Grænlendingar telja sig svikna: „Nú er þetta meira en hlægilegt“ Sindri Sverrisson skrifar 13. janúar 2021 11:30 Minik Dahl Höegh hefur spilað lengi í dönsku úrvalsdeildinni en fær ekki að spila á HM í Egyptalandi. Getty/Jan Christensen Grænlendingar furða sig á því að þeim skuli enn vera haldið utan HM í handbolta í Egyptalandi, þrátt fyrir að Bandaríkin hafi þurft að hætta við þátttöku. Þar sem að ekki tókst að halda keppni til að ákveða hvaða lið færi fyrir hönd Norður-Ameríku á HM leitaði handknattleikssamband álfunnar til alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, og bað það um að tilnefna þátttökuþjóð. IHF valdi Bandaríkin í samræmi við reglugerð sína, á þeim forsendum meðal annars að Bandaríkin væru stórt og mikilvægt markaðssvæði og að Ólympíuleikarnir 2028 færu fram í Los Angeles. Þá hefðu Bandaríkin endað efst þeirra liða sem til greina komu á Ameríkuleikunum 2019. Grænlendingar höfðu ekki beint gaman af þessari ákvörðun, eftir að hafa endað fyrir ofan Bandaríkjamenn á Ameríkumótinu í handbolta á hverju einasta móti síðustu 20 ár. Þeim var enn síður skemmt eftir að IHF bauð Sviss á HM þegar Bandaríkin urðu að hætta við mótið vegna kórónuveirusmita. Eins langt frá anda íþróttanna og hugsast getur „Þetta var hlægilegt mál áður en núna er þetta meira en hlægilegt,“ sagði Minik Dahl Höegh, fyrirliði grænlenska landsliðsins, við DR. Ákvörðun IHF um að bjóða Sviss byggir þó á ákvörðun um varaþjóðir sem tekin var fyrir mótið. Varaþjóðirnar eru þjóðir þeirrar álfu sem ríkjandi heimsmeistarar, Danir, tilheyra, og voru næst því að komast inn á HM. Norður-Makedónía var þar efst á blaði, svo Sviss, og Holland undir stjórn Erlings Richardssonar er næst inn verði frekari forföll. „Þetta er eins langt frá því að vera í anda íþróttanna eins og hugsast getur. Það kemur mér á óvart að enginn hjá IHF skuli hafa kjark til að hringja í okkur og gefa okkur útskýringar,“ sagði Höegh. HM 2021 í handbolta Grænland Tengdar fréttir Erlingur ætti að pakka í tösku Það gæti vel farið svo að Ísland muni eiga flesta þjálfara á HM í handbolta sem hefst í Egyptalandi í kvöld. Erlingur Richardsson gæti orðið sá fimmti sem þjálfari hollenska landsliðsins. 13. janúar 2021 10:00 Sviss tekur sæti Bandaríkjanna sem hafa hætt við þátttöku á HM Bandaríska landsliðið hefur ákveðið að draga sig úr keppni á HM í handbolta sem hefst í Egyptalandi á morgun. Sviss kemur í stað þeirra. 12. janúar 2021 21:30 Norður-Makedónía tekur sæti Tékklands á HM í handbolta Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, staðfesti nú rétt í þessu að Norður-Makedónía myndi taka sæti Tékklands á HM í handbolta eftir að síðarnefnda landið þurfti að draga sig úr keppni. 12. janúar 2021 18:18 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði Handbolti Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Fótbolti Fleiri fréttir „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ „Ég er með mikla orku“ Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Sjá meira
Þar sem að ekki tókst að halda keppni til að ákveða hvaða lið færi fyrir hönd Norður-Ameríku á HM leitaði handknattleikssamband álfunnar til alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, og bað það um að tilnefna þátttökuþjóð. IHF valdi Bandaríkin í samræmi við reglugerð sína, á þeim forsendum meðal annars að Bandaríkin væru stórt og mikilvægt markaðssvæði og að Ólympíuleikarnir 2028 færu fram í Los Angeles. Þá hefðu Bandaríkin endað efst þeirra liða sem til greina komu á Ameríkuleikunum 2019. Grænlendingar höfðu ekki beint gaman af þessari ákvörðun, eftir að hafa endað fyrir ofan Bandaríkjamenn á Ameríkumótinu í handbolta á hverju einasta móti síðustu 20 ár. Þeim var enn síður skemmt eftir að IHF bauð Sviss á HM þegar Bandaríkin urðu að hætta við mótið vegna kórónuveirusmita. Eins langt frá anda íþróttanna og hugsast getur „Þetta var hlægilegt mál áður en núna er þetta meira en hlægilegt,“ sagði Minik Dahl Höegh, fyrirliði grænlenska landsliðsins, við DR. Ákvörðun IHF um að bjóða Sviss byggir þó á ákvörðun um varaþjóðir sem tekin var fyrir mótið. Varaþjóðirnar eru þjóðir þeirrar álfu sem ríkjandi heimsmeistarar, Danir, tilheyra, og voru næst því að komast inn á HM. Norður-Makedónía var þar efst á blaði, svo Sviss, og Holland undir stjórn Erlings Richardssonar er næst inn verði frekari forföll. „Þetta er eins langt frá því að vera í anda íþróttanna eins og hugsast getur. Það kemur mér á óvart að enginn hjá IHF skuli hafa kjark til að hringja í okkur og gefa okkur útskýringar,“ sagði Höegh.
HM 2021 í handbolta Grænland Tengdar fréttir Erlingur ætti að pakka í tösku Það gæti vel farið svo að Ísland muni eiga flesta þjálfara á HM í handbolta sem hefst í Egyptalandi í kvöld. Erlingur Richardsson gæti orðið sá fimmti sem þjálfari hollenska landsliðsins. 13. janúar 2021 10:00 Sviss tekur sæti Bandaríkjanna sem hafa hætt við þátttöku á HM Bandaríska landsliðið hefur ákveðið að draga sig úr keppni á HM í handbolta sem hefst í Egyptalandi á morgun. Sviss kemur í stað þeirra. 12. janúar 2021 21:30 Norður-Makedónía tekur sæti Tékklands á HM í handbolta Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, staðfesti nú rétt í þessu að Norður-Makedónía myndi taka sæti Tékklands á HM í handbolta eftir að síðarnefnda landið þurfti að draga sig úr keppni. 12. janúar 2021 18:18 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði Handbolti Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Fótbolti Fleiri fréttir „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ „Ég er með mikla orku“ Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Sjá meira
Erlingur ætti að pakka í tösku Það gæti vel farið svo að Ísland muni eiga flesta þjálfara á HM í handbolta sem hefst í Egyptalandi í kvöld. Erlingur Richardsson gæti orðið sá fimmti sem þjálfari hollenska landsliðsins. 13. janúar 2021 10:00
Sviss tekur sæti Bandaríkjanna sem hafa hætt við þátttöku á HM Bandaríska landsliðið hefur ákveðið að draga sig úr keppni á HM í handbolta sem hefst í Egyptalandi á morgun. Sviss kemur í stað þeirra. 12. janúar 2021 21:30
Norður-Makedónía tekur sæti Tékklands á HM í handbolta Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, staðfesti nú rétt í þessu að Norður-Makedónía myndi taka sæti Tékklands á HM í handbolta eftir að síðarnefnda landið þurfti að draga sig úr keppni. 12. janúar 2021 18:18