Grænlendingar telja sig svikna: „Nú er þetta meira en hlægilegt“ Sindri Sverrisson skrifar 13. janúar 2021 11:30 Minik Dahl Höegh hefur spilað lengi í dönsku úrvalsdeildinni en fær ekki að spila á HM í Egyptalandi. Getty/Jan Christensen Grænlendingar furða sig á því að þeim skuli enn vera haldið utan HM í handbolta í Egyptalandi, þrátt fyrir að Bandaríkin hafi þurft að hætta við þátttöku. Þar sem að ekki tókst að halda keppni til að ákveða hvaða lið færi fyrir hönd Norður-Ameríku á HM leitaði handknattleikssamband álfunnar til alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, og bað það um að tilnefna þátttökuþjóð. IHF valdi Bandaríkin í samræmi við reglugerð sína, á þeim forsendum meðal annars að Bandaríkin væru stórt og mikilvægt markaðssvæði og að Ólympíuleikarnir 2028 færu fram í Los Angeles. Þá hefðu Bandaríkin endað efst þeirra liða sem til greina komu á Ameríkuleikunum 2019. Grænlendingar höfðu ekki beint gaman af þessari ákvörðun, eftir að hafa endað fyrir ofan Bandaríkjamenn á Ameríkumótinu í handbolta á hverju einasta móti síðustu 20 ár. Þeim var enn síður skemmt eftir að IHF bauð Sviss á HM þegar Bandaríkin urðu að hætta við mótið vegna kórónuveirusmita. Eins langt frá anda íþróttanna og hugsast getur „Þetta var hlægilegt mál áður en núna er þetta meira en hlægilegt,“ sagði Minik Dahl Höegh, fyrirliði grænlenska landsliðsins, við DR. Ákvörðun IHF um að bjóða Sviss byggir þó á ákvörðun um varaþjóðir sem tekin var fyrir mótið. Varaþjóðirnar eru þjóðir þeirrar álfu sem ríkjandi heimsmeistarar, Danir, tilheyra, og voru næst því að komast inn á HM. Norður-Makedónía var þar efst á blaði, svo Sviss, og Holland undir stjórn Erlings Richardssonar er næst inn verði frekari forföll. „Þetta er eins langt frá því að vera í anda íþróttanna eins og hugsast getur. Það kemur mér á óvart að enginn hjá IHF skuli hafa kjark til að hringja í okkur og gefa okkur útskýringar,“ sagði Höegh. HM 2021 í handbolta Grænland Tengdar fréttir Erlingur ætti að pakka í tösku Það gæti vel farið svo að Ísland muni eiga flesta þjálfara á HM í handbolta sem hefst í Egyptalandi í kvöld. Erlingur Richardsson gæti orðið sá fimmti sem þjálfari hollenska landsliðsins. 13. janúar 2021 10:00 Sviss tekur sæti Bandaríkjanna sem hafa hætt við þátttöku á HM Bandaríska landsliðið hefur ákveðið að draga sig úr keppni á HM í handbolta sem hefst í Egyptalandi á morgun. Sviss kemur í stað þeirra. 12. janúar 2021 21:30 Norður-Makedónía tekur sæti Tékklands á HM í handbolta Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, staðfesti nú rétt í þessu að Norður-Makedónía myndi taka sæti Tékklands á HM í handbolta eftir að síðarnefnda landið þurfti að draga sig úr keppni. 12. janúar 2021 18:18 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Þar sem að ekki tókst að halda keppni til að ákveða hvaða lið færi fyrir hönd Norður-Ameríku á HM leitaði handknattleikssamband álfunnar til alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, og bað það um að tilnefna þátttökuþjóð. IHF valdi Bandaríkin í samræmi við reglugerð sína, á þeim forsendum meðal annars að Bandaríkin væru stórt og mikilvægt markaðssvæði og að Ólympíuleikarnir 2028 færu fram í Los Angeles. Þá hefðu Bandaríkin endað efst þeirra liða sem til greina komu á Ameríkuleikunum 2019. Grænlendingar höfðu ekki beint gaman af þessari ákvörðun, eftir að hafa endað fyrir ofan Bandaríkjamenn á Ameríkumótinu í handbolta á hverju einasta móti síðustu 20 ár. Þeim var enn síður skemmt eftir að IHF bauð Sviss á HM þegar Bandaríkin urðu að hætta við mótið vegna kórónuveirusmita. Eins langt frá anda íþróttanna og hugsast getur „Þetta var hlægilegt mál áður en núna er þetta meira en hlægilegt,“ sagði Minik Dahl Höegh, fyrirliði grænlenska landsliðsins, við DR. Ákvörðun IHF um að bjóða Sviss byggir þó á ákvörðun um varaþjóðir sem tekin var fyrir mótið. Varaþjóðirnar eru þjóðir þeirrar álfu sem ríkjandi heimsmeistarar, Danir, tilheyra, og voru næst því að komast inn á HM. Norður-Makedónía var þar efst á blaði, svo Sviss, og Holland undir stjórn Erlings Richardssonar er næst inn verði frekari forföll. „Þetta er eins langt frá því að vera í anda íþróttanna eins og hugsast getur. Það kemur mér á óvart að enginn hjá IHF skuli hafa kjark til að hringja í okkur og gefa okkur útskýringar,“ sagði Höegh.
HM 2021 í handbolta Grænland Tengdar fréttir Erlingur ætti að pakka í tösku Það gæti vel farið svo að Ísland muni eiga flesta þjálfara á HM í handbolta sem hefst í Egyptalandi í kvöld. Erlingur Richardsson gæti orðið sá fimmti sem þjálfari hollenska landsliðsins. 13. janúar 2021 10:00 Sviss tekur sæti Bandaríkjanna sem hafa hætt við þátttöku á HM Bandaríska landsliðið hefur ákveðið að draga sig úr keppni á HM í handbolta sem hefst í Egyptalandi á morgun. Sviss kemur í stað þeirra. 12. janúar 2021 21:30 Norður-Makedónía tekur sæti Tékklands á HM í handbolta Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, staðfesti nú rétt í þessu að Norður-Makedónía myndi taka sæti Tékklands á HM í handbolta eftir að síðarnefnda landið þurfti að draga sig úr keppni. 12. janúar 2021 18:18 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Erlingur ætti að pakka í tösku Það gæti vel farið svo að Ísland muni eiga flesta þjálfara á HM í handbolta sem hefst í Egyptalandi í kvöld. Erlingur Richardsson gæti orðið sá fimmti sem þjálfari hollenska landsliðsins. 13. janúar 2021 10:00
Sviss tekur sæti Bandaríkjanna sem hafa hætt við þátttöku á HM Bandaríska landsliðið hefur ákveðið að draga sig úr keppni á HM í handbolta sem hefst í Egyptalandi á morgun. Sviss kemur í stað þeirra. 12. janúar 2021 21:30
Norður-Makedónía tekur sæti Tékklands á HM í handbolta Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, staðfesti nú rétt í þessu að Norður-Makedónía myndi taka sæti Tékklands á HM í handbolta eftir að síðarnefnda landið þurfti að draga sig úr keppni. 12. janúar 2021 18:18