrif á leikmannaskipti og körfuboltavertíðina í heild sinni. „Ég get ekkert staðfest en KR tók þá ákvörðun að bíða aðeins með þetta þangað til að það væri komið skýrt svar um hvort það yrði spilað. Okkur fannst náttúrulega alltof hratt farið af stað í það, við hefðum viljað spila æfingaleik og hefðum viljað hafa tíma til þess að taka ábyrga afstöðu til að koma leikmönnum til landsins. Það var ekki í boði. Ef það hefði brugðið til hins vegarins þá hefði þetta litið rosalega vel út en að sama en nú erum við dálítið að elta skottið á okkur og þurfum að hafa hraðar hendur. En á sama tíma þurfum við að taka skynsamlega ákvörðun.“ Darri kallaði eftir skýru verklagi varðandi ýmsa hluti um daginn og var spurður hvort einhver svör hefðu komið frá KKÍ. „Það voru náttúrlega gefnar út einhvejar reglur og ég ætla ekkert að dvelja við þetta lengur. Ég lýsti minni skoðun fyrir löngu síðan en ég fékk ekkert frá KKÍ varðandi þær hugmyndir en ég er bara til í að spila 22 leiki núna. Og sem betur fer er núna stutt í næsta leik. Þannig að þetta er bara gaman.“
Dominos-deild karla KR Mest lesið Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfubolti Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Enski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Sjá meira