Darri Freyr: Okkur finnst allt of hratt farið Árni Jóhannsson skrifar 14. janúar 2021 21:50 „Já þetta er ógeðslega leiðinlegt en við verðum bara að horfa í það að þetta var í rétta átt,“ sagði þjálfari KR strax eftir að hans menn töpuðu fyrir Tindastól í háspennuleik í DHL-höllinni fyrr í kvöld. Leikar enduðu 101-104 fyrir gestina. „Sérstaklega ef það er litið til þess að það er bara mánuður af æfingum frá því að við spiluðum við Njarðvík en náttúrlega mikið fleiri dagar. Ég er mjög ánægður með hlutina sem við náðum að færa í rétta átt sóknarlega og það er alveg ljóst að við munum bæta við okkur stórum leikmanni. Við ætlum ekki alveg að vera svona litlir. Við töluðum um það í hálfleik að ef að Tindastóll hittir eins og í fyrri hálfleik þá verður þetta erfitt og bara vel gert.“ Leikurinn byrjaði mjög hratt og var mikið skorað og Darri var spurður út í hvort það hafi verið erfitt að stýra spennustiginuí sínum leikmönnum sökum tilhlökkunar fyrir leiknum. „Ég held að menn hafi svo bara verið orðnir þreyttir eftir fyrstu tvær mínúturnar. Mér fannst áhugavert að sjá það og það kom okkur dálítið á óvart að Stólarnir spiluðu dálítið hratt þrátt fyrir mikla hæð í liðinu þannig að þetta varð mjög opið og skemmtilegt og okkur leið mjög vel sóknarlega. Við vorum á því að við gætum alveg lagað það sem var að varnarlega og það gerðist í seinni hálfleik og svo bara urðum við smá þreyttir og hefðum getað framkvæmt hlutina betur á köflum. Heilt yfir er ég samt þokkalega bjartur.“ Tyler Sabin skoraði 46 stig í sínum fyrsta leik hér á landi og var Darri beðinn um að segja hvernig honum leist á nýja leikmanninn sinn. „Hann var stigahæstur í Svíþjóð þannig að þetta kemur kannski ekki á óvart þó svo að við séum bara búnir að vera með honum í nokkra daga. Þetta er ágætis fyrsti leikur það er alveg klárt“, sagði Darri og brosti út í annað. Mjög sáttur við að hafa landað þessum leikmanni. Darri sagði að það væri ekkert fast í hendi varðandi nýja leikmenn og ræddi svo aðeins hvernig ástandið er að hafa áhrif á leikmannaskipti og körfuboltavertíðina í heild sinni. „Ég get ekkert staðfest en KR tók þá ákvörðun að bíða aðeins með þetta þangað til að það væri komið skýrt svar um hvort það yrði spilað. Okkur fannst náttúrulega alltof hratt farið af stað í það, við hefðum viljað spila æfingaleik og hefðum viljað hafa tíma til þess að taka ábyrga afstöðu til að koma leikmönnum til landsins. Það var ekki í boði. Ef það hefði brugðið til hins vegarins þá hefði þetta litið rosalega vel út en að sama en nú erum við dálítið að elta skottið á okkur og þurfum að hafa hraðar hendur. En á sama tíma þurfum við að taka skynsamlega ákvörðun.“ Darri kallaði eftir skýru verklagi varðandi ýmsa hluti um daginn og var spurður hvort einhver svör hefðu komið frá KKÍ. „Það voru náttúrlega gefnar út einhvejar reglur og ég ætla ekkert að dvelja við þetta lengur. Ég lýsti minni skoðun fyrir löngu síðan en ég fékk ekkert frá KKÍ varðandi þær hugmyndir en ég er bara til í að spila 22 leiki núna. Og sem betur fer er núna stutt í næsta leik. Þannig að þetta er bara gaman.“ Dominos-deild karla KR Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Leikar enduðu 101-104 fyrir gestina. „Sérstaklega ef það er litið til þess að það er bara mánuður af æfingum frá því að við spiluðum við Njarðvík en náttúrlega mikið fleiri dagar. Ég er mjög ánægður með hlutina sem við náðum að færa í rétta átt sóknarlega og það er alveg ljóst að við munum bæta við okkur stórum leikmanni. Við ætlum ekki alveg að vera svona litlir. Við töluðum um það í hálfleik að ef að Tindastóll hittir eins og í fyrri hálfleik þá verður þetta erfitt og bara vel gert.“ Leikurinn byrjaði mjög hratt og var mikið skorað og Darri var spurður út í hvort það hafi verið erfitt að stýra spennustiginuí sínum leikmönnum sökum tilhlökkunar fyrir leiknum. „Ég held að menn hafi svo bara verið orðnir þreyttir eftir fyrstu tvær mínúturnar. Mér fannst áhugavert að sjá það og það kom okkur dálítið á óvart að Stólarnir spiluðu dálítið hratt þrátt fyrir mikla hæð í liðinu þannig að þetta varð mjög opið og skemmtilegt og okkur leið mjög vel sóknarlega. Við vorum á því að við gætum alveg lagað það sem var að varnarlega og það gerðist í seinni hálfleik og svo bara urðum við smá þreyttir og hefðum getað framkvæmt hlutina betur á köflum. Heilt yfir er ég samt þokkalega bjartur.“ Tyler Sabin skoraði 46 stig í sínum fyrsta leik hér á landi og var Darri beðinn um að segja hvernig honum leist á nýja leikmanninn sinn. „Hann var stigahæstur í Svíþjóð þannig að þetta kemur kannski ekki á óvart þó svo að við séum bara búnir að vera með honum í nokkra daga. Þetta er ágætis fyrsti leikur það er alveg klárt“, sagði Darri og brosti út í annað. Mjög sáttur við að hafa landað þessum leikmanni. Darri sagði að það væri ekkert fast í hendi varðandi nýja leikmenn og ræddi svo aðeins hvernig ástandið er að hafa áhrif á leikmannaskipti og körfuboltavertíðina í heild sinni. „Ég get ekkert staðfest en KR tók þá ákvörðun að bíða aðeins með þetta þangað til að það væri komið skýrt svar um hvort það yrði spilað. Okkur fannst náttúrulega alltof hratt farið af stað í það, við hefðum viljað spila æfingaleik og hefðum viljað hafa tíma til þess að taka ábyrga afstöðu til að koma leikmönnum til landsins. Það var ekki í boði. Ef það hefði brugðið til hins vegarins þá hefði þetta litið rosalega vel út en að sama en nú erum við dálítið að elta skottið á okkur og þurfum að hafa hraðar hendur. En á sama tíma þurfum við að taka skynsamlega ákvörðun.“ Darri kallaði eftir skýru verklagi varðandi ýmsa hluti um daginn og var spurður hvort einhver svör hefðu komið frá KKÍ. „Það voru náttúrlega gefnar út einhvejar reglur og ég ætla ekkert að dvelja við þetta lengur. Ég lýsti minni skoðun fyrir löngu síðan en ég fékk ekkert frá KKÍ varðandi þær hugmyndir en ég er bara til í að spila 22 leiki núna. Og sem betur fer er núna stutt í næsta leik. Þannig að þetta er bara gaman.“
Dominos-deild karla KR Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum