„Óperan er alvaldur hér,“ segir formaður FÍH Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. janúar 2021 21:22 Gunnar segir óásættanlegt að sjálfseignarstofnanir sem reka sig á fé frá skattgreiðendum fái að viðhafa ógegnsæi og gera samninga hjúpaða leynd. „Það blasir við mér að dómurinn tekur þá afstöðu að þarna hafi verksali og verkkaupi gert með sér samning en við munum skoða það í framhaldinu hvort við áfrýjum þessu,“ segir Gunnar Hrafnsson, formaður Félags íslenskra hljómlistarmanna, um nýfallinn dóm í máli söngkonunnar Þóru Einarsdóttur gegn Íslensku óperunni. Málið snérist um samning sem Þóra gerði við Óperuna um þátttöku í Brúðkaupi Fígarós árið 2019. Í samningnum var vísað til kjarasamnings milli FÍH og Óperunnar frá 2000 en dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að upphæðir í samningnum væru endanlegar og ófrávíkjanlegar, þrátt fyrir aukna yfirvinnu og álag. „Það sem mér finnst dómurinn ekki taka tillit til er þessi aðstöðumunur á aðilum,“ segir Gunnar. „Óperan er alvaldur hér; það eru engar óperur settar upp á landinu nema þarna og fólk sem kemst að er ekki í neinni stöðu til að vera með múður. Þetta er eini atvinnuveitandinn; eina tækifærið.“ Fá ekkert aukreitis þrátt fyrir mikið álag Félagafundur Klassís, félags klassískt menntaðra söngvara á Íslandi, lýsti á dögunum yfir vantrausti á stjórn Íslensku óperunnar og óperustjóra, sem hafa neitað því að eiga í deilum við stéttina. Söngvarar segjast hins vegar búnir að fá nóg af Óperunni; stofnun sem þeir settu á laggirnar og hafi notið velvildar þeirra þegar kemur að kaupi og kjörum. Og það eru ekki bara launamálin sem eru deilt er um, heldur hefur Óperan einnig verið gagnrýnd fyrir ógegnsæi og að takmarkaða aðkomu listamanna að stjórnun stofnunarinnar. Í umræddum dómi er komist að þeirri niðurstöðu að samningurinn milli Þóru og Íslensku óperunnar hafi verið verksamningur þar sem var „sannanlega samið um meginatriði í samningssambandinu, þ.e. framlag stefnanda og endurgjald stefnda, sem ekki getur verið ágreiningur um að hafi miðast við það verkefni sem við blasti.“ Þóra ætti því ekki rétt á viðbótargreiðslum samkvæmt kjarasamningnum frá 2000. Gunnar segir Óperuna ítrekað hafa vísað til þess að greiðslur vegna sýninga hafi verið hærri en kjarasamningurinn kveður á um en bendir á að í kjarasamningnum sé að finna lágmarksviðmið. Þá sé orðið ljóst að það gildir engu þótt alls kyns aukaálag komi til, Óperan sé greinilega ekki skyldug til að bæta fyrir það. „Álagið var að ganga frá þessum hóp raddlega,“ segir Gunnar um söngvarana sem tóku þátt í Brúðkaupi Fígarós. „Það eina sem þeir eiga er þetta barkakýli, þessi rödd,“ bætir hann við en æfingatíminn, sem eigi að vera bundinn við 24 tíma á viku, hafi farið yfir 40 tíma. Bíða niðurstöðu um þjóðaróperu Að sögn Gunnars hafa laun söngvara við Íslensku óperuna lækkað að raunvirði og hann nefnir aftur þann aðstöðumun sem sé milli Óperunnar og söngvara, sem séu tilneyddir til að gera verktakasamninga og skuldbinda sig til að halda trúnað um þá. Spurður segist Gunnari ekki kunnugt um hvort nokkrir listamenn við Óperuna séu á eiginlegum ráðningarsamning en honum sýnist til dæmis hafa hallað á hlut kvenna þegar kemur að launakjörum. Hvað framhaldið varðar segir hann FÍH munu beita sér fyrir vitundarvakningu meðal listamanna. Þá sé niðurstöðu nefndar um stofnun þjóðaróperu að vænta í lok mánaðar. „Lilja [Alfreðsdóttir ráðherra] á þakkir skilið fyrir að setja í gang þessa undirbúningsnefnd,“ segir Gunnar. Hann yrði hissa ef það yrði ekki niðurstaðan að stofna þjóðaróperu. „Listheimurinn getur ekki sætt sig við annað en að ástandinu verði breytt,“ segir hann. Menning Kjaramál Íslenska óperan Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Málið snérist um samning sem Þóra gerði við Óperuna um þátttöku í Brúðkaupi Fígarós árið 2019. Í samningnum var vísað til kjarasamnings milli FÍH og Óperunnar frá 2000 en dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að upphæðir í samningnum væru endanlegar og ófrávíkjanlegar, þrátt fyrir aukna yfirvinnu og álag. „Það sem mér finnst dómurinn ekki taka tillit til er þessi aðstöðumunur á aðilum,“ segir Gunnar. „Óperan er alvaldur hér; það eru engar óperur settar upp á landinu nema þarna og fólk sem kemst að er ekki í neinni stöðu til að vera með múður. Þetta er eini atvinnuveitandinn; eina tækifærið.“ Fá ekkert aukreitis þrátt fyrir mikið álag Félagafundur Klassís, félags klassískt menntaðra söngvara á Íslandi, lýsti á dögunum yfir vantrausti á stjórn Íslensku óperunnar og óperustjóra, sem hafa neitað því að eiga í deilum við stéttina. Söngvarar segjast hins vegar búnir að fá nóg af Óperunni; stofnun sem þeir settu á laggirnar og hafi notið velvildar þeirra þegar kemur að kaupi og kjörum. Og það eru ekki bara launamálin sem eru deilt er um, heldur hefur Óperan einnig verið gagnrýnd fyrir ógegnsæi og að takmarkaða aðkomu listamanna að stjórnun stofnunarinnar. Í umræddum dómi er komist að þeirri niðurstöðu að samningurinn milli Þóru og Íslensku óperunnar hafi verið verksamningur þar sem var „sannanlega samið um meginatriði í samningssambandinu, þ.e. framlag stefnanda og endurgjald stefnda, sem ekki getur verið ágreiningur um að hafi miðast við það verkefni sem við blasti.“ Þóra ætti því ekki rétt á viðbótargreiðslum samkvæmt kjarasamningnum frá 2000. Gunnar segir Óperuna ítrekað hafa vísað til þess að greiðslur vegna sýninga hafi verið hærri en kjarasamningurinn kveður á um en bendir á að í kjarasamningnum sé að finna lágmarksviðmið. Þá sé orðið ljóst að það gildir engu þótt alls kyns aukaálag komi til, Óperan sé greinilega ekki skyldug til að bæta fyrir það. „Álagið var að ganga frá þessum hóp raddlega,“ segir Gunnar um söngvarana sem tóku þátt í Brúðkaupi Fígarós. „Það eina sem þeir eiga er þetta barkakýli, þessi rödd,“ bætir hann við en æfingatíminn, sem eigi að vera bundinn við 24 tíma á viku, hafi farið yfir 40 tíma. Bíða niðurstöðu um þjóðaróperu Að sögn Gunnars hafa laun söngvara við Íslensku óperuna lækkað að raunvirði og hann nefnir aftur þann aðstöðumun sem sé milli Óperunnar og söngvara, sem séu tilneyddir til að gera verktakasamninga og skuldbinda sig til að halda trúnað um þá. Spurður segist Gunnari ekki kunnugt um hvort nokkrir listamenn við Óperuna séu á eiginlegum ráðningarsamning en honum sýnist til dæmis hafa hallað á hlut kvenna þegar kemur að launakjörum. Hvað framhaldið varðar segir hann FÍH munu beita sér fyrir vitundarvakningu meðal listamanna. Þá sé niðurstöðu nefndar um stofnun þjóðaróperu að vænta í lok mánaðar. „Lilja [Alfreðsdóttir ráðherra] á þakkir skilið fyrir að setja í gang þessa undirbúningsnefnd,“ segir Gunnar. Hann yrði hissa ef það yrði ekki niðurstaðan að stofna þjóðaróperu. „Listheimurinn getur ekki sætt sig við annað en að ástandinu verði breytt,“ segir hann.
Menning Kjaramál Íslenska óperan Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira