Ásmundur á mölina Jakob Bjarnar skrifar 13. janúar 2021 16:17 Flokkarnir eru nú í óða önn að skipuleggja framboðslista sína fyrir komandi kosningar. Framsóknarflokkurinn er þar engin undantekning. Nú rétt í þessu var Ásmundur Einar að tilkynna að hann vilji bjóða sig fram en hann hyggst færa sig um kjördæmi; úr Norðvesturkjördæmi í Reykjavík norður. Af orðum hans má ráða að frágengið sé að Lilja Dögg Alfreðsdóttir muni einnig bjóða sig fram í komandi alþingiskosningum. vísir/vilhelm Ásmundur Einar Daðason hefur ákveðið að leggja allt undir og færa sig yfir á mölina úr til þess að gera öruggu þingsæti fyrir næstu kosningar. Ásmundur Einar Daðason, ráðherra Framsóknarflokksins, hefur ákveðið „að vel ígrunuðu máli“ að gefa kost á sér á framboðslista Framsóknarflokksins fyrir komandi Alþingiskosningar. Sennilega kemur það fæstum á óvart að Ásmundur vilji halda áfram í stjórnmálum en hins vegar vekur athygli hvar hann vill fara fram: Í Reykjavíkurkjördæmi norður. „Það kann að virðast sérstök ákvörðun að fara úr því sem næst öruggu þingsæti í Norðvesturkjördæmi, þar sem Framsókn á sér langa og farsæla sögu, í framboð þar sem flokkurinn hefur glímt við ýmsar áskoranir í undanförnum kosningum. Að baki þessari ákvörðun liggur metnaður til að ná fram stórum pólitískum breytingum í íslensku samfélagi,“ segir Ásmundur Einar í tilkynningu sem hann birti á Facebooksíðu sinni fyrir skemmstu. Kæru vinir. Að vel i grunduðu ma li hef e g a kveðið að gefa kost a me r til forystu a framboðslista Framso knar i ...Posted by Ásmundur Einar Daðason on Miðvikudagur, 13. janúar 2021 Ásmundur Einar segir að Framsóknarflokkurinn verði að styrkja sig í þéttbýli og einkum í höfuðborginni. Og rétt er að þar hefur hann alla tíð átt undir högg að sækja og mælist þar örsmár í flestum skoðanakönnunum. „Þetta verður áskorun en ég trúi á breytingar og það er ástæða þess að ég er tilbúinn að leggja allt undir. Í baráttunni fram undan hlakka ég til að vinna með góðu fólki í Reykjavík og þá sérstaklega með Lilju Alfreðsdóttur, okkar öfluga Mennta- og menningarmálaráðherra.“ Af orðum hans má ráða að frágengið sé jafnframt að Lilja Dögg Alfreðsdóttir muni skipa framboðssveit Framsóknarflokksins fyrir næstu Alþingiskosningar sem að öllu óbreyttu munu fara fram næsta haust. Alþingiskosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Alþingi Norðvesturkjördæmi Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason, ráðherra Framsóknarflokksins, hefur ákveðið „að vel ígrunuðu máli“ að gefa kost á sér á framboðslista Framsóknarflokksins fyrir komandi Alþingiskosningar. Sennilega kemur það fæstum á óvart að Ásmundur vilji halda áfram í stjórnmálum en hins vegar vekur athygli hvar hann vill fara fram: Í Reykjavíkurkjördæmi norður. „Það kann að virðast sérstök ákvörðun að fara úr því sem næst öruggu þingsæti í Norðvesturkjördæmi, þar sem Framsókn á sér langa og farsæla sögu, í framboð þar sem flokkurinn hefur glímt við ýmsar áskoranir í undanförnum kosningum. Að baki þessari ákvörðun liggur metnaður til að ná fram stórum pólitískum breytingum í íslensku samfélagi,“ segir Ásmundur Einar í tilkynningu sem hann birti á Facebooksíðu sinni fyrir skemmstu. Kæru vinir. Að vel i grunduðu ma li hef e g a kveðið að gefa kost a me r til forystu a framboðslista Framso knar i ...Posted by Ásmundur Einar Daðason on Miðvikudagur, 13. janúar 2021 Ásmundur Einar segir að Framsóknarflokkurinn verði að styrkja sig í þéttbýli og einkum í höfuðborginni. Og rétt er að þar hefur hann alla tíð átt undir högg að sækja og mælist þar örsmár í flestum skoðanakönnunum. „Þetta verður áskorun en ég trúi á breytingar og það er ástæða þess að ég er tilbúinn að leggja allt undir. Í baráttunni fram undan hlakka ég til að vinna með góðu fólki í Reykjavík og þá sérstaklega með Lilju Alfreðsdóttur, okkar öfluga Mennta- og menningarmálaráðherra.“ Af orðum hans má ráða að frágengið sé jafnframt að Lilja Dögg Alfreðsdóttir muni skipa framboðssveit Framsóknarflokksins fyrir næstu Alþingiskosningar sem að öllu óbreyttu munu fara fram næsta haust.
Alþingiskosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Alþingi Norðvesturkjördæmi Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira