Lífið

Helgi Jean og Sölvi Tryggva í toppmálum á Tene

Stefán Árni Pálsson skrifar
Helgi og Sölvi á ströndinni á Tene í dag. 
Helgi og Sölvi á ströndinni á Tene í dag.  @helgijean

Hlaðvarpararnir Helgi Jean Claessen og Sölvi Tryggvason njóta lífsins á Tenerife um þessar mundir og fer vel um þá á spænsku eyjunni.

Helgi hefur verið að slá í gegn með Hjálmari Erni Jóhannssyni í hlaðvarpinu Hæ Hæ og Sölvi dælir út viðtalsþáttum á helstu hlaðvarpsveitum og YouTube.

„Það er alger unaður að geta komið hingað til Tenerife og þegið bæði dagsbirtu, sól og D-vítamín,“ segir Helgi Jean í samtali við Vísi en hann var staddur á ströndinni með Sölva þegar blaðamaður ræddi við hann.

„Einmitt núna þegar maður þarf að halda ónæmiskerfinu í toppstandi. Svo er ótrúlegt að maður sé fljótari hingað heldur en að keyra á Egilsstaði. Dagarnir eru svona íslenska sumarið á sterum. Manni líður eins og íslenska sumarið komi hingað til að fela sig yfir veturinn. Það er smá grímuball í gangi hér syðra, þó ekki mikið meira heldur en á Íslandi. Og auðvitað alltaf gaman að taka þátt í góðu balli,“ segir Helgi en fólk gengur um eyjuna með grímu en þó ekki allir.

„Svo er gaman að geta unnið bæði Hæ Hæ héðan í gegnum netið ásamt því að taka pub-quiz og bingó í gegnum netið. Teams og Zoom eru stóru uppgötvanirnar í þessu ástandi.“

Hægt er að fylgjast með ævintýrum Sölva og Helga á Instagram en þeir birta reglulega efni í stories.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×