Innlent

Beið eftir að­stoð í allt að tuttugu gráðu frosti

Sylvía Hall skrifar
Frá björgunaraðgerðum.
Frá björgunaraðgerðum. LAndsbjörg

Gönguskíðamaðurinn sem slasaðist á fæti á Langjökli síðdegis í dag var fluttur niður af jöklinum og komið um borð í sjúkrabíl í Húsafelli eftir að hafa beðið eftir aðstoð ásamt félögum sínum. 

Útkall til björgunarsveita barst um þrjúleytið í dag en fyrsti björgunarsveitarbíll kom á vettvang rétt fyrir sex.

Maðurinn var fluttur í sjúkrabíl í Húsafelli.Landsbjörg

Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að félagar mannsins hafi gert allt rétt í stöðunni eftir að ljóst var að hann gæti ekki gengið að sjálfsdáðum. Þeir komu honum í hlý föt, skjól og gáfu honum heitt að drekka á meðan þeir hringdu í Neyðarlínuna.

„Mikilvægast var að halda þeim slasaða heitum á meðan beðið var eftir aðstoð,“ segir í tilkynningunni. Mikill kuldi var á jöklinum, eða allt að tuttugu gráðu frost.

Þungfært hefur verið á jöklinum undanfarna daga. Björgunarsveitarfólk fór þangað á jeppum, vélsleðum og snjóbíl til að tryggja að verkefnið yrði leyst hratt og örugglega.


Tengdar fréttir

Sækja slasaðan göngu­skíða­mann á Lang­jökul

Björgunarsveitir á Vesturlandi voru kallaðar út um þrjúleytið í dag vegna gönguskíðamanns sem slasaðist á Langjökli. Ekki er talin hætta á ferðum að því er segir í tilkynningu frá Landsbjörg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×