Notar 27 gínur til að ná heildarsýn fyrir hverja línu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 14. janúar 2021 10:00 Steinunn Sigurðardóttir fatahönnuður hefur átt ótrúlegan feril í þessum bransa. Hún saknaði Íslands þegar hún starfaði erlendis og byrjaði þá að nota Íslandstengingu í hönnun sinni. Blóð stúdíó „Ætli ég sé ekki búin að hanna yfir tvö hundruð línur yfir ferilinn,“ segir fatahönnuðurinn Steinunn Sigurðardóttir. „Það er alltaf sami rammi en ramminn er aldrei eins. Af því að hver lína á sitt sérstaka vandamál sem þú leysir úr og það er ýmislegt, kannski ný efni eða eitthvað.“ Fimmta myndbandið af Á bak við vöruna er helgað Steinunni. sem er án efa áhrifamesti fatahönnuður Íslands. Steinunn ruddi veginn fyrir komandi kynslóðum með alþjóðlegri sýn og handbragði. „Ég byrja yfirleitt alltaf á litum. Ég tek langan tíma og leik mér að litunum fram og til baka, legg þá til hliðar og tek þá aftur fram. Hvað er næst? Hvað gerist?“ Þekkir gínurnar vel Steinunn segist teikna nokkur hundruð skissur fyrir hverja einustu línu og velur svo úr þeim síðar í ferlinu. Þær halda svo áfram að þróast. „Þegar maður er búinn að gera svona mikið í gegnum tíðina að þá veit maður að þessi teikning er ekki endanleg.“ Steinunn stundaði nám í París og New York og eftir útskrift frá Parson School of Design starfaði hún um árabil hjá erlendum tískuhúsum á borð við Calvin Klein og La Perla. Frá árinu 2000 hefur Steinunn rekið eigið vörumerki og verslun í verbúðunum á Granda. Steinunn notar mikið gínur í hönnunarferlinu sínu sem hún þekkir vel, enda ólíkar í laginu. Í viðtalinu segist hún vera að íhuga að gefa þeim öllum nafn. „Hver líkami er öðruvísi þannig að ég þekki gínurnar líkamlega mjög vel.“ Gínurnar notar hún meðal annars til að búa til heildarsýn fyrir hverja línu. „Sem mér finnst mjög gaman að fara inn í. Semsagt hvert er hún að fara? Hvert er konan að fara? Hvað er að gerast? Ég er með 27 gínur í vinnunni.“ Hægt er að horfa á viðtalið við Steinunni í heild sinni í þættinum hér ofar í fréttinni. Verkefnið Á bak við við vöruna er röð örmyndbanda í heimildarmyndaformi frá Blóð stúdíó. Í þáttunum er skyggnst inn í heim íslenskra frumkvöðla og hönnuða sem starfrækja rekstur sinn í skapandi grósku Miðborgarinnar. Íslensk hönnun er ungt fag í stöðugum vexti og henni fylgir gríðarleg tækifæri í atvinnu- og verðmætasköpun. Markmið myndbandanna er að auka sýnileika fagsins og draga fram raunhæfa mynd af einstaklingunum sem þar standa á bak við og hvernig vörur þeirra verða til - allt frá hugmynd, yfir að söluvænni vöru í verslun. Með því að auka þennan sýnileika og samtímis fræða áhorfandann er verið að virkja hann sem mögulegan neytenda og þar með stuðla að aukinni sjálfbærni hönnunar og að uppvexti þess frumkvöðlastarfs innanlands. Tíska og hönnun Á bak við vöruna Tengdar fréttir Hannar fyrir konur sem vilja sjást í fjöldanum „Hönnunin og vörumerkið spilar svolítið inn á persónuleika kvenna, hún er litrík og ég vinn mikið með áferðir. Engin flík er eins svo þetta er svolítið einstakt sem ég er að reyna að gera,“ segir fatahönnuðurinn Anita Hirlekar. 7. janúar 2021 10:02 „Ég upplifði að það væri ekki mikið úrval af fatnaði til fyrir mig í verslunum“ „Vörumerkið mitt svartbysvart er fullkomlega kynlaust fatamerki. Föt og aukahlutir eru handgerð af mér í Reykjavík. Allt í versluninni er unnið af mér eða makanum mínum Momo, sem er meðeigandi.“ 17. desember 2020 11:30 Stofnuðu fyrirtækið svo þeir gætu boðið kærustunum veglega út að borða „Kormákur & Skjöldur er 25 ára gamalt vörumerki sem að hefur svolítið skemmtilega sögu í raun. Vegna þess að hún var eingöngu stofnuð á milli jóla og nýárs fyrir 25 árum, bara til að búa til pening þannig að Kormákur og Skjöldur gætu farið með kærusturnar veglega út að borða á nýárskvöld, það var nú ekki dýpra en það.“ 10. desember 2020 14:00 „Þetta er eiginlega eins og fjársjóðsleit“ „Hluti af hugmyndafræðinni á bakvið Aftur er að sýna fólki fram á að það eru aðrar leiðir til að vera í tísku, starfa innan tískunnar, að endurvinna eldri fatnað til að búa til nútímafatnað,“ segir Bára Hólmgeirsdóttir hönnuður, eigandi og stofnandi Aftur. 3. desember 2020 10:33 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
„Það er alltaf sami rammi en ramminn er aldrei eins. Af því að hver lína á sitt sérstaka vandamál sem þú leysir úr og það er ýmislegt, kannski ný efni eða eitthvað.“ Fimmta myndbandið af Á bak við vöruna er helgað Steinunni. sem er án efa áhrifamesti fatahönnuður Íslands. Steinunn ruddi veginn fyrir komandi kynslóðum með alþjóðlegri sýn og handbragði. „Ég byrja yfirleitt alltaf á litum. Ég tek langan tíma og leik mér að litunum fram og til baka, legg þá til hliðar og tek þá aftur fram. Hvað er næst? Hvað gerist?“ Þekkir gínurnar vel Steinunn segist teikna nokkur hundruð skissur fyrir hverja einustu línu og velur svo úr þeim síðar í ferlinu. Þær halda svo áfram að þróast. „Þegar maður er búinn að gera svona mikið í gegnum tíðina að þá veit maður að þessi teikning er ekki endanleg.“ Steinunn stundaði nám í París og New York og eftir útskrift frá Parson School of Design starfaði hún um árabil hjá erlendum tískuhúsum á borð við Calvin Klein og La Perla. Frá árinu 2000 hefur Steinunn rekið eigið vörumerki og verslun í verbúðunum á Granda. Steinunn notar mikið gínur í hönnunarferlinu sínu sem hún þekkir vel, enda ólíkar í laginu. Í viðtalinu segist hún vera að íhuga að gefa þeim öllum nafn. „Hver líkami er öðruvísi þannig að ég þekki gínurnar líkamlega mjög vel.“ Gínurnar notar hún meðal annars til að búa til heildarsýn fyrir hverja línu. „Sem mér finnst mjög gaman að fara inn í. Semsagt hvert er hún að fara? Hvert er konan að fara? Hvað er að gerast? Ég er með 27 gínur í vinnunni.“ Hægt er að horfa á viðtalið við Steinunni í heild sinni í þættinum hér ofar í fréttinni. Verkefnið Á bak við við vöruna er röð örmyndbanda í heimildarmyndaformi frá Blóð stúdíó. Í þáttunum er skyggnst inn í heim íslenskra frumkvöðla og hönnuða sem starfrækja rekstur sinn í skapandi grósku Miðborgarinnar. Íslensk hönnun er ungt fag í stöðugum vexti og henni fylgir gríðarleg tækifæri í atvinnu- og verðmætasköpun. Markmið myndbandanna er að auka sýnileika fagsins og draga fram raunhæfa mynd af einstaklingunum sem þar standa á bak við og hvernig vörur þeirra verða til - allt frá hugmynd, yfir að söluvænni vöru í verslun. Með því að auka þennan sýnileika og samtímis fræða áhorfandann er verið að virkja hann sem mögulegan neytenda og þar með stuðla að aukinni sjálfbærni hönnunar og að uppvexti þess frumkvöðlastarfs innanlands.
Verkefnið Á bak við við vöruna er röð örmyndbanda í heimildarmyndaformi frá Blóð stúdíó. Í þáttunum er skyggnst inn í heim íslenskra frumkvöðla og hönnuða sem starfrækja rekstur sinn í skapandi grósku Miðborgarinnar. Íslensk hönnun er ungt fag í stöðugum vexti og henni fylgir gríðarleg tækifæri í atvinnu- og verðmætasköpun. Markmið myndbandanna er að auka sýnileika fagsins og draga fram raunhæfa mynd af einstaklingunum sem þar standa á bak við og hvernig vörur þeirra verða til - allt frá hugmynd, yfir að söluvænni vöru í verslun. Með því að auka þennan sýnileika og samtímis fræða áhorfandann er verið að virkja hann sem mögulegan neytenda og þar með stuðla að aukinni sjálfbærni hönnunar og að uppvexti þess frumkvöðlastarfs innanlands.
Tíska og hönnun Á bak við vöruna Tengdar fréttir Hannar fyrir konur sem vilja sjást í fjöldanum „Hönnunin og vörumerkið spilar svolítið inn á persónuleika kvenna, hún er litrík og ég vinn mikið með áferðir. Engin flík er eins svo þetta er svolítið einstakt sem ég er að reyna að gera,“ segir fatahönnuðurinn Anita Hirlekar. 7. janúar 2021 10:02 „Ég upplifði að það væri ekki mikið úrval af fatnaði til fyrir mig í verslunum“ „Vörumerkið mitt svartbysvart er fullkomlega kynlaust fatamerki. Föt og aukahlutir eru handgerð af mér í Reykjavík. Allt í versluninni er unnið af mér eða makanum mínum Momo, sem er meðeigandi.“ 17. desember 2020 11:30 Stofnuðu fyrirtækið svo þeir gætu boðið kærustunum veglega út að borða „Kormákur & Skjöldur er 25 ára gamalt vörumerki sem að hefur svolítið skemmtilega sögu í raun. Vegna þess að hún var eingöngu stofnuð á milli jóla og nýárs fyrir 25 árum, bara til að búa til pening þannig að Kormákur og Skjöldur gætu farið með kærusturnar veglega út að borða á nýárskvöld, það var nú ekki dýpra en það.“ 10. desember 2020 14:00 „Þetta er eiginlega eins og fjársjóðsleit“ „Hluti af hugmyndafræðinni á bakvið Aftur er að sýna fólki fram á að það eru aðrar leiðir til að vera í tísku, starfa innan tískunnar, að endurvinna eldri fatnað til að búa til nútímafatnað,“ segir Bára Hólmgeirsdóttir hönnuður, eigandi og stofnandi Aftur. 3. desember 2020 10:33 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Hannar fyrir konur sem vilja sjást í fjöldanum „Hönnunin og vörumerkið spilar svolítið inn á persónuleika kvenna, hún er litrík og ég vinn mikið með áferðir. Engin flík er eins svo þetta er svolítið einstakt sem ég er að reyna að gera,“ segir fatahönnuðurinn Anita Hirlekar. 7. janúar 2021 10:02
„Ég upplifði að það væri ekki mikið úrval af fatnaði til fyrir mig í verslunum“ „Vörumerkið mitt svartbysvart er fullkomlega kynlaust fatamerki. Föt og aukahlutir eru handgerð af mér í Reykjavík. Allt í versluninni er unnið af mér eða makanum mínum Momo, sem er meðeigandi.“ 17. desember 2020 11:30
Stofnuðu fyrirtækið svo þeir gætu boðið kærustunum veglega út að borða „Kormákur & Skjöldur er 25 ára gamalt vörumerki sem að hefur svolítið skemmtilega sögu í raun. Vegna þess að hún var eingöngu stofnuð á milli jóla og nýárs fyrir 25 árum, bara til að búa til pening þannig að Kormákur og Skjöldur gætu farið með kærusturnar veglega út að borða á nýárskvöld, það var nú ekki dýpra en það.“ 10. desember 2020 14:00
„Þetta er eiginlega eins og fjársjóðsleit“ „Hluti af hugmyndafræðinni á bakvið Aftur er að sýna fólki fram á að það eru aðrar leiðir til að vera í tísku, starfa innan tískunnar, að endurvinna eldri fatnað til að búa til nútímafatnað,“ segir Bára Hólmgeirsdóttir hönnuður, eigandi og stofnandi Aftur. 3. desember 2020 10:33