Álag og samskiptavandi við yfirmenn sögð valda óánægju meðal slökkviliðsmanna Nadine Guðrún Yaghi skrifar 11. janúar 2021 20:00 Mikil óánægja er meðal slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna á höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt niðurstöðum nýrrar starfsánægjukönnunar. Álag, léleg samskipti við yfirmenn og lítil endurmenntun eru sögð helstu vandamálin. Könnunin var gerð í nóvember og voru niðurstöðurnar kynntar í byrjun árs. Könnunin byggðist á átta flokkum þar sem hæsta einkunn var fimm. Meðaleinkunn þvert á flokka var 3,16 sem fellur í rauðan flokk sem er lakasti flokkurinn. Enginn flokkur mældist með góðan eða mjög góðan árangur. Bjarni Ingimarsson, varaformaður Landssambands slökkviliðsmanna segir niðurstöðurnar mjög slæmar. „Þetta hefur verið slæmt áður en samt verið ljósir punktar inn á milli en núna er þetta allt bara neikvætt,“ segir Bjarni. Samskonar könnun var gerð sumarið 2019 en þá mældust fjórir flokkar með góðan árangur. „Það er náttúrulega sláandi að sjá þetta svona alveg rautt hjá okkur og hefur farið versnandi frá því þeir tóku fyrstu könnuna í júní 2019. Maður var að vonast til að það hafi verið einhver bæting á en það er alveg ljóst að það þarf að fara ofan í og skoða hvar vandamálið liggur,“ segir Bjarni. Mikið hafi verið kvartað undan lítilli endurmenntun og samskiptavanda við yfirmenn. Hann hafi talið að búið væri að bæta úr samskiptum við yfirmenn enda hafi sérstökum hóp verið falið það verkefni í fyrra. „Það eiga að vera komnar úrbætur þar og menn eiga að vera farnir að standa sig betur. Þannig það kemur manni á óvart að þetta sé enn á sama stað,“ segir Bjarni. Vegna kórónuveirunnar hafi álag aukist gríðarlega. Stöðugt sé verið að slá met í fjölda verkefna á einum sólarhring. Á dögunum hafi 166 verkefni verið skráð á einum sólarhring en að jafnaði eru 27 manns á vakt. „Þetta veldur þreytu og streitu,“ segir Bjarni. Metnaður slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna sé gríðarlegur. Það sjáist best á því að fólk haldist í starfi þrátt fyrir álag og óánægju. Hann óttast að fólk snúi sér annað ef þróunin heldur áfram. „Það er alltaf hættan þegar starfsánægjan er svona lítil og léleg,“ segir Bjarni. Í bréfi Jóns Viðars Matthíassonar slökkviliðsstjóra til starfsmanna segir að niðurstöðurnar séu alls ekki góðar og verri en í fyrri könnunum. Það þyki honum mjög miður. Vissulega hafi aðstæður verið sérstakar undanfarið ár og af þeim sökum hafi mörgum fyrirliggjandi verkefnum og úrbótamálum verið slegið á frest. Það sé hins vegar ekki hægt að líta framhjá því að það sé greinileg óánægja til staðar sem þurfi að vinna á til að skapa betri vinnustað og nú verði hafist hand við það stóra verkefni. Slökkvilið Sjúkraflutningar Heilbrigðismál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Starfsánægja mælist lág meðal slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna á höfuðborgarsvæðinu: Óánægja er meðal slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, samkvæmt niðurstöðum nýrrar starfsánægjukönnunar. Mannauðsstjóri segir engan undra að niðurstaðan sé þessi, en markmiðið sé að gera betur fyrir starfsfólkið sem vinni undir miklu álagi og standi sig gríðarlega vel við erfiðar aðstæður. 29. júlí 2019 19:00 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Könnunin var gerð í nóvember og voru niðurstöðurnar kynntar í byrjun árs. Könnunin byggðist á átta flokkum þar sem hæsta einkunn var fimm. Meðaleinkunn þvert á flokka var 3,16 sem fellur í rauðan flokk sem er lakasti flokkurinn. Enginn flokkur mældist með góðan eða mjög góðan árangur. Bjarni Ingimarsson, varaformaður Landssambands slökkviliðsmanna segir niðurstöðurnar mjög slæmar. „Þetta hefur verið slæmt áður en samt verið ljósir punktar inn á milli en núna er þetta allt bara neikvætt,“ segir Bjarni. Samskonar könnun var gerð sumarið 2019 en þá mældust fjórir flokkar með góðan árangur. „Það er náttúrulega sláandi að sjá þetta svona alveg rautt hjá okkur og hefur farið versnandi frá því þeir tóku fyrstu könnuna í júní 2019. Maður var að vonast til að það hafi verið einhver bæting á en það er alveg ljóst að það þarf að fara ofan í og skoða hvar vandamálið liggur,“ segir Bjarni. Mikið hafi verið kvartað undan lítilli endurmenntun og samskiptavanda við yfirmenn. Hann hafi talið að búið væri að bæta úr samskiptum við yfirmenn enda hafi sérstökum hóp verið falið það verkefni í fyrra. „Það eiga að vera komnar úrbætur þar og menn eiga að vera farnir að standa sig betur. Þannig það kemur manni á óvart að þetta sé enn á sama stað,“ segir Bjarni. Vegna kórónuveirunnar hafi álag aukist gríðarlega. Stöðugt sé verið að slá met í fjölda verkefna á einum sólarhring. Á dögunum hafi 166 verkefni verið skráð á einum sólarhring en að jafnaði eru 27 manns á vakt. „Þetta veldur þreytu og streitu,“ segir Bjarni. Metnaður slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna sé gríðarlegur. Það sjáist best á því að fólk haldist í starfi þrátt fyrir álag og óánægju. Hann óttast að fólk snúi sér annað ef þróunin heldur áfram. „Það er alltaf hættan þegar starfsánægjan er svona lítil og léleg,“ segir Bjarni. Í bréfi Jóns Viðars Matthíassonar slökkviliðsstjóra til starfsmanna segir að niðurstöðurnar séu alls ekki góðar og verri en í fyrri könnunum. Það þyki honum mjög miður. Vissulega hafi aðstæður verið sérstakar undanfarið ár og af þeim sökum hafi mörgum fyrirliggjandi verkefnum og úrbótamálum verið slegið á frest. Það sé hins vegar ekki hægt að líta framhjá því að það sé greinileg óánægja til staðar sem þurfi að vinna á til að skapa betri vinnustað og nú verði hafist hand við það stóra verkefni.
Slökkvilið Sjúkraflutningar Heilbrigðismál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Starfsánægja mælist lág meðal slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna á höfuðborgarsvæðinu: Óánægja er meðal slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, samkvæmt niðurstöðum nýrrar starfsánægjukönnunar. Mannauðsstjóri segir engan undra að niðurstaðan sé þessi, en markmiðið sé að gera betur fyrir starfsfólkið sem vinni undir miklu álagi og standi sig gríðarlega vel við erfiðar aðstæður. 29. júlí 2019 19:00 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Starfsánægja mælist lág meðal slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna á höfuðborgarsvæðinu: Óánægja er meðal slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, samkvæmt niðurstöðum nýrrar starfsánægjukönnunar. Mannauðsstjóri segir engan undra að niðurstaðan sé þessi, en markmiðið sé að gera betur fyrir starfsfólkið sem vinni undir miklu álagi og standi sig gríðarlega vel við erfiðar aðstæður. 29. júlí 2019 19:00