99 dagar og veiran var vandamálið Sindri Sverrisson skrifar 13. janúar 2021 08:00 Haukar sækja Fjölni heim í kvöld og bikarmeistarar Skallagríms fara á Hlíðarenda og mæta meisturum Vals. VÍSIR/VILHELM Í dag er sannkallaður gleðidagur fyrir íslenskt íþróttalíf þegar keppni í íþróttum hefst að nýju eftir lengsta bann við keppni í sögu þjóðarinnar. Frá því að kórónuveiran barst til landsins í lok febrúar á síðasta ári hefur ekki verið gert lengra hlé á keppni en það sem lýkur í dag. Alls eru 99 dagar síðan að Keflavík sótti Þór heim á Akureyri í körfubolta karla þann 6. október, í síðasta úrvalsdeildarleik sem leikinn var áður en biðin langa hófst. Keppni í Dominos-deild karla hefst einmitt að nýju annað kvöld en það verða körfuboltakonurnar sem hefja fjörið í dag þegar heil umferð í Dominos-deild kvenna fer fram. Liðin í deildunum hafa aðeins spilað 1-3 deildarleiki síðan í mars. Svipaða sögu er að segja í Olís-deild kvenna í handbolta sem hefst að nýju á laugardaginn, en í Olís-deild karla er aðeins lengra hlé vegna HM í Egyptalandi, þó ekki nema fram til 24. janúar. Íþróttafólk fagnar í dag en vegna HM þurfa karlaliðin í handbolta að bíða aðeins lengur með að byrja að spila.vísir/Hulda Margrét Undirbúningsmót fyrir næsta tímabil eru að hefjast í fótboltanum, keppni í blaki hefst að nýju um helgina, og svo mætti áfram telja. Hefðbundnar æfingar með snertingu hafa verið heimilar frá 10. desember og því ættu leikmenn að vera ágætlega búnir undir þá miklu törn sem framundan er víða. Þeir fá ekki að spila fyrir framan áhorfendur, enn um sinn, en fagna því eflaust fyrst og fremst að komast aftur á völlinn í alvöru keppni. Skellt í lás í borginni en landsbyggðarliðin máttu æfa og spila En hvernig hafa málin þróast þessa 99 daga frá síðasta leik? Íþróttasérsamböndin voru frekar tvístígandi til að byrja með, eftir að skellt var í lás frá og með 7. október, enda reglurnar ekki á kristaltæru. Allar takmarkanir miðuðust við höfuðborgarsvæðið og voru mjög strangar fyrir innanhússíþróttir, því ekki mátti æfa þær lengur. Íþróttir utandyra voru áfram leyfðar, þvert gegn tilmælum sóttvarnalæknis, hvort sem var æfingar eða keppni. Knattspyrnusamband Íslands ákvað þó að miða við tilmæli sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, í samræmi við sína Covid-reglugerð og var öllu mótahaldi innanlands frestað. Æfingabann á öllu landinu Með nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra þann 20. október var svo ekki lengur gerður greinarmunur á íþróttum innan- eða utanhúss á höfuðborgarsvæðinu, og þær bannaðar. Það er að segja íþróttir með snertingu. Íþróttafólk búsett utan höfuðborgarsvæðisins mátti hins vegar áfram æfa og keppa án takmarkana, en það var þó aðeins nýtt til að leika æfingaleiki. Það var svo 31. október sem að íþróttastarf á öllu landinu, æfingar og keppni, var stöðvað. Eftir sem áður voru þó veittar undanþágur fyrir alþjóðlega leiki. KSÍ hafði degi áður samþykkt að hætta keppni á öllum mótum ársins 2020. Það liðu því að lágmarki 40 dagar fyrir íþróttafólk á öllu landinu þar sem ekki mátti æfa með snertingu. Það hefur nú haft rúman mánuð til að æfa með öllu hefðbundnari hætti, þó í óvissu þar til síðasta föstudag um það hvenær leyfi gæfist fyrir keppni að nýju. Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Olís-deild karla Olís-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Eir Norðurlandameistari en fékk of mikla hjálp til að fá metið Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Sjá meira
Frá því að kórónuveiran barst til landsins í lok febrúar á síðasta ári hefur ekki verið gert lengra hlé á keppni en það sem lýkur í dag. Alls eru 99 dagar síðan að Keflavík sótti Þór heim á Akureyri í körfubolta karla þann 6. október, í síðasta úrvalsdeildarleik sem leikinn var áður en biðin langa hófst. Keppni í Dominos-deild karla hefst einmitt að nýju annað kvöld en það verða körfuboltakonurnar sem hefja fjörið í dag þegar heil umferð í Dominos-deild kvenna fer fram. Liðin í deildunum hafa aðeins spilað 1-3 deildarleiki síðan í mars. Svipaða sögu er að segja í Olís-deild kvenna í handbolta sem hefst að nýju á laugardaginn, en í Olís-deild karla er aðeins lengra hlé vegna HM í Egyptalandi, þó ekki nema fram til 24. janúar. Íþróttafólk fagnar í dag en vegna HM þurfa karlaliðin í handbolta að bíða aðeins lengur með að byrja að spila.vísir/Hulda Margrét Undirbúningsmót fyrir næsta tímabil eru að hefjast í fótboltanum, keppni í blaki hefst að nýju um helgina, og svo mætti áfram telja. Hefðbundnar æfingar með snertingu hafa verið heimilar frá 10. desember og því ættu leikmenn að vera ágætlega búnir undir þá miklu törn sem framundan er víða. Þeir fá ekki að spila fyrir framan áhorfendur, enn um sinn, en fagna því eflaust fyrst og fremst að komast aftur á völlinn í alvöru keppni. Skellt í lás í borginni en landsbyggðarliðin máttu æfa og spila En hvernig hafa málin þróast þessa 99 daga frá síðasta leik? Íþróttasérsamböndin voru frekar tvístígandi til að byrja með, eftir að skellt var í lás frá og með 7. október, enda reglurnar ekki á kristaltæru. Allar takmarkanir miðuðust við höfuðborgarsvæðið og voru mjög strangar fyrir innanhússíþróttir, því ekki mátti æfa þær lengur. Íþróttir utandyra voru áfram leyfðar, þvert gegn tilmælum sóttvarnalæknis, hvort sem var æfingar eða keppni. Knattspyrnusamband Íslands ákvað þó að miða við tilmæli sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, í samræmi við sína Covid-reglugerð og var öllu mótahaldi innanlands frestað. Æfingabann á öllu landinu Með nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra þann 20. október var svo ekki lengur gerður greinarmunur á íþróttum innan- eða utanhúss á höfuðborgarsvæðinu, og þær bannaðar. Það er að segja íþróttir með snertingu. Íþróttafólk búsett utan höfuðborgarsvæðisins mátti hins vegar áfram æfa og keppa án takmarkana, en það var þó aðeins nýtt til að leika æfingaleiki. Það var svo 31. október sem að íþróttastarf á öllu landinu, æfingar og keppni, var stöðvað. Eftir sem áður voru þó veittar undanþágur fyrir alþjóðlega leiki. KSÍ hafði degi áður samþykkt að hætta keppni á öllum mótum ársins 2020. Það liðu því að lágmarki 40 dagar fyrir íþróttafólk á öllu landinu þar sem ekki mátti æfa með snertingu. Það hefur nú haft rúman mánuð til að æfa með öllu hefðbundnari hætti, þó í óvissu þar til síðasta föstudag um það hvenær leyfi gæfist fyrir keppni að nýju.
Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Olís-deild karla Olís-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Eir Norðurlandameistari en fékk of mikla hjálp til að fá metið Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Sjá meira