Á meðal þeirra sérfræðinga sem fræddi hópinn í fyrsta þættinum voru Sævar Helgi Bragason vísindamiðlari
„Mér þykir ótrúlega vænt um þessa gullfallegu plánetu sem við búum á,“ sagði Sævar Helgi þar meðal annars. Í þættinum er talað um að flestir búist við því að einhverjir aðrir geri eitthvað í umhverfismálum.
„Þegar öllu er á botninn hvolft þá erum við öll Indriði er það ekki?“ spurði Sævar Helgi.
„Er það ég? Á ég að gera það?“
Hægt er að horfa á brot úr þættinum hér fyrir neðan þar sem þátttakendur fylgdust misspenntir með fræðslunni. Þar má einnig sjá Eyþór Eðvarðsson baráttumann gegn hamfarahlýnun.
Mjólkur- og kjötframleiðendur
Í þessari fimm þátta seríu fylgist Lóa með fjórum íslenskum fjölskyldum að taka þátt í fjögurra vikna vegan tilraun. Hópurinn fór í ýmsar heilsufarsmælingar áður en tilraun hófst og aftur í lokin til að kanna hvort þessi umbylting á mataræðinu hafði áhrif á heilsu þeirra.
Þá skráðu allir mataræði sitt inn í Matarspor EFLU meðan á tilraun stóð og að auki er ein samanburðarvika frá því fyrir tilraun, til að kanna hvort kolefnisspor fjölskyldnanna minnkar við að sneiða hjá öllum dýraafurðum.
Áður en tilraunin hófst borðaði hópurinn saman eina kjötmáltíð, síðustu kjötmáltíðina í nokkrar vikur. Við það tilefni tók Lóa Pind púlsinn á þátttakendum og fékk að heyra þeirra helstu áhyggjur.

„Við erum náttúrulega mjólkurframleiðendur og kjötframleiðendur svo þið getið rétt ímyndað ykkur á hverju við lifum,“ segir Hrafnhildur Baldursdóttir bóndi um mataræði fjölskyldunnar fyrir breytinguna.
„Það er allt með rjóma, smjöri og ostum, eiginlega bara allt sem ég elda,“ segir Annska Arndal íslenskukennari. Hún á því ekki eftir að sakna kjötsins mest af öllu í þessari vegan tilraun.
„Ég nota smjör í svona tonnavís svo ég mun sakna þess mest, ég mun sakna þess meira en kjöts.“
Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður er Ívar Kristján Ívarsson og klippingu annaðist Hrafn Jónsson. Framleitt af Lóa Production fyrir Stöð 2.