Álag og samskiptavandi við yfirmenn sögð valda óánægju meðal slökkviliðsmanna Nadine Guðrún Yaghi skrifar 11. janúar 2021 20:00 Mikil óánægja er meðal slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna á höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt niðurstöðum nýrrar starfsánægjukönnunar. Álag, léleg samskipti við yfirmenn og lítil endurmenntun eru sögð helstu vandamálin. Könnunin var gerð í nóvember og voru niðurstöðurnar kynntar í byrjun árs. Könnunin byggðist á átta flokkum þar sem hæsta einkunn var fimm. Meðaleinkunn þvert á flokka var 3,16 sem fellur í rauðan flokk sem er lakasti flokkurinn. Enginn flokkur mældist með góðan eða mjög góðan árangur. Bjarni Ingimarsson, varaformaður Landssambands slökkviliðsmanna segir niðurstöðurnar mjög slæmar. „Þetta hefur verið slæmt áður en samt verið ljósir punktar inn á milli en núna er þetta allt bara neikvætt,“ segir Bjarni. Samskonar könnun var gerð sumarið 2019 en þá mældust fjórir flokkar með góðan árangur. „Það er náttúrulega sláandi að sjá þetta svona alveg rautt hjá okkur og hefur farið versnandi frá því þeir tóku fyrstu könnuna í júní 2019. Maður var að vonast til að það hafi verið einhver bæting á en það er alveg ljóst að það þarf að fara ofan í og skoða hvar vandamálið liggur,“ segir Bjarni. Mikið hafi verið kvartað undan lítilli endurmenntun og samskiptavanda við yfirmenn. Hann hafi talið að búið væri að bæta úr samskiptum við yfirmenn enda hafi sérstökum hóp verið falið það verkefni í fyrra. „Það eiga að vera komnar úrbætur þar og menn eiga að vera farnir að standa sig betur. Þannig það kemur manni á óvart að þetta sé enn á sama stað,“ segir Bjarni. Vegna kórónuveirunnar hafi álag aukist gríðarlega. Stöðugt sé verið að slá met í fjölda verkefna á einum sólarhring. Á dögunum hafi 166 verkefni verið skráð á einum sólarhring en að jafnaði eru 27 manns á vakt. „Þetta veldur þreytu og streitu,“ segir Bjarni. Metnaður slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna sé gríðarlegur. Það sjáist best á því að fólk haldist í starfi þrátt fyrir álag og óánægju. Hann óttast að fólk snúi sér annað ef þróunin heldur áfram. „Það er alltaf hættan þegar starfsánægjan er svona lítil og léleg,“ segir Bjarni. Í bréfi Jóns Viðars Matthíassonar slökkviliðsstjóra til starfsmanna segir að niðurstöðurnar séu alls ekki góðar og verri en í fyrri könnunum. Það þyki honum mjög miður. Vissulega hafi aðstæður verið sérstakar undanfarið ár og af þeim sökum hafi mörgum fyrirliggjandi verkefnum og úrbótamálum verið slegið á frest. Það sé hins vegar ekki hægt að líta framhjá því að það sé greinileg óánægja til staðar sem þurfi að vinna á til að skapa betri vinnustað og nú verði hafist hand við það stóra verkefni. Slökkvilið Sjúkraflutningar Heilbrigðismál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Starfsánægja mælist lág meðal slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna á höfuðborgarsvæðinu: Óánægja er meðal slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, samkvæmt niðurstöðum nýrrar starfsánægjukönnunar. Mannauðsstjóri segir engan undra að niðurstaðan sé þessi, en markmiðið sé að gera betur fyrir starfsfólkið sem vinni undir miklu álagi og standi sig gríðarlega vel við erfiðar aðstæður. 29. júlí 2019 19:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Fleiri fréttir „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Sjá meira
Könnunin var gerð í nóvember og voru niðurstöðurnar kynntar í byrjun árs. Könnunin byggðist á átta flokkum þar sem hæsta einkunn var fimm. Meðaleinkunn þvert á flokka var 3,16 sem fellur í rauðan flokk sem er lakasti flokkurinn. Enginn flokkur mældist með góðan eða mjög góðan árangur. Bjarni Ingimarsson, varaformaður Landssambands slökkviliðsmanna segir niðurstöðurnar mjög slæmar. „Þetta hefur verið slæmt áður en samt verið ljósir punktar inn á milli en núna er þetta allt bara neikvætt,“ segir Bjarni. Samskonar könnun var gerð sumarið 2019 en þá mældust fjórir flokkar með góðan árangur. „Það er náttúrulega sláandi að sjá þetta svona alveg rautt hjá okkur og hefur farið versnandi frá því þeir tóku fyrstu könnuna í júní 2019. Maður var að vonast til að það hafi verið einhver bæting á en það er alveg ljóst að það þarf að fara ofan í og skoða hvar vandamálið liggur,“ segir Bjarni. Mikið hafi verið kvartað undan lítilli endurmenntun og samskiptavanda við yfirmenn. Hann hafi talið að búið væri að bæta úr samskiptum við yfirmenn enda hafi sérstökum hóp verið falið það verkefni í fyrra. „Það eiga að vera komnar úrbætur þar og menn eiga að vera farnir að standa sig betur. Þannig það kemur manni á óvart að þetta sé enn á sama stað,“ segir Bjarni. Vegna kórónuveirunnar hafi álag aukist gríðarlega. Stöðugt sé verið að slá met í fjölda verkefna á einum sólarhring. Á dögunum hafi 166 verkefni verið skráð á einum sólarhring en að jafnaði eru 27 manns á vakt. „Þetta veldur þreytu og streitu,“ segir Bjarni. Metnaður slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna sé gríðarlegur. Það sjáist best á því að fólk haldist í starfi þrátt fyrir álag og óánægju. Hann óttast að fólk snúi sér annað ef þróunin heldur áfram. „Það er alltaf hættan þegar starfsánægjan er svona lítil og léleg,“ segir Bjarni. Í bréfi Jóns Viðars Matthíassonar slökkviliðsstjóra til starfsmanna segir að niðurstöðurnar séu alls ekki góðar og verri en í fyrri könnunum. Það þyki honum mjög miður. Vissulega hafi aðstæður verið sérstakar undanfarið ár og af þeim sökum hafi mörgum fyrirliggjandi verkefnum og úrbótamálum verið slegið á frest. Það sé hins vegar ekki hægt að líta framhjá því að það sé greinileg óánægja til staðar sem þurfi að vinna á til að skapa betri vinnustað og nú verði hafist hand við það stóra verkefni.
Slökkvilið Sjúkraflutningar Heilbrigðismál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Starfsánægja mælist lág meðal slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna á höfuðborgarsvæðinu: Óánægja er meðal slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, samkvæmt niðurstöðum nýrrar starfsánægjukönnunar. Mannauðsstjóri segir engan undra að niðurstaðan sé þessi, en markmiðið sé að gera betur fyrir starfsfólkið sem vinni undir miklu álagi og standi sig gríðarlega vel við erfiðar aðstæður. 29. júlí 2019 19:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Fleiri fréttir „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Sjá meira
Starfsánægja mælist lág meðal slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna á höfuðborgarsvæðinu: Óánægja er meðal slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, samkvæmt niðurstöðum nýrrar starfsánægjukönnunar. Mannauðsstjóri segir engan undra að niðurstaðan sé þessi, en markmiðið sé að gera betur fyrir starfsfólkið sem vinni undir miklu álagi og standi sig gríðarlega vel við erfiðar aðstæður. 29. júlí 2019 19:00