Ný kynslóð síma Samsung lítur dagsins ljós Samúel Karl Ólason skrifar 14. janúar 2021 21:40 AP/Samsung Starfsmenn tæknirisans Samsung kynntu nýja síma og önnur tól á fjarkynningu í dag. Símarnir vöktu þó mesta athygli og það að töluverð breyting hefur verið gerð á myndavélum í símum Samsung. Símarnir eru í þremur útgáfum. Samsung Galaxy S21, S21+ og S21 Ultra. Skjáir þeirra eru 6,1 tomma, 6,7 og 6,8. Eins og svo oft áður segja forsvarsmenn Samsung að myndavélar símanna og þá sérstaklega hugbúnaðurinn sem stýrir þeim hafi aldrei verið betri. Athygli hefur vakið hjá tækniblaðamönnum erlendis að Samsung er að lækka verðið á símunum, samanborið við síðustu línu, en það þykir til marks um það að sífellt lengri tími er á milli þess að fólk kaupi sér nýja síma og faraldur nýju kórónuveirunnar hefur aukið þar á. Ytra er verðið á milli kynslóða að lækka um 200 dali. Það virðist þó ekki skila sér hingað til lands. Miðað við fljóta yfirferð á netinu er verð S21 og S21+ í grófum dráttum á svipuðu róli og upprunalegt verð S20 línunnar. S21 Ultra hefur lækkað í verði á milli kynslóða. Verðlækkun kostar Samsung Galaxy S21 5G kostar 159.990 krónur í forsölu hér á Íslandi. Galaxy S21+ kostar 194.990 krónur og Galaxy S21 Ultra kostar 229.990 krónur. Verðlækkun S21 og S21+ felur í sér að upplausn símanna er 1080p+, sem er lækkun frá síðustu kynslóð þegar upplausnin var 1440p+. Þá eru skjáir símanna 48 til 120 rið og fer það eftir notkun. Þá hefur minni símanna verið lækkað úr tólf gígabætum í átta. Harðir diskar símanna eru 128GB og er búið að fjarlægja möguleikanna á að bæta við þá með minniskorti. S21+ er töluvert stærri en S21 en að öðru leyti er lítill munur á þeim. S21 Ultra er með betri skjáupplausn og betri myndavélar, í það minnsta á pappír, og fleiri. Hann er með fjórar myndavélar á bakhliðinni en ekki þrjár eins og hinir símarnir. Þá er Ultra með 12GB vinnsluminni. Hér má sjá samantekt Samsung frá kynningunni. Fyrirtækið birti þó fjölmörg myndbönd af nýju vörunum í dag sem einnig má sjá hér að neðan. Þar er farið yfir hvernig þau líta út og upp á hvað tækin bjóða. Galaxy S21 Galaxy S21 Plus Galaxy S21 Ultra Galaxy Buds Pro Samsung Tækni Mest lesið Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Samstarf Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Viðskipti innlent Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Verðbólga heldur áfram að hjaðna Viðskipti innlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Íhuga að sameina lífeyrissjóði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Símarnir eru í þremur útgáfum. Samsung Galaxy S21, S21+ og S21 Ultra. Skjáir þeirra eru 6,1 tomma, 6,7 og 6,8. Eins og svo oft áður segja forsvarsmenn Samsung að myndavélar símanna og þá sérstaklega hugbúnaðurinn sem stýrir þeim hafi aldrei verið betri. Athygli hefur vakið hjá tækniblaðamönnum erlendis að Samsung er að lækka verðið á símunum, samanborið við síðustu línu, en það þykir til marks um það að sífellt lengri tími er á milli þess að fólk kaupi sér nýja síma og faraldur nýju kórónuveirunnar hefur aukið þar á. Ytra er verðið á milli kynslóða að lækka um 200 dali. Það virðist þó ekki skila sér hingað til lands. Miðað við fljóta yfirferð á netinu er verð S21 og S21+ í grófum dráttum á svipuðu róli og upprunalegt verð S20 línunnar. S21 Ultra hefur lækkað í verði á milli kynslóða. Verðlækkun kostar Samsung Galaxy S21 5G kostar 159.990 krónur í forsölu hér á Íslandi. Galaxy S21+ kostar 194.990 krónur og Galaxy S21 Ultra kostar 229.990 krónur. Verðlækkun S21 og S21+ felur í sér að upplausn símanna er 1080p+, sem er lækkun frá síðustu kynslóð þegar upplausnin var 1440p+. Þá eru skjáir símanna 48 til 120 rið og fer það eftir notkun. Þá hefur minni símanna verið lækkað úr tólf gígabætum í átta. Harðir diskar símanna eru 128GB og er búið að fjarlægja möguleikanna á að bæta við þá með minniskorti. S21+ er töluvert stærri en S21 en að öðru leyti er lítill munur á þeim. S21 Ultra er með betri skjáupplausn og betri myndavélar, í það minnsta á pappír, og fleiri. Hann er með fjórar myndavélar á bakhliðinni en ekki þrjár eins og hinir símarnir. Þá er Ultra með 12GB vinnsluminni. Hér má sjá samantekt Samsung frá kynningunni. Fyrirtækið birti þó fjölmörg myndbönd af nýju vörunum í dag sem einnig má sjá hér að neðan. Þar er farið yfir hvernig þau líta út og upp á hvað tækin bjóða. Galaxy S21 Galaxy S21 Plus Galaxy S21 Ultra Galaxy Buds Pro
Samsung Tækni Mest lesið Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Samstarf Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Viðskipti innlent Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Verðbólga heldur áfram að hjaðna Viðskipti innlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Íhuga að sameina lífeyrissjóði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira