NBA dagsins: Beal naut sín í „klikkuðum slag“ Sindri Sverrisson skrifar 12. janúar 2021 14:30 Bradley Beal með Devin Booker fyrir framan sig í leiknum í Washington í nótt. Getty/Patrick Smith Bradley Beal stal senunni í NBA-deildinni í nótt með stórleik í öruggum sigri Washington Wizards á Phoenix Suns, 128-107. Flottustu NBA-tilþrifin frá því í nótt má sjá í meðfylgjandi klippu. Lýsendur höfðu freistað þess að gera leik Washinton og Phoenix að uppgjöri Beal og Devin Booker, tveggja af bestu skotbakvörðum deildarinnar. Beal skoraði 34 stig og Booker 33, en það voru Beal og félagar sem fögnuðu loks heimasigri eftir fimm töp í röð í Washington. Það gerðu þeir þrátt fyrir að vera án Russell Westbrook sem verður frá keppni í að minnsta kosti viku til viðbótar vegna meiðsla í læri. Beal hló létt þegar hann var spurður hvort hann hefði merkt sérstaklega við leikinn við Phoenix á dagatalinu, vegna uppgjörsins við Booker: „Ég vissi nú ekki að við værum að fara að spila við Phoenix fyrr en í gærkvöldi. Ég get því ekki sagt að ég hafi merkt við leikinn. En ég veit að þegar ég mæti Booker þá mun hann gera sitt allra besta og þetta eru alltaf klikkaðar rimmur á milli okkar. Það besta er að hvorugur okkar er tilbúinn að láta undan heldur viljum við samkeppnina. Við munum ýta hvor öðrum áfram og kljást margsinnis í þessari deild en í kvöld höfðum við betur,“ sagði Beal. Beal á hluta af bestu tilþrifum næturinnar sem sjá má í lok myndskeiðsins hér að neðan. Aftur horfði Siakam á boltann dansa upp úr hringnum Það á ekki af Kamerúnanum Pascal Siakam að ganga. Annan leikinn í röð dansaði boltinn upp úr hringnum eftir lokaskot hans og Toronto Raptors urðu að sætta sig við tap gegn Portland Trail Blazers, 112-111. Siakam skoraði sína fyrstu þrennu á ferlinum, með 22 stig, 13 fráköst og 10 stoðsendingar, en það dugði ekki. CJ McCollum skoraði 30 stig og þar á meðal sigurkörfuna. Giannis Antetokounmpo sneri aftur með Milwaukee Bucks eftir minni háttar meiðsli og hafði sig heldur hægan í 121-99 sigri á Orlando Magic í nótt. Grikkinn lenti í villuvandræðum en skilaði þó 22 stigum. Milwaukee var 86-82 yfir fyrir lokafjórðunginn en stakk svo af og vann öruggan sigur. Klippa: NBA dagsins 12. janúar NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Tengdar fréttir „Það mun enginn vorkenna okkur“ Philadelphia 76ers glíma áfram við vandamál vegna kórónuveirusmits Seth Curry. Níu leikmenn liðsins gátu þó spilað í nótt en félagið fékk sekt upp á 3,2 milljónir króna fyrir brot á reglum um meiðsli leikmanna. 12. janúar 2021 07:30 NBA dagsins: Versta skotnýting ferilsins en Curry gat brosað Stephen Curry var sjálfsagt manna fegnastur að sjá boltann dansa upp úr hringnum um leið og lokaflautið gall, í 106-105 sigri Golden State Warriors á Toronto Raptors í NBA-deildinni í nótt. 11. janúar 2021 14:30 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Enski boltinn Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
Lýsendur höfðu freistað þess að gera leik Washinton og Phoenix að uppgjöri Beal og Devin Booker, tveggja af bestu skotbakvörðum deildarinnar. Beal skoraði 34 stig og Booker 33, en það voru Beal og félagar sem fögnuðu loks heimasigri eftir fimm töp í röð í Washington. Það gerðu þeir þrátt fyrir að vera án Russell Westbrook sem verður frá keppni í að minnsta kosti viku til viðbótar vegna meiðsla í læri. Beal hló létt þegar hann var spurður hvort hann hefði merkt sérstaklega við leikinn við Phoenix á dagatalinu, vegna uppgjörsins við Booker: „Ég vissi nú ekki að við værum að fara að spila við Phoenix fyrr en í gærkvöldi. Ég get því ekki sagt að ég hafi merkt við leikinn. En ég veit að þegar ég mæti Booker þá mun hann gera sitt allra besta og þetta eru alltaf klikkaðar rimmur á milli okkar. Það besta er að hvorugur okkar er tilbúinn að láta undan heldur viljum við samkeppnina. Við munum ýta hvor öðrum áfram og kljást margsinnis í þessari deild en í kvöld höfðum við betur,“ sagði Beal. Beal á hluta af bestu tilþrifum næturinnar sem sjá má í lok myndskeiðsins hér að neðan. Aftur horfði Siakam á boltann dansa upp úr hringnum Það á ekki af Kamerúnanum Pascal Siakam að ganga. Annan leikinn í röð dansaði boltinn upp úr hringnum eftir lokaskot hans og Toronto Raptors urðu að sætta sig við tap gegn Portland Trail Blazers, 112-111. Siakam skoraði sína fyrstu þrennu á ferlinum, með 22 stig, 13 fráköst og 10 stoðsendingar, en það dugði ekki. CJ McCollum skoraði 30 stig og þar á meðal sigurkörfuna. Giannis Antetokounmpo sneri aftur með Milwaukee Bucks eftir minni háttar meiðsli og hafði sig heldur hægan í 121-99 sigri á Orlando Magic í nótt. Grikkinn lenti í villuvandræðum en skilaði þó 22 stigum. Milwaukee var 86-82 yfir fyrir lokafjórðunginn en stakk svo af og vann öruggan sigur. Klippa: NBA dagsins 12. janúar NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Tengdar fréttir „Það mun enginn vorkenna okkur“ Philadelphia 76ers glíma áfram við vandamál vegna kórónuveirusmits Seth Curry. Níu leikmenn liðsins gátu þó spilað í nótt en félagið fékk sekt upp á 3,2 milljónir króna fyrir brot á reglum um meiðsli leikmanna. 12. janúar 2021 07:30 NBA dagsins: Versta skotnýting ferilsins en Curry gat brosað Stephen Curry var sjálfsagt manna fegnastur að sjá boltann dansa upp úr hringnum um leið og lokaflautið gall, í 106-105 sigri Golden State Warriors á Toronto Raptors í NBA-deildinni í nótt. 11. janúar 2021 14:30 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Enski boltinn Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
„Það mun enginn vorkenna okkur“ Philadelphia 76ers glíma áfram við vandamál vegna kórónuveirusmits Seth Curry. Níu leikmenn liðsins gátu þó spilað í nótt en félagið fékk sekt upp á 3,2 milljónir króna fyrir brot á reglum um meiðsli leikmanna. 12. janúar 2021 07:30
NBA dagsins: Versta skotnýting ferilsins en Curry gat brosað Stephen Curry var sjálfsagt manna fegnastur að sjá boltann dansa upp úr hringnum um leið og lokaflautið gall, í 106-105 sigri Golden State Warriors á Toronto Raptors í NBA-deildinni í nótt. 11. janúar 2021 14:30