Norwegian hættir flugi á lengri leiðum Atli Ísleifsson skrifar 14. janúar 2021 08:57 Norwegian hefur átt í miklum fjárhagsvandræðum síðustu mánuði, líkt og önnur flugfélög. EPA/TOMS KALNINS Norska flugfélagið Norwegian hefur ákveðið að hætta að bjóða upp á áætlunarflug á lengri flugleiðum samkvæmt tilkynningu til norku kauphallarinnar. Er þar verið að bregðast við erfiðri fjárhagsstöðu félagsins sem orðið hefur fyrir búsifjum líkt og önnur flugfélög vegna heimsfaraldursins. Eftirspurn eftir flugi á lengri leiðum hefur dregist sérstaklega mikið saman á síðustu mánuðum og segir félagið að sá hluti rekstrarins sé ekki lengur sjálfbær. Því hafi þessi ákvörðun verið tekin. Í tilkynningunni segir að félagið leggi nú áherslu á að byggja upp öflugan og arðbæran rekstur innan Norðurlandanna til að tryggja eins mörg störf og mögulegt sé. Langur tími muni líða þar til að eftirspurn eftir lengri flugferðum verði komin í það horf sem hún hafi verið fyrir faraldurinn. Norwegian mun áfram halda úti innanlandsflugi í Noregi, innan Norðurlandanna og milli áfangastaða á Norðurlöndum og til annarra staða í Evrópu. Ákvörðunin að hætta rekstri á lengri flugleiðum mun óhjákvæmilega leiða til fækkunar starfsmanna, að sögn forstjóra Norwegian. Með þessari ákvörðun er Norwegian í raun að hverfa aftur til uppruna síns því félagið var byggt upp í kringum flug á styttri flugleiðum. Noregur Fréttir af flugi Tengdar fréttir Norwegian í frjálsu falli Hlutabréf í flugfélaginu Norwegian hafa hríðfallið í norsku kauphöllinni í morgun. Frá opnun hafa virði bréfanna fallið um 15 prósent. 19. nóvember 2020 10:15 Norwegian leitar til dómstóla til að bjarga félaginu frá gjaldþroti Flugfélagið Norwegian Air hefur leitað til dómstóla á Írlandi vegna mikilla skulda. Um er að ræða viðleitni til að koma í veg fyrir gjaldþrot flugfélagsins á tímum kórónuveirufaraldursins. 18. nóvember 2020 16:53 Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Eftirspurn eftir flugi á lengri leiðum hefur dregist sérstaklega mikið saman á síðustu mánuðum og segir félagið að sá hluti rekstrarins sé ekki lengur sjálfbær. Því hafi þessi ákvörðun verið tekin. Í tilkynningunni segir að félagið leggi nú áherslu á að byggja upp öflugan og arðbæran rekstur innan Norðurlandanna til að tryggja eins mörg störf og mögulegt sé. Langur tími muni líða þar til að eftirspurn eftir lengri flugferðum verði komin í það horf sem hún hafi verið fyrir faraldurinn. Norwegian mun áfram halda úti innanlandsflugi í Noregi, innan Norðurlandanna og milli áfangastaða á Norðurlöndum og til annarra staða í Evrópu. Ákvörðunin að hætta rekstri á lengri flugleiðum mun óhjákvæmilega leiða til fækkunar starfsmanna, að sögn forstjóra Norwegian. Með þessari ákvörðun er Norwegian í raun að hverfa aftur til uppruna síns því félagið var byggt upp í kringum flug á styttri flugleiðum.
Noregur Fréttir af flugi Tengdar fréttir Norwegian í frjálsu falli Hlutabréf í flugfélaginu Norwegian hafa hríðfallið í norsku kauphöllinni í morgun. Frá opnun hafa virði bréfanna fallið um 15 prósent. 19. nóvember 2020 10:15 Norwegian leitar til dómstóla til að bjarga félaginu frá gjaldþroti Flugfélagið Norwegian Air hefur leitað til dómstóla á Írlandi vegna mikilla skulda. Um er að ræða viðleitni til að koma í veg fyrir gjaldþrot flugfélagsins á tímum kórónuveirufaraldursins. 18. nóvember 2020 16:53 Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Norwegian í frjálsu falli Hlutabréf í flugfélaginu Norwegian hafa hríðfallið í norsku kauphöllinni í morgun. Frá opnun hafa virði bréfanna fallið um 15 prósent. 19. nóvember 2020 10:15
Norwegian leitar til dómstóla til að bjarga félaginu frá gjaldþroti Flugfélagið Norwegian Air hefur leitað til dómstóla á Írlandi vegna mikilla skulda. Um er að ræða viðleitni til að koma í veg fyrir gjaldþrot flugfélagsins á tímum kórónuveirufaraldursins. 18. nóvember 2020 16:53
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent