„Þetta er ekki hugsað til að þú getir haldið partíið sem þig hefur langað til að halda“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. janúar 2021 13:42 Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir að staðan sé viðkvæm í faraldrinum. Tilslakanir séu fyrst og fremst hugsaðar fyrir atvinnulífið. Nú sé ekki tími veisluhalda. Vísir/vilhelm Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum, segir að fólk verði að gera sér grein fyrir því að tilslakanir á sóttvarnareglum séu alls ekki hugsaðar til þess að fólk geti haldið veislur og partí. Með nýjum reglum sé síður en svo verið að gefa græna ljósið gagnvart slíkum samkomum. Tilslakanir séu fyrst og fremst hugsaðar til að auðvelda atvinnustarfsemi í landinu eftir að langþráðum árangri hefur verið náð í faraldrinum innanlands. „Þótt verið sé að létta núna [á takmörkunum] og að sé verið að fara úr tíu manns í tuttugu manna takmarkanir, þá þýðir það alls ekki að fólk eigi að halda partí. Síður en svo. Einmitt af því staðan er svo viðkvæm. Þetta er gert til að létta á þjóðfélaginu. Víða á mörgum vinnustöðum hefur reynst mjög erfitt að vera með tíu manna hólf og að fara í tuttugu manna hólf gerir lífið töluvert auðveldara fyrir vinnustaðinn.“ Rögnvaldur var afar afdráttarlaus þegar hann útskýrði þá hugsun sem liggur að baki nýjum reglum. „Það er fyrst og fremst það sem við erum að hugsa um. Þetta er ekki hugsað til þess að þú getir haldið partíið sem þig hefur langað til að halda. Allar samkomur og hópamyndanir viljum við hafa sem allra, allra minnsta. Það gildir áfram.“ Hann var spurður hvernig eftirliti lögreglu og almannavarna verður háttað með gildistöku nýrra reglna. „Staðarlögregla á hverjum stað hefur séð um eftirlitið og svo fáum við töluvert um ábendingar sem við fylgjum eftir. Við eigum von á því að það verði aðeins meira eftirlit, við fáum líka oft fleiri tilkynningar til okkar þegar verið er að breyta, hvort sem það eru afléttingar er þrengingar á reglunum.“ Rögnvaldur segir að sumir séu gjarnir á að túlka nýjar reglur ansi frjálslega og að á stundum virðist óskhyggjan ein ráða för. „Við biðlum til fólks að falla ekki í þá freistni að túlka reglurnar víðar heldur en þær eru hugsaðar, frekar að hugsa þær þrengra því við erum á viðkvæmum tíma þótt staðan sé góð hjá okkur í augnablikinu sérstaklega samanborið við nágrannalöndin. Þetta er ekki búið. Enn eru smit í samfélaginu og það þarf ekki mikið til að veiran fari í útbreiðslu.“ Verði það raunin blasi aðeins eitt við. „Þá þarf að þrengja aftur og það vill náttúrlega enginn standa í því. Þess vegna er þetta bara enn meiri hvatning til okkar allra að passa okkur, bæði rekstraraðila, viðskiptavina og allra, að ganga frekar lengra heldur hitt í sóttvörnum.“ Rögnvaldur bendir á að þrátt fyrir að bólusetning viðkvæmra hópa sé hafin þá séu alls ekki allir í þeim hóp komnir með bólusetningu. Þess vegna sé mikilvægt að sýna nærgætni og varkárni. „Staða Íslands er mjög sérstök. Við stöndum frammi fyrir því að geta létt á takmörkunum á meðan aðrir eru að herða þær og jafnvel umtalsvert. Svona árangur kemur ekki að sjálfu sér. Hann næst því allir hafa staðið sig og hjálpast að og á sama tíma er fólk orðið langeygt eftir því að fá umbun fyrir. Það er það sem við sjáum núna en á sama tíma þýðir þessi umbun að við þurfum að fara ennþá varlegar og passa okkur ennþá betur því þetta getur breyst fljótt. Við fylgjumst gríðarlega vel með því sem gerist inn í samfélaginu og ætlum okkur að bregðast hratt við ef breyting verður til verri vegar.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Tengdar fréttir Þessar breytingar á samkomubanni tóku gildi á miðnætti Nýjar reglur á samkomutakmörkunum tóku gildi á miðnætti. Nú mega tuttugu koma saman í stað tíu áður, líkamsræktarstöðvar mega hafa opið en einungis fyrir hóptíma þar sem ítrustu sóttvarnareglum er fylgt og veitingastaðir mega taka á móti tuttugu gestum í sama rými í stað fimmtán. 13. janúar 2021 06:19 Svona eru reglurnar á skíðasvæðunum sem opna á morgun eftir tíu mánaða hlé Skíðasvæði á Íslandi opna á morgun þegar nýjar samkomutakmarkanir taka gildi. Ekki má þó taka við nema helming af hámarksfjölda gesta á hverju svæði, auk þess sem skíðaskálar og skíðaleigur verða lokaðar og gestir þurfa að bera grímu. 12. janúar 2021 15:36 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Sjá meira
Með nýjum reglum sé síður en svo verið að gefa græna ljósið gagnvart slíkum samkomum. Tilslakanir séu fyrst og fremst hugsaðar til að auðvelda atvinnustarfsemi í landinu eftir að langþráðum árangri hefur verið náð í faraldrinum innanlands. „Þótt verið sé að létta núna [á takmörkunum] og að sé verið að fara úr tíu manns í tuttugu manna takmarkanir, þá þýðir það alls ekki að fólk eigi að halda partí. Síður en svo. Einmitt af því staðan er svo viðkvæm. Þetta er gert til að létta á þjóðfélaginu. Víða á mörgum vinnustöðum hefur reynst mjög erfitt að vera með tíu manna hólf og að fara í tuttugu manna hólf gerir lífið töluvert auðveldara fyrir vinnustaðinn.“ Rögnvaldur var afar afdráttarlaus þegar hann útskýrði þá hugsun sem liggur að baki nýjum reglum. „Það er fyrst og fremst það sem við erum að hugsa um. Þetta er ekki hugsað til þess að þú getir haldið partíið sem þig hefur langað til að halda. Allar samkomur og hópamyndanir viljum við hafa sem allra, allra minnsta. Það gildir áfram.“ Hann var spurður hvernig eftirliti lögreglu og almannavarna verður háttað með gildistöku nýrra reglna. „Staðarlögregla á hverjum stað hefur séð um eftirlitið og svo fáum við töluvert um ábendingar sem við fylgjum eftir. Við eigum von á því að það verði aðeins meira eftirlit, við fáum líka oft fleiri tilkynningar til okkar þegar verið er að breyta, hvort sem það eru afléttingar er þrengingar á reglunum.“ Rögnvaldur segir að sumir séu gjarnir á að túlka nýjar reglur ansi frjálslega og að á stundum virðist óskhyggjan ein ráða för. „Við biðlum til fólks að falla ekki í þá freistni að túlka reglurnar víðar heldur en þær eru hugsaðar, frekar að hugsa þær þrengra því við erum á viðkvæmum tíma þótt staðan sé góð hjá okkur í augnablikinu sérstaklega samanborið við nágrannalöndin. Þetta er ekki búið. Enn eru smit í samfélaginu og það þarf ekki mikið til að veiran fari í útbreiðslu.“ Verði það raunin blasi aðeins eitt við. „Þá þarf að þrengja aftur og það vill náttúrlega enginn standa í því. Þess vegna er þetta bara enn meiri hvatning til okkar allra að passa okkur, bæði rekstraraðila, viðskiptavina og allra, að ganga frekar lengra heldur hitt í sóttvörnum.“ Rögnvaldur bendir á að þrátt fyrir að bólusetning viðkvæmra hópa sé hafin þá séu alls ekki allir í þeim hóp komnir með bólusetningu. Þess vegna sé mikilvægt að sýna nærgætni og varkárni. „Staða Íslands er mjög sérstök. Við stöndum frammi fyrir því að geta létt á takmörkunum á meðan aðrir eru að herða þær og jafnvel umtalsvert. Svona árangur kemur ekki að sjálfu sér. Hann næst því allir hafa staðið sig og hjálpast að og á sama tíma er fólk orðið langeygt eftir því að fá umbun fyrir. Það er það sem við sjáum núna en á sama tíma þýðir þessi umbun að við þurfum að fara ennþá varlegar og passa okkur ennþá betur því þetta getur breyst fljótt. Við fylgjumst gríðarlega vel með því sem gerist inn í samfélaginu og ætlum okkur að bregðast hratt við ef breyting verður til verri vegar.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Tengdar fréttir Þessar breytingar á samkomubanni tóku gildi á miðnætti Nýjar reglur á samkomutakmörkunum tóku gildi á miðnætti. Nú mega tuttugu koma saman í stað tíu áður, líkamsræktarstöðvar mega hafa opið en einungis fyrir hóptíma þar sem ítrustu sóttvarnareglum er fylgt og veitingastaðir mega taka á móti tuttugu gestum í sama rými í stað fimmtán. 13. janúar 2021 06:19 Svona eru reglurnar á skíðasvæðunum sem opna á morgun eftir tíu mánaða hlé Skíðasvæði á Íslandi opna á morgun þegar nýjar samkomutakmarkanir taka gildi. Ekki má þó taka við nema helming af hámarksfjölda gesta á hverju svæði, auk þess sem skíðaskálar og skíðaleigur verða lokaðar og gestir þurfa að bera grímu. 12. janúar 2021 15:36 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Sjá meira
Þessar breytingar á samkomubanni tóku gildi á miðnætti Nýjar reglur á samkomutakmörkunum tóku gildi á miðnætti. Nú mega tuttugu koma saman í stað tíu áður, líkamsræktarstöðvar mega hafa opið en einungis fyrir hóptíma þar sem ítrustu sóttvarnareglum er fylgt og veitingastaðir mega taka á móti tuttugu gestum í sama rými í stað fimmtán. 13. janúar 2021 06:19
Svona eru reglurnar á skíðasvæðunum sem opna á morgun eftir tíu mánaða hlé Skíðasvæði á Íslandi opna á morgun þegar nýjar samkomutakmarkanir taka gildi. Ekki má þó taka við nema helming af hámarksfjölda gesta á hverju svæði, auk þess sem skíðaskálar og skíðaleigur verða lokaðar og gestir þurfa að bera grímu. 12. janúar 2021 15:36