Þórunn Egilsdóttir hættir á þingi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. janúar 2021 09:19 Þórunn Egilsdóttir hefur setið á þingi fyrir Framsóknarflokkinn frá árinu 2013. Vísir/Vilhelm Þórunn Egilsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hyggst ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu á Alþingi í komandi kosningum í haust. Þetta kemur fram í færslu frá henni á Facebook. Þórunn er þingflokksformaður Framsóknar og leiddi framboðslista flokksins í síðustu kosningum. Hún hefur setið á þingi síðan 2013. „Það hefur verið góður tími og lærdómsríkur í starfi. Í upphafi árs 2019 greindist ég með brjóstakrabbamein og fór í gegnum stranga meðferð. Það ferli tókst vel og ég tók brött aftur til starfa síðastliðið vor enda meinið horfið. Ég var full bjartsýni, trúði að þetta væri farið og hugðist halda ótrauð áfram. Ég var sömuleiðis full orku og mig langaði að láta áfram til mín taka á þessum vettvangi og gefa kost á mér til þess að leiða framboðslista Framsóknarflokksins í kjördæminu næsta kjörtímabil,“ segir Þórunn í færslunni. Framundan eru alþingiskosningar. Ég hef setið á þingi fyrir Framsóknarflokkinn síðan 2013. Ég leiddi framboðslista...Posted by Þórunn Egilsdóttir on Wednesday, January 13, 2021 Í lok síðasta árs hafi hún hins vegar farið að finna fyrir óþægindum. Rannsóknir bentu til þess að eitthvað þyrfti að skoða betur. „Þá kom í ljós að lifrin starfaði ekki eðlilega. Meinið hefur tekið sig upp að nýju en brýnt er að vera bjartsýn. Maður verður alltaf að horfa fram á við. Og maður má aldrei missa vonina. Aldrei. Framboð til Alþingis verður hins vegar að bíða betri tíma. Ég mun því ekki gefa kost á mér til að leiða lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Við félagshyggju- og samvinnufólk eigum gott fólk með mikla reynslu og skýra sýn sem vill láta gott af sér leiða og er tilbúið í verkefnið. Ég vona og veit að okkur ber gæfa til að starfa saman enda er það lykillinn að árangri,“ segir Þórunn. Færsluna má sjá í heild ofar í fréttinni. Alþingi Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Norðausturkjördæmi Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Þetta kemur fram í færslu frá henni á Facebook. Þórunn er þingflokksformaður Framsóknar og leiddi framboðslista flokksins í síðustu kosningum. Hún hefur setið á þingi síðan 2013. „Það hefur verið góður tími og lærdómsríkur í starfi. Í upphafi árs 2019 greindist ég með brjóstakrabbamein og fór í gegnum stranga meðferð. Það ferli tókst vel og ég tók brött aftur til starfa síðastliðið vor enda meinið horfið. Ég var full bjartsýni, trúði að þetta væri farið og hugðist halda ótrauð áfram. Ég var sömuleiðis full orku og mig langaði að láta áfram til mín taka á þessum vettvangi og gefa kost á mér til þess að leiða framboðslista Framsóknarflokksins í kjördæminu næsta kjörtímabil,“ segir Þórunn í færslunni. Framundan eru alþingiskosningar. Ég hef setið á þingi fyrir Framsóknarflokkinn síðan 2013. Ég leiddi framboðslista...Posted by Þórunn Egilsdóttir on Wednesday, January 13, 2021 Í lok síðasta árs hafi hún hins vegar farið að finna fyrir óþægindum. Rannsóknir bentu til þess að eitthvað þyrfti að skoða betur. „Þá kom í ljós að lifrin starfaði ekki eðlilega. Meinið hefur tekið sig upp að nýju en brýnt er að vera bjartsýn. Maður verður alltaf að horfa fram á við. Og maður má aldrei missa vonina. Aldrei. Framboð til Alþingis verður hins vegar að bíða betri tíma. Ég mun því ekki gefa kost á mér til að leiða lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Við félagshyggju- og samvinnufólk eigum gott fólk með mikla reynslu og skýra sýn sem vill láta gott af sér leiða og er tilbúið í verkefnið. Ég vona og veit að okkur ber gæfa til að starfa saman enda er það lykillinn að árangri,“ segir Þórunn. Færsluna má sjá í heild ofar í fréttinni.
Alþingi Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Norðausturkjördæmi Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira