99 dagar og veiran var vandamálið Sindri Sverrisson skrifar 13. janúar 2021 08:00 Haukar sækja Fjölni heim í kvöld og bikarmeistarar Skallagríms fara á Hlíðarenda og mæta meisturum Vals. VÍSIR/VILHELM Í dag er sannkallaður gleðidagur fyrir íslenskt íþróttalíf þegar keppni í íþróttum hefst að nýju eftir lengsta bann við keppni í sögu þjóðarinnar. Frá því að kórónuveiran barst til landsins í lok febrúar á síðasta ári hefur ekki verið gert lengra hlé á keppni en það sem lýkur í dag. Alls eru 99 dagar síðan að Keflavík sótti Þór heim á Akureyri í körfubolta karla þann 6. október, í síðasta úrvalsdeildarleik sem leikinn var áður en biðin langa hófst. Keppni í Dominos-deild karla hefst einmitt að nýju annað kvöld en það verða körfuboltakonurnar sem hefja fjörið í dag þegar heil umferð í Dominos-deild kvenna fer fram. Liðin í deildunum hafa aðeins spilað 1-3 deildarleiki síðan í mars. Svipaða sögu er að segja í Olís-deild kvenna í handbolta sem hefst að nýju á laugardaginn, en í Olís-deild karla er aðeins lengra hlé vegna HM í Egyptalandi, þó ekki nema fram til 24. janúar. Íþróttafólk fagnar í dag en vegna HM þurfa karlaliðin í handbolta að bíða aðeins lengur með að byrja að spila.vísir/Hulda Margrét Undirbúningsmót fyrir næsta tímabil eru að hefjast í fótboltanum, keppni í blaki hefst að nýju um helgina, og svo mætti áfram telja. Hefðbundnar æfingar með snertingu hafa verið heimilar frá 10. desember og því ættu leikmenn að vera ágætlega búnir undir þá miklu törn sem framundan er víða. Þeir fá ekki að spila fyrir framan áhorfendur, enn um sinn, en fagna því eflaust fyrst og fremst að komast aftur á völlinn í alvöru keppni. Skellt í lás í borginni en landsbyggðarliðin máttu æfa og spila En hvernig hafa málin þróast þessa 99 daga frá síðasta leik? Íþróttasérsamböndin voru frekar tvístígandi til að byrja með, eftir að skellt var í lás frá og með 7. október, enda reglurnar ekki á kristaltæru. Allar takmarkanir miðuðust við höfuðborgarsvæðið og voru mjög strangar fyrir innanhússíþróttir, því ekki mátti æfa þær lengur. Íþróttir utandyra voru áfram leyfðar, þvert gegn tilmælum sóttvarnalæknis, hvort sem var æfingar eða keppni. Knattspyrnusamband Íslands ákvað þó að miða við tilmæli sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, í samræmi við sína Covid-reglugerð og var öllu mótahaldi innanlands frestað. Æfingabann á öllu landinu Með nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra þann 20. október var svo ekki lengur gerður greinarmunur á íþróttum innan- eða utanhúss á höfuðborgarsvæðinu, og þær bannaðar. Það er að segja íþróttir með snertingu. Íþróttafólk búsett utan höfuðborgarsvæðisins mátti hins vegar áfram æfa og keppa án takmarkana, en það var þó aðeins nýtt til að leika æfingaleiki. Það var svo 31. október sem að íþróttastarf á öllu landinu, æfingar og keppni, var stöðvað. Eftir sem áður voru þó veittar undanþágur fyrir alþjóðlega leiki. KSÍ hafði degi áður samþykkt að hætta keppni á öllum mótum ársins 2020. Það liðu því að lágmarki 40 dagar fyrir íþróttafólk á öllu landinu þar sem ekki mátti æfa með snertingu. Það hefur nú haft rúman mánuð til að æfa með öllu hefðbundnari hætti, þó í óvissu þar til síðasta föstudag um það hvenær leyfi gæfist fyrir keppni að nýju. Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Olís-deild karla Olís-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Fleiri fréttir Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Sjá meira
Frá því að kórónuveiran barst til landsins í lok febrúar á síðasta ári hefur ekki verið gert lengra hlé á keppni en það sem lýkur í dag. Alls eru 99 dagar síðan að Keflavík sótti Þór heim á Akureyri í körfubolta karla þann 6. október, í síðasta úrvalsdeildarleik sem leikinn var áður en biðin langa hófst. Keppni í Dominos-deild karla hefst einmitt að nýju annað kvöld en það verða körfuboltakonurnar sem hefja fjörið í dag þegar heil umferð í Dominos-deild kvenna fer fram. Liðin í deildunum hafa aðeins spilað 1-3 deildarleiki síðan í mars. Svipaða sögu er að segja í Olís-deild kvenna í handbolta sem hefst að nýju á laugardaginn, en í Olís-deild karla er aðeins lengra hlé vegna HM í Egyptalandi, þó ekki nema fram til 24. janúar. Íþróttafólk fagnar í dag en vegna HM þurfa karlaliðin í handbolta að bíða aðeins lengur með að byrja að spila.vísir/Hulda Margrét Undirbúningsmót fyrir næsta tímabil eru að hefjast í fótboltanum, keppni í blaki hefst að nýju um helgina, og svo mætti áfram telja. Hefðbundnar æfingar með snertingu hafa verið heimilar frá 10. desember og því ættu leikmenn að vera ágætlega búnir undir þá miklu törn sem framundan er víða. Þeir fá ekki að spila fyrir framan áhorfendur, enn um sinn, en fagna því eflaust fyrst og fremst að komast aftur á völlinn í alvöru keppni. Skellt í lás í borginni en landsbyggðarliðin máttu æfa og spila En hvernig hafa málin þróast þessa 99 daga frá síðasta leik? Íþróttasérsamböndin voru frekar tvístígandi til að byrja með, eftir að skellt var í lás frá og með 7. október, enda reglurnar ekki á kristaltæru. Allar takmarkanir miðuðust við höfuðborgarsvæðið og voru mjög strangar fyrir innanhússíþróttir, því ekki mátti æfa þær lengur. Íþróttir utandyra voru áfram leyfðar, þvert gegn tilmælum sóttvarnalæknis, hvort sem var æfingar eða keppni. Knattspyrnusamband Íslands ákvað þó að miða við tilmæli sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, í samræmi við sína Covid-reglugerð og var öllu mótahaldi innanlands frestað. Æfingabann á öllu landinu Með nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra þann 20. október var svo ekki lengur gerður greinarmunur á íþróttum innan- eða utanhúss á höfuðborgarsvæðinu, og þær bannaðar. Það er að segja íþróttir með snertingu. Íþróttafólk búsett utan höfuðborgarsvæðisins mátti hins vegar áfram æfa og keppa án takmarkana, en það var þó aðeins nýtt til að leika æfingaleiki. Það var svo 31. október sem að íþróttastarf á öllu landinu, æfingar og keppni, var stöðvað. Eftir sem áður voru þó veittar undanþágur fyrir alþjóðlega leiki. KSÍ hafði degi áður samþykkt að hætta keppni á öllum mótum ársins 2020. Það liðu því að lágmarki 40 dagar fyrir íþróttafólk á öllu landinu þar sem ekki mátti æfa með snertingu. Það hefur nú haft rúman mánuð til að æfa með öllu hefðbundnari hætti, þó í óvissu þar til síðasta föstudag um það hvenær leyfi gæfist fyrir keppni að nýju.
Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Olís-deild karla Olís-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Fleiri fréttir Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Sjá meira