Innlent

Sækja slasaðan göngu­skíða­mann á Lang­jökul

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Maðurinn slasaðist á fæti og kemst ekki niður af jöklinum af sjálfsdáðum.
Maðurinn slasaðist á fæti og kemst ekki niður af jöklinum af sjálfsdáðum. Vísir/vilhelm

Björgunarsveitir á Vesturlandi voru kallaðar út um þrjúleytið í dag vegna gönguskíðamanns sem slasaðist á Langjökli. Ekki er talin hætta á ferðum að því er segir í tilkynningu frá Landsbjörg.

Maðurinn slasaðist á fæti er hann var á ferðalagi ásamt félögum sínum við Þursaborg á Langjökli getur ekki gengið sjálfur. Í tilkynningu segir að hópurinn sé vel búinn en hafi óskað eftir aðstoð við að koma manninum af jöklinum. Ekki sé talin hætta á ferðum.

Þá er vitað hvar hópurinn er staddur og gott veður er á svæðinu, þótt kalt sé. Björgunarsveitarfólk er nú á leið á jökulinn, hvar hópurinn heldur kyrru fyrir og bíður eftir aðstoð. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×